Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 64
 BTT HORT AilS SHAAR KEILUSALURIMW OPINM 1000-00.30 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Halldór Ásgrímsson: Þorskaflamarkið verði aukið um 10% SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA, Halldór Ásgrímsson, sagði á aðalfundi LÍÍ! f gær, að hann teldi rétt að hækka þorskaflamarkiö um 10% í næsta ári. Það er úr 207.000 lestum á þessu ári f 293.700 lestir, en aflamark annarra botnfisktegunda yrði svipað á næsta ári og þessu. Áætlaður þorskafli á þessu ári er allt að 320.000 lestum og miðað við sveigjanleika í veiðistjórnuninni gæti aflinn á næsta ári orðið um 350.000 lestir. Halldór sagði, að sveigjanleiki sem fælist í 10% millifærsluheim- ild, sóknarmarki og millifærslu- heimild milli ára myndi verða til þess, að afli gæti aukizt milli ára, ef fiskigengd leyfði. í apríl fengj- ust síðan nýjar upplýsingar um ástand stofnanna og að þeim fengnum væri rétt að endurmeta fyrri ákvarðanir. Hann sagði, að við veiðistjómunina yrði að halda áfram viðmiðun við aflamark með vali um sóknarmark, ætti að ná fram nauðsynlegum markmiðum við veiðistjórnunina. Skiptar skoð- anir væru um þetta mál, en hann teldi þessa leið eins konar mála- miðlun, sem takmarkaði sókn og heildarafla með sanngjörnum hætti. Sjá í miðopnu ræðu Kristjáns Ragnarssonar formanns LIÚ og fréttir á bls. 4. Klakkur VE fékk á sig brot f Norðursjó: „Heilt fjall af sjó skall á skipinuu Vestmannaeyjum, 6. nóvember. ÞETTA var enginn venjulegur brot- sjór heldur heilt fjall, sem skall á okkur bakborðsmegin. Sjórinn braut þrjá glugga þeim megin í brúnni og flæddi um hana alla, svo við stóðum í sjó upp undir hendur,“ sagði Har- aldur Benediktsson, skipstjóri á skuttogaranum Klakk frá Vest- mannaeyjum, sem fékk á sig slæman brotsjó f Norðursjónum um klukkan hálftíu f morgun. Versta veður var í Norðursjónum þegar þetta gerðist, norðaustan 10-12 vindstig og stór- sjór. Engin slys urðu á mönnum. Klakkur var að koma úr söluferð til Bremerhaven í Þýskalandi þegar óhappið varð. Skipið var á leið þangað aftur þegar fréttarit- ari Morgunblaðsins náði talstöðv- arsambandi við togarann síðdegis f dag. Haraldur skipstjóri sagði að sjórinn hefði flætt i gegnum brúna og sprengt út dyrnar stjórn- borðsmegin. Sjór fór niður um allt skip — í íbúðir skipverja og mat- sal. Haraldur sagðist ekki treysta sér til að meta hversu mikið tjón hefði hlotist af þessu áfalli en sjór hefði þó farið í einhver tæki í brúnni, ljóskastari ofan á henni hefði skolast af og stjórnborð fyrir krana frammá hefði rifnað upp. Skemmdir á skipinu verða kann- aðar í Bremerhaven þegar Klakkur kemur þangað seint í kvöld. Þvi má bæta við, að i dag er liðið nákvæmlega eitt ár siðan sama skip varð fyrir stórtjóni i Þýska- landi. 6. nóvember 1984 valt Klakk- ur á hliðina þegar verið var að sjósetja skipið i slipp í Cuxhaven. - hkj. Morgunbladid/PriAþjófur Snjór og knattspyrna Fram og Rapid Wien léku i annarri umferð Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvelli í gær. Vegna hálkunnar á vellinumog kuldans sáust mörg spaugileg atvik. Hér sést eitt þeirra en það eru Orn Valdimars- son og einn leikmanna Rapid sem hér eigast við. Hvor hefur betur er ekki gott að segja en hægt er að lesa allt um leikinn á blaðsiðum 61,62 og 63 f dag. Niðurstöður nefndan Matsstofnun taki viö af Fasteignamati NEFND, sem félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson, skipaði til að gera tillögur um nýja skipan í mats- kerfi fasteigna skilar tillögum sínum tii ráðherra f dag. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins gerir nefndin það m.a. að tillögu sinni, að Fast- eignamat ríkisins verði lagt niður í núverandi mynd. Sett verði á stofn Matsstofnun íslands, sem auk þess að annast fasteignamat taki að sér brunabótamat fasteigna. Nefndin gerir ráð fyrir fimm ára aðlögunartíma þessara breytinga, en að strax verði skipuð ný stjórn Fasteignamats ríkisins, jafnhliða þvf sem umdæmum brunabóta- mats verði fækkað úr u.