Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 HUGVEKJA Um varð- veizlu friðar — eftir séra HEIMI STEINSSON Undanfarin ár og áratugi hef- ur fátt brunnið heitar á mann- kyni en áhyggja um öryggis- og varnarmál. „Friðarhreyfingar" fara um lönd og hvetja menn til að halda vöku sinni. Kirkjan leggur orð í belg að sínu leyti. Ekkert af þessu þarf að valda furðu. Einstaklingar og þjóðir eru óttalsegin andspænis víg- búnaði risaveldanna og annarra ríkja. Óttinn brýzt út í sjálf- sagðri umræðu og hvers konar aðgjörðum. Staðan Fyrir u.þ.b. 40 árum stefndu jarðarbúar hröðum skrefum til móts við nýja stöðu, er ekki líkt- ist neinu því, er áður hafði yfir þá gengið. Hin nýja staða einkenndist von bráðar af tvennu: Annars vegar var þess nú raunverulegur kostur að tortíma heimsmenningunni og reyndar öllum þorra manna, hugsanlega jafnvel lífinu á jörð- inni í heild, með hernaðargjörð- um. Hins vegar var ekkert, sem benti til, að látið yrði af hernað- araðgjörðum í náinni framtíð og tæpast heldur, þótt litið væri til lengri tíma. Ekki er kunnugt, að neinn fagni þessari stöðu. Eigi að síður hlýtur raunveruleg orðræða um úrræði í vanda að hefjast með því, að hver og einn gjöri sér grein fyrir stöðunni eins og hún er. Engum tilgangi þjónar að formæla stöðunni. Hún verður ekki umflúin í svip. Framtíðar- þróun mála fær ein úr því skorið, hvort mannkyni tekst smám saman að vinna sig upp úr vand- Harðir kostir Ljóst var þegar í upphafi, að engin þeirra brauta, sem menn þóttust eygja út úr þessum öng- um, yrði rósum stráð. Styrjaldir hafa fyrr og síðar fært börnum jarðar bölvun. Vandkvæði þau, er vígbúnaði fylgja, hafa ætíð verið byrði og kvöl. Ekki var við því að búast, að þær þrautir yrðu léttbærari í hinni nýju stöðu. Deilur um varnarmál einkenn- ast iðulega af því, að menn láta sér sjást yfir hið síðast greinda. Það á við um alla skoðanahópa. Við teljum okkur geta bent á tiltölulega auðveldar eða a.m.k. einsæjar lausnir og úthrópum andstæðinga okkar fyrir að að- hyllast önnur viðhorf. Þess konar afstaða er háska- leg, veldur því þrásinnis, að við forðumst að taka tillit til tafl- stöðunnar í heild og erum þar af leiðandi miður líkleg en ella til að leggja gott til mála. Eigi að síður er einsýnin skiljanleg í þessu tilviki, líkt og löngum endranær. Þverstæður eru óþægilegar. Við forðumst að horfast í augu við þær. Hlutfallið milli tækni- kunnáttu nútímamannsins og siðferðisþroska hans er skelfileg þverstæða, sem við reynum að forðast með því að flýja á vit fábrotnum úrræðum, einfaldri heimsmynd, þar sem staðreynd- um er jafnvel hafnað eftir geð- þótta. Sannleikurinn er hins vegar sá, að rþessu máli eru allir kostir harðir. Eigi að síður verður að leita kostanna og taka þann upp, er vænlegastur þykir, — ásamt öllum þeim fyrirvörum, er hon- um fylgja. Ógnarjafnvægi Það úrræði, sem risaveldin og fylgiríki þeirra hafa leitað, geng- ur löngum undir nafninu „ógnar- jafnvægi". Önnur ný orð og nöt- urleg skulu nefnd til sögunnar. Þeirra hæst ber „fælingu". Óþarft er að eyða rúmi í að útskýra þessi orð. Kristinn mað- ur hlýtur hins vegar að taka afstöðu til spurninga, er vakna við lestur þeirra. Þýðingarmesta spurnirigin er gamalkunn og hefur fylgt kristninni frá önd- verðu: Getum við fallizt á það sem siðræna lausn mála að hóta hugsanlegum andstæðingi hörðu og hræða hann frá því að áreita okkur? — Spurningin gamla verður að sjálfsögðu brýnni nú en nokkru sinni og tekur á sig nýja og hvassyrtari mynd: Þykj- umst við á kristnum forsendum geta unnið að