Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 55 Matthíasar Jóhannessen, Félagi orð, er viðtal við Bjarna heitinn. Þar sagði hann, orðrétt eftir haft: „Ég tel að íslendingar hafi stigið mikið heillaspor, þegar þeir gerðust aðilar að NATO. Með því sköpuðust möguleikar til að gæta hagsmuna landsins á miklu heillaríkari hátt en ella, eins og m.a. kom í ljós við lausn landhelgisdeilunnar. En aðal- þýðingin fyrir okkur af aðild að Atlantshafsbandalaginu er auð- vitað fólgin í því öryggi sem landið öðlaðist með vörnum ís- lands... Sem sjálfstæð þjóð verða ís- lendingar, bæði sjálfra sín vegna og annarra að gera sitt til að haldið sé uppi friðargæzlu. Á meðan varnir íslands stuðla að henni, væri fullkomið glapræði að hætta á að leggja varnarsam- starfið niður. Þá er líka auðséð, ef að Nató leggst niður, þannig að varnar- kerfi Vestur-Evrópu og Banda- ríkjanna rofnaði, mundi ísland fyrst lenda í verulegri hættu og geta haft úrslitaþýðingu. íslend- ingar ráða að vísu litlu um það, hvort samstarfið innan Nató helzt, en framtíð okkar og öryggi krefst þess að við stuðlum að því, að svo megi verða.“ Þessi orð hafa engu minna gildi í dag en þá þau vóru sögð. Mannréttindi og farsæld Geir Hallgrímsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gegnt embætti utanríkis- ráðherra í tvö og hálft ár. Á þessum tíma hefur margt verið gert til að styrkja varnaröryggi landsins. Jafnframt hefur verið lagður grunnur að því að gera okkur kleift að leggja sjálfstæð- ara mat á gildi og þýðingu varn- arsamstarfsins og einstakra þátta þess. Geir Hallgrímsson hefur í farsælu starfi, sem unnið hefur verið markvisst og án auglýs- ingaskrums, reynzt verður arf- taki Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar, sem vóru höf- undar íslenzkrar utanríkis- og öryggismálastefnu. Að mínu mati er Geir Hallgrímsson jafn- hæfasti íslenzki stjórnmálamað- urinn á líðandi stund. Við stönd- um öll í vangoldinni þakkarskuld við hann fyrir framsýn og farsæl störf. Það er einlæg von flestra landsmanna að íslenzka lýðveld- ið megi tryggja fullveldi sitt og varnaröryggi — mannréttindi, heill og velferð þegna sinna — til langrar framtíðar. Það er ekki síður einlæg von okkar að friður með frelsi megi ríkja í veröldinni, ekki einvörðungu á áhrifasvæði Atlantshafsbanda- lagsins í V-Evrópu og N-Amer- iku, heldur á öllum byggðum bólum heims. Það er þessi von sem knýtir okkur og vinaþjóðir okkar saman í Atlantshafs- bandalaginu. Það hefur aldrei farið með ófriði á hendur einum eða neinum. Öðru máli gegnir Sovétríkin — og er Afganistan þar næst í tíma. Vonir okkar standa jafnframt til þess að okkur megi takast að þróa þjóðfélag lýðræðis, þing- ræðis og mannréttinda til meiri almennrar farsældar, réttsýni og velvilja. Stöndum trúan vörð um stefnu okkar í varnar- og öryggismál- um. Sá akur einn, sem unninn er af trúmennsku, skilar góðri uppskeru. Á þessum akri höfum við öll, sem standa viljum vörð um þjóðfélagsgerð okkar, verk að vinna. (Þingbréf í dag er að stofni erindi flutt á ráðstefnu Landsmála- félagsins Varðar um öryggismál). Skíðaútbúnaður á börn og unglinga Blizzard skíöi stærðir 80-90 cm 100—120 cm. 130—150 cm. 160—175cm. kr.2.170 kr. 2.560 kr. 3.210 kr. 3.650 Nordica skíðaskór teg. Nj 130 stærðir24—29 stærðir30—35 stærðir36—41 kr. 1.450 kr. 1580 kr. 1790 Look skíðabindingar barnabindingar Look 09 kr. 1.590 Unglingabindingar Look 19 kr. 2.100 Nj 140 stærðir33— kr. 2.630 39 Nj 160 stærðir35 kr. 3.380 —41 0> utiuf Glæsibæ, simi 82922 'a Styðjum Jiflíus tíl áframhaldandi starfa fyrír Reykvíkinga Prófkjör Sjálfsiœóisflokksins 24. og25nóv. 1985 - Stuðningsmenn Við, sem studdum Júlíus Hafstein ísíðasta prófkjöri fyrir fjórum árum, endurnýjum nú þann stuðning með mikilli ánœgju. Reynslan hefur svo sannarlega sýnt, að okkar maður uppfyllti allar þœr vonir sem við bundum við hann. Júlíus Hafstein er mikilvœgur styrkur sam- hentum borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstœðis flokksins Júlíus í öruggt sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.