Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985 3 Fannfergi í Eyjum — trillur í vandræðum að rata til hafnar í snjóbyl VeHtmannaeyjum, 6. nivember. VERSTA vetrarveóur skall hér yflr ( gærkvöld með roki og snjóbyl. Svo miklum snjó kyngdi niöur hér í nótt að allar götur í benum voru ófærar þegar fólk vaknaði f morgun og hugðist halda til vinnu eða skóla. Jafnt hjá Helga og Agdestein HELGI Ólafsson, stórmeistari, gerði í gærkvöldi jafntefli við Norðmann- inn Simen Agdestein í keppninni um Norðurlandatitilinn í skák. Þeir sömdu jafntefli eftir 42 leiki, eftir að skákin hafði farið í bið. Helgi hefur því forystu í keppn- inni um Norðurlandameistaratitil- inn, hefur vinning umfram Agde- stein, sem teflir við Jóhann Hjart- arson í dag og þarf að sigra til þess að tryggja sér Norðurlanda- meistaratitilinn. Haldi Jóhann hins vegar jöfnu eða sigri Agde- stein er Helgi Norðurlandameist- ari í skák. Hnédjúpur snjór var á öllum götum og víða hafði skafíð i stóra og ill- kleifa skafla. Starfsmenn áhaldahússins hóf- ust strax handa við að ryðja snjó af helstu umferðargötunum og lögregla og björgunarsveitir voru á ferð í allan morgun að hjálpa fólki til að komast leiðar sinnar. Skólahaldi var frestað fram eftir morgni af þessum sökum. Veðrið skall á svo skyndilega í gærkvöld að nokkrar trillur, sem voru að veiðum við Eyjar, áttu í erfiðleikum með að rata til hafnar í sótsvörtum bylnum. Skipverjar á Lóðsinum, sem fór út um sexleytið i gærkvöld trillunum til hjálpar, urðu að miða eina trilluna út þar sem áhöfn hennar hafði týnt átt- um. Gekk miðunin vel og lónaði Lóðsinn sfðan með trilluna inn til hafnar. Aðrar trillur komust hjálparlaust i höfn. Upp úr hádeginu í dag var hér komið skaplegt veður en snjór er meiri en fólk á almennt að venjast hér. - hkj. Sinfóníuhljómsveitin: Fyrstu helgartón- leikarnir á laugardag FYRSTU helgartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða í Há- skólabíói á laugardaginn. „Leik- hústónlist" er heiti tónleikanna, sem hefjast klukkan 17. Stjórnandi tón- lcikanna er Jean-Pierre Jacquillat og einsöngvari Kristinn Signtunds- son. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Mendelssohn, Verdi, Donizetti, Giordano og Britten. Á dagskrá þessa starfsárs Sinfóníu- hljómsveitarinnar eru fjórir helg- artónleikar. Þrír ungir menn veðurtepptir á Mýrdalssandi: Sátu 12 tíma í bfln- um og gengu síðan í 5 tíma til byggða Snjórinn náði þeim upp á mið læri megnið af leiðinni ÞRÍR ungir menn festu bO sinn i blindhrið á Mýrdalssandi i fyrrakvöld, sátu i honum í 12 klukkustundir og gengu sfðan i tæpar 5 klukkustundir til byggða í Mýrdalnum. Er það um 15 km leið og náði snjórinn þeim upp á mið læri megnið af leiðinni. Mjög slæmt veður var á þessu svæði í fyrrinótt og gærmorgun, en eng- inn vissi um ferðir félaganna fyrr en þeir birtust á Höfða- brekku f Mýrdal siðdegis i gær. Þremenningarnir, Skarphéð- inn Gunnarsson, Gunnar Jóns- son og óskar Sveinsson, eru Reykvikingar og allir um tvftugt. Voru þeir á leið heim eftir að síldarsöltuninni lauk á Höfn í Hornafirði þar sem þeir hafa verið i vinnu. Skarphéðinn sagði, þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins ræddi við hann i gær, en hann var þá enn staddur á Höfðabrekku, að