Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985
komulag verður til endurskoðunar bráðlega.
Að mínu viti er það ekkert vafamál á hvaða
sviði okkar möguieikar liggja til að koma
innlendu efni á framfæri erlendis. Það er
vandað heimildarefni um ísland og nágrenni
þess, sem tekur mið af því sérstæða um-
hverfi sem við lifum í og mörgum þjóðum
er framandi. Þá er barnaefni sem tekið er
í islensku umhverfi einnig eftirsótt, en mikil
eftirspurn er hvarvetna eftir vönduðum og
frumlegum myndum fyrir börn og unglinga,"
sagði Hinrik.
Hinrik sagði að fjórir störfuðu hjá inn-
kaupadeildinni eins og nú væri málum hátt-
að, þar af þrír beint við efnisöflun. Það eru
auk Hinriks, Guðmundur Ingi Kristjánsson,
Laufey Guðjónsdóttir og Guðrún Pálsdóttir
er ritari. Um dagskrána fram til áramóta
sagði Hinrik að innlent efni yrði þar veruleg-
ur burðarás. Þar væri fyrst að nefna þátta-
röðina „Fastir liðir", en þeir þættir verða
sýndir samtals 12 sinnum þegar endursýn-
ingar eru meðtaldar, en auk þess er margt
annað innlent efni á dagskránni allrar at-
hygli vert. Þá hefur barnaefni í dagskránni
verið stóraukið, sem vonandi verður til góðs.
ítalska þáttaröðin um ævi Verdis verður á
dagskránni á sunnudögum fram undir jól,
en þá tekur við Winds of War, amerísk þátta-
röð eftir sögu Hermann Wonk og sakamála-
myndir verða áfram tvisvar í viku, á þriðju-
dögum og föstudögum. Dallas verður á sínum
Hinrik Bjarnason á skrifstofu sinni. Morgunbiaö»/Bjarni gtað á miðvikudögum fram í janúarmánuð,
útvarpið er sjálfstæð stofnun fjárhagslega
séð og ekki bónbjargarstofnun á ríkisvald-
inu, eins og oft er látið skína i, heldur skilar
þessi stofnun tugum milljóna í ríkissjóð. Það
sem nú kemur í veg fyrir áframhaldandi
þróun stofnunarinnar er að ýmsar ákvarðan-
ir sem varða hana verður að sækja annað
en til yfirstjórnar stofnunarinnar. Það er
ekki eðlilegt annað en að á þessu verði breyt-
ing með þeirri samkeppni sem fyrirsjáanleg
er í fjölmiðlun strax á næsta ári. Ef Ríkisút-
varpið á að standa sig sem skyldi í þeirri
samkeppni, verður það að vera sjálfstætt í
rekstrarmálefnum sínum, þar með talin fjár-
mál. Ég er sannfærður um að samkeppni
er þegar til lengdar lætur til góðs og Ríkisút-
varpið þarf ekkert að óttast í þeim efnum,
ef það fær að þróast eðlilega og eðlilegar
reglur gilda í þessari samkeppni. Samkeppni
er ekki einstefna, og allt tal um samkeppni
er fyrirsláttur og markleysa ef aðilar hlíta
ekki sömu leikreglum.
Það sem ég er ánægðastur með frá þessum
árum er þróun innlendu dagskrárinnar.
Þetta er fyrirhafnarsamasta vinna sem ég
þekki og það er augljóst að innlend dagskrár-
gerð hlýtur að kosta talsvert fé. Ég er stoltur
af mörgum verkefnum sem ég hef staðið að
í innlendu dagskrárgerðinni og það segir
sína sögu um hug fólks til innlends efnis að
flestar kvartanir eru þess efnis að ekki sé
nóg af því á dagskránni. Það er enginn vafi
Sjónvarpsdagskrá sam-
tímans er ekki
dægurmál
— segir Hinrik Bjarnason, deildarstjóri nýrr-
ar Innkaupa- og markaðsdeildar sjónvarpsins
Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á Ríkisútvarpinu, sjón
varpi. I stað tveggja deilda áður, lista- og skemmtideildar og
frétta- og fræðsludeildar, hafa verið settar þrjár deildir á laggirnar,
fréttadeild, framleiðsludeild innlends efnis og innkaupa- og mark-
aðsdeild. Fyrrverandi deildarstjóri lista- og skemmtideildar, Hinrik
Bjarnason, er nú deildarstjóri innkaupa- og markaðsdeildar. Morg-
unblaðið hitti hann að máli fyrir skömmu og ræddi við hann um
þessar breytingar.
