Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NðVEMBER 1985
7
Sumargleöinnar
Aukasýning
sunnudagskvöld
Shultz um Rainbow Navigation-málið:
Leitað nýrra leiða ef málið
tapast fyrir dómstólum
Kveðst samþykkur stefnu íslendinga, að
samkeppni eigi að ríkja í sjóflutningunum
GEORGE Shultz, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, greindi Steingrími
Hermannssyni, forsætisráðherra, og Geir Hallgrímssyni, utanríkisráðherra,
frá því á fundi þeirra í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík í gær, að Banda-
ríkjastjórn mundi leita annarra leiða til að leysa deiluna um sjóflutninga
fyrir varnarliðið, ef hún tapaði Rainbow Navigation-málinu fyrir dómstólum.
Ekki kom fram hvaða leiðir það eru.
Shultz sagði blaðamönnum, að
bandaríska dómsmálaráðuneytið
hefði áfrýjað úrskurði dómara um
að útboð á sjóflutningum væri
ólögmætt. Jafnframt hefði ráðu-
neytið óskað eftir því að úrskurð-
urinn tæki ekki gildi fyrr en áfrýj-
unarréttur hefði kveðið upp dóm
sinn. Kvaðst hann vonast eftir
slíkum dómi fyrir lok þessa mán-
aðar. Jafnframt lýsti hann sig
sammála þeirri stefnu íslenskra
stjórnvalda að samkeppni ætti að
rikja um flutninga af þessu tagi.
Ráðherrarnir og ráðgjafar
þeirra ræddust við i um eina
klukkustund og vörðu um helming
^ss tíma í mál, er varða samskipti
lands og Bandaríkjanna. Shultz
gerði síðan grein fyrir viðræðum
sinum við sovéska ráðamenn i
Moskvu og geimvarnaráætlun
Bandaríkjastjórnar var rædd ýtar-
lega að frumkvæði Steingríms
Hermannssonar. Shultz sagði
blaðamönnum, að hann hefði feng-
ið í hendur minnismiða frá Stein-
grími um hvalveiðimál, sem hann
ætlaði að kynna sér er heim kæmi.
Að sögn forsætisráðherra hafa
borist um það fréttir að Banda-
ríkjamenn séu að þrýsta á Japani
til að fá þá til að hætta að kaupa
hvalkjöt hvaðan sem er. „Þetta
veldur okkur að sjálfsögðu áhyggj-
um,“ sagði Steingrímur, en Japan
er mikilvægur markaður fyrir ís-
lenskar hvalaafurðir.
Shultz virtist hóflega bjartsýnn
um árangur Genfarfundarins.
Hann var spurður að því hvað
hæft væri í fregnum um að Gor-
bachev hefði ekki reynst vera
nægilega vel upplýstur um þau
mál sem til umræðu voru. Hann
sagði, að líklega teldi Gorbachev
sig nógu vel upplýstan, en Banda-
ríkjamönnum hefði fundist að
margir sovéskir viðræðufélagar
þeirra sýndu skort á skilningi á
aðstæðum í Bandaríkjunum og
þeim umræðum sem þar færu
fram. Steingrímur Hermannsson
sagði, að þetta atriði hefði komið
upp og Shultz sagt að ýmsir sov-
éskir ráðamenn hefðu ekki haft
þær upplýsingar sem nauðsynleg-
ar væru.
Steingrímur Hermannsson
sagði, að það hefði komið skýrt
fram í máli Shultz að Bandaríkja-
menn gerðu sér grein fyrir efa-
semdum ýmissa bandamanna
sinna um geimvarnir. Hann hefði
hins vegar lagt á það áherslu, að
geimvarnir væru eingöngu á rann-
sóknarstigi og engar ákvarðanir
hefðu verið teknar um hvort ráðist
yrði í smíði slíks varnarbúnaðar.
Sjálfur kvaðst Steingrímur hafa
látið í ljósi vissar efasemdir um
að rétt væri að eyða miklum fjár-
munum í geimvarnarkerfi og rétt
væri að stefna að afvopnun.
Um fimmtán manna hópur her-
stöðvaandstæðinga safnaðist sam-
Að loknum viðræðum í Ráðherrabústaðnum f Reykjavfk: F.v. Robert McFar-
lane, öryggismálaráðgjafi Bandarfkjaforseta, Geir Hallgrímsson, utanríkis-
ráðherra, George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Steingrfmur
Hermannsson, forsætisráðherra.
an fyrir framan Ráðherrabústað-
inn á meðan á viðræðunum þar
stóð. Hafði fólkið uppi hróp um
úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu
og brottför varnarliðsins og dreifði
flugriti, þar sem Bandaríkjastjóm
var gagnrýnd. Mótmælin fóru frið-
samlega fram.
