Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
252. tbl. 72. árg.
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Jaruzelski tekur
sér forsetavald
Varejá, 6. nóvember. AP.
JARUZELSKI hershöfðingi tók sér í dag forsetavald og afsalaði sér jafnframt
starfi forsKtisráðherra, sem náinn samstarfsmaður hans og vinur, hag-
fræðingurinn Zbigniew Messner, tók við. Jaruzelski lætur ekki af starfi
aðalritara pólska kommúnistaflokksins, og verður því engin breyting á stöðu
hans, sem valdamesta manns landsins.
Nýkjörið þing Póllands kom
saman til síns fyrsta fundar í dag
og, eins og venja er, baðst Jaruz-
elski lausnar fyrir stjórn sína í
upphafi hans. Var hann samstund-
is kjörinn formaður ríkisráðsins,
en formaður þess fer með forseta-
vald. Tekur hann við forsetastarfi
af Henryk Jablonski.
Messner hefur lengi þótt líkleg-
ur arftaki Jaruzelski, sem fól
honum að stýra efnahagslegri
endurreisn og gerði að aðstoðar-
manni sínum í hitteðfyrra. Búist
er við að Messner leggi fram nýjan
ráðherralista á þingfundi næst-
komandi þriðjudag.
Með því að hverfa úr stóli for-
sætisráðherra hyggst Jaruzelski
einbeita sér að flokksstarfinu, sem
hann hefur þótt vanrækja. Hyggst
hann nú ná traustataki á flokks-
vélinni áður en til flokksþings
kemur að ári og herða flokksaga.
Með afsögn hans sem forsætisráð-
herra er lokið einstæðu tímabili í
sögu austantjaldsríkis, þar sem
sami maðurinn gegndi samtímis
tveimur valdamestu embættunum,
starfi forsætisráðherra og flokks-
formanns.
Auk þessa átti það sér stað í
borginni Olztyn að á annan tug
þúsunda manna sóttu jarðarför
stúdents, sem dó í varðhaldi lög-
reglunnar. Fór allt friðsamlega
fram, að sögn lögreglu.
Jafnframt ruddist lögregla inn
á heimili Lech Walesa Samstöðu-
leiðtoga og gerði tilraun til að
flytja hann nauðugan til fundar
við ríkissaksóknara, sem rannsak-
ar hvort Walesa hafi gerst brotleg-
ur við lög með yfirlýsingum um
kjörsókn í nýafstöðnum þingkosn-
ingum.
Eldhnöttur
AP/Símamynd
Gífurlegur eldhnöttur myndaöist yfir olíuhreinsunarstöó í Mont Belvieu í Texas í Bandaríkjunum eftir spreng-
ingu í stöðinni. Tveggja manna er saknað. Vegna mikils hita komust slökkviliðsmenn ekki nálægt eldhafinu
drjúga stund.
Svartsýni eftir för
WasfainKton, 6. nivrmlx-r. AP.
HÁTTSETTUR embættismaður segir að eftir Moskvuför George Shultz,
utanríkisráðherra, hafi dregið úr bjartsýni æðstu manna í Washington um
að árangur verði af leiðtogafundi Ronalds Reagan og Mikhails S. Gorbac-
hev. Embættismaðurinn, sem óskaði nafnleyndar, sagði þvergirðingshátt
Rússa gagnvart geimvarnaáætlunum Randaríkjamanna og rangar hugmyndir
Gorbachevs um stefnu Bandaríkjamanna hafa valdið vonbrigðum. Shultz
sagði við komuna til Washington að Rússar teldu að allar ákvarðanir Banda-
ríkjamanna væru runnar undan rifjum hersins og auðugra stórfyrirtækja.
Bandaríkjamenn telja nú vonlít-
ið að leiðtogarnir geri með sér
samkomulag um vígbúnaðartak-
mörkun af einhverju tagi. Paul
H. Nitze, helzti ráðgjafi Banda-
ríkjaforseta í afvopnunarmálum,
skýrði hins vegar frá því að Rússar
hefðu lagt fram formlegt tilboð í
afvopnunarviðræðum stórveld-
anna í Genf um takmörkun meðal-
drægra kjarnavopna. Væru þeir
reiðubúnir að semja sérstaklega
um langdræg vopn og geimvarnir
og væri um verulega stefnubreyt-
ingu af þeirra hálfu að ræða.
Hingað til hafa Rússar krafizt
þess að samið yrði um málin þrjú
samtímis.
1 Genf ber mönnum saman um
að stórveldin „nálgist" hvort ann-
að örlítið eftir tilboð Rússa, sem
Reagan um Yurchenko:
Útilokum ekki
ráðabrugg
Washinffton, 6. nÓTembnr. AP.
RONALD REAGAN, Bandaríkja-
forseti, segist ekki útiloka þann
möguleika að yfirvöld í Moskvu
hafi „vísvitandi sett á svið“ flótta
þriggja Sovétmanna, sem síðar
hafi óskað eftir þvf að snúa heim.
