Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 25 Hið íslenska fornritafélag: Fagurskinna gefin ut í fyrsta skipti á íslandi Hið íslenska fornritafélag hefur gefiö út Fagurskinnu og endurútgefið Eyrbyggjasögu. Stjórn félagsins hefur látið taka saman eftirfarandi um þessi rit: Ágrip af sögum Nóregs- konunga Fagrskinna — Nóregs konunga tal Þessi tvö konungasagnarit eru höfð sér í einu bindi af hag- kvæmnisástæðum, þar eð Ágrip er lítið rit, sem ekki hentar að hafa eitt sér í bindi. Auk þess má telja víst að bæði ritin séu samin í Noregi, þótt höfundur annars, þ.e. Fagurskinnu, kunni að hafa verið íslendingur. Það á því vel við að hafa þau í sama bindi sökum sérstöðu sinnar, en ekki má án þeirra vera í safni íslenskra fornrita svo nátengd sem þau eru þeim að efni og formi. Nafnið Ágrip af sögum Nor- egskonunga er frá 19. öld, en verkið sjálft vantar upphaf og endi og því óvíst hvert nafn það hefur átt í fyrstu. Lítið vantar framan af ritinu og er þar fyrst sagt frá Haraldi hárfagra, en það endar nú í miðju kafi frásagnar nokkurrar, sem snertir sögu Sigurðar konungs munns um miðja tólftu öld. Nafnið Ágrip lýsir ritinu ekki vel, þar eð sagan er mjög misjafnlega rækileg. Víða er farið fljótt yfir sögu, en sums staðar staldrað við, svo sem í ævintýrinu um ástir Haralds hárfagra og Snjófríðar, dóttur Finnakonungs. Ágrip er varð- veitt í einu íslensku handriti frá fyrri hluta þrettándu aldar, sem er eldra en nokkurt annað kon- ungasagnahandrit, og ritið sjálft er elsta varðveitta yfirlitsrit um sögu Noregskonunga á norrænu máli. Það er líklega samið í Þrándheimi snemma á þrettándu öld eða um 1200. Höfundurinn hefur sennilega verið Norðmaður og hefur stuðst við norsk yfirlits- rit um Noregskonunga á latínu (tvö slík eru varðveitt) og íslensk rit, sem eru löngu glötuð (rit Sæmundar og Ara). Fagurskinna er nafn sem Þor- móður Torfason sagnaritari konungs (1636—1719) gaf ann- arri af tveimur norskum skinn- bókum, sem varðveittu þetta rit um sögu Noregskonunga. Báðar bækurnar týndust í Kaupmanna- hafnarbrunanum 1728, en efni beggja hafði verið skrifað upp, og eru til þrjú vönduð eftirrit eftir hvorri bók. Önnur skinn- bókin virðist hafa verið frá miðri þrettándu öld, en hin frá fjórt- ándu öld. Eftir uppskriftum eldri bókarinnar að dæma hefur ritið heitið Nóregs konunga tal. Það hefst á frásögn af Hálfdani konungi svarta, föður Haralds hárfagra, og endar á að segja frá því er Magnús konungur Erlingsson hefur sigrað konung Birkibeina, Eystein meylu, sem lét þar líf sitt (1177). I Fagur- skinnu er því sagt frá sömu konungum og í Heimskringlu, þegar Ynglinga saga í Heims- kringlu er frá skilin. Þó að Fag- urskinna sé talin eldra verk en Heimskringla, er óvíst að Snorri hafi vitað um hana, en frásagnir Fagurskinnu og Heimskringlu eru yfirleitt svo líkar að sameig- iniegar heimildir hljóta að vera víða að baki. Frásögn Snorra þykir yfirleitt vera betri, en þó eru kaflar í Fagurskinnu sem þola vel samanburð við Heims- kringlu og taka henni jafnvel fram. Fagurskinna kynni að vera samin snemma á þrettándu öld að tilhlutan Hákonar konungs, sem þá var æskumaður og hafði nýlega hlotið konungstign með stuðningi fornra Birkibeina. Há- kon hefur eflaust átt sögu Sverr- is afa síns, en hún tekur við þar sem Fagurskinnu og Heims- kringlu lýkur, þá er Sverrir verð- ur konungsefni Birkibeina eftir dauða Eysteins meylu. Höfundur Fagurskinnu hefur verið ákaf- lega konunghollur