varðveizlu heims- friðar með því að búa okkur án afláts undir það að tortíma ver- öldinni í kjarnorkustyrjöld? Svarið virðist liggja í augum uppi: Slíkt getur enginn maður varið fyrir kristinni samvizku sinni. Á öllum öldum hefur það „Leiðtogafundur risaveldanna œtti ekki að vera stórviðburður á margra ára fresti. Slíkirfundirþyrftu að eiga sér stað með reglubundnu millibili. Þessir menn, ásamt öllu því liði, er þeim heyrir, eru eins konar allsherjarnefnd til friðargœzlu. Við hljótum að vœnta þess, að nefndin starfi. “ verið örðugt, þótt kirkjan löngum hafi leikið mörgum skjöldum í því efni. Nú er það ómögulegt. Svo einfalt er svarið þó ekki. í reynd veltur svarið á því, hvort ógnarjafnvægið er öðrum úrræð- um líklegra til að hindra hernað- arátök. Kristinn maður getur tæpast beitt sér fyrir að leggja skilmálalaust til hliðar verkfæri, sem varðveitir frið, þótt sá friður kunni að vera í senn ótryggur og illa fenginn. Einhliöa afvopnun Löngum hopa vígreifir „friðar- sinnar" (pacifistar) á hæli, þegar þeir eru spurðir, hvort þeir raun- verulega aðhyllist einhliða af- vopnun án allra skilyrða. Hins vegar hallast margur góður drengur að því, að stíga beri skref til einhliða afvopnunar. Þar á kynni þó að vera bitamunur, en ekki fjár. Skref gæti orðið upphaf lengri göngu. En ef skrefið er stigið í von um hliðstæð viðbrögð andstæðings og þeirra viðbragða síðan beðið, er hugmyndin ævin- lega íhugunar verð. Einhliða afvopnun virðist vera hin eðlilega lausn þessa máls fyrir kristinn mann. Þarf ekki að rökstyðja þá fullyrðingu fyrir neinum þeim, er þekkir til hans, sem bauð mönnum að snúa hinni kinninni að meingjörðamannin- um og sjálfur lét leiða sig til aftöku mótspyrnulaust. Hér er þó fleira að athuga: Ert þú reiðubúinn að horfast í augu við endanlegar afleiðingar ein- hliða afvopnunar? Ert þú sú manngerð, er beygi sig án mögl- unar fyrir andstæðingi, er hyggst hagnýta sér veikleika þinn? Gjörðu þér grein fyrir því, að einhliða afvopnun býður píslar- vætti heim. Ert þú efni í píslar- vott? Alvarlegri spurning: Getur kristinn maður í Jesú nafni tekið þá ákvörðun, að kona hans og börn, bræður hans og systur, faðir og móðir skuli gjörast písl- arvottar ásamt öðrum sam- borgurum hans? Andspænis síðast greindri spurningu verður reyndar öll rót- tæk kristin „friðarstefna" í bezta falli tvísýn. Þar með skiljum við það einnig betur, að kirkjan öld- um saman lagði blessun sína yfir vígbúnað í varnar skyni og er reyndar ekki á einu máli um einhliða afvopnun enn þann dag í dag, — þrátt fyrir allt. Fitjað upp á svari Nokkur reynsla er fengin af ógnarjafnvæginu. Við vitum, að fælingin hefur átt sinn þátt í að koma í veg fyrir styrjöld milli stórvelda. Ekki aðeins að hún hafi hindrað allsherjarkjarn- orkueld, heldur einnig „hefð- bundna" styrjöld af því sakleys- islega tagi, sem orðið hafði ein- um 50 milljónum manna að bana fyrir þeim fjórum tugum ára, er nefndir voru í upphafi þessa máls. Við hljótum því að æskja þess, að ríkjandi ástand fái enn um sinn að skila þeim árangri, sem við til þessa höfum notið. Til lengri tíma er ekki um annað að ræða en biðja þess og vona það, að menn gjöri sér ljóst, að hernaðarátök eru orðin úrelt lausn á alvarlegum árekstrum milli þjóða. Mannkynið fær ekki lifað af nema þjóðir heims taki hamskiptum varðandi raunveru- lega samvinnu sín á milli, opna og afdráttarlausa samvinnu í frelsi og gagnkvæmu trausti. Leiðtogafundur risaveldanna ætti ekki að vera stórviðburður á margra ára fresti. Slíkir fundir þyrftu að eiga sér stað með