Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 7. NÖVEMBER1985
Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim erglöddu
mig meö heimsóknum, gjöfum, blómum og
góöum kveöjum á sjötíu ára afmœli mínu
þann28. októbersl.
GuÖ blessi ykkur öll.
Óskar Hraundal.
FLISAR
LEIR — MARMARI — GRANÍT
Á GÓLF — VEGGI — ÚTI — INNI
H AGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR
VERULEGUR MAGNAFSLÁTTUR
_________MIKIO ÚRVALÁ LAGER_____
TEIKNUM og veitum FIÁÐLEGGINGAR
komiö og skoðiö úrvaliö
VÍKURBRAUT SF.
KÁRSNESBRAUT 124, KÓP. S: 46044
Bladburöarfólk
óskast!
Austurbær Barónstígur4—33
Laugavegur34—80 Vesturbær
Bergstaöastræti Melhagi og Einimelur
Hverfisgata65—115
Afmæliskveðja:
Höskuldur Ágústs-
son yfirvélstjóri
Höskuldur er fæddur á ísafirði
7. nóvember 1905, sonur hjónanna
Ágústar Guðmundssonar og Ingi-
gerðar Sigurðardóttur, en hún dó
úr spænsku veikinni aðeins 33 ára
1918. Höskuldur lærði vélsmíði á
ísafirði í vélsmiðju J.H. Jenssens,
og eftir það lá leiðin í Vélskólann
og var hann einn af 13 nemendum
sem luku prófi þaðan árið 1927.
Eftir að rafmagnsdeild Vélskólans
var stofnuð 1935 fór Höskuldur í
hana og útskrifaðist þaðan vorið
eftir. Strax og tími gafst til lá
leiðin á sjóinn, fyrst á togara og
siðan til Eimskipafélagsins.
Lengst af starfsævi sinnar hefur
Höskuldur verið hjá Hitaveitu
Reykjavíkur en hann réðist þangað
sem yfirvélstjóri árið 1943, sem
var algert brautryðjendastarf, en
árið 1975 hætti hann þar sakir
aldurs. Áður hafði hann verið vél-
stjóri hjá Rafmagnsveitu Reykja-
víkur um 7 ára skeið.
Árið 1931 kvæntist Höskuldur
Áslaugu Ásgeirsdóttur Torfasonar
efnaverkfræðings frá ólafsdal.
Áslaug er mikilhæf kona svo sem
heimili þeirra ber vitni, gestrisni
hennar er mikil. Á þeirra heimili
er ánægjulegt að koma.
Áslaug og Höskuldur eignuðust
5 börn: Ásgeir f. 16. des. 1932, en
hann lést fyrir nokkrum árum í
hörmulegu þyrluslysi ásamt öðr-
um manni, Asgerður f. 9. nóv. 1937,
Anna Margrét f. 10. maí 1941,
Helga Ragnheiður f. 20. apríl 1947
og Áslaug Sigríður f. 18. okt. 1952.
Allir sem kynnst hafa Höskuldi
vita að þar fer einstakur dreng-
skaparmaður, bjartsýnn, góðvilj-
aður og ráðhollur. Hann er vænn
á velli, herðabreiður og hraust-
menni til líkama og sálar, þó hann
hafi átt við erfið veikindi að stríða
á besta aldri, sem varð til þess að
hann varð að hætta sjómennsku.
Hestamennsku stundaði Hös-
kuldur í langan tíma og var undir-
ritaður þess oft aðnjótandi, göngu-
ferðir hafa verið iðkaðar, en sund
hefur verið hans uppáhalds íþrótt
og ávallt mætt snemma til leiks.
í dag munu þau Höskuldur og
Áslaug dvelja með börnum sínum
og fjölskyldum þeirra en að viku
liðinni verður stefnan sett á
Grand-Kanarí ásamt Sigurði
Sveinbjörnssyni og frú en á þessa
paradísareyju hafa þeir félagarnir
farið nú í seinni tíð með konur
sínar.
Við Inga sendum ykkur hjónun-
um farsældar- og árnaðaróskir um
ókomin ár.
Guðmundur Jónsson
vélstjóri.
Blásarakvintett Reykjavík-
ur vel fagnað á Austurlandi
KgilHHtoöum, 3. nóvember.
Blásarakvintett Reykja-
víkur hélt tónleika í Egils-
staðakirkju í gær á vegum
Tónlistarfélags Fljótsdals-
héraðs við mikinn fögnuð
tilheyrenda.
Á efnisskránni var
m.a. frumflutningur á
nýju verki Þorkels Sig-
urbjörnssonar, Hræru,
sem er útsetning hans
fyrir blásarakvintettinn
á fjórum íslenskum þjóð-
lögum. Ennfremur voru
á efnisskránni sigild
verk gömlu meistar-
anna, eins og Kvintett
op. 71 eftir Beethoven og
Tólf tilbrigði um „Ah!
Vous dirai-je, Maman“
eftir Mozart, auk verka
eftir Sibelius, Berlioz,
Rimsky-Korsakov og hið
nývinsæla Iag Scott
Joplin „The Entertain-
er“. Ennfremur léku þeir
félagar Fjórar bagatell-
ur eftir rúmenskt tón-
skáld, György Ligeti,
sem nú er búsettur í
Svíþjóð, og Sea Shanties
eftir Bretann Malcolm
Arnold, sem m.a. varð
frægur fyrir tónlist sína
í kvikmyndinni „Brúin
yfir Kwai-fljótið“. Tón-
leikunum i Egilsstaða-
kirkju luku þeir félagar
í Blásarakvintetti
Reykjavíkur svo með því
að leika „Hraðlestina"
eftir Johan Strauss.
Þá gengust þeir félag-
ar fyrir hljóðfærakynn-
ingu í Egilsstaðaskóla í
gærmorgun fyrir grunn-
og tónskólanemendur,
sem tókst sérstaklega
vel og vakti verðskuld-
aða athygli nemenda og
foreldra.
Blásarakvintett
Reykjavíkur efndi síðan
til tónleika í Neskaup-
stað í gær á vegum
menningarnefndar Nes-
kaupstaðar og hljóð-
færakynningar fyrir
tónskólanemendur á
Eskifirði og Reyðarfirði
í morgun.
— Ólafur.
SACHS
V-þýsk gæðavara.
”El
VISA
Opiö laugardaga
kl. 9—12
Kúplingar
PRESSUR, DISKAR, LEGUR.
eeriðverðsamanibu^
ý^idáðvoruva!:
Skiftiborð Verslun
SACHS
Verkstæði Soludeild
38600 39230 39760 31236
Bifreióar & Landbúnaöarvélar hf
Suðurlandsbraut 14