Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 57
lengur eftir að vera komin yfir erfiðasta hjallann. Síðastliðið sumar kom Gyða systir hennar hingað í frí og áttu þær systur þá saman góða daga. Svo þyrmdi yfir, Minna veiktist og var lögð inn á sjúkrahús, og þar endaði ævi þessarar skemmtilegu og indælu konu langt um aldur fram. Það sannaðist hér sem svo oft áður að það er ekki sama gæfa oggjörvuleiki. Eg kveð frænku mína með sökn- uði og bið góðan guð að gæta hennar. Dætrum hennar barna- börnum og öðrum venslamönnum sendi ég einlæga samúð. J.B.I. Tengdamóðir mín, Guðfinna Sigurðardóttir Breiðfjörð, lést að kvöldi sunnudagsins 10. nóvember 1985 eftir hetjulega baráttu við illkynjaðan sjúkdóm. Á kveðjustund er margs að minnast. Minnisstæðir eru mér morgnarnir þegar bankað var á gluggann eða kallað í gegnum bréfalúguna. Lítill hnokki spratt þá upp úr ruminu sínu og gleðibros færðist yfir andlitið: „Amma Minna er komin.“ Já, þá var amma Minna komin og ávallt með ein- hvern glaðning í poka. Þessar heimsóknir tengdamóður minnar eru mér ofarlega í huga á þessari stundu. Fáa hef ég þekkt sem hafa lagt sig eins fram við að gleðja aðra eins og hún. Hæfileikar henn- ar í þessum efnum voru með ólík- indum og ósjaldan eyddi hún sín- um síðasta eyri til að kaupa gjöf handa einhverjum vina sinna. Margir vina Guðfinnu áttu í raun engan annan að en hana. Ég undr- aðist oft yfir þeim krafti sem Guðfinna bjó yfir, einkum þó ef lífsbarátta hennar er höfð í huga. Móður sína missir Guðfinna þegar hún er barn að aldri og föður sinn þegar hún var 15 ára. Má nærri geta að hið sviplega fráfall hans hafi verið henni mikið áfall. Rúmlega fertug veikist hún af geðrænum sjúkdómi og dvelst í 12 löng ár á ýmsum stofnunum, lengst af á Kleppsspítalanum. Með ótrúlegu viljaþreki tekst henni að sigrast á þessum erfiða sjúkdómi og ná fullri heilsu. Fyrir örfáum árum veikist Guðfinna svo aftur og nú af krabbameini og dró sá sjúkdómur hana að lokum til dauða. Guðfinna gafst aldrei upp fyrir þessum erfiða sjúkdómi. Hún barðist til þrautar til hinstu stund- ar og lét aldrei bugast. Guðfinna Sigurðardóttir Breið- fjörð var fædd í Reykjavík þann 12. ágúst 1921, en ólst upp frá 8 ára að aldri hjá ömmu sinni og stjúpafa í Hafnarfirði. Foreldrar Guðfinnu voru Sigurður Breiðfjörð stýrimaður og Guðfinna ólafs- dóttir. Guðfinna átti eina alsystur Gyðu Mack, hálfsystkinin Krist- jönu og Sigurð og uppeldissystur, Sigríði. Guðfinna var ríkulega gædd list- rænum hæfileikum. Það var leik- listin sem átti hug hennar, hún lék bæði í Hafnarfirði og hér í Reykja- vík. Þegar hún fluttist til Vest- mannaeyja varð hún fljótlega ein helsta driffjöðurin í leiklistarlífi Eyjamanna. Hafa margir Vest- manneyingar sagt mér frá hinu kraftmikla starfi hennar þar. Guðfinna hafði mikinn áhuga á bókmenntum, las hún mikið og fylgdist ótrúlega vel með. Á síðari árum var helsta áhugamál hennar að hjálpa öryrkjum og þá, sem skiljanlegt er, einkum þeim sem þjást af geðrænum sjúkdómum. Var hún óþreytandi að segja frá reynslu sinni og telja í það kjark. Guðfinna var hárgreiðslumeistari að mennt og síðustu árin vann hún við iðn sína bæði í Hveragerði, þar sem hún greiddi fyrrverandi sam- sjúklingum sínum og í Hátúni lOb. Fyrir nokkrum vikum ræddi hinn góðkunni útvarpsmaður Jón- as Jónasson við Guðfinnu og er mér kunnugt um að margir urðu djúpt snortnir af frásögn hennar. Þá var Guðfinna