Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985 Landsfundiir Alþýðubandalags hefst í dag: Búist við mikl- um átakafundi BÚIST er við því að landsfundur Alþýðubandalagsins sem hefst síðdegis í dag í Austurbæjarbíó verði átakafundur, i fleiri en einum skilningi, því þar verði tekist á um menn, málefni og starfshætti. Segjast menn ekki vita hverju þeir eigi von á, en mikil óvissa og spenna ríki í forjstuliði Alþýðubandalagsins dag. Talið er að staða Svavars Gests- sonar formanns Alþýðubandalags- ins gæti vart verið veikari en hún er í dag, þrátt fyrir kjör hans sem formanns útgáfustjórnar Þjóðvilj- ans i fyrradag. Svavar túlkaði sjálf- ur það kjör sitt á þingflokksfundi Alþýðubandalagsins síðdegis i fyrradag sem mikinn sigur og sagði kjörið sýna ótvíræðan styrk for- mannsins. Fjölmargir alþýðubanda- lagsmenn segja þessa túlkun for- mannsins hins vegar vera vísbend- ingu um ótrúlega pólitíska blindu hans. Þeir Svavar, Hjörleifur Guttorms- son og Steingrímur Sigfússon eru sagðir vera með Sigriði Stefáns- dóttur, bæjarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins á Akureyri í huga sem vara- formannsefni, en lítill vilji er sagður meðal þeirra sem hafa haft andóf í frammi við flokksforystuna að und- anförnu, til þess að styðja Sigríði. Er í þeim hópi mest rætt um Krist- ínu Á. Ólafsdóttur sem varafor- mannsefni, en Kristín sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hún myndi ekki gera upp hug sinn til þess hvort hún gæfi kost á sér, fyrr en á lands- fundinum sjálfum. Sagði hún að það réðist af því sem gerðist á fundinum hvort hún gæfi kost á sér. Helgi Guðmundsson ritari Al- þýðubandalagsins og eindreginn stuðningsmaður Svavars gefur ekki kost á sér til endurkjörs, og eru þeir Guðmundur Þ. Jónsson og Grétar Þorsteinsson, úr verkalýðsarminum einna helst orðaðir við framboð í þá stöðu. Ekki mun heldur ríkja eining meðal landsfundarfulltrúa um ann- an hvorn þessara manna. Þá er búist við miklum umræðum um skýrslu starfsháttarnefndar sem lögð verður fram á fundinum, en þar þykir koma fram mjög skörp ádeila á flokksforystuna, jafnvel þótt mála- miölunarsamkomulag hafi tekist í nefndinni um mun vægara orðalag, en upphaflega stóð til. Ástæður málamiðlunarinnar eru sagðar þær að ekki hafi mátt hafa ádeiluna of beitta, því birta ætti skýrsluna opin- berlega. Sjá bls. 27 „Alþýðubandalagið verður að gjörbreyta sínum starfs- háttum“. Tillögur Svavars svip- aðar tillögum Þrastar SVAVAR GESTSSON formaður Alþýðubandalagsins hefur lagt fram drög aí stjórnmálaályktun fyrir landsfund Alþýðubandalagsins, þar sem hugmyndir varðandi það hvernig verkalýðsforystan eigi að haga komandi kjarabaráttu eru reifaðar, og eru þær hugmyndir samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mjög i sama dúr og hugmyndir þær sem Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dags- brúnar reifaði á félagsfundi Dagsbrúnar sl. sunnudag. Er því talið að flokksforystan og forseti ASÍ geti jafnframt fellt sig framámenn flokksins í verkalýðs- málum hafi gert með sér samkomu- lag um það hvernig flokkurinn vill að verkalýðsbaráttunni verði hagað á næstunni. Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Dagsbrúnar og Verkamannasambands íslands sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri í megindráttum hrifinn af „lífskjarasamningi" í þeim dúr sem Þröstur hefði boðað á fundinum sl. sunnudag. Talið er að Ásmundur Stefánsson, Landsmálafélagið Vörður: Ráðstefna um utanríkis- og varnarmál Landsmálafélagið Vörður efnir til ráðstefnu um utanríkis- og varn- armál laugardaginn 9. nóvember nk. Dagskrá ráðstefnunnar verður sem hér segir: Setningarávarp: Dr. Jónas Bjarnason formaður Varðar. Stefnumótun í utanríkis- málum: Geir Hallgrímsson utan- ríkisráðherra. „Friðarmálin": Guðmundur Magnússon blaða- maður. Hlutverk varnarmála- skrifstofu: Sverrir Haukur Gunn- laugsson skrifstofustjóri. Gildi upplýsingastreymis fyrir al- menna skoðanamyndun í öryggis- og varnarmálum: Björg Einars- dóttir rithöfundur. Orsakir ófrið- ar: Arnór Hannibalsson lektor. Þjóðfélagsgerð — varnarsam- starf: Stefán Friðbjarnarson blaðamaður. Virkar varnir