reglu- bundnu millibili. Þessir menn, ásamt öllu því liði, er þeim heyr- ir, eru eins konar allsherjarnefnd til friðargæzlu. Við hljótum að vænta þess, að nefndin starfi. Samræður eru fóstra friðar- vonarinnar. íslendingar geta lagt orð í belg og tamið sig við friðsamlegan hugsunarhátt. Staða heimsmála og lega lands- ins gjöra það að verkum, að við munum skipa okkur í sveit með áþekkum hætti og verið hefur um sinn, enda höfum við, eins og aðrir, notið góðs af þeirri skipan. Hins vegar er öldungis óþarft, að íslenzk félagasamtök og fjöl- miðlar séu að fjandskapast við framandi ríki í austri, vestri eða suðri. Sjálfgjört er, að við séum á varðbergi og stöndum skil á framlagi okkar til hernaðarjafn- væ^is. En jafn eðlilegt er, að við leggjum rækt við friðsamlegt hugarfar í garð allra ríkja og þjóða, einnig þeirra, sem við af einhverjum ástæðum kunnum að telja óalandi og óferjandi. Köp- uryrði og hrokafullir sleggju- dómar eru fráleitt framlag til umræðu um heimsmálin á öld, sem stendur andspænis þeim hörðu kostum, er fyrr voru nefndir. Hér er verk að vinna fyrir kristna menn: Að draga úr viðsjám með því að fitja upp á hugarfarsbreytingu og varfærni tilorðsogæðis. Um nokkurt skeið hefur ver- öldin öll verið ein atómstöð. Úr- ræðið, er örla virðist á úti við sjóndeildarhring, er í því fólgið að breyta þeirri sömu veröld í eina samningastöð, þar sem viti bornir og góðgjarnir menn eigast við í hverju máli. Meðan unnið er að smíði slíkrar stöðvar, hljóta allir aðilar að láta sér ógnarjafn- vægið lynda, unz þeir í samein- ingu taka að fækka hervopnum og búa í haginn fyrir afkomendur sína á Guðs grænu jörð. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 18. NÓV. 1985 SjKnjskúttlnt bappdiattlslán og TwSbiél S*wl Avöxturv Ar-doldnx pr.kr.100 arfcrafo tJt Inni.d. 1971-1 2378240 Inntv. f S*ÖW>. 130006 1972-1 22.372,33 060% 67 A 1972-2 17.711,67 360% 297 d. 1973-1 1398343 8,60% 297 d. 1973-2 12.397,09 8,60% 67 d. 1974-1 7067,7« 360% 297 d. 1975-1 6.588,70 8,80% 52 d. 1975-2 4.668,86 380% 67 d. 1976-1 4352,72 8,80% 112 d. 1976-2 3.614,64 380% 67 d. 1977-1 3.110,15 080% 127 d. 1977-2 2.60641 fnnfv i Safttab 10.09.65 1976-1 2108,86 360% 127 d. 1978-2 1.664,34 Irmlv. 1 Scölab. 10.09.65 1979-1 1.45327 360% 97 d. 1979-2 1 085,03 Innlv 1 Saöteb 15.09.65 1980-1 98381 8,60% 147 d. 1960-2 768,42 NmN I Saóiab 25.10.85 1981-1 66387 380% 67 d. 1981-2 481,54 380% 327 d. 1982-1 456,99 360% 103 d. 1902-2 33309 Inntv. 1 S*Mab 1.10.85 1983-1 265,50 8.»% 103 d. 1983-2 167,52 8,60% 343 d. 1984-1 16372 6,60% 1 Ar 73 d. 1964-2 15351 380% 1 Ar 292 d. 1904-3 14311 360% 1 Ar354 d. 1985-1 13202 8,60% 2 Ar 52 d. 1975-G 4.007,» 360% 13 d. 1976-H 362306 8,60% 132 d. 1976-1 2.787,35 3«0% 1 Ar 12 d. 1977-J 247306 380% 1 Ar 133 3 1981-1FL 53001 800% 163 d. 1985-1IB 8602 1300% 10 Ar, 1 afb. A Arl 1985-2IB ».16 11,00% 5 Ar, 1 afb. A Arl 1985-3IB 87,45 11,00% 5 Ar, 1 efb A Arl Veðskuldabrél - Terðtryggð 2«ft> «*n 1 Ar 2ár 3 ér 4ir SAr 6ér 7 Ar 8 Ar 9 Ar lOAr Sötugangl m.v. 12% 95 91 Veðskuldabiél - óTerðtxyggð 1 Ar 2«r 3 Ar 4«r 5Ar Kjarobrél Verðbréíasjóðsins H pr. 18/11 - 14 Sókrmb 6 625 66.250 Eigendur íjarmagns, eftirspyrjendur íjármagns! Við getum aðstoðað þig, hvort sem þú ert að leita eftir góðri óvöxtun á spariíé þínu - eða þú ert í fjármagnsleit. Við bjóðum upp á „klœðskerasaumaðar" lausnir sem henta óskum þínum. VerOibrófa 11 ia rkabi i r Fjárfestingarfefagsins Hafnarstræti 7, c» 28566 Stofnaðili að Verðbréfaþingi íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.