Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 64
Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! snÐnsT iAnsiraust SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Fá Norðmenn að veiða innan landhelginnar? í VIÐRÆÐUM sjávarútvegsráduneytisins og manna í sjávarútvegi hefur komið upp sú hugmynd, að athugað verði hvort Norðmenn vilji taka sinn hluta af sameiginlegum loðnukvóta í vetur og þá innan (slenzku landhelginn- ar. Loðnukvótinn var fyrir skömmu aukinn um 500.000 lestir og samkvaemt samningum um skiptingu veiðanna eiga Norðmenn 75.000 lestir af viðbótinni. Fundur um þetta efni var hald- inn með Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsróðherra, i nýliðinni viku og var þar rætt um fyrir- komulag loðnuveiðanna. Loðnu- kvótinn var fyrir skömmu aukinn úr 700.000 lestum í 1.200.000 lestir og kemur aukingin öll i hlut ís- lendinga, þrátt fyrir ákvæði um skiptingu, þar sem loðnan er á vetrarmánuðum innan landhelgi okkar. Vegna horfa á slæmu ástandi toðnustofnsins á næstu vertíð hefur komið upp hugmynd um að leitað verði eftir því, hvort Norðmenn vilji taka sinn hluta aukningarinnar i vetur í stað þess, að þeir taki hann síðla næsta sumars eins og venjan hefur verið, hafi íslendingar tekið meira en þeim ber. Yfir vetrartímann er loðnan ekki eins feit og síðla sumars og því ekki jafn gjöful í bræðslu. Loðnuveiðar Norðmanna í Barentshafi hafa brugðizt i vetur og þvi liklegt að þeim komi vel að komast í veiðar hér á vetrarmán- uðum. Á fundinum komu þær hug- myndir fram, að áfram verði kvóti á veiðunum, en 100.000 lestum af heildarmagninu verði ekki úthlut- að fyrr en eftir áramót. Aflanum er nú skipt þannig að % hlutar leyfilegs magns deilast jafnt á þau 48 skip, sem veiðarnar stunda, en V4 skiptist eftir burðarmagni. Þrátt fyrir það er eftir nægur hluti á hvert islenzkt skip samkvæmt kvótaskiptingunni. Breyttur Laugavegur ínotkun ' NEÐSTI hluti Laugavegarins var formlega opnaður kl. 10.30 f gærmorgun eftir miklar breytingar. Davíð Oddsson borgarstjóri klippti á borða við athöfn þar i gærmorgun og Lúðrasveit Reykjavikur lék. Töluverður mannfjöldi fylgdist með opnuninni. Eftir hádegið var efnt til fjöldskylduhátfðar á Laugaveginum, og skemmtu fjðlmargir aðilar. Þeirra á meðal voru skemmtikraftar úr Stúdentaleik- húsinu, félagar úr hljósmveitinni Kukl, Brúðuleikhúsinu og nýlistarmenn úr Medúsahópnum. Alnæmisrannsóknir í Vörumarkaðshúsið? LÍKUR benda til að búió verði að koma upp fullkominni rannsóknarstofu fyrir rannsóknir á alnæmi fyrir áramótin. Þessa dagana er unnið að því af nokkrum embættismönnum, sem heilbrigðisráðberra hefur skipað til verks- ins, að finna hentugt hús fyrir starfsemina. Beinast augu manna helst að húsi Vörumarkaðarins við Armúla í Reykjavík, skv. upplýsingum Morgun- blaðsins. Nokkur fleiri hús munu til at- hugunar og má búast við endan- legri ákvörðun á næstunni. Verði úr að Vörumarkaðshúsið verði keypt fyrir rannsóknarstofu f veirufræði er talið víst, að Holl- ustuvernd ríkisins fái inni i sama húsi og jafnvel fleiri stofnanir úr heilbrigðiskerfinu. Myndin er af húsi Vörumarkað- arins við Ármúla. Steinullarverksmiðjan: Stöðvun vegna bilunar í ofni STARFSEMI Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki hefur legið niðri að undanfornu vegna bilunar á bræðsluofni. Hafa fjórir sérfræðingar frá norsku verksmiðjunum Elkem, sem framleiða ofnana, unnið að viðgerð bræðsluofns- ins og standa vonir til að framleiðsla geti hafist að nýju á næstu dögum. Árni Guðmundsson, stjórnar- formaður Steinullarverksmiðj- unnar, sagði