Morgunblaðið - 07.11.1985, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985
3
Fannfergi
í Eyjum
— trillur í vandræðum að rata til hafnar í snjóbyl
VeHtmannaeyjum, 6. nivember.
VERSTA vetrarveóur skall hér yflr
( gærkvöld með roki og snjóbyl. Svo
miklum snjó kyngdi niöur hér í nótt
að allar götur í benum voru ófærar
þegar fólk vaknaði f morgun og
hugðist halda til vinnu eða skóla.
Jafnt hjá Helga
og Agdestein
HELGI Ólafsson, stórmeistari, gerði
í gærkvöldi jafntefli við Norðmann-
inn Simen Agdestein í keppninni um
Norðurlandatitilinn í skák. Þeir
sömdu jafntefli eftir 42 leiki, eftir
að skákin hafði farið í bið.
Helgi hefur því forystu í keppn-
inni um Norðurlandameistaratitil-
inn, hefur vinning umfram Agde-
stein, sem teflir við Jóhann Hjart-
arson í dag og þarf að sigra til
þess að tryggja sér Norðurlanda-
meistaratitilinn. Haldi Jóhann
hins vegar jöfnu eða sigri Agde-
stein er Helgi Norðurlandameist-
ari í skák.
Hnédjúpur snjór var á öllum götum
og víða hafði skafíð i stóra og ill-
kleifa skafla.
Starfsmenn áhaldahússins hóf-
ust strax handa við að ryðja snjó
af helstu umferðargötunum og
lögregla og björgunarsveitir voru
á ferð í allan morgun að hjálpa
fólki til að komast leiðar sinnar.
Skólahaldi var frestað fram eftir
morgni af þessum sökum.
Veðrið skall á svo skyndilega í
gærkvöld að nokkrar trillur, sem
voru að veiðum við Eyjar, áttu í
erfiðleikum með að rata til hafnar
í sótsvörtum bylnum. Skipverjar á
Lóðsinum, sem fór út um sexleytið
i gærkvöld trillunum til hjálpar,
urðu að miða eina trilluna út þar
sem áhöfn hennar hafði týnt átt-
um. Gekk miðunin vel og lónaði
Lóðsinn sfðan með trilluna inn til
hafnar. Aðrar trillur komust
hjálparlaust i höfn.
Upp úr hádeginu í dag var hér
komið skaplegt veður en snjór er
meiri en fólk á almennt að venjast
hér.
- hkj.
Sinfóníuhljómsveitin:
Fyrstu helgartón-
leikarnir á laugardag
FYRSTU helgartónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar íslands verða í Há-
skólabíói á laugardaginn. „Leik-
hústónlist" er heiti tónleikanna, sem
hefjast klukkan 17. Stjórnandi tón-
lcikanna er Jean-Pierre Jacquillat
og einsöngvari Kristinn Signtunds-
son.
Á efnisskrá tónleikanna eru
verk eftir Mendelssohn, Verdi,
Donizetti, Giordano og Britten. Á
dagskrá þessa starfsárs Sinfóníu-
hljómsveitarinnar eru fjórir helg-
artónleikar.
Þrír ungir menn veðurtepptir á Mýrdalssandi:
Sátu 12 tíma í bfln-
um og gengu síðan í
5 tíma til byggða
Snjórinn náði þeim upp á mið læri megnið af leiðinni
ÞRÍR ungir menn festu bO sinn
i blindhrið á Mýrdalssandi i
fyrrakvöld, sátu i honum í 12
klukkustundir og gengu sfðan i
tæpar 5 klukkustundir til byggða
í Mýrdalnum. Er það um 15 km
leið og náði snjórinn þeim upp á
mið læri megnið af leiðinni. Mjög
slæmt veður var á þessu svæði í
fyrrinótt og gærmorgun, en eng-
inn vissi um ferðir félaganna
fyrr en þeir birtust á Höfða-
brekku f Mýrdal siðdegis i gær.
Þremenningarnir, Skarphéð-
inn Gunnarsson, Gunnar Jóns-
son og óskar Sveinsson, eru
Reykvikingar og allir um tvftugt.
