Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 60
i : .U<(:l HMHMMVÖIA . I I.IA'.Í)// i •: 'IKIA.lM/ K HOM 60 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 íslensk stúlka segir frá 3 mánaða dvöl á Kibbutz Illa launuð erfiðisvinna Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1984. Hún haföi skrifað bréf til danskra samtaka sem skipuleggja ferðir danskra ungmenna og undirbúa þau fyrir hina 3 mánaða dvöl sem er lágmarksdvöl á „kibbutz“. í nóvember sendi hún bréfið og í febrúar sótti hún um. Eftir útskriftina fór hún svo út, fyrst til Jótlands þar sem haldið var námskeið til undirbúnings, og loks lá leiðin til „fyrirheitna Iandsins“. Morgunblaðið ræddi við Guðrúnu Kristínu fyrir skömmu um dvöl hennar í hinu framandi landi. „Við vorum þrjár saman, Guð- laug Eiríksdóttir, Sesselía Hrönn Jensdóttir og ég. Yfirleitt fara krakkar á eigin vegum á „kibbutz" og ferðast þá á puttanum til og frá, hins vegar er einnig til í dæminu að fara á vegum samtaka á borð við þau sem við höfðum samband við. Námskeiðið átti að hafa í för með sér að við gerðum okkar grein fyrir því út í hvað við vorum að fara, en þó það hafi verið gaman að hitta dönsku krakkana sem voru að fara um leið og við, þá fór námskeiðið sjálft meira og minna fyrir ofan garð og neðan, því það kom á daginn að þó við værum allar góðar í dönsku upp úr skólabókunum heima, var ekki viðlit að skilja málið þegar á hólm- inn var komið. Á móti kom, að þeir krakkar sem fóru á vegum þessara samtaka gátu leitað til ákveðins aðila á „kibbutzinum" ef viðkomandi þurfti að fá úrlausn á brýnum málum. Það var auðvitað visst öryggi í því, fyrir 20.000 krón- ur flaug maður báðar leiðir og naut tryggingar. Samtök þessi heita Dakiv og ég sé ekki eftir því að hafa farið á þeirra vegum, sé helst eftir því að hafa ekki komist að samkomulagi að fljúga aðeins til ísrael, en ferðast svo á Iandi afturtil Kaupmannahafnar." Hvernig var vinum og ættingjum við að þið ætluðuð til landa þar sem stríðshætta má heita fyrir hendi fyrirvaralaust? „Fjölskylda mín var allt annað en ánægð með það, taldi það glap- ræði og hreinlega að ég væri að ganga í opinn dauðann, en fólkið róaðist þegar ég sagði því að við hefðum verið settar á „kibbutz" sunnarlega í landinu, fjarri öllum hættulegum landamærum. Svo þegar við komum sjálfar út, var okkur tjáð að breyting hefði orðið, við ættum að fara í staðinn á ákveðinn „kibbutz" sem var nefnd- ur á nafn, en við urðum alveg spól- vitlausar því sá „kibbutz" var alveg við landamæri Israels og Líbanon. Við sögðum að okkur hefði verið sagt allt annað og neituðum að fara og þegar að var gáð virtist svo sem um misskilning hefði verið að ræða og við vorum settar á - ‘ „kibbutz" að nafni Naan, sem er miðja vegu á milli Jerúsalem og Tel Aviv. Þetta var vel látinn „kibbutz" og sá þriðji stærsti í landinu með 1.350 starfsmenn." Hvernig orkuðu gyðingarnir á ykkur? Voru þeir stríðshræddir eða voru þeir með verðbólguna á heilan- um? Þau eru nokkur íslensku ungmennin sem haldið hafa í austurvíking, alla leið til ísraels, til þess að kynna sér hvað það er að vinna í „kibbutz“, eða ísraelskri útgáfu af hinu sósíalíska fyrirbæri samyrkjubúi. Löngun til að víkka sjóndeildarhring sinn og ævintýraþrá á vissu tímabili ævinnar er það sem ungmenni þessi nefna sem hvata að því að lagt er í svo langar ferðir. Sama sagði hún Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir, rúmlega tvítug Vestmannaeyjastúlka, sem fann fyrir ofangreindum hvötum er hún hafði útskrifast úr Sannkölluð blanda af samyrkjubús- og sólarlandastommingu . Þetta er hin sameiginlega sundlaug é Kibbutz Naan. Guörún Kristín og Sesselía veifa íslenska fánanum fyrir Ijósmyndarann. Á illgresis- og skordýrabananum ... „Þetta er yfirleitt vinalegt fólk, að minnsta kosti gagnvart okkur, en það virkaði frekar lokað