þeir hefðu lagt af stað frá Höfn um klukkan 16 i fyrradag. Þeir hefðu staldrað við á Kirkjubæjarklaustri en lagt á sandinn um klukkan 21.30 i fyrrakvöld. Sagði Skarphéðinn að þá hefði verið farið að snjóa og skyggni lélegt en vegurinn snjólitill. Þegar þeir voru komnir á miðjan Mýrdalssand var orðið svo blint að þeir misstu bflinn útaf. Sagði Skarphéðinn að það hefði tekið þá 20 mínútur að koma honum upp á veginn aftur en á meðan hefði veðrið versnað og vegurinn orðið kolófær. „Það var glapræði að hlaupa frá bflnum og ákváðum við þá að biða i honum. Við höfðum bflinn i gangi og vorum ágætlega búnir, með lopapeysur og til- heyrandi, þannig að okkur leið sæmilega vel,“ sagði Skarphéð- inn. Hann sagði að þeir hefðu sofið lítið um nóttina og verið byrjaðir að ræða málin klukkan 9 um morguninn. Þeim hefði hins vegar ekki litist meira en svo á útlitið, en vonast til að vegurinn yrði ruddur og ákveðið að biða til hádegis með að yfirgefa bfl- inn. Sagði hann að þeir hefðu vitað nokkurn veginn hvar þeir væru staddir og reiknast til að rúmir 20 kílómetrar væru i Vík. Þeir hefðu síðan gefist upp á þvi að biða og haldið vestur eftir veginum um klukkan 11. Sagði Skarphéðinn að þeir hefðu verið með vindinn í bakið megnið af leiðinni, en gangan hefði þó verið erfiðari en þeir bjuggust við fyrirfram, enda snjór upp á mið læri megnið af leiðinni. Mikill skafrenningur var svo þeir sáu ekki alltaf á milli stikanna sem þeir fylgdu. Þeir birtust svo á Höfðabrekku eftir hátt i 5 tíma gang. Sagði Skarphéðinn að þeir væru ekkert hraktir en þreyttir eftir erfiða göngu og lftinn svefn um nóttina. Állt á kafi í snjó í Mýrdal þeir fólk við að komast leiðar sinnar i bænum. Hjá Markúsi Einarssyni veð- urfræðingi fengust þær upplýs- ingar að lægðarmiðja hefði verið skammt fyrir sunnan landið og ætti hún sök á þessu veðri, aust- anroki með snjókomu frá Eyrar- bakka að Kirkjubæjarklaustri. Sagði hann að lægðin þokaðist austur með suðurströndinni og fjarlægðist. Þeirra félaga var ekki saknað því þeir höfðu ekki látið vita um ferðir sinar, hvorki í Reykjavík né á Höfn. Var því ekki farið að leita að þeim og birtust þeir öll- um að óvörum á Höfðabrekku. Skarphéðinn sagði að eftir á að hyggja yrði þetta að teljast óskynsamlegt ferðalag hjá þeim en þeir hefðu talið sig örugga með að komast þetta. „Maður hugsar sig betur um næst,“ sagði Skarphéðinn að endingu. ö í FYRRINÓTT og gærmorgun gerði talsveröa snjókomu og rok syftst á landinu. Að sögn starfs- manna í vegaeftirlitinu voru allir vegir á Suðurlandi frá Skógum að Kirkjubæjarklaustri ófærir. Veðrið gekk niður síðdegis í gær og var búist við að vegirnir yrðu ruddir seint í gærkvöldi eða í dag. Á bænum Höfðabrekku i Mýrdal var allt á kafi f snjó, þegar Morgunblaðið ræddi við heimilisfólkið þar síðdegis i gær. Fólksbíll heimilisins var á kafi og aðeins sást i toppinn á jeppa. Lítil snjóskriða féll úr Höfða- brekkuhálsi rétt við bæinn og setti dráttarvél á hliðina. Að sögn Reynis Ragnarssonar fréttaritara Morgunblaðsins f Vik var veðrið mjög slæmt, svo ekki sást á milli húsa. Var ófært i kauptúninu og allir vegir f ná- grenninu. Björgunarsveitar- menn voru til taks og aðstoðuðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.