Morgunblaðið - 07.11.1985, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985
Unglinga-
bók eftir
Maríu Gripe
ÚT ER komin hjá Máli og menningu
unglingabókin Sesselja Agnes eftir
sænska rithöfundinn Maríu Gripe.
Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi bókina.
{ fréttatilkynningu útgefandans
segir:
„Sagan segir frá Nóru sem flytur
með fósturforeldrum sínum í gam-
alt hús og verður fyrir einkenniiegri
lífsreynslu þar. Hún heyrir fótatak
í íbúðinni þótt enginn sé heima, hún
fær undarlegar upphringingar og
gömul klukka með ónýtu úrverki fer
að ganga ... afturábak! Svo fær hún
skilaboð um að sækja pakka á
ákveðinn stað í Stokkhólmi og fylgir
boðunum að hún megi engum sýna
það sem í pakkanum er. Gátan
verður meira og meira spennandi
þangað til Nóra leysir hana með
dyggri aðstoð Dags, félaga síns.“
Sesselja Agnes er 242 bls., unnin
í Prentsmiðjunni Odda hf. Haraid
Gripe gerði kápumynd. Bókin er
gefin út með styrk frá norræna
þýðingarsjóðnum.
tlr salnum á neðri hæðinni, hljómsveit leikur fyrir matargesti um helgar.
Basar að Hall-
veigarstöðum
Kvenfélag Fríkirkjunnar í
Reykjavík heldur sinn árlega bas-
ar næstkomandi laugardag að
Hallveigarstöðum kl. 14. í frétta-
tilkynningu frá félaginu segir að
á boðstólum verði meðal annars
handunnir munir, fatnaður, kökur,
lukkupokar og happdrætti. Tekið
verður á móti munum á morgun,
föstudag, eftir kl. 19 og á laugar-
dag frá kl. 9 að Hallveigarstöðum.
Kosning í safnráð
Listasafns íslands
Kosning í Safnráð Listasafns
íslands fór nýlega fram og hlutur
þeir Daði Guðbjörnsson og Hring-
ur Jóhannesson myndlistarmenn
kosningu sem aðalmenn ásamt
Helga Gíslasyni myndhöggvara.
Varamenn í ráðinu eru Hafsteinn
Austmann, Edda Jónsdóttir og
Steinunn Þórarinsdóttir. Kjör-
stjórn skipuðu Karla Kristjáns-
dóttir, Knútur Hallsson og Sigurð-
ur Sigurðsson.
Viðtal fór á flakk
MISTÖK urðu í niðurröðun efnis
í blaðið í gær. Á blaðsiðu 17 birtist
frétt um Menntastofnun íslands
og Bandaríkjanna og var þar skýrt
frá því að 6 milljónum króna yrði
varið í styrki í vetur. Á blaðsíðu
26 birtist svo viðtal við Loga
Gunnarsson, sem lýkur prófi í
heimspeki frá HÍ í vor, en hann
hefur hlotið 10 þúsund dala styrk
frá stofnuninni. Viðtalið átti að
fylgja fréttinni og eru hlutaðeig-
endur beðnir velvirðingar á þess-
um mistökum.
Lollo Asplund
Vísnakvöld
í Norræna
húsinu
VÍSNAKVÖLD verður haldið í
Norræna húsinu í kvöld, fímmtu-
dagskvöld, kl. 20.30 og er það
Norræna húsið ásamt íslensk-
sænska félaginu sem stendur að
vísnakvöldinu í tilefni 100 ára
fæðingarafmælis sænska skáldsins
Birger Sjöberg.
A dagskrá vísnakvöldsins
verða ljóð og lög eftir Birger
Sjöberg og eru flytjendur Gunn-
ar Guttormsson, Katrín Sigurð-
ardóttir, Sigrún Jóhannesdóttir
og Viðar Gunnarsson ásamt
sænska vísnasöngvaranum Lollo
Asplund sem kominn er til lands-
ins gagngert til að taka þátt í
þessu vísnakvöldi tileinkuðu
Birger Sjöberg.
