Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NOVEMBER1985 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 Útgefandi tlftfiMfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1. sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 35 kr. eintakið. Hörmungar í Kólumbíu Enn er óvíst, hve margir tugir þúsunda manna hafa farist eða farast vegna eldgossins í Nevada del Ruiz í Kólumbíu. AUar fregnir af hamförunum eru enn óljósar, vegna þess hve erfitt er fyrir björgunarsveitir að athafna sig. Þó er augljóst, að þarna er mikill harmleikur að gerast, þar sem maðurinn stendur varnarlaus gegn nátt- úruöflunum. Jarð- og eldfjalla- fræðingar, meðal annars hér á landi, segja að vísu, að gosið i Nevada del Ruiz komi sér ekki á óvart. Kólumbískum stjórn- völdum hafi verið bent á hætt- una, en þau hafi látið undir höfuð leggjast að gera nauðsyn- legar varúðarráðstafanir. Séu lauslegar lýsingarnar á því, sem nú gerðist í Kólumbíu, bornar saman við það, sem áður hefur gerst í eldgosasögunni, koma atburðirnir á eyjunni Martinique í Vestur-Indíum 8. maí 1902 fyrst í hugann. Þá varð gos í eldfjallinu Montange Pelée, sem gereyddi borginni St. Pierre á broti úr mínútu. í borginni einni fórust 29 þúsund manns en alls týndu 38 þúsund manns lífi í þessum hörmungum á Martinique. Atburðir, sem þessir eru martröð þeirra, er búa í skugga eldfjalla. Sagan sýnir, að ein- hvern tíma geta orðið í þeim gos af því tagi, að svonefnd eldský myndast ásamt gjóskuhlaupum, sem æða niður fjallshlíðarnar eyðandi öllu, sem á vegi verður. Eitthvað þessu líkt hefur gerst í Kólumbíu. Sagt er að fimm metra hár eðjuflaumur hafi farið með flughraða frá eldfjall- inu og fært að minnsta kosti fjóra bæi í kaf. Islandssagan geymir svo margar válegar sagnir tengdar eldgosum, að fáum þjóðum ætti að vera betur ljóst en okkur, hve miklu skiptir fyrir Kólumbíu að fá þá aðstoð, sem megnar að draga úr erfiðleikum þeirra, er lifa á hamfarasvæðinu. Hér á landi er þriðja stærsta eldfjall í Evrópu, Öræfajökull, aðeins Etna og Beerenberg eru stærri, svo að vitnað sé til dr. Sigurðar Þórarinssonar. Hann segir í rit- gerð í bókinni Náttúra Islands , að 1362 hafi orðið sprengigos í Öræfajökli, hið mesta „sem orðið hefur í Evrópu síðan gos í Vesúv- íusi eyddi Pompeii 89 e.Kr.“ Þetta Öræfajökulsgos eyddi blómlegri byggð, sem hét Litla- hérað, og enn gaus Öræfajökull 1727. Hér eru þessi gos í stærsta eldfjalli landsins nefnd, þótt aðrir jarðeldar séu ofar í huga Islendinga, þegar þeir rifja upp þennan þátt í þjóðar- og landsög- unni. Nú á tímum eru menn betur í stakk búnir en áður til að fylgjast með þeim atvikum, er gefa vísbendingu um hræring- ar í eldfjöllum. Þó er löng leið að því marki, að unnt sé með nokkurri vissu að segja fyrir um þessa duttlunga náttúrunnar. Fréttir frá Kólumbíu herma, að þar gæti biturleika og reiði yfir því, hve stjórnvöld voru and- varalaus, eftir að þeim bárust tilmæli eldfjallafræðinga um að gera varúðarráðstafanir í ná- grenni Nevada del Ruiz. Hér á landi hafa Almannavarnir ríkis- ins gert verulegar ráðstafanir í samráði við sérfræðinga, sem eiga að tryggja, að fólki verði gert viðvart á þeim svæðum, þar sem mest hætta er talin á eldgos- um. Full trygging fyrir því, að eldfjöll geri boð á