< „Með þessum skipulagsbreytingum er
gömlu deildunum, lista- og skemmtideild og
frétta- og fræðsludeild skipt í þrennt.
Fréttastofa verður sérstök deild, síðan
kemur innlend framleiðsludeild, sem hefur
á hendi dagskrárgerð þá, sem áður fór fram
í LSD og fræðsludeild og loks innkaupa- og
markaðsdeild, sem annast innkaup fullbúins
efnis. Jafnframt innkaupum mun hún sjá
um að koma eigin framleiðslu sjónvarpsins
á markað, auk aðdrátta á öðru efni en því
sem ætlað er til útsendingar. Eitt fyrsta
verkefnið sem innkaupadeildinni er ætlað,
er að standa fyrir stofnun myndbandaþjón-
ustu, en það er í framhaldi af samþykkt
útvarpsráðs þess efnis að íslenskum almenn-
ingi og stofnunum sé gefinn kostur á að fá
innlent efni frá stofnuninni á myndböndum.
I/ndirbúningur er þegar hafinn og jafnframt
innlenda efninu er ætlunin að sjónvarpið
endurleigi erlent efni, sem það kaupir, enda
þurfi það ekki að vera ætlað til sýninga í
sjónvarpinu. Þarna erum við ekki að hugsa
um kvikmyndir, sem prýðilega er séð fyrir
af öðrum, heldur efni sem sérstaklega er
ætlað fyrir sjónvarp. Þetta er tilraun til að
auka þjónustuna við notendur sjónvarpsins
og er sjálfsögð á þeirri fjölmiðlaöld sem við
lifum á.
Mér líst vel á þessar skipulagsbreytingar
á stofnuninni. Sjónvarpið hefur af augljós-
um ástæðum þurft að sæta því að hafa mikið
einfaldara skipulag en samsvarandi stofnan-
if erlendis, enda minna en flestar þeirra og
hefur færri starfsmönnum á að skipa. Þetta
er eðlilegt skref og það verður forvitnilegt
að sjá hvernig til tekst. Skipulagsbreyting-
arnar hafa þegar átt sér stað, en þær koma
ekki að fullu til framkvæmda fyrr en á
næsta ári,“ sagði Hinrik.
— Hvaða stefnu er fylgt við val erlends efnis
til sýningar í sjónvarpi?
Aðalleikararnir í þáttaröðinni Winds of War, sem tekin verður til
sýningar um jólin eftir að sýningum á þáttunum um ævi Verdis lýkur
á sunnudögum.
„Því er oft haldið fram að það sé engin
skýr dagskrárstefna, sem liggi til grundvall-
ar því hvaða efni tekið er til sýningar í ís-
lenska sjónvarpinu. Að mínu viti er þetta
óréttmæt gagnrýni. Það er skýrt tekið fram
í útvarpslögum, hvaða höfuðsjónarmið skuli
ráða vali efnis. Þau eru gæði, fjölbreytni og
tillitssemi. Að þessu leyti líkist val dagskrár-
efnis starfi kokks í stóru mötuneyti. Hann
verður að miða við það að hafa fæði á boð-
stólum sem er sem næst því að vera fullnægj-
andi, jafnframt því að nægrar fjölbreytni
sé gætt. Og svo verður að fvlgjast með
buddunni þegar keypt er inn. Ég geri ekki
ráð fyrir verulegum breytingum á dagskrár-
stefnu í nánustu framtíð. Það er útvarpsráðs
að ákveða hlutfall innlends og erlends efnis
í dagskránni og ég tel að þau heilbrigðu sjón-
armið sem sett eru fram í Útvarpslögunum,
nægi til góðra verka ef menn eru útsjónar-
samir.“
— Hvernig gengur að selja íslenskt sjón-
varpsefni erlendis?