með bók í smíðum um lífsreynslu sína en því miður entist henni ekki ævin til að ljúka þvíverki. • ■- Guðfinna var mjög trúuð kona, 1977 tók hún kaþólska trú. Þser MORGUNBLAEdÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 57- voru ófáar stundirnar sem hún dvaldist í Kristskirkju við bæn eða hugleiðslu. Hún sagðist sækja styrk sinn til Guðs. Stundum fékk lítill snáði að fara með ömmu í messu og voru þær stundir ævin- týri. Ég er fullviss um að minning- in um ömmu Minnu mun verða í huga hans sem fallegt ævintýri. Guðfinna hugsaði meira um aðra en sjálfa sig. Vart er hægt að hugsa sér fegurra líf en það. í hinni helgu bók má lesa: „Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða nauðung, því Guð elskar glaðan gjafara." Korintubréf 9:7. Guðfinna var glaður gjafari. Blessuð sé minning hennar. Sigmar B. Hauksson Allt í einu er hún Minna búin að kveðja. Hún var raunar alltaf að koma og fara — lífshreyfing hennar var ör — og nú hefur hún lokað á eftir sér hurðinni eftir heimsókn sína hér á jörð. Vegferð hennar var löng ganga, ekki endilega miðað við fjölda ára hennar og aldur — öllu fremur var reynsla hennar af lífinu með þeim hætti, að venjuleg manneskja hefði þurft að lifa ein hundrað og fimmtíu ár og gott betur til að geta tekizt á við allar þær hindranir, sem urðu á lífsleið hennar, og ekki hvað sízt til að vinna öll þau nær óvinnandi vígi, sem hlóðust upp í lífshernaði hennar. Það tókst hinni látnu að langmestu leyti nema allra síðast — manndómurinn, sjálfsvirðingin, kjarkurinn — allt þetta var alltaf fyrir hendi og minnti á víkinga- sveit fremur en einstæða konu, sem þurfti og nennti að berjast. Nú hefur Minna kvatt vopnin og sennilega hefur hún gert það með sínu smitandi brosi og jafnvel hlæjandi — það má guð vita — en sagt er, að löngum hafi verið andleg hefð meðal ákveðins hluta Japana, sem voru þjálfaðir í and- legum styrk gegnum harðan sjálfs- ögunarskóla, að segja sorgleg tíð- indi hlæjandi. „Þat hlægir mik ...“, sögðu fornmenn. Minna var einn verðugasti full- trúi íslenzkrar kvenþjóðar, sem uppi hefur verið síðan í fornöld — eiginlega minnti hún alltaf ein- hvern veginn á valkyrjurnar í norrænum kviðum ellegar þá kvenhetjur í íslensku fornsögunum — en hún var líka ein kvenlegasta kona, engu að síður, sem hugsast getur, bæði að lundarfari og í til- finningalífi. Og hið síðargreinda — þetta örviðkvæma hjarta hennar — kom verst, langverst niður á henni sjálfri, því hún skaðaði engan annan, alls engan í öllum mannlegum samskiptum sínum. Hún fæddist í Reykjavík, en ólst upp í Hafnarfirði, en fjörðurinn sékennilegi hefur trúlega mótað hana mikið — og ennfremur að hún missti móður sína, þá hún var þriggja ára og föður sinn, þegar hún var fimmtán. Kannski hefur þetta verið lykillinn að ýmsu, sem síðar átti eftir að koma í ljós. Vinkona hennar úr Hafnarfirði, sem kynntist henni, þegar hún var fjórtán ára og Minna hins vegar átján, sagði: „Hún var ógurlega sterk... hún var fallegasta stúlk- an í Hafnarfirði. Ég man ekki til, að hún væri með fordóma um menn og málefni eða hún talaði illa um nokkra manneskju. Og kímnikennd hafði hún í ríkara mæli en flestir...