Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1986
Aster...
... að leiöa hana
þegar húnfer yfir
götu.
TM Reo. U.S. Pat. Off.—all rights reserved
»1985 Los Angeles Tlmes Syndlcate
Svo virðist sem heimshöfín
séu líka lítil?
Við ákváðum að láta málið
ekki komast í hendur lög-
fræðinga. Það yrði okkur
ofviða!
HÖGNI HREKKVÍSI
um.'
h
tEIGJAMPI / “
Á heimsmælikvarða
Grímudansleikurinn í Þjóðleik-
húsinu er að mínu mati ein allra
besta sýning og skemmtun, sem
hér hefir heyrst og sést. Ekki fer
milli mála að söngur Kristjáns
Jóhannssonar ber þessa óperusýn-
ingu uppi, að öðrum ólöstuðum.
Kristján er einn af stórtenorum
heimsins í dag, það fer ekki á milli
mála.
Getum við Islendingar og ættum
að vera stoltir af þessum
stórglæsilega söngvara, sem ber
hróður lands og þjóðar víða um
lönd og á án efa eftir að auka þar
við verulega.
Enginn íslendingur hefir komist
með tærnar þar sem Kristján hefir
hælana á þessu sviði, þrátt fyrir
að við höfum átt nokkra afburða-
góða söngvara, t.d. Stefán Guð-
mundsson og Maríu Markan, sem
bæði gerðu garðinn frægan á sín-
um tima.
Það er leitt til þess að vita hve
margir hafa reynt að hafa horn í
síðu Kristjáns, en gott er þó til
þess að vita að engan hefir það
sakað nema þetta fólk sjálft og er
það ótvíræð sönnun þess að gamla
máltækið heldur sínu fulla gildi,
„öfundin er til alls vís“.
Kristján Jóhannsson hefir með
ljúfmannlegri og einlægri fram-
komu unnið hugi landsmanna og
söngur hans töfrað hlustendur
bæði hér og erlendis. Við skulum
vera stolt af þessum mikla tenor,
hann á ekki skilið að veist sé að
honum á einn eða annan máta,
hann stendur fyrir sínu og vel
það. Megi gæfan fylgja honum á
listaferli sem verður glæsilegri
með hverjum deginum sem líður.
Tenorunnandi
Kostar sitt að meðhöndla peninga
í skrifum Víkverja er komið víða
við og ljóst að þar fer skriffinnur
sem er velvakandi.
í þætti sínum þann 22. október
sl. víkur hann nokkuð að greiðslu-
kortaviðskiptum og ber saman
VISA og Eurocard, en því miður
einungis fáein atriði.
Þó ekki sé ætlunin að fara mikið
út í þá sálma hér, enda getur
undirritaður vart talist hlutlaus í
þeim efnum, vil ég þó leyfa mér
að vekja athygli á einu eða tveimur
atriðum.
Hvað varðar eindaga greiðslna,
þá eiga korthafar VISA þann
möguleika að láta skuldfæra
launareikning sinn fyrir mánaðar-
úttekt sinni á síðasta degi. Allir
hinir 40.000 korthafar VISA þurfa
því ekki nauðsynlega að gera sér
ferð í banka/sparisjóð til að
greiða, heldur geta einfaldlega
sparað sér öll hlaup og fyrirhöfn
með því að láta tölvukerfi VISA
og bankana annast málin.
Sundurliðun úttekta eftir teg-
undum vöru og þjónustu missir því
miður nokkuð gildi sitt þegar þess
er gætt að sé verslað í stórmörkuð-
um, sem selja allt milli himins og
jarðar, þá fer allt undir sama
flokk, hvort heldur er matvara,
fatnaður eða járnvörur.
Þá vill það iðulega gleymast i
umfjöllun um greiðslukort að það
kostar líka sitt að meðhöndla
peninga og tékka. Seðlar eru dýrir
í prentun, og þá þarf að telja og
geyma i dýrum hirslum, tékkana
þarf að framselja, hvort heldur
sem þeir reynast innstæðulausir
eða ekki.
Með vinsemd,
Einar S. Einarsson
Víkverji skrifar
Skemmtilegt hefur verið að
fylgjast með því, hvað fram-
kvæmdir ganga vel við Borgarleik-
húsið í nýja miðbænum. Húsið
hefur þotið upp frá því, að borgar-
stjórinn í Reykjavík, Davíð Odds-
son, ákvað í upphafi kjörtímabils-
ins að leggja áherzlu á að ljúka
þessu verki. Hann hefur staðið við
þau áform eins og önnur. Það
verður mikil bæjarprýði af þessu
nýja leikhúsi. Þegar leikhúsið
verður tekið í notkun mun það
breyta miklu um leikhúslíf borgar-
innar, sem nú þegar er mjög fjöl-
breytt. Starfsemi Leikfélags
Reykjavíkur mun að sjálfsögðu
flytjast þangað og væri æskilegt,
að hægt væri að tengja merka sögu
Leikfélagsins með einhverjum
hætti hinu nýja húsi. En hvað
verður um Iðnó? Þegar Þjóðleik-
húsið tók til starfa fyrir þremur
og hálfum áratug töldu margir að
starfsemi Leikfélagsins hlyti að
leggjast niður. Svo varð þó ekki.
