Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 • Yurchenko sagði frá þessu á blaða- mannafundi, þar sem sovézkir blaðamenn skelltu upp úr hvað eftir annað þegar hann lýsti bandarískum embættismönnum og svaraði hæðnislega spurningum vestrænna fréttamanna. RÁÐGÁTA Líklega munu menn velta því fyrir sér árum saman hver sé í raun og veru sann- leikurinn i þessu dularfulia máli. Margir leyniþjónustumenn telja að mál- ið hefði ekki fengið þessi endalok, ef CIA hefði ekki kappkostað svo mjög að auglýsa liðhlaup Yurchenkos og ljóstrað því upp frá hverju hann hefði að segja til að auka sig í áliti — áður en gengið hafði verið rækilega úr skugga um hvort hægt væri að treysta honum. Upphaflega var Yurchenko kallaður „mikilvægasti strokumaður allra tima". Hann var m.a. talinn mikilvægur vegna þess að hann væri ekki af sama sauðahúsi og fyrri liðhlaupar, aðrir en Oleg Gordiy- evsky, fyrrverandi yfirmaður KGB í Lund- únum, sem strauk skömmu á undan honum. Þessum tveimur síðustu liðhlaupum var þannig lýst að það sem lægi á bak við strok þeirra væri ekki peningafíkn eða persónu- leg vandamál, heldur óánægja með kerfið, sem þeir þekktu náið og höfðu komizt til áhrifa í og notið góðs af. Þegar skýrt var frá stroki Yurchenkos í síðari hluta september var hann sagður fimmti valdamesti maður KGB. Þegar hann ákvað að snúa heim var sagt að hann væri meðalháttsettur, en ofursti að tign. Hann var annar æðsti maður Norður- Ameríkudeildar KGB og hafði að baki 25 ára starfsreynslu. Hann mun hafa haft umsjón með vali á sovézkum erindrekum í Norður-Ameríku og haft beint eftirlit með KGB-mönnum búsettum í Kanada. Þeir sem telja að strok hans í Róm hafi verið sett á svið útiloka ekki að Rússar hafi viljað hefna sín á vestrænum leyni- þjónustum eftir flótta Gordiyevskys. Þeir sem trúa því að hann hafi í raun og veru strokið eiga erfitt með að trúa því að Rúss- setið á upplýsingum af persónulegum ástæðum, þar sem hann hafi viljað vera viss um að hann fengi góða meðferð. CIA mun nú reyna að sannprófa upplýsingar hans. Starfsmenn Þjóðaröryggisráðsins í Hvíta húsinu munu hins vegar telja að upplýsingar Yurchenkos hafi sáralitla þýð- ingu. Þeir telja það sönnun þess að um gabb hafi verið að ræða og Reagan virðist þeim sammála samkvæmt yfirlýsingu hans um málið. Ýmsir sérfræðingar segja hins vegar að skynsamlegt sé hjá Reagan að gera lítið úr uppljóstrunum Ýurchenkos til að halda ráðamönnum í Moskvu í óvissu um raun- verulega vitneskju Bandaríkjamanna um fyrirætlanir Rússa. TORTRYGGNI Ýmsir þingmenn, sem eru kunnugir leyniþjónustumálum, voru tortryggnir i garð Yurchenkos frá upphafi. William Cohen öldungadeildarmaður segir að hann og tveir aðrir þingmenn hafi skýrt CIA frá efasemdum sínum. „Okkur var sagt að að upplýsingarnar væru mjög mikilvægar," sagði Cohen. „Leyniþjónustan taldi að hún gæti treyst honum og að upplýsingarnar, sem hún fengi, væru mjög mikilvægar. Við höfum sagt henni að kynna sér þær á nýjan leik Veitingahúsið íGeorgetown. Yurchenko kemur úr bandaríska utanríkisráóuneytinu ásamt Viktor Isakor, starfsmanni sorézka sendiráðsins (til hægri). ar færu að nota mann eins og Yurchenko til aðgerða gegn CIA vegna þeirrar áhættu að hann „styngi af“ fyrir fullt og allt eða að hann yrði neyddur til að skýra frá mikilvægum upplýsingum. Ýmsir halda því fram að mestu mistök CIA hafi verið þau að gera sér ekki grein fyrir því að flóttinn og svik við ættjörð og fjölskyldu hafi verið Yurchenko mikið andlegt álag. í hópi þeirra, sem þetta álíta, eru stuðn- ingsmenn James Jesus Angletons, fyrrver- andi yfirmanns gagnnjósna CIA, sem gekk ríkt eftir því að þaulkannað væri hvort hægt væri að treysta liðhlaupum frá kommúnistaríkjum. Þeir hafa dregið í efa að CIA hafi haldið nógu vel á máli Yurch- enkos allt frá því hann strauk og sögðu að upplýsingar hans væru tilbúningur og einskis virði. SKIPTAR SKOÐANIR Starfsmenn CIA og bandaríska Þjóðar- öryggisráðsins eru ekki sammála um hvað vakti fyrir Yurchenko og um gildi upplýs- inga hans. Almennt eru starfsmenn CIA þeirrar skoðunar að hann hafi verið mikilvægur. Leyniþjónustan skýrði Bandaríkjaþingi frá því að hann hefði veitt mikilvæga vitn- eskju um leyniþjónustustörf Rússa, þótt haft sé eftir heimildum innan hennar að lítið hafi fengizt upp úr honum síðustu fimm vikumar áður en hann ákvað að snúa aftur. Skýringin á þessu er sögð sú hann hafi og kanna hvort þær hafi í raun og veru verið mikilvægar í ljósi þess sem gerzt hefur.