undan sér fæst þó aldrei, eins og best sann- aðist í Vestmannaeyjum. Eftir Vestmannaeyjagosið reyndum við íslendingar það, hve mikils virði það er að njóta aðstoðar annarra þjóða í því skyni að bæta eignatjón og bjarga því sem bjargað verður. Rauði kross íslands hefur þegar hvatt landsmenn til að leggja sitt af mörkum til að hjálpa þeim mikla fjölda fólks, sem nú á um sárt að binda í Kólumbíu. Morg- unblaðið tekur undir þá hvatn- ingu. Samið um Norður- írland Aföstudaginn urðu söguleg þáttaskil í deilunum á írlandi, þegar forsætisráðherrar Breta og Ira rituðu undir samkomulag, sem leysir deilur milli ríkisstjórna landanna um stjórn mála á Norð- ur-Irlandi. Með samkomulaginu fellur írska stjórnin frá kröfum um yfirráð yfir Norður-írlandi en hlýtur í staðinn takmarkaðan rétt til að hlutast til um stjórn mála þar og gæta hagsmuna kaþólska minnihlutans. Því miður er ekki líklegt, að samkomulagið bindi enda á átökin á Norður-írlandi. Mótmælendur, sem eru í meirihluta og vilja alls ekki að breska stjórnin gefi neitt eftir gagnvart kaþólskum eða stjórnvöldum í Dublin, hafa áður grafið undan tilraunum af þessu tagi. Eins og sjá mátti í frægum sjónvarpsþætti, sem hér var sýnd- ur á mánudagskvöldið, vilja öfga- menn í hópi hinna stríðandi fylk- inga, ekki sætta sig við neitt annað en það, sem þeir ná fram með valdbeitingu. Sú grimmd, sem setur svip sinn á átökin á Norður-írlandi, er sem betur fer svo fjarlæg hugmyndum íslendinga um það, hvernig leysa á úr ágreiningi um stjórn lands- mála, að okkur gleymist oft, hve nærri írar standa okkur, að minnsta kost landfræðilega. Allir velviljaðir menn hljóta að vona, að nýja samkomulagið um stjórn Norður-Irlands nái fram að ganga. Frá því að Jalta-fundurinn var haldinn 1945 hafa leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hist níu sinnum á fundum. Jósef Stalín átti aldrei sérstak- an einkafund með for- seta Bandaríkjanna en eftirmaður hans, Nikita Khrushchev, hitti Dwight Eisen- hower, Bandaríkjaforseta, í Genfarborg 1955. Þá var mikið rætt um „andann frá Genf“, meira að segja hér uppi á íslandi. Menn stóðu í þeirri trú, að kalda stríðinu myndi fljótlega ljúka. Varnar- samstarf vestrænna ríkja innan Atl- antshafsbandalagsins gæti tekið á sig nýja mynd og unnt yrði að slaka á varðstöðunni á hernaðarsviðinu. Segja má, að ákvörðun vinstri flokkanna hér á landi, hins nýstofnaða Alþýðubanda- lags, og aðildarflokka „hræðslubanda- lagsins“, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks, 1956, um að reka varnarliðið úr landi, hafi að verulegu leyti verið rök- studd með vísan til „andans frá Genf“. Haustið 1956 gerðist það svo, að Ungverjar reyndu að brjóta af sér sov- éska okið. Sú tilraun var kæfð í blóði, eftir að sovéski herinn var sendur gegn Ungverjum. Atburðirnir í Ungverja- landi ollu því, að fjölmargir Vestur- landabúar, sem trúðu á sovéska stjórn- kerfið og hugsjónir kommúnismans sneru við þeim baki. I stuttu máli má segja, að síðan hafi hallað undan fæti hjá Sovétmönnum í hinni alþjóðlegu hugsjóna-samkeppni, sem háð er. Hér á íslandi gerðist það strax haustið 1956, að þáverandi vinstri stjórn féll frá áformum sínum um að gera landið varn- arlaust. Þess er ekki að vænta, að fundur nú- verandi