Nýr veitingastaður í
miðbæ Hafnarfjarðar
VEITINGAHÚSIÐ A. Hansen var
síðastliðinn föstudag. Staðurinn er
var reist árið 1880. Verzlun var lei
ands Hansen frá 1913 til um 1950.
Frá þvi i júní siðastliðið sumar
hefur verið unnið að breytingum
á húsinu undir stjórn Páls V.
Bjarnasonar arkitekts. Húsið er
eins að utan og í upphafi og
innanstokks var reynt að halda
sem mestu af upprunalegum svip
þess. Aðaleigendur að veitinga-
húsinu eru Sigurður ó. Sigurðs-
son og hjónin Birgir M. Jóhanns-
son og Jarðþrúður Jónsdóttir, en
hún er jafnframt yfirþjónn. Yfir-
matreiðslumaður er Rúnar
Árnason.
Að sögn Birgis er boðið upp á
vandaðan matseðil um helgar og
þá leikur litil hljómsveit tónlsit
fyrir matargesti. Á virkum dög-
ipnað á Vesturgötu 4 í Hafnarfírði
rúmlega aldar gömlu húsi, en það
'st af í húsinu og á vegum Ferdin-
um er einnig boðið upp á smá-
rétti og ætlunin að fá ýmsa
krafta til að koma fram. I kvöld
syngur Bergþóra Árnadóttir fyr-
ir gesti. í hádegi er boðið upp á
smárétti og salatbar.
Veitingastaðurinn er á tveim-
ur hæðum tekur um 100 manns
í mat. Efri hæðin er einkum
ætluð fyrir minni veizlur og
samkvæmi og þar er einnig fund-
arsalur. Veitingastaðurinn A.
Hansen fékk sama dag og opnað
var leyfi til vínveitinga með mat.
Næstu byggingar við veitinga-
staðinn eru Sfvertsenshús og sjó-
minjasafn, einnig í gömlum,
endurbyggðum húsum.
Aðaleigendur veitingahússins A. Hansen, frá vinstri Sigurður Ó. Sigurðs-
son, Birgir M. Jóhannsson og Jarþrúður Jónsdóttir, sem jafnframt er
yfirþjónn.
Bingó og kabarett í Broadway
— til styrktar vistheimilinu Sólheimum í Grfmsnesi
Meðfýlgjandi mynd var tekin í Nýja biói á Sighifirði nú fyrir skömmu en
Leikfélag Sighifjarðar æfir þar leikrit Sólveigar Traustadóttur, „Sólsetur"
þessa dagana, en leikritið verður frumsýnt á laugardag.
Siglufjörður:
Frumsýning á „Sólsetri“
LEIKFÉLAG Siglufjarðar frumsýnir
á laugardag leikritið „Sólsetur" eftir
Sólveigu Traustadóttur sem jafn-
framt er leikstjóri. Er þetta þriðja
leikrit Sólveigar, en áður hafa verið
sýnd eftir hana „Enginn veit sína
ævina" og „Hamingjan býr ekki
hér... hún er á hæðinni fýrir ofan“,
en þau setti höfundur upp með leik-
hópnm frá Alþýðuskólanum á Eiðum.
Alls eru hlutverk i leikritinu 10
talsins og gerist leikurinn á elli-
heimili. I fréttatilkynningu frá
Leikfélagi Siglufjarðar segir að
það hyggist bregða undir sig betri
fætinum og ferðast með sýninguna
um Norðurland og jafnvel einnig
um Suðurland, en frumsýning
verður sem fyrr segir á næstkom-
andi laugardag í Nýja biói á Siglu-
firði.
Tónleikar í
Kristskirkju
TÓNLISTARFÉLAG Kristkirkju og
Alliance Francaise efna til tónleika
í Kristskirkju í kvöld, fimmtudags-
kvöld, með franska kontratenór-
söngvaranum Jean Belliard, sem
einnig leikur á lútu.
í fréttatilkynningu frá aðstand-
endum tónleikanna segir meðal
annars. „Belliard er annars einn
af stofnendum hins fræga tónlist-
arhóps Ensemble Guillaume de
Machaut de Paris, og stjórnar
honum jafnframt, og hefur ferðast
með honum og haldið tónleika i
fimmtíu og tveimur löndum. Efnis-
skrá hans nær að öllu jöfnu yfir
tónlist frá þvi snemma á miðöldum
(gregorísk kirkjutónlist), tónlist
trúbadora og annara söngskálda
um og eftir árið 1000, endurreisn-
ar- og barrokktónlist og tónlist
frá okkar dögum.“
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og
verða miðar seldir við innganginn.