„Genfarfundurinn ekki
markmið í sjálfu sér“
segir Jack Matlock
„VIÐ LlTl'M ekki á fundinn í
Genf sem markmið í sjálfu sér,“
sagði Jack Matlock, aðstoðarörygg-
ismálaráðgjafi Reagans Banda-
ríkjaforseta, í samtali við blaða-
mann Morgunbladsins í gær, en
hann var í föruneyti Shultz, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, sem
hafði hér viðdvöl á leið frá Moskvu
til Washington.
Matlock sagði, að enda þótt
ekki tækist umfangsmikið sam-
komulag á fundi Reagans og
Gorbachevs, þyrftu menn ekki
að líta svo á að fundur þeirra
hefði misheppnast. Bandaríkja-
menn litu á fundinn sem fyrsta
skrefið í viðleitni til að bæta
sambúðina við Sovétríkin og
draga úr spennu þeirra á milli
og skapa aðstæður til að leysa
ýmis ágreiningsmál. „Það sem
gerist að leiðtogafundinum lokn-
um er jafnvel enn mikilvægara
en það sem gerist á honum sjálf-
um,“ sagði Matlock, og áréttaði
að það væri ekki hugmyndin að
skrifa undir eitthvert tiltekið
samkomulag á Genfarfundinum.
,Við verðum að vera raunsæ,"
sagði Matlock og sagði að menn
skyldu ekki búast við því að
samband Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna breytist í grundvall-
aratriðum eftir fund Reagans og
Gorbachevs.
Blaðamaður spurði Matlock
um þau ummæli sem Reagan
Bandarikjaforseti lét falla í við-
tali við sovéska ritstjóra sl.
fimmtudag, aö eldflaugavarnar-
kerfi yrði ekki komið fyrir í
geimnum fyrr en langdrægar
kjarnorkuflaugar stórveldanna
hefðu verið eyðilagðar. Matlock
sagði, að hér væri ekki um
stefnubreytingu að ræða. Hann
kvaðst sjálfur hafa setið þennan
fund og ekki væri sama að sjá
þessi ummæli forsetans á prenti
og heyra þau. „Það sem hann var
að reyna að segja," ságði
Jack Matlock, aðstoðaröryggis-
málaráðgjafí Reagans Bandarlkja-
forseta, á fíindi með blaðamönnum
í gær. Morgunblaðiö/RAX
Matlock, „var, að við hefðum
engar áætlanir gert um uppsetn-
ingu geimvarnarkerfis." Hann
kvað ekki unnt að gera slíkar
áætlanir meðan geimvarnarhug-
myndin væri enn á frumstigi
rannsókna. Forsetinn hefði vilj-
að láta það koma fram, að yrði
tekin ákvörðun um smíði slíks
kerfis yrði haft samráð við alla
þá, sem málið varðaði.
Matlock kvað sögur um skoð-
anaraun meðal ráðgjafa Reagans
um utanríkis- og öryggismál
orðum auknar. Ekki væri rétt að
tala um sérstakar fylkingar
manna í því sambandi, heldur
væri mat hinna ýmsu ráðgjafa á
ýmsum tæknilegum efnum oft
mismunandi. „Það tel ég styrk-
leikamerki, frekar en hitt,“ sagði
hann. „Það er gott að forsetinn
fær að heyra ólík sjónarmið og
röksemdafærslur áður en hann
tékur ákvarðanir."
15 ára afmælishátíö Sumargleöinnar heldur áfram um næstu helgi. engin
sýning föstudag, geggjaö stuö á laugardag og á
AUKASÝNINGU SUNNUDAGSKVÖLD
17 landsþekktir skemmtikraftar fara á kostum og fagna vetri af ein-
skærriSumargleði.
Sumargleöin hefur aldrei veriö fjörugri, frískari, fjölbreyttari né betri og
er þa heilmikið sagt.
Karnival — söngur —
dans — grín — gleði.
Pantiö miöa í tíma
í síma 77500 þar sem
uppselt hefur verið
undanfarnar helgar.
\ „Hláturinn
it lengir lífi6“
sagöi gamla konan
og hló rosalega á
Sumargleðinni.