leiðtoga Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna, þeirra Ronalds Reagan og Mikhails Gorbachev, í Genf í næstu viku hafi þau áhrif á þróun alþjóðamála, að ríkisstjórnir eða stjórnmálaflokkar í Atlantshafsbandalagslöndunum ákveði að hverfa frá því öryggiskerfi, sem hefur tryggt þeim frið og öryggi síðan 1949. I þessum löndum er vissulega tekist á um einstök framkvæmdaatriði í öryggis- málastefnunni, sérstaklega að því er kjarnorkuvopn varðar, en einungis öfga- fullir minnihlutahópar vilja rjúfa vest- rænt varnarsamstarf. Sjónarmið Nixons Richard Nixon, fyrrum forseti Banda- ríkjanna, er í hópi þeirra, sem oftast hafa hitt sovéska ráðamenn að máli. Þegar hann var varaforseti Bandaríkj- anna í stjórnartíð Eisenhowers á sjötta áratugnum fór hann í fræga för til Sovétríkjanna og í forsetatíð sinni ræddi Nixon við Leonid Brezhnev og samdi við hann um takmörkun kjarnorkuvígbún- aðar, þegar SALT I-samkomulagið og ABM-samningurinn voru gerð 1972. I nýjasta hefti af bandaríska tímaritinu Foreign Affairs birtist grein eftir Nixon um fundi æðstu manna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þar segir í uphhafi: „Fyrir fjörutíu árum reyndist kjarn- orkumáttur Bandaríkjanna óhjákvæmi- legur til að binda enda á síðari heims- styrjöldina. Eftir að styrjöldinni lauk reyndust yfirburðir Bandaríkjanna í kj arnorkuvopnabúnaði óhj ákvæmilegir til að halda Sovétmönnum í skefjum og hindra að þriðja heimsstyrjöldin hæfist. Það skeið er á enda runnið, nú á tímum ríkir jafnræði í kjarnorkuvígbúnaði, þegar hvort risaveldið um sig hefur burði til að eyða hinu og lífi á jörðunni. Við þessar aðstæður hafa fundir æðstu manna Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna reynst nauðsynlegir til að tryggja frið. Slíkir fundir stuðla því aðeins að friði, ef leiðtogarnir átta sig á því, að spenna milli ríkjanna á ekki rætur að rekja til þess, að við skiljum ekki hvor annan heldur hins, að við skiljum, að við höfum gjörsamlega andstæðra hagsmuna að gæta í hug- myndafræði og að því er varðar pólitíska afstöðu til einstakra ríkja. Okkur mun aldrei takast að ná sættum um flest það, er skilur á milli. Bandaríkin og Sovétríkin hafa hins vegar mikilvægt sameiginlegt markmið: að komast hjá tortímingu. Hvor hefur ráð hins í hendi sér. Tilgangur leiðtogafunda er að móta leikreglur, sem gætu hindrað, að hinn djúpstæði ágreiningur milli okkar leiddi til hernaðarátaka, er kynnu að verða okkur báðum að fjörtjóni. Með þetta takmarkaða en mikilvæga markmið í huga, verðum við að hverfa frá þeirri alltof útbreiddu skoðun, að því aðeins sé unnt að leysa allan vanda og draga úr spennu, ef leiðtogar ríkjanna tveggja kynnist og þeir geti skapað nýj- an „tón“ eða nýjan „anda“ í samskiptum sínum. Sé sagan einhvers virði í mati á leiðtogafundum með hliðsjón af „andan- um“, sem á þeim skapast, þá lofar hún ekki góðu. „Andinn" í Genf 1955, Camp David 1959, Vínarborg 1961 og Glassboro 1967 hafði það í för með sér, að andrúms- loftið var betra í skamman tíma, en engin meiriháttar mál voru til lykta leidd. Þessir þættir „tónn“ og „andi“ skipta aðeins máli, þegar leiðtogar tveggja ríkja, sem hafa svipaðra hags- muna að gæta, ræða ágreiningsefni, sem unnt er að leysa með því einu, að þeir kynnist. Slíkir þættir skipta