Leiðrétting
HLUTI setningar féll niður í grein
Hauks Magnússonar í blaðinu í
gær, í tilvitnum í fyrsta dálki. Þar
átti að standa: „Þeim mun fleiri
kindum sem beitt er á landi, þeim
mun minni beitargróður kemur í
hlut hverrar skepnu."
Þá átti að standa „gífurlegir flot-
ar hrossa", en ekki flokkar hrossa,
þar sem rætt er um fækkun hrossa
á Grímstunguheiði. Blaðið biðst
velvirðingar á þessum mistökum.
Lionsklúbburinn Ægir heldur
bingó og kabarettskemmtun í
Broadway í kvöld og hefst skemmt-
unin kl. 20. Er þetta liður í fjáröfl-
unarstarfsemi klúbbsins en ágóð-
anum af skemmtuninni verður
varið til framkvæmda að Sólheim-
um í Grímsnesi, en eins og kunnugt
er hefur nýtt hús verið í byggingu
fyrir íþróttaiðkun og leikstarfsemi
vistmanna.
{ fréttatilkynningu sem klúbb-
urinn hefur sent frá sér segir
meðal annars að landsþekktir
skemmtikraftar komi fram,
stjórnandi skemmtikvöldsins er
Svavar Gests og mun hann ásamt
ómari Ragnarssyni ræða við
Reyni Pétur Ingvarsson sem sið-
astliðið sumar gekk umhverfis
landið til að afla fjár til byggingar-
innar. Auk þess mun ómar
skemmta við undirleik Hauks
Heiðars Ingólfssonar, sem enn-
fremur leikur undir söng Róberts
Arnfinnssonar leikara. Ágúst ís-
fjörð sýnir töfrabrögð og Rokk-
bræður koma fram. Þá sýna Mód-
elsamtökin tískufatnað og milli
skemmtiatriða verður spilað
bingó, en aðalvinningurinn er
þriggja vikna ferð til Mallorka
fyrir tvo og alls verða spilaðar tíu
umferðir.
Verð aðgöngumiða er 250 krónur
og gildir miðinn einnig sem happ-
drættismiði og er vinningurinn
vikudvöl fyrir einn í Skíðaskólan-
um í Kerlingafjöllum.
Tónleikar í
Fríkirkjunni
TÓNLEIKAR í Fríkirkjunni (
Reykjavík til styrktar orgelsjóði
kirkjunnar verða haldnir næstkom-
andi laugardag, og befjast þeir kl.
17. Á tónleikunum koma fram þau
Ingibjörg Marteinsdóttir, mezzo-
sópran og Daði Kolbeinsson, óbó-
leikari. Orgelleikar er Pavel Smid.
Á efnisskránni verða verk eftir
H&ndel, Bach, Teleman, Pál ísólfs-
son, Hanff, Dvorak og Bizet. Að-
göngumiðar eru seldir hjá Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundssonar í
Austurstræti 18, Blómabarnum á
Hlemmtorgi og við innganginn í
Fríkirkjunni.
m}
Sigrún Guðmundsdóttir, en fatnaður hennar verður sýndur á Hótel Borg f
kvöld.
Fatasýning á
SÝNING á fatnaði sem Sigrún
Guðmundsdóttir hefur hannað úr
efnum sem fyrirtækið Epal hf.
hefur á boðstólum, verður haldin
á Hótel Borg I kvöld, fimmtudags-
kvöld. Jafnframt sýndur leður- og
rúskinnsfatnaður frá Skryddu sem
Hótel Borg
Eva Vilhelmsdóttir hefur hannað.
í fréttatilkynningu frá fyrirtæk-
inu Epal hf. segir að fatnaður sá
sem sýndur verður að Hótel Borg
verði til sýnis og sölu í verslun
fyrirtækisins að Síðumúla 20 og I
Gallerí Langbrók.