„Því er ekki að leyna að íslenskt sjón-
varpsefni er ekki eftirsótt söluvara erlendis.
Við höfum reglulega boðið fram okkar efni
á norrænum markaði og danska sjónvarpið
hefur séð um að bjóða það fram á öðrum
mörkuðum fyrir okkar hönd, en þetta fyrir-
en þá taka við sýningar á þáttaröðinni
„Hótel“, sem gerð er eftir sögu Arthur
Hailey. Þá verður Fanney og Alexander,
eftir Ingmar Bergman endursýnt, en sýning
þessara þátta vakti mikið umtal á sinum
tíma. Breskir leynilögregluþættir verða á
þriðjudögum til áramóta, en í janúarbyrjun
hefjast sýningar á spennuþætti frá ítalska
sjónvarpinu. Þeir þættir eru sex að tölu og
þera nafnið Kolkrabbinn. í janúarlok kveður
Derrick að þessu sinni, en Sherlock Holmes
og Watson taka við af honum í nýrri þátta-
röð. Erlend páskamynd 1986 verður svo stór-
verk Zefferellis, Jesús frá Nasaret, sem tekur
um átta klukkustundir að sýna og verður í
fjórum hlutum.
„Þegar ég kom til sjónvarpsins haustið
1979 ríkti þar talsverð kreppa, sem kannski
var spegilmynd af ástandinu í þjóðfélaginu
þá. Þessi kreppa hélst mikið til næstu tvö
ár, en þá fór að rætast úr. Undanfarin þrjú
ár hafa fjármálin verið að færast í það sem
kalla má eðlilegt horf, þó nægilegt fé hafi
engan veginn verið til þess sem hugur manns
hefur staðið til. Það sem mér er efst í huga
þegar ég lít yfir þetta tímabil, sem lýkur í
raun nú um áramót, er það hversu það er
seinlegt, umfangsmikið og vandasamt verk-
efni að byggja upp samfellda dagskrá. Ríkis-
að þýðingarmesta dagskrárstarfið er inn-
lenda dagskrárgerðin og það á að vera keppi-
kefli að hlutur hennar sé sem mestur. Nú
er hann um 30—35% og ég tel að það megi
sætta sig við það, en þessi hlutdeild má ekki
minnka og gæðakröfurnar því síður. Þá
hefur það verið mikið ánægjuefni hversu
marga samninga okkur hefur tekist að gera
á þessu árum kaup á íslenskum kvikmynd-
um, þróun sem vonandi stefnir í þá átt að
sjónvarpið verði þýðingarmikill aðili að
átökum í þessari listgrein í framtiðinni.
Ég hóf störf hjá sjónvarpinu 1966 og má
segja að ég hafi verið tengdur þvf slðan þó
starfssvið mitt hafi breyst. Það er óhætt að
segja að þeir sem hér hafa starfað hafa
komið ótrúlega miklu í verk og sú gagnrýni
sem sjónvarpið hefur fengið á sig, undir-
strikar það, að það er fáum sama um okkur.
Því er oft haldið fram að sjónvarpið sé ekki
menningartæki, en I víðtækasta skilningi er
það engum vafa undirorpið að þetta er allra
áhrifamesti menningarmiðillinn, sem nú er
til og hefur nokkurn tíma verið til. Það þarf
þvi að gefa honum svigrúm til að sinna þessu
verkefni og hafa í huga, að þótt sjónvarps-
dagskrá hvers dags sé að miklu leyti dægur-
mál, þá er sjónvarpsdagskrá samtímans það
ekki.“