og heldur ávirðingum konunga lítt á lofti. Kristilegs anda gætir lítt, og er einkennandi fyrir söguhöfund að hann segir í helmingi lengra máli frá skipi Ólafs Tryggvasonar, Orminum langa, en frá kristni- boði hans. Vísur eru drjúgum fleiri í Fagurskinnu en í Heims- kringlu, og hefur þessi áhugi söguhöfundar á kveðskap þótt benda til að hann hefði fremur verið íslenskur en norskur. Það er þó alls ekki öruggur mæli- kvarði. Hins vegar virðast Nor- egskonungar hafa haft mikið traust á íslenskum sagnariturum á tóiftu og þrettándu öld: Karl ábóti á Þingeyrum hóf ritun Sverris sögu í samvinnu við Sverri konung sjálfan, og Magn- ús konungur lagabætir fól Sturlu Þórðarsyni að semja sögu föður síns, Hákonar konungs. Fagurskinna hefur áður verið prentuð tvívegis: í Kristjaníu 1847 og í Kaupmannahöfn 1902—3. Nú er hún gefin út í fyrsta sinn hér á landi og í fyrsta sinn með rækilegum skýringum og bókmenntasögulegum inn- gangi. Eyrbyggjasaga og Græn- lendingasögur Ný Ijósprentun með vióauka: Fjórða bindi íslenzkra fornrita kom fyrst út árið 1935. í því voru Eyrbyggja saga og Brands þáttur örva í útgáfu Einars Ól. Sveins- sonar og með formála eftir hann, Morgunblaðiö/Árni Sæberg Frá fundinum sem haldinn var með fréttamönnum í tilefni af útkomu bókanna. F.v. Gunnar Sveinsson, skjalavörð- ur, sem bjó bréf Gunnar Pálssonar til prentunar, Guðrún Ása Grímsdóttir, starfsmaður Árnastofnunar, Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Árnastofnunar, Ólafur Halldórsson og Jón Samsonarson, starfsmenn Árnastofnunar. Árnastofnun: Bréf Konráðs Gíslasonar og Gunnars Pálssonar gefin út ÁRNASTOFNUN hefur nýlega gefið út þrjár bækur og nefnast þær „Bréf Konráðs Gíslasonar“, „Bréf Gunnars PáIssonar“ og „Gripla VI“. Dr. Aðal- geir Kristjánsson, skjalavörður, bjó bréf Konráðs Gíslasonar til prentunar og Gunnar Sveinsson, skjalavörður við Þjóðskjalasafnið, bréf Gunnars Páls- sonar. Ristjóri Griplu er Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Árnastofnunar. Konráð Gíslason (1808-1891) mun kunnastur vera fyrir þátt sinn í útgáfu tímaritsins Fjölnis, sem hann stofnaði árið 1834 ásamt tveimur öðrum Hafnarstúdentum, Jónasi Hallgrímssyni og Brynjólfi Péturssyni. Konráð hélt til Kaup- mannahafnar til náms árið 1831 og bjó síðan alla ævi þar ytra, eða í 60 ár. Hann starfaði um árabil sem styrkþegi Árnanefndar, en varð árið 1848 kennari í fornnorrænu máli við Hafnarháskóla, fyrst dósent en síð- ar prófessor og gegndi því starfi til 1886. Auk kennslu vann Konráð að orðabókastörfum, útgáfu fornrita og rannsóknum íslenskrar tungu. Á fundi sem haldinn var með fréttamönnum í tilefni af útkomu bókanna þriggja kom m.a. fram að bréf Konráðs sem birtast í bókinni, og öll eru til íslendinga, eru frum- heimildir um ævi Konráðs og störf. Var hann talinn allra manna ötul- astur við að hreinsa íslenskuna af erlendum slettum og því munu bréf hans holl lesning öllum þeim sem vilja temja sér vandað málfar og fagran, en þó tilgerðarlausan stíl. Fyrirhugað er að gefa út annað bindi þar sem birt verða bréf til Konráðs frá íslendingum og ýmsar athugasemdir og skýringar útgef- anda. Gunnar Pálsson (1714-1791) var prestssonur frá Upsum á Upsa- strönd. Veturinn 1740-1741 stundaði hann guðfræðinám við Hafnar- háskóla og lauk þaðan prófi um vorið. Hann var skólameistari á Hólum 1742-1753 og eftir að hann lét af skólastjórn gerðist hann prestur í Hjarðarholti í Laxárdal og jafnframt prófastur