og það var kannski vegna þess að farand- verkamenn eins og við koma og fara svo ört. En þetta fólk virkar alls ekki taugastrekkt, þvert á móti, enda sér samyrkjubúið öllum fyrir öllu og fólk þarf ekki svo mikið að velta málum fyrir sér. Þetta eru lítil einangruð samfélög, nokkurs konar landeyjar og virki- lega svipað og í Vestmannaeyjum að því leyti að fólkið veit allt um alla og leggur sig fram um að fylgjast vel með á heimaslóðinni. Þetta er svo einangrað, að gestir mega ekki dvelja lengur á sam- yrkjubúinu en í tvær nætur og aðeins með sérstöku leyfi stjórnar búsins. — Fólkið ræddi ekkert við okk- ur um hið ótrygga ástand gagnvart nágrannalöndunum. Það voru byrgi þarna út um allt, en eftir því sem ég komst næst hafði aldrei neitt gerst á kibbutz Naan. Á hinn bóginn var erfiðast að venjast í ísrael, að sitja kannski í strætis- vagni við hliðina á hermanni og vita og byssuhlaupið vísaði á síð- una á manni. Það voru vopnaðir hermann um allt íborgunum, enda ekki vanþörf á. — Um verðlagið í landinu ræddi fólkið heldur ekki, enda veit fólkið á „kibbutzunum" minnst um óða- verðbólguna í landinu. Samyrkju- búið sér öllum fyrir öllu eins og ég sagði áðan, fólk þarf ekki að sækja nokkurn skapaðan hlut út fyrir samyrkjubúið og gerir það varla. Og einhverra hluta vegna er verð- lagið á búunum miklu mun lægra en í borgunum. Til að mynda kost- aði vodkaflaska 40 krónur íslen- skar. Sama gilti um allt annað, verðmunurinn var geysilegur og það sem meira var, að við fengum óveruna útborgaða í hinni ísra- elsku mynt, sekelum. En það notar bara enginn sekela í landinu. Þeir eru ekkert nema núllin út af verð- bólgunni. Menn keppast við að eiga dollara og öll viðskipti fara fram með dollurum. Mikið svartamark- aðsbrask einkennir þessa vitleysu. — Við þetta allt saman má svo bæta, að ég er ekki alveg viss um að við vinkonurnar höfum fengið rétta mynd af dæmigerðum „kibb- utz“ eða ísraelum yfirleitt, því flest „kibbutz" eru lítil og einangr- uð og fólkið sem þar vinnur hugsar ekki eins og hinn dæmigerði ísra- eli. Kibbutz Naan var hins vegar ákaflega stórt af „kibbutz" að vera. Nokkrir danskir krakkar sem þarna voru, voru t.d. ákaflega svekktir að vera á þessu „kibbutzi", því þeim þótti það óekta." Hvað fór fram á kibbutz Naan og í hverju voru ykkar störf fólgin? „Þarna voru aðallega framleidd garðrúðunartæki og ég ætlaði aldrei að hætta að hlægja þegar ísraelarnir fóru að orða það við mig hvort ég vildi ekki gerast umboðsmaður á íslandi fyrir garð- úðara. Ég sagði þeim að heirtta á íslandi væri 9 mánaða langur vetur með miklum snjó og svo rigndi sleitulaust allt sumarið. Annars er verksmiðjuvinnan þarna tvískipt, um er að velja plastverksmiðjuna eða röraverk- smiðjuna og hvort heldur sem er, er vinnan einhæf og leiðinleg, alger færibandavinna þar sem einstaklingar framkvæma sömu handbrögðin allan daginn. Ég var heppin, lenti fyrst í 3 vikur í að þurrka af borðum í mötuneytinu. Guðrún Kristín sker afmælistert- una í samyrkjubúinu. Hún varð tvítug og það var haldið upp i daginn með veglegri veislu. Ég segi heppin, því margir lentu í uppvaski og þaðan af verri störf- um í mötuneytinu. Maður var að minnsta kosti innan um fólk þann- ig að maður gæti haft samband við það. Vinkonur mínar voru ekki eins heppnar, þær lentu í verk- smiðjunum. Eftir törnina í mötu- neytinu komst ég svo út á akrana, sat þar í sérsmíðuðu sæti framan á dráttarvél og stýrði nokkrum skordýra- og illgresisúðurum. Hafði ég takkasett við sætið og skaut eftir því hvað átti við hverju sinni er við ókum um akrana. Síðar var ég sjálf orðin dráttarvélar- stjóri. Þarna úti á ökrunum var andrúmsloftið allt annað og betra, svo og vinnuandinn. Það var að vísu ferlega heitt, en eigi að síður og stórkostleg lífsreynsla í senn á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.