Voru þeir á leið heim eftir að
síldarsöltuninni lauk á Höfn í
Hornafirði þar sem þeir hafa
verið i vinnu. Skarphéðinn sagði,
þegar blaðamaður Morgunblaðs-
ins ræddi við hann i gær, en
hann var þá enn staddur á
Höfðabrekku, að þeir hefðu lagt
af stað frá Höfn um klukkan 16
i fyrradag. Þeir hefðu staldrað
við á Kirkjubæjarklaustri en lagt
á sandinn um klukkan 21.30 i
fyrrakvöld. Sagði Skarphéðinn
að þá hefði verið farið að snjóa
og skyggni lélegt en vegurinn
snjólitill. Þegar þeir voru komnir
á miðjan Mýrdalssand var orðið
svo blint að þeir misstu bflinn
útaf. Sagði Skarphéðinn að það
hefði tekið þá 20 mínútur að
koma honum upp á veginn aftur
en á meðan hefði veðrið versnað
og vegurinn orðið kolófær.
„Það var glapræði að hlaupa
frá bflnum og ákváðum við þá
að biða i honum. Við höfðum
bflinn i gangi og vorum ágætlega
búnir, með lopapeysur og til-
heyrandi, þannig að okkur leið
sæmilega vel,“ sagði Skarphéð-
inn. Hann sagði að þeir hefðu
sofið lítið um nóttina og verið
byrjaðir að ræða málin klukkan
9 um morguninn. Þeim hefði hins
vegar ekki litist meira en svo á
útlitið, en vonast til að vegurinn
yrði ruddur og ákveðið að biða
til hádegis með að yfirgefa bfl-
inn. Sagði hann að þeir hefðu
vitað nokkurn veginn hvar þeir
væru staddir og reiknast til að
rúmir 20 kílómetrar væru i Vík.
Þeir hefðu síðan gefist upp á þvi
að biða og haldið vestur eftir
veginum um klukkan 11.
Sagði Skarphéðinn að þeir
hefðu verið með vindinn í bakið
megnið af leiðinni, en gangan
hefði þó verið erfiðari en þeir
bjuggust við fyrirfram, enda
snjór upp á mið læri megnið af
leiðinni. Mikill skafrenningur
var svo þeir sáu ekki alltaf á
milli stikanna sem þeir fylgdu.
Þeir birtust svo á Höfðabrekku
eftir hátt i 5 tíma gang. Sagði
Skarphéðinn að þeir væru ekkert
hraktir en þreyttir eftir erfiða
göngu og lftinn svefn um nóttina.
Állt á kafi í snjó í Mýrdal
þeir fólk við að komast leiðar
sinnar i bænum.
Hjá Markúsi Einarssyni veð-
urfræðingi fengust þær upplýs-
ingar að lægðarmiðja hefði verið
skammt fyrir sunnan landið og
ætti hún sök á þessu veðri, aust-
anroki með snjókomu frá Eyrar-
bakka að Kirkjubæjarklaustri.
Sagði hann að lægðin þokaðist
austur með suðurströndinni og
fjarlægðist.
Þeirra félaga var ekki saknað
því þeir höfðu ekki látið vita um
ferðir sinar, hvorki í Reykjavík
né á Höfn. Var því ekki farið að
leita að þeim og birtust þeir öll-
um að óvörum á Höfðabrekku.
Skarphéðinn sagði að eftir á að
hyggja yrði þetta að teljast
óskynsamlegt ferðalag hjá þeim
en þeir hefðu talið sig örugga
með að komast þetta. „Maður
hugsar sig betur um næst,“ sagði
Skarphéðinn að endingu.
ö
í FYRRINÓTT og gærmorgun
gerði talsveröa snjókomu og rok
syftst á landinu. Að sögn starfs-
manna í vegaeftirlitinu voru allir
vegir á Suðurlandi frá Skógum að
Kirkjubæjarklaustri ófærir. Veðrið
gekk niður síðdegis í gær og var
búist við að vegirnir yrðu ruddir
seint í gærkvöldi eða í dag.
Á bænum Höfðabrekku i
Mýrdal var allt á kafi f snjó,
þegar Morgunblaðið ræddi við
heimilisfólkið þar síðdegis i gær.
Fólksbíll heimilisins var á kafi
og aðeins sást i toppinn á jeppa.
Lítil snjóskriða féll úr Höfða-
brekkuhálsi rétt við bæinn og
setti dráttarvél á hliðina. Að
sögn Reynis Ragnarssonar
fréttaritara Morgunblaðsins f
Vik var veðrið mjög slæmt, svo
ekki sást á milli húsa. Var ófært
i kauptúninu og allir vegir f ná-
grenninu. Björgunarsveitar-
menn voru til taks og aðstoðuðu