í Dalasýslu. Gunnar Sveinsson, skjalavörður, sem bjó bréf Gunnars Pálssonar til prentunar, sagði að hann hefði verið í hópi höfuðskálda 18. aldar og ort bæði á íslensku og latínu. Hefði hann fengist við fornkvæðaskýring- ar fyrir Árnanefnd i Kaupmanna- höfn og notið mikils álits sem lær- dómsmaður. í bókinni „Bréf Gunnars Pálsson- ar“ eru gefin út 198 bréf, sem Gunnar skrifaði á árunum 1744- 1791. Bréfin eru prentuð stafrétt eins og ritari þeirra gekk frá þeim, og slettir hann mjög erlendum tungum, einkum latínu. í öðru bindi, sem væntanlega kemur út á næsta ári, verða orðaskýringar og at- hugasemdir við fyrri bók. Þriðja bókin sem Árnastofnun gefur út að þessu sinni er tímarit stofnunarinnar, Gripla 6. bindi. í ritinu eru 16 ritgerðir eftir innlenda og erlenda fræðimenn. Auk þess eru í ritinu nokkrir smápistlar eftir starfsmenn Árnastofnunar. svo og Eiríks saga rauða, Græn- lendinga saga og Grænlendinga þáttur í útgáfu Matthíasar Þórð- arsonar og með formála eftir hann. Eiríks saga rauða er varðveitt í tveimur skinnbókum, Hauksbók (AM 544 4to), sem var skrifuð laust eftir 1300, og Skálholtsbók (AM 557 4to), væntanlega skrifuð um 1420. Matthías Þórðarson gaf söguna út eftir Hauksbók, enda voru flestir fræðimenn á þeim tíma sammála um að sá texti væri upphaflegri. En árið 1944 kom út í Lundi í Svíþjóð bók eftir Sven B.F. Jansson: Sagorna om Vinland 1. í þessari bók er texti beggja aðalhandrita Eiríks sögu tekinn til nákvæmrar athugunar og sýnt fram á með óyggjandi rökum, að texti Skálholtsbókar standi nær frumgerð sögunnar en texti Hauksbókar. Með tilliti til þessa þótti rétt að gera nýja útgáfu af Eiríks sögu rauða um leið og gengið var frá ljósprent- aðri útgáfu af fjórða bindi ís- lenzkra fornrita. í þessari nýju útgáfu er texti Eiríks sögu rauða prentaður eftir Skálholtsbók, að svo miklu leyti sem mögulegt var, en með stuðningi af texta Hauksbókar. Útgáfunni fylgir formáli, þar sem fjallað er bæði um Eiríks sögu rauða og Græn- lendinga sögu, og er bæði texti Eiríks sögu og formálinn prentað sem viðauki við fjórða bindið, en auk þess verður þessi viðauki gefinn út sér í bók, svo að þeir sem eiga þetta bindi fyrir geti keypt hann einan sér. Ólafur Halldórsson handritafræðingur sá um útgáfu þessa viðauka, en auk þess sá hann um að fáeinar augljósar villur í fyrstu útgáfu væru leiðréttar um leið og bókin var ljósprentuð. Til að draga úr kostnaði við bókband er myndum og kortum raðað á annan hátt í ljósprentuðu útgáfunni en var í frumútgáfu. íslenskur lækn- ir ver doktorsrit- gerð í Svíþjóð JÓHANNES Magnússon, læknir, varöi doktorsritgerð sína viö háskól- ann í Lundi í Svíþjóð 18. maí sl. Ritgerðin er skrifuð á ensku og ber heitið „Hvpertension during anaes- thesia and surgery. The effects of beta - advenoceptor blockade and i.v. - analgesia". Ritgerðin fjallar í stórum dráttum um áhrif blóðþrýstingsla'kkandi lyfja og verkjastillandi lyfja á blóð- þýsting hjá sjúklingum, sem gangast undir skurðaðgerð í svæfingu. Jóhanncs Magnússon læknir. Árið 1973 fó'r Jóhannes til Sví- þjóðar til framhaldsnáms í svæf- ingum og hefur hann undanfarin ár starfað sem aðstoðaryfirlæknir við svæfingadeild háskólaspítal- ans í Lundi. Hann er kvæntur Önnu Inger Eydal kvensjúkdóma- lækni og eiga þau tvö börn. Jó- hannes er sonur Magneu Jóhann- esdóttur og Magnúsar Ágústsson- ar, fyrrverandi héraðslæknis í Hveragerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.