Sig- urður M. Magnússon kjarneðlis- fræðingur. öryggismál: Gunnar Gunnarsson starfsmaður örygg- ismálanefndar. Að loknum framsöguerindum fara fram almennar umræður og fyrirspurnir. Ráðstefnan verður haldin i sjálfstæðishúsinu Val- höll, Háaleitisbraut 1, og hefst hún kl. 13.30. Ráðgert er að ráð- stefnunni ljúki um kl. 17.30. Ráð- stefnan er opin öllu áhugafólki um utanríkis- og varnarmál. (Fréttalilkjuuf) við margt það sem Þröstur stingur upp á, enda hefur hann sagt í við- tölum að hugmyndir Þrastar að hluta til séu nánast árétting á því sem gert hefur verið í undangengn- um samningum, þ.e.a.s. að taka á fleiri þáttum en launaliðnum einum. Þar á Ásmundur við húsnæöismál, verðlag á opinberri þjónustu, gengi, búvöruverð og fleira. Hins vegar hefur Ásmundur lýst sig algjörlega andvigan þeirri hugmynd Þrastar að kauptryggingarákvæði sé óþarft, og að slíkt kerfi hafi gengið sér til húðar. Jafnframt mun hann vera því algjörlega andvígur að afnema verð- tryggingu í heild. Telur hann að reynslan sýni að þótt stjórnvöld séu reiðubúin til yfirlýsinga um aðhald í verðlagsmálum, séu þau ekki jafn reiðubúin til að axla ábyrgðina í reynd. Þvf verði að vera skýr ákvæði í samningum um það hvernig launa- fólki verði bættur skaðinn ef stjórn- völd bregðast trausti og tryggja ekki aðhald í verðlagsmálum. Utanríkisráðuneytið: Aðalfundur LÍU Fulltrúar á aðalfundi LÍÍJ Sjávarútvegurinn: Morgunblaðið/Bjarni Eigið fé ekki rýrnað að raunvirði frá 1980 — segir í skýrslu Seðlabanka íslands HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, sagði á aðalfundi LÍÚ, að í lok síðasta árs hefði eigið fé í sjávarútvegi verið 17,2 milljarðar á móti 17,6 í árslok 1980 samkvæmt mati Seðlabankans miðað við fast verðlag og samkvæmt tryggingamati. Værí á hinn bóginn notað svokallað þjóð- arauðsmat værí eigið fé í útveginum 14,7 milljarðar i árslok 1984 á móti 17,3 milljörðum 1980. Halldór sagði, að undanfarið hefðu átt sér stað miklar umræður um eigin fjárstöðu sjávarútvegs- ins og tölur úr skýrslu Seðlabank- ans hefðu í fyrra verið afhentar aðiljum áður en þær hefðu verið fullunnar. Við þær hefði verið stuðzt sem heilagan sannleika, jafnvel þó þær hefðu verið á vinnslustigi. Það hefði verið mjög óvarlegt af Seðlabankanum að afhenda slík gögn og hefði það á margan hátt haft skaðleg áhrif á umræðuna, meðal annars hefði verið fullyrt að andvirði 30 skut- togara hefði tapazt. Nú hefði þessi misskilningur verið leiðréttur. Hann vitnaði í lokaorð skýrslu Seðlabankans, en þar segir að sjávarútvegurinn í heild hafi misst um 15% eigin fjár síns á mælikvarða þjóðarauðsmats, en aðeins um 2% á kvarða trygginga- mats og í því tilviki náð um 9% endurbata árið 1984. Sé tekið tillit til þess að lánskjaravísitala hafi reynzt harður mælikvarði að til- tölu við eignamat síðustu tvö árin, virðist raunhæft að álykta að eigið fé sjávarútvegsins hafi ekki rýrn- að að raunvirði á umræddu fjög- urra ára tímabili. Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar: Útgerð og frysting rekin með 2 til 3 % halla JÓN Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði á aðalfundi LÍÚ, að áætlað tap frystihúsa væri nú um 2 til 3% af tekjum og botnfískflotinn rekinn með svipuðu tapi. Söltun virtist á hinn bóginn rekin með hagnaði. Hagur botnfískveiða væri nú skárrí en um langt skeið, en hagur frystingar væri með lakara móti og söltun væri betur sett en að undanfornu. Jón sagði síðustu spár um þjóð- arhag miðaðar við 3,5 til 4% aukningu á framleiðslu sjávaraf- urða. Þetta væri mun minni aukn- ing en í fyrra, en þá hefði fram- leiðslan aukizt um 11% milli ára. Þá bæri að hafa það í huga, að loðnuveiði hefði þá verið margfalt meiri en árið áður. Mikilvægar forsendur þessarar spár væru þær, að þorskaflinn yrði 316.000 tonn og loðnuaflinn 845.000 tonn. Nú hefði loðnukvótinn verið auk- inn um 500.000 tonn, en ekki væri hægt að áætla hve mikið af því veiddist fyrir áramót. Hins vegar mætti nefna að hver 100.000 tonn af loðnu ykju heildarframleiðslu- verðmæti sjávarafurða um nálægt 1,5%. Fyrstu 9 mánuði þessa árs væri talið, að fiskafli og heildarfram- leiðsla sjávarafurða hefði aukizt um 4 