“ Sú saga er sögð af vinkonum hennar úr sauma- klúbbnum, en í honum voru tíu gaflarafreyjur að Minnu meðtal- inni, að eitt sinn i gamla daga í Hafnarfirði, þá er Minna hafi stundað „heimagönguskóla", í þessu tilfelli í Húsmæðraskóla Reykjavíkur, hafi hún eitt sinn verið að koma með strætó og farið úr honum beint á móti Bæjarbíói við verzlunina Nýborg. Hún hafði verið að baka jólaköku í skólanum, og kökuna bar hún tignarlega og ennfremur var hún með regnhlíf — veðrið var úrigt og mikið særok eins og stundum er suður í Gafl- arafirði. Þegar hún sté út úr vagn- inum og var á leið yfir planið, þá hrasaði hún allt i einu og datt beint á rassinn ofan í druiiupoll, en hvorki jólakakan né regnhlífin högguðust, sem ungfrú Minna bar auðvitað með stíl og kvenlegum þokka. Og þegar komið var að henni þarna sitjandi í pollinum var hún skellihlæjandi og glöð yfir því að bjarga kökunni góðu, sem hún ætlaði að bera á kaffiborð hjá einhverjum vini og velunnara. „ ... já, hún Minna var sterkur karakter á hverju sem valt,“ sagði þessi vinkona hennar úr Hafnar- firði, sem áður var vitnað til. „Og þvílík lífsorka í einni manneskju," bætti hún við, „það er orð að sönnu ... og þessi takmarkalausi vilji á að standa á eigin fótum og bjarga sér af eigin rammleik ... og lengst af var hún kát og lífsglöð." Það eru ein sjö til átta viðburða- rík ár liðin síðan kynni greinar- höfundar af Minnu sálugu hófust. Veturinn ’77-’78 höguðu örlög því þannig til, að vér feðgar þurftum að hafast við í Ölfusborgum, or- lofsheimili Alþýðusambands ís- lands í námunda við Hveragerði. Þá var húshjálpar vant á stundum, en reynt að bjargast af eigin rammleik eins og vera bar. Með einhver milliliðatengsl að bak- hjarli æxlaðist það þannig til, að Minna hringdi eitt sinn í „herbúðir alþýðunnar" neðan úr þorpi, trú- lega vegna þess að undirskráður hafði spurzt fyrir um heimilisað- stoð í smáplássi, þar sem fiskisag- an flýgur með ógnarhraða í alls kyns útgáfum. Það var ekki verið að auglýsa eftir „kvenmanni" eins og svo margir héldu, en af hjarta- gæsku virtist Minna — bláókunn- ug manneskjan — boðin og búin að fara með óhreina tauið af Bonanza-feðgunum með rútunni annað veifið til Reykjavíkur og þá heim til sín og þvo þar plögg og stríðsbúninga þeirra feðganna, hvenær sem þeim þóknaðist — eins og hún drottningin sagði. Þetta var ekki þegið vegna heið- urskenndar — en hjartað gladdist, og þá var sagt við hana blessunina: „Sama og þegið, frú Breiðfjörð." Og svo var óhreina þvottinum ráð- stafað á annan stað í „þorpinu með hveragufuna" — hjá annarri göf- ugri konu, en það er önnur saga. Það var ekki ýkja oft, sem hitt var á Minnu þennan vetur fyrir austan — það kom fyrir að hitt var á hana í austanfjalls-rútunni og þá var ævinlega gletzt og glaðst og hlegið. Minna var einstaklega hláturmild kona, sem er einkenni á vel gerðum konum. Kvenlegum konum er það jafn eiginlegt og kvenlegar hreyfingar að hlæja. Hlátur minnir alltaf á lífsnautn. Svo liðu árin. Stundum liðu margir mánuðir, en vináttan var alltaf söm, sönn og heil. Eitt sinn vildi hún endilega, að undirskráð- ur notfærði sér þægilega íbúð, sem hún hafði tekið á leigu steinsnar frá Fríkirkjunni í snyrtilegum kjallara. Hún sagði, að konst- málarar þyrftu að vera út af fyrir sig og eiga afdrep — og gaf fullt leyfi til að valsa um híbýlin í von um að það yrði unnið. Teikning, sem fylgir þessari grein, var unnin um þetta leyti — og er af henni Minnu á öllum og engum aldri. Á meðan notið var aðstöðunnar í íbúðinni, dvaldist hún fyrir norðan hjá dóttur sinni Kristínu, hesta- konu og bóndakonu, sem býr að Litla-Dal í Eyjafirði ásamt manni sínum. Þar undi Minna sér á ■etundum milli stríða, sem voru mislangar og svolítið •óútreiknan- legar. Þá brá hún sér oft til júess, þar sem dóttir hennar Þorbjörg Gyða var gift um drjúglangt skeið, en Minna hafði líka dvalizt þar fyrir vestan hér á árunum annað veifið — hún var alltaf að full- numa sig í grein sinni, hárgreiðsl- unni. f eina tíð var Minna alveg búsett í Bandaríkjunum og vann þar og lærði meira og meira. Og þá voru öll börnin hennar, dæturn- ar þrjár, hjá henni og gengu þar í skóla. Elzt er Þorbjörg Gyða, nú búsett í Breiðholti, bóndakonan Kristín og þá Helga Thorberg — leikkonan — gift Sigmari Hauks- syni, fjölmiðlamanni. Þetta eru allt stólpakonur eins og móðirin. Árum saman rak Minna hár- greiðslustofu í Reykjavík, ekki eina — þær voru orðnar þrjár um síðir og hétu allar Raffó, ein á Grettisgötu, ein var á Klapparstíg og ein á Laugavegi. Vinnuálagið var gífurlegt, ekki minna en tíðk- aðist þegar „gömlu togaralögin" voru í gildi, ósérhlífnin var ekkert venjuleg. Um það leyti varð hún veik. Alltaf hefur maður það á tilfinn- ingunni, að veikindi Minnu hafi verið bardagaþreyta fremur en allt annað. Þegar veikindi hennar byrjuðu, var hún raunar komin með nokkuð mörg tilfinningaör, sem „læknisfræðin" í þá daga réð ekki alls kostar vel við, en hins vegar er víst, að erfiðleikar Minnu á þessum árum, sem hún síðar átti eftir að sigrast á með mann- mennsku sinni, ein, alein og yfir- gefin eins og allt fólk verður að gera í mestu erfiðleikum sínum — stöfuðu fyrst og fremst af því, hve hún var ofur-viðkvæm, blessunin, enda þótt það sæist oftast minna á henni en flestum öðrum. Hún hófst upp — eins og áður segir — upp úr veikindum og erfið- leikum, sem hefðu getað brotið langflestar venjulegar sálir — og hún byrjaði að lifa lífinu lifandi og með tign, án teljandi beiskju, stundum án allrar beiskju, og hún gaf. Hún gaf af sjálfri sér á báða bóga og skapaði varma og stemmn- ingu og oft dillandi kátínu. Fyrir fimm árum bauð hún syni greinarhöfundar, Jóni Jóni, núver- andi lögreglumanni í Rvik, í ævin- týraferð til Vestmannaeyja, þar sem hún var eitt sinn aðalstjarnan og prímadonnan, virt og dáð og elskuð, sem hún var raunar af öllum, sem henni kynntust. Þetta atvik minnti á sögur frá Suðurríkj- um Bandaríkjanna — hverju „unglingurinn í skóginum“ og hin lífsreynda móðurlega kona lentu í þarna á gulleyjunni, sem þó ein- hvern veginn minnti alltaf mest á sjóræningjastíl og „sjanghæeringu um borð“, hvernig sem á því stend- ur — og er þetta ekki sagt „eyjun- um“ til lasts, heldur í góðu gamni. Nú, nú, Minna plantaði sextán ára piltungnum niður í dularfullu húsi, en hafði alltaf fjarskiptasamband við peyjann eins og verndarengill — og af því að Minnu naut við, var hann gjörsamlega stikkfrír á þessum villtu slóðum. Þau voru bæði í ævintýraleit og ætluðu sér að þéna pening. Hvorugt fékk vinnu þrátt fyrir dugnað beggja. Það er önnur saga. En áhrifin góðu frá henni Minnu eru þakkarverð og ómetanleg fyrir litlu fjölskyldu þess, er þetta ritar. Það hefði verið gaman að sjá hana, þessa stórbrotnu lafði á fjölunum. Árum saman stundaði hún leiklist. Hún hafði „tempera- ment“ — fjörhæð í skapi — til þess að verða stór í list. „Hún var gædd frábærum hæfi- leikum sem leikkona — hún var lifandi á senu, og hún hafði gott andlit fyrir leiksvið, góða mímik — og lifandi góð augu.