“ David Durnenberger, formaður leyni- þjónustunefndar öldungadeildarinnar, sagði að vandlega hefði verið gengið úr skugga um hvort upplýsingar Yurchenkos væru réttar og að ekkert benti til þess að hann hefði látið í té ranga vitneskju. Hafi ekki allt verið með felldu hafi „annaðhvort verið um samsæri að ræða frá byrjun eða verulegar þvinganir gegn honum“. George Caruer, fyrrverandi starfsmaður CIA, sagði: „Mér finnst einfaldasta og trú- legasta skýringin sú að maðurinn hafi viljað strjúka, en síðan hafi honum snúizt hugur." Ef svo hafi verið muni saga Yurch- enkos um að honum hafi verið rænt og gefin eiturlyf og hann verið pyntaður ætluð yfirmönnum hans í Moskvu. William Colby, fv. yfirmaður CIA, sagði að komið hefði fyrir áður að rússneskir strokumenn þyldu ekki andlegt áfall við- skilnaðar við ættjörð og fjölskyldu og ákveðið að snúa heim. í því sambandi er bent á hliðstætt mál sovézka blaðamannsins Oleg Bitovs, sem bað um hæli á Bretlandi 1983 en sneri aftur til Moskvu í fyrra. Hann sagði svipaða mannránssögu og Yurchenko, en brezkir embættismenn eru sannfærðir um að þeim báðum hafi snúizt hugur. Þeir sem tortryggja Yurchenko benda á að hann hafi veitt upplýsingar um erind- reka, sem koma Rússum ekki lengur að notum. Þeir telja að ef hann hefði raun- verulega svikizt undan merkjum hefðu yfirheyrslurnar yfir honum leitt til þess að fjöldi manns hefði verið handtekinn eða rekinn úr landi. Árangurinn af yfirheyrsl- unum yfir honum virðist hins vegar rýr. Frá því hefur verið skýrt að Yurchenko hafi afhjúpað Edward Lee Howard, óán- ægðan fyrrverandi starfsmann CIA, sem útvegaði KGB upplýsingar um rússneskan njósnara CIA. Howard hvarf í Santa Fe í september og hefur sennilega flúið til Moskvu. Yurchenko mun einnig hafa staðfest að KGB hafi rænt Nikolai Shadrin, sem lék ar í leyniþjónustunefnd öldungadeildar- innar sögðu hins vegar að Yurchenko hefði vafalaust kynnzt nokkrum leyndarmálum, sem kæmu Rússum að notum. Það getur líka skipt máli að nú geta Rússar notað mál hans til að sýna öðrum, sem kynnu að freistast til að strjúka, að varasamt sé að treysta hæfni bandarísku leyniþjón- ustunnar. RANNSÓKN Reagan forseti íhugar nú að fyrirskipa víðtæka rannsókn, þar sem CIA klúðraði málinu. Hann hefur mestar áhyggjur af Yurchenko kreður. Húsið i Fredericksburg. tveim skjöldum, og myrt hann í Vín 1975, þegar hann vann fyrir CIA. Að öðru leyti mun Yurchenko aðeins hafa veitt vís- bendingar, en sagt er að þær geti reynzt mikilvægar, ef þær fáist staðfestar. FRÆDDIST HANN? Bandarískir embættismenn halda því fram að Yurchenko hafi lítið getað fræðzt um bandarískar njósnaaðgerðir þegar hann var yfirheyrður. „Hann veitti okkur upplýsingar; við sögðum honum ekkert. Við urðum ekki fyrir nokkru tjóni,“ sagði Caspar Weinberger landvarnaráðherra. Fyrrverandi starfsmenn CIA og fulltrú- þeim mistökum að Yurchenko var leyft að hitta ástkonu sína í Kanada með þeim afleiðingum að hann fylltist þunglyndi og að svo lítið eftirlit var haft með honum að honum reyndist auðyelt að setja sig í samband við sovézka sendiráðið og undir- búa heimferð. Búizt er við að æðstu menn bandarísku leyniþjónustunnar fái ákúrur frá forsetan- um þegar málið hefur verið rannsakað. Gera má ráð fyrir mannabreytingum, en þó er ekki talið að Casey, yfirmaður CIA, verði látinn víkja, ef hann kemur á nauð- synlegum breytingum, ekki sízt á sviði gagnnjósna. GH tók saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.