„Þessar grunsemdir eru fyrir
hendi, en það er útilokað að
sanna þær eða afsanna," sagði
Reagan. Reagan var spurður
um mál Vitaly Yurchenko, sem
var mjög háttsettur í sovézku
leyniþjónustunni (KGB). Hann
gaf sig fram við sovézka sendi-
ráðið í Washington um helgina
og hélt því fram að bandaríska
leyniþjónustan, CIA, hefði
rænt sér. Bandarísk yfirvöld
vísa þeirri fullyrðingu á bug.
Auk Yurchenko átti Reagan
við sovézka sjómanninn Mi-
roslav Medvid, sem strauk af
skipi sínu fyrir viku í New
Orleans en snerist síðan hugur,
og sovézka hermanninn Vasily-
eich Sukhanov, sem bað um
hæli í bandariska sendiráðinu
í Kabúl i Afganistan, en skipti
um skoðun eftir fjögurra daga
dvöl í sendiráðinu.
Eldur í hreyfli:
Flugmenn
F-27 sýndu
snarræði
GauUborg, 6. nóvember. Frá Krtsljáni
E. Kinarssyni frétUriUra Morgunblaðsins.
FLUGMENN Fokker F-27-flugvélar
sænska flugfélagsins Swedair þóttu
sýna mikið snarræði í dag er þeim
tókst að stöðva flugvélina á Kallax-
fiugvellinum í Luleá eftir að eldur
kom upp I hreyfli í flugtaksbruninu.
Flugvélin brunaði eftir braut-
inni á 180 kílómetra hraða og var
nær komin á flugtakshraða er
annar flugmaðurinn tók eftir því
að reykur stóð upp úr hægri
hreyfli. Var tafarlaust hætt við
flugtak og enda þótt lftið væri eftir
af brautinni tókst flugmönnunum
að stððva á brautarenda. Er þeim
hælt fyrir snarræði og færni.
Um leið og flugvélin nam staðar
þustu farþegar og áhöfn frá borði
og sluppu allir ómeiddir. Rannsókn
leiddi í ljós að olíuleki f hreyfil-
húsinu olli eldsvoða í hreyflinum.
Flugvélin er nokkuð skemmd.
Geimför
lokið
Kdwards-riugstöóinni, 6. nóvember. AP.
GEIMFERJAN Challenger lenti
heilu 'og höldnu í Edwards-flugstöð-
inni í Kaliforníu í kvöld eftir vel-
heppnaða geimferð. Challenger var
viku í ferðinni, sem var frábrugðin
fyrri ferðum að því leyti að hún var
kostuð að miklu levti af Vestur-
Þjóðverjum.
Ovissa á málm-
markaði í London
— vegna stöðvunar á tinverzlun
London, 6. nóvember. AP.
SEXTAN fjármálastofnanir sem hafa
lánað alþjóða tinráðinu fjármuni til
að halda uppi lágmarksverði á tini á
síðustu misserum, telja lítið unnið í
að finna lausn á fjárhagsvanda ráðs-
ins.
Málmmarkaðurinn í London
hætti tinverzlun á föstudag þegar
f ljós kom að tinbirgðir ráðsins
Shultz
skýrt var frá í dag. Tillögurnar
voru til umræðu á fundum Shultz
f Moskvu. Nitze var þar viðstaddur.
Ekki var skýrt frá tilboðinu í
efnisatriðum.
Reagan vfsaði á bug f dag þeim
skilningi á ummælum, sem sovézk-
ir blaðamenn höfðu eftir honum,
að Rússar gætu hugsanlega komið
í veg fyrir geimvarnaáætlun
Bandarikjamanna með neitunar-
valdi.
stóðu ekki undir lánum sem tekin
hafa verið til að halda uppi tin-
verðinu, og þar sem ríkisstjórnir
aðildarlanda ráðsins vildu ekki
ábyrgjast frekari lántökur. Var þá
ákveðið að hætta tinverzlun fram
til nk. föstudags en í dag, miðviku-
dag, áttu fulltrúar 22 aðildarríkja
ráðsins að koma saman f London
til að ræða fjárhagsvanda tin-
ráðsins og finna leiðir til lausnar.
Fulltrúum lánastofnana finnst
hins vegar að þeir sem þarna eiga
helst hlut að máli fari sér hægt.
„Bankarnir geta ekki beðið enda-
íaust," segir sir Adam Ridley,
bankastjóri Hambros Bank í Lon-
don og talsmaður lánveitenda.
Hafa þeir boðið eins árs greiðslu-
frest á afborgunum en vilja svar
fyrir nk. föstudag.
Viðræður fulltrúa innan tin-
ráðsins í London f dag eru sagðar
geta haft mikil áhrif á framtíð
málmmarkaðarins í London og
reyndar á framtiðarskipan mark-
aðsmála hrávöru almennt.
Sjá „Alþjóða tinriðið leggur upp laup-
ana" — Viðskipti/Atvinnulíf B2.