“ Þetta er haft eftir leikstjóra hennar, sem færði upp leikritið „Dórothea eignast son“ í Vestmannaeyjum, hvar Minna bjó nokkur ár. í þessu stykki lék Minna aðalhlutverk — kvenrulluna númer eitt. Sá, er mælti þessi orð, er Haukur óskars- son rakari, sem lék hér á árunum bæði í Þjóðleikhúsinu og Iðnó — hann er austurrískt menntaður leikari. Hann lék karlhutverkið á móti Minnu í áðurgreindu leikriti. Haukur bætti svo við: „Minna var gleesileg og gædd þekka og sjarma." - - Hún hafði undanfarin ár verið að vinna að lífsbók sinni. Það vill svo til, að undirskráðum var sýnd- ur sá trúnaður, að fá að glugga í þessi forvitnilegu skrif Minnu. Þau eru fjársjóður — „Treasure Is- land“ — og fyrr eða síðar verð^ þau gefin út og koma fyrir al* mannasjónir sem nakinn sannleik- ur. Romain Rolland segir í bók sinni, Jóhanni Kristófer, að ekkert í þessu lífi sé fegurra en heiðarleg manneskja — og þá hefur höfund- ur átt við andlega heiðarlega manneskju. Það er deginum ljós- ara, að bók Minnu, sem á að vera til í handriti, verður bók með feg- urð, af því að hún geymir sannleik. Þessi ókomna bók Minnu er lausn- arsteinn hennar í þessu lífi, reikn- ingsskil við líf hennr, sem hún gerði sallarólega og listrænt á / köflum. Henni lá raunar alltaf mikið á hjarta, en aldrei meira en þegar hún rifjaði upp lífsreynslu sína. Hún vann ótal afrek í þessu lífi, sigraðist á ótal mörgu með góðleik og sanngirni — og hún fer héðan með sæmd og skilur allt gott eftir í sporum sínum. - pt. Hæöardragi, Steingrímur St. Th. Sigurðsson. Málverkasýning í Norræna húsinu í Norræna húsinu stendur yfir sýning á olíumálverkum norska myndlistarmannsins Snorre Kyllingmark og lýkur henni næstkomandi þriðjudag. Sýningin er opin frá k. 14 til 19 daglega. ((Jr fréttatilkynningu) Fiskiþing: Ráöinn verði blaðafulltrúi — allt að 2 millj. varið til fræðslu og kynningar á sjávarútvegi FISKIÞING samþykkti á fundi sínum í gær, að ráða mann til að annast kynningu og fræðslu um málefni sjávarútvegsins og virkja hagsmunaaðila til samstarfs. Jafnframt var samþykkt að til þessa yrði varið allt að tveimur milljónum króna. í tillögu þessari var fellt út ákvæði um að viðkom- andi maður tækist jafnframt á við og leiðrétti „ómaklegan fréttflutn- ing fjölmiðla á málefnum sjávar- útvegsins." Álafoss hf: Viðbótarsamn- ingur um sölu á ullartreflum UNDIRRITAÐUR hefur verið við- bótarsamningur um sölu á 380.000 ullartreflum, sem Álafoss hf. fram- leiðir, til Ranznoexport í Moskvu. Með þessari viðbót eru viðskiptin á milli Alafoss og Raznoexport orðin um 4,8 milljónir dollara á þessu ári, sem er andvirði 200 milljóna króna. Þetta kemur meðal annars fram í frétt frá Álafoss. Þar segir enn- fremur að í lok október hafi Ála- foss lokið við að framleiða og skipa út þeim 1.380.000 ullartreflum, sem fyrirtækið samdi um við Raznoexport. Einnig sé lokið við að framleiða og senda 20.000 ullar- peysur, sem samið var um fyrr á þessu ári, og að vel hafi gengið að framleiða upp í þessa samninga. Starfsmenn hafi jafnvel verið á undan áætlun með útskipanir. Þá kemur fram að viðbótasamn- ingur komi sér einkar vel. Á sein-% ustu árum hafi myndast tveggja til þriggja mánaða eyða í fram- leiðslunni á milli samninga. Með þessum viöbótarsamningi hafi bil- ið verið brúað, en vonir séu bundn- ar við áframhaldandi samvinnu á næsta ári og muni starfsmenn Álafoss hefja samninga við Razno- export í Moskvu-S.'desember næst- komandi. < •- - »■ w s.-? • 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.