að bilunin hefði i komið sér illa, þar sem mikil eftir- ; spurn hefði verið eftir steinull að undanförnu, og hefði verksmiðjan vart haft undan fyrir bilunina. Árni kvaðst þó gera sér vonir um að hægt yrði að byrja að kynda ofninn nú um helgina og fram- leiðsla gæti því hafist innan fárra daga. Árni lýsti yfir ánægju sinni með það hversu fljótt Norðmenn- irnir brugðust við, og hefðu þeir nú yfirfarið ofninn og endurbætt. Árni gat þess ennfremur að fyrir- hugað væri að bæta við aukavakt til að vinna upp það framleiðslutap sem orðið hefði vegna bilunarinn- ar. Árni Guðmundsson sagði að enn hefðu engir samningar verið und- irritaðir varðandi flutninga á steinull, en eins og greint var frá í fréttum Morgunblaðsins fyrir skömmu, er nú unnið að útreikn- ingum á tilboðum frá Eimskip og Ríkisskip varðandi þessa flutn- inga. 13 ára stúlka ísl.meistari kvennæ Yngsti íslands- meistari í skák frá upphafi LILJA Grétarsdóttir varó á dögun- um yngsti íslandsmeistari í skák frá upphafi. Hún er aðeins 13 ára gömul og lagði alla andstæðinga sína að velli á íslandsmóti kvenna í skák, hlaut 5 vinninga. „Ég átti ekki von á því að vinna allar skák- irnar, hafði þó gert mér vonir um sigur á mótinu. Eg var mjög tauga- óstyrk," sagði Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir, en hún stundar nám í Breiðholtsskóla. ,Amma min kenndi mér mann- ganginn þegar ég var fimm ára og ég tefli mikið upp í Taflfélagi Reykjavíkur. Tefli þar aðallega við strákana og er eiginlega allt- af eina stelpan á mótum. Mér hefur gengið svona upp og ofan á mótum.“ - Bregðast strákarnir ávallt vel við þegar þú berð sigur úr býtum i viðureign við þá? Morgunbladid/Júlíus Lilja Grétarsdóttir, 13 ára og yngsti íslandsmeistari í skák. „Þeim finnst sjálfsagt leiðin- legt að tapa fyrir stelpu. Sumir hafa orðið sárir og ekki vitað hvernig þeir hafa átt að taka ósigri, en hafa tekið gleði sína á ný. Ég hef ekki sett mér nein markmið í skák, hef gaman af að tefla og reyni að snúa á and- stæðing minn hverju sinni. Það er notaleg tilfinning að ná undir- tökum í skák og vinna hægt og sígandi,“ sagði Lilja Grétars- dóttir. Sjálfstæðismenn í sveitarfélögum f nágrenni Reykjavíkur: Prófkjör verður ekki haldið fyrir kosning- ar til sveitarstjórna Sjálfstæðismenn í nágrannabæjum Reykjavíkur hafa ákveðið að hafa ekki prófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Er ástæðan m.a. óánægja með það fyrirkomulag að einung- is flokksbundnir sjálfstæðismenn geti kosið. „Ég get ekki talað fyrir munn annarra sveitarfélaga, en við á Nesinu teljum að það form á prófkjöri sem miðstjórn flokksins hefur lagt til, að einungis flokksbundnir sjálf- stæðismenn fái að kjósa, sé óheppilegt," sagði Magnús Er- lendsson bæjarfulltrúi sjálf- stæðisflokksins á Seltjarnar- nesi. „Við lítum svo á að annað hvort eigi að hafa prófkjör opin fyrir alla þá sem vilja taka þátt í þeim, eða sleppa þeim alger- lega. Við höfum haft opin próf- kjör á Seltjarnarnesi síðastlið- in 20 ár, en í þetta sinn mun fulltrúaráð gera tillögur um menn á lista sem kjörnefnd vinnur síðan úr,“ sagði Magn- ús. Magnús sagði að sér virtist einnig sem lítill áhugi væri fyrir því úti á landi að fara út í prófkjör eftir þeim reglum sem miðstjórn hefur sett. „Prófkjör eru heldur ekki eins vinsæl og þau voru, enda hefur skóli reynslunnar kennt mönn- um að þau hafa marga ókosti. Það sjá allir að þegar vinir og samherjar fara að berast á banaspjótum í átökum um vinsældir er orðið tímabært að skipta um kerfi," sagði Magn- ús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.