þ.b. 400 í 60—70, þ.e. umdæmi sýslna og kaupstaða i stað hreppa, eins og nú er. Hin nýja stjórn Fasteigna- mats skal skipuð fulltrúum not- enda. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að með því að koma fast- eignamati og brunabótamati undir eina stofnun sparist umtalsverðir fjármunir og meira samræmi náist í matsgjörðum. Nefndin var skipuð 9. ágúst 1983 og henni falið að endurskoða og gera tillögur að nýju kerfi fast- eigna- og brunabótamats. í nefnd- inni eiga sæti: Pétur Stefánsson formaður, Garðar Sigurgeirsson, Guttormur Sigurbjörnsson, Héð- inn Emilsson, Ingi R. Helgason og Kristinn ó. Guðmundsson. Gæzlufanginn var ný- lega dæmdur fyrir okur Tók sér 203% ársvexti og var dæmdur í 245 þúsund króna sekt MAÐURINN, sem situr í gæsluvarð- haldi vegna meintrar okurstarfsemi, var f sumar dæmdur fyrir okur í Sakadómi Kópavogs. Hann var dæmdur í 245 þúsund króna sekt, eða sæta 8 mánaða fangelsisvist verði sektin ekki greidd innan tiltekins tíma. Tveir menn, sem gæslufanginn á sínum tíma lánaði fé gegn okurvöxt- um, kærðu og í framhaldi af því fór fram opinber rannsókn og síðan var gefin út opinber ákæra. Fram kom í málinu, að gæslufanginn tók sér 61 þúsund krónur í vexti umfram löglega Rætt um Rainbow-málið á fundi með Shultz: hámarksvexti, eða 203% ársvexti. Hann var sektaður fyrir andvirði fjór- falds ólögmæts ágóða af lánunum. Þá tengdist gæslufanginn um- fangsmesta hasssmygli, sem upp hefur komið hér á landi. í október 1983 handtóku tollverðir skipverja á togaranum Karlsefni með 11,3 kiló af hassi. Hassið var keypt i Þýzkalandi og skipverjinn fenginn til þess að smygla því til íslands. Liðlega þritugur maður var handtekinn í kjölfarið og kom fram í málinu, að hann hafði keypt fíkni- efnin fyrir um hálfa milljón króna i Þýzkalandi og tekið lán til þess að fjármagna fíkniefnakaupin. Gæslufanginn var yfirheyrður og viðurkenndi að hafa lánað fikni- efnasmyglaranum peninga, en kvaðst ekki hafa vitað að nota ætti féð til fíkniefnakaupa. Úrslita um útboðið að vænta í mánuðinum — segir Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra SHULTZ ítrekaði staðfestingu á því að leitað yrði viðunandi lausnar á Rainbow-málinu," sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, eftir viðræður , _ hans og Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, við George Shultz. utanríkisráðherra Bandarfkjanna, í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík í gær. Geir sagði, að þrátt fyrir dóminn um að útboðið stangaðist á við bandarísk lög hefði fengist heimild til að halda því áfram meðan beðið væri úrskurðar áfrýjunarréttar. Það hefði síðan komið fram í máli - —Shnltz, að þess væri vænst að fyrir ' ~^íok þessa mánaðar kæmi í ljós hvort einnig mætti gera samninga á grundvelli útboðsins meðan málið er fyrir dómstólum. Utanríkisráðherra hefur verið í þeirri óvanalegu aðstöðu að hafa með fárra daga millibili hlýtt á skýrslur utanríkisráðherra Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna um undirbúning leiðtogafundarins I Genf. „Eftir að hafa hlýtt á ummæii þeirra," sagði Geir, „þá vil ég ekki trúa öðru, en að báðir aðilar muni leitast við að komast eins langt I samkomulagsátt og unnt er. Það er hins vegar Ijóst að mikið ber á milli og hæpið að snögg veðrabrigði til hins betra verði á fundinum. Eg held samt, að það sé engin goðgá að vonast eftir því að þróunin snú- ist til betri vegar og ég er bjartsýnn á að mál þokist í rétt átt,“ sagði Geir Hallgrímsson. Sjá á bls. 7 ummæli Shultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna: „Leitað nýrra leiða ef málið tapast fyrir dóm- stólum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.