engu máli milli þjóða, sem glíma við ósættanleg ágreiningsmál, en þannig er samskipt- um Bandaríkjanna og Sovétríkjanna einmittháttað." Skortur á skilningi Hver sá, sem hittir sovéska ráðamenn að máli, hlýtur að velta fyrir sér, hvernig þeir afla sér þekkingar á því, sem er að gerast á Vesturlöndum. Háttsettir sov- éskir flóttamenn hafa skýrt frá því, að upplýsingamiðlun til sovéskra ráða- manna sé næsta einhæf og áróðurs- kennd. Þeir styðjast auðvitað við skýrsl- ur frá sendiráðum en mest við frétta- skeyti TASS, sem að sögn kunnugra eru skrifuð með sama áróðursbragðinu til heimilisnota í Kreml og fyrir aðra. Þá fá þeir skýrslur frá útsendurum KGB. Eftir að George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fór til Moskvu á dögunum hefur mátt lesa um það frá- sagnir í blöðum, að ráðherrann og samstarfsmenn hans hafi undrast, hve harðvítugur Gorbachev var í málflutn- ingi. Hann flutti yfir viðmælendum sínum áróðursræður um stefnu Banda- ríkjastjórnar og gaf Shultz á stundum ekki tækifæri til að svara fyrir sig, heldur greip fram í fyrir honum. Það er óvenjulegt að lesa frásagnir af þessu tagi. Ef lýsingin á fundi þeirra Reagans og Gorbachevs verður með þessum hætti er hætt við að „andinn" frá Genf á því herrans ári 1985 verði ekki einu sinni til að bæta andrúmsloftið í samskiptum stórveldanna. I bandaríska ritinu Commentary birt- ist nú í nóvember grein eftir Richard Pipes, prófessor í sögu við Harvard- háskóla. Hann var 1981 og 1982 starfs- maður Hvíta hússins og stjórnaði þeirri deild öryggisráðs Bandaríkjaforseta, sem sinnir sérstaklega sovéskum mál- efnum. Af fréttum má ráða, að Pipes hafi verið kallaður til í því skyni að undirbúa Reagan undir fundinn með Gorbachev. I fyrrnefndri grein segir Pipes, að eitt helsta markmið banda- rískrar utanríkisstefnu hafi verið að horfa fram hjá hugmyndafræði kom- múnista og leggja kapp á að ná „stöðug- leika" í samskiptunum við ráðamenn í Moskvu í því skyni að skapa hagstæð skilyrði fyrir heimsviðskipti - sem séu síður en svo að skapi Sovétmanna. Pipes segist efast um, að í hópi 100 áhrifamestu manna i Washington, sama hvaða ríkisstjórn situr, séu fleiri en tveir eða þrír, sem skilji undirrót vandræða Bandaríkjanna í samskiptunum við Sovétríkin. Hann segir að meirihlutinn telji Sovétríkin annað hvort djöful, sem verði að sigra, eða fórnarlamb, sem verði að hjálpa. Þeir séu í minnihluta, er líti á Sovétríkin sem land, þar sem býr fólk með drauma og markmið. „Síðan 1945 hafa Sovétríkin verið helsta undirrót óstöðugleika í heimin- um, ekki vegna þess að allan vanda mannkyns megi rekja til þeirra heldur af því að sovéskir ráðamenn auka á þennan vanda og reyna að nýta sér hann í stað þess að leita lausna á honum ...“ segir Richard Pipes. Vidhorf Voslenskys Fyrir rúmri viku dvaldist Michael Voslensky, prófessor, hér á landi. Hann er í hópi hæstsettu Sovétmanna, er flúið hafa land. Hefur Voslensky verið óþreyt- andi við að upplýsa Vesturlandabúa um sovésk málefni. Hingað kom hann frá Bandaríkjunum, þar sem hann flutti 11 háskólafyrirlestra á skömmum tíma og sótti auk þess ráðstefnu sovétfræðinga í Washington. I ræðu sinni á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs lagði Voslensky áherslu á það, að Sovétríkin væru hvorki illt stórveldi, eins og Ronald Reagan kallaði það í frægri ræðu, né gott, eins og þeir fáu segja, sem enn þora að viðurkenna sovéttrúna opin- berlega. Mestu skipti, að menn gerðu sér grein fyrir Sovétríkjunum af raunsæi. Ljóst er, að sovésk efnahagsstarfsemi er í molum. Voslensky vitnaði í nýlegar sovéskar tölur, þegar hann skýrði frá því, að á ári hverju verðu sovéskir borg- arar að meðaltali 65 milljörðum klukku- stunda til að standa í biðröðum við verslanir. Þessi klukkustundafjöldi svaraði til árlegs vinnutíma 35 milljóna manna, en í Vestur-Þýskalandi væri fjöldi vinnufærra manna 31,5 milljón. 80% af af þessum tíma ver sovéskur almúgamaður í biðröð eftir matvælum. I Bandaríkjunum framleiðir einn bóndi hið sama og fjórir til fimm sovéskir. Meðalmánaðarlaun fjögurra manna fjöl- skyldu í Sovétríkjunum eru 378 rúblur, en fátæktarmörk í Bandaríkjunum eru 691 rúbla. Óþarft er að hafa þessar tölur fleiri. Voslensky er þeirrar skoðunar, að sov- éskir ráðamenn séu ekki fúsir til að semja um afvopnun eða takmörkun vígbúnaðar í því skyni að bæta efnahags- ástandið innan lands. Almenningsálit eða vinsældir heima fyrir skipti þá engu. Þeir hafi öll ráð þjóðarinnar í hendi sér. Hernaðarmátturinn geri Sovétríkin að stórveldi, láti þann gamla draum rætast, að Rússland sé ekki meðalstórt veldi í Evrópu og Asíu. Það sé borin von, að vænta þess að Kremlverjar semji um niðurskurð á eigin völdum og áhrifum á alþjóðavettvangi. „Með í hópnum“ Landflótta Sovétmenn, sem taka sér fyrir hendur að skýra það fyrir okkur, sem við lýðræði búum, hvernig ástandið er í hinu gamla ættlandi þeirra, leggja sig jafnan fram um að rökstyðja mál sitt. Engum er betur ljóst en þeim, hve mikið djúp er á milli hinna tveggja heima, ef svo má að orði komast. Þetta gerði Voslensky einnig, þótt ýmsum þyki, að orð hans gefi ekki von um mikinn árangur á fundinum í Genf í næstu viku. í fyrrnefndri grein segir Richard Nixon frá því, að á árinu 1959, áður en hann hitti Khrushchev, hafi Harold Macmillan, forsætisráðherra Breta, sagt sér, að hann hefði einkum tekið eftir einu á fundum með sovéskum leiðtogum, þeir vildu umfram allt „fá fulla aðild að klúbbnum". - Þeir vildu með öðrum orðum vera gjaldgengir í alþjóðlegum REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 16. nóvember samskiptum. Sagan síðan sýnir, að þeir vilja umfram allt hafa sömu stöðu þar og Bandaríkjamenn. Nixon segir, að það sé lítil fórn að veita þeim aðild að þess- um klúbbi, ef það verði til þess, að unnt sé að leggja nýjan grunn að friði í heim- inum. Og ekki nóg með það, Nixon vill, að leiðtogar Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna hittist árlega á toppfundi. Hann telur slíka skipan einkum hafa gildi fyrir þá sök, að með henni sé dregið úr líkum á átökum vegna misskilnings eða rangs stöðumats. Orð Macmillans eru í samræmi við þá skoðun Voslenskys og fleiri sérfróðra manna, að Sovétmenn líti á ógnarvopn sín sem aðgöngumiða að þessum klúbbi. Þótt það kunni að vera rétt hjá Nixon, að það sé ekki mikil fórn að leyfa þeim að nota miðann, hefur hann verið sov- éskri alþýðu dýrkeyptur og er öllu mannkyni hættulegur. Engir leggja heldur meiri áherslu á hræðsluáróður í alþjóðlegum samskiptum en Sovétmenn. Engir eru ákveðