Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 24
2i MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 Hljómplata með píanóleik Jónasar Ingimundarsonar ÚT ER komin hljómplata með einleik Jónasar Ingimundarsonar píanóleikar hjá bókaútgáfunni Erni og Orlygi. Á plötunni eru verk eftir Bach, Galuppi, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Liszt. Meðal efnis er hinn þekkti sálmur Bachs „Slá þú hjartans hörpustrengi", og „Idyl“ og „Viki- vaki“ eftir Sveinbjörn Sveinbjörns- son, sem unnin eru úr íslensku þjóð- lögunum „Stóð ég úti í tunglsljósi", „Hér er kominn Hoffinn" og „Góða veislu gjöra skal“. Helmingur plöt- unnar er helgaður verkum eftir Til sölu Er laus nú þegar í Seljahverfi 4ra herb. íbúö ca. 115fmá2.hæö.íbúöinerþannig:3 svefnherb., sjónvarpshol, þvottahús inní íbúðinni, góö stofa, gott eldhús, fremri forstofa, bílskýli. Sérstakt útsýni. Verö ca. 2,4 millj. Veröur til sýnis þeim sem hafa áhuga. Uppl. sunnudag ísíma641170. Franz Liszt, en á næsta ári er öld liðin frá andláti hans. Upptökur fóru fram stafrænt (digital) í Hlégarði og Háskólabíói, og annaðist þær Halldór Víkings- son. Áskorun til Sjálfstæðis- manna í Reykjavík — frá Karli Eiríkssyni Við næsta prófkjör eigum við þess kost að velja um frambjóð- endur fyrir flokk okkar úr stór- um hópi ágætis fólks. Undirrit- aður vænti sér mikils af hinum dugandi glæsilega borgarstjóra okkar Davíð Oddssyni í upphafi kjörtímabils hans, en mér er svo farið eins og fjölmörgum öðrum að frammistaða hans á síðasta kjörtímabili hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Á starfs- ferli hans sem borgarstjóra hef- ur hverju málinu á fætur öðru verið siglt í farsæla höfn með dyggum stuðningi samstæðra borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Því verðum við Reyk- vfkingar að standa saman um að við lendum aldrei aftur í höndum hinna ósamstæðu vinstri afla þar Hulda Valtýsdóttir sem skattpeningurinn okkar glatast í stjórnleysi og hrossa- mangi. * Mig langar að nota þetta tæki- færi til að minna Sjálfstæðis- menn í Reykjavík á konu sem hefur þjónað hugsjónum okkar af frábærum dugnaði og ósér- hlífni í fjölda ára og nú síðustu 4 árin sem borgarfulltrúi. Hér er um að ræða frú Huldu Valtýs- dóttur sem verið hefur formaður umhverfismálaráðs undanfarið kjörtímabil, jafnframt því að vera formaður Skógræktarfélags íslands. Ég skora á okkur öll að tryggja þessari ósérhlífnu og velvinnandi konu öruggt sæti á listanum okkar og tryggja þar með að við fáum að njóta starfs- krafta hennar enn eitt kjörtíma- bil. Setjum því Huldu í öruggt sæti við prófkjörið. Höíundur er forstjóri Bræðranna Ormsson hf. MITSUBISHI 1.300 Á fíughraða með fragt eða farþega ÓTRÚLEG FJÖLBREYTNI: S Afturdrif eöa aldrif. y Bensínvél eöa dieselvél. y Háþekja eöa lágþekja. ✓ Lokaöur sendibíll eöa smárúta meö sætum og gluggum. OG ALLIR ERU ÞEIR: y Liprir og sparneytnir. y Traustir og gangvissir,- y Á hagstæöu veröi og auöveldir í endursölu. HEKLAHF Laugavegi 170 -172 Sími 21240 Bananar Del Monde — Appelsínur Fuen Mora — Appelsínur Zimbabwe — Klementínur spánskar — Epli rauð USA — Epli gul — Epli græn Granny Smith — Sítrónur — Greipfruit rautt — Greipfruit hvítt — Melónur gular — Melónur grænar — Vínber græn — Vínber blá — Perur — Avocado — Ananas — Mangó — Kiwi — Granada-epli — Kakí — Hnetur í skel — Kastaníu-hnetur. Ath. Kartöflur og grænmeti í miklu úrvali. iERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 685300. ' Jf KAUPMENN-VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUHNAR m Hallgrímskirkja: Hátíðardagskrá um Matthías Jochumsson Listvinafélag Hallgríms- kirkju gengst fyrir hátíðardag- skrá um séra Matthías Joc- humsson í dag, sunnudag, í tilefni þess að liðin eru 150 ár frá fæðingu hans. Hefst dag- skráin kl. 17.00 og mun dr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytja ræðu og leikararnir Guðrún Ásmundsdóttir, Karl Guðmundsson og Valgeir Skag- fjörð flytja ljóð og kvæði skáldsins, einnig verða sungnir • nokkrir ástsælustu sálmar séra Matthíasar. (Úr fréttatilkynningu.) * Utgerðarmenn loðnuskipa á móti afnámi kvótans ÚTGERÐARMENN loðnuskipa höfnuðu á fundi sínum í gær tillögu um afnám kvóta á hvert skip á loðnu- veiðum. Tillaga þessi kom fram á aðalfundi LfÚ fyrir skömmu. Það var Hrólfur Gunnarsson útgerðarmaður, sem flutti þessa tillögu á aðalfundi LfÚ í ljósi þess, að á yfirstandandi vertíð verður leyfilegt að veiða um eina milljón lesta af loðnu. Auk hans rituðu þrír útgerðarmenn undir tillöguna, sem vísað var til fundar útgerðar- manna loðnuskipa. Á fundinum voru mættir útgerðarmenn 42 loðnuskipa af 48. Við atkvæða- greiðslu hlaut tillagan aðeins eitt atkvæði, 6 fundarmanna sátu hjá og 35 voru á móti henni. Loðnukvótanum er nú skipt þannig milli skipa, að % hlutar skiptast jafnt milli skipa, en Vt hluti eftir burðargetu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.