til 5% frá síðasta ári, en aukningin skiptist afar misjafn- lega á fisktegundir og vinnslu- greinar. Framleiðsla botnfiskafla virtist hafa dregizt saman um 2%, en samdráttur í frystingu botn- fiskafla væri um 8%. Sala á isfiski hefði hins vegar aukizt verulega og söltun aukizt um ríflega fjórð- ung. Jón Sigurðsson gat þess einnig, að í áætlunum stofnunarinnar um tekjur útgerðar væru verulegar greiðslur úr Aflatryggingasjóði, eða um 1,1 milljarður króna á þessu ári. Þessar greiðslur væru um 650 milljónum króna hærri, en þær tekjur sjóðsins, sem ætlað væri að standa straum af þessum útgjöldum. Munurinn væri fjár- magnaður með framlagi úr ríkis- sjóði, einkum endurgreiðslu upp- safnaðs söluskatts um 600 milljón- ir króna auk þess, sem gengið yrði á eignir sjóðsins um nokkra tugi milljóna á árinu. Þó 600 milljónir króna væru ef til vill ekki mjög há fjárhæð á mælikvarða heildar- verðmætis sjávarafurðafram- leiöslunnar eða um 2,5%, væri full ástæða til þess að staldra nú við og leita leiða til að breyta starfsskilyrðum og sjóðakerfi sjávarútvegsins. Settar verði ákveðnar reglur um heimsóknir tiginna gesta „Fögnum afskiptum flugráðs,“ segir skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins „ÞAU gögn sem við höfum f höndum gefa ekki tilefni til ad draga ■ efa að íslenskir fíugumferðarstjórar hafí stjórnað aðgerðum á vellinum þegar umrstt atvik átti sér stað,“ sagði Sverrír Haukur Gunnlaugsson, skrifstofustjóri á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, er hann var spurður hvað liði rannsókn á töf sovéska utanríkisráðherrans á Keflavíkurflugvelli fyrir réttrí viku og kröfu flugráðs um frekari skýringar á málavöxtum. Sverrír Haukur sagði að svo virtist, sem um röð tilviljanakenndra atvika hefði verið að ræða sem ollu þessu atviki, sem meðal annars hefðu stafað af því, að ekki giltu neinar ákveðnar reglur um komu og brottfíir tiginna gesta. Utanrfkisráðuneytið hefði nú ákveðið að setja slíkar reglur á næstu dögum, til að fyrírbyggja að svipað atvik endurtaki sig. Sverrir Haukur sagði, að strax daginn eftir atvikið, þegar skýrsla flugmálastjórnar lá fyrir, hafi hann, ásamt Anderson, yfirmanni varnarliðsins, Pétri Guðmundssyni flugvallarstjóra og Guðmundi óla ólafssyni yfirflugumferðarstjóra, hlustað á upptökur af samskiptum flugumferðarstjóra og flugmanna sovésku vélarinnar og bandarísku F-15-herþotanna. í framhaldi af því óskaði utanríkisráðuneytið eftir skýrslum frá flugmönnum herþot- anna og eftirlitsaðilum varnarliðs- ins. Jafnframt var óskað eftir skýrslu yfirflugumferðarstjóra um atburðina í flugturninum. Sverrir Haukur sagði að þessar skýrslur væru nú að berast og myndu trúnað- armenn flugráðs fá þær til umfjöll- unar. nVið fögnum afskiptum flugráðs af þessu máli. Við teljum á þessu stigi, miðað við þau gögn sem þegar liggja fyrir, að ekkert hafi komið fram, sem bendi til þess að verið væri á einn eða annan máta að ögra sovésku vélinni ,“ sagði Sverrir Haukur. „Svo virðist sem hér hafi komið til röð tilviljanakenndra þátta sem ollu þessu leiðindaatviki. Má þar nefna seinkun sovésku vél- arinnar út á brautarenda, auk þess sem bandarísku þoturnar voru við æfingar við óvenju góð veðurskil- yrði. Það er venja þessara flugvéla, þegar þær koma inn til lendingar að reyna nokkur aðflug áður og hluti af æfingarverkefninu er að fljúga lágflug yfir brautunum. Það sem hefur kannski komið mönnum spánskt fyrir sjónir, er hversu margar vélar komu inn á sama tima, en það stafar einfaldlega af því hversu góð veðurskilyrðin voru til æfingaflugs," sagði Sverrir Haukur. Sverrir Haukur sagði að það væri ætlun utanríkisráðuneytisins að setja ákveðnar reglur um komu og brottför tiginna gesta hingað til lands, svo að atburðir sem þessir endurtaki sig ekki. Reglurnar munu taka gildi á næstu dögum og fela meðal annars í sér, að þegar flugvél- ar tiginna gesta eru tilbúnar til að yfirgefa flughlað njóti þær for- gangs. Sverrir Haukur sagði, að í ljósi þessa atviks, sem væri eins- dæmi hér á landi, væru reglur sem þessar nauðsynlegar, enda gilda svipaðar reglur víðast hvar í heim- inum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.