Nú eru starfandi svo margir leik-
hópar í borginni að full þörf sýnist
vera fyrir Iðnó áfram, sem leikhús,
þótt Leikfélagið flytji þaðan. Og
þótt aðstæður í Iðnó séu erfiðar
eru þær þó ekki verri en svo, að
þessum litlu leikhópum mun áreið-
anlega þykja það mikill fengur að
fáþarinni.
XXX
• •
Onnur stórbygging í höfuð-
borginni á einnig eftir að
verða bæjarprýði. Það er Þjóðar-
bókhlaðan, sem risin er viö Mela-
völlinn gamla. Framan af veltu
menn vöngum yfir þessari bygg-
ingu og sýndist sitt hverjum. Eftir
að girðingin, sem staðið hafði ára-
tugum saman við Melavöllinn var
rifin og önnur mannvirki þar og
næsta nágrenni Þjóðarbókhlöð-
unnar varð að opnu svæði, hafa
margir efasemdarmenn sannfærzt
um að þessi bygging ætti eftir að
njóta sín vel. Hins vegar er hæga-
gangur á framkvæmdum of mikill.
Þegar á annað borð er byrjað á
byggingum sem þessum á að koma
þeim upp af miklum krafti.
XXX
En talandi um söfn: líklega gera
Islendingar sér ekki fyllilega
grein fyrir því hvers konar áfangi
það er fyrir listamenn, þegar
heimsfræg söfn kaupa verk þeirra.
Það var að sjálfsögðu stórsigur
fyrir Gunnar Örn á dögunum,
þegar Guggenheim-safnið í New
York keypti mynd eftir hann.
Víkverji bað kunnan myndlistar-
mann fyrir nokkrum árum að
nefna málara af yngri kynslóðinni,
sem hann mundi spá nokkrum
frama í framtíðinni. Einn þeirra,
sem nefndur var, var einmitt
Gunnar örn. Guggenheim-safnið
er þekkt bæði fyrir eigin myndir
og sýningar, svo og húsið sjálft,
sem er ein af þeim byggingum, sem
setja svip á New York. Arkitekt
hússins er einn frægasti arkitekt
Bandaríkjanna á þessari öld,
Frank Lloyd Wright. Það er byggt
utan um listasafn, sem bandarísk-
ur gyðingur, Solomon Guggenheim
kom upp smátt og smátt og byrjaði
að sýna vinum og kunningjum í
hýbýlum sínum í Plaza hótelinu í
New York. Húsið er mjög óvenju-
legt að allri gerð en ákaflega
skemmtilegt að skoða myndir þar.
Sú viðurkenning, sem Gunnari
Erni er sýnd með þessum kaupum
er því mikil.
XXX
Fasteignamarkaðurinn hefur
tekið miklum breytingum á
undanförnum árum. Stöðugar
verðhækkanir fasteigna virðast
liðin tíð og fasteignaverð er orðið
breytilegt á höfuðborgarsvæðinu
eftir hverfum. Spurningin er,
hvort fólk fari ekki í auknum
mæli að flytja lengra í burtu, til
þess að komast yfir húsnæði á
hagstæðara verði, jafnvel þótt það
sæki vinnu til Reykjavíkur. Einn
af samstarfsmönnum Víkverja
keyrir daglega til og frá vinnu, þótt
hann sé búsettur í Garðinum. Sagt
er, að fullur áætlunarbíll fari
daglega milli Seifoss og Reykjavík-
ur með fólk til og frá vinnu. Ekki
er ólíklegt, að fólk, sem starfar á
höfuðborgarsvæðinu fari að sjá
ýmsa kosti í því að búa á Suður-
nesjum, í Hveragerði eða á Selfossi
og jafnvel á Akranesi. Húsnæðis-
kostnaðurinn er mun minni á
þessum stöðum og þess vegna er
hægt að bæta lífskjör sín töluvert
með því að flytja til þessara byggð-
arlaga. Vegalengdin til og frá
vinnu er ekki meiri en algengt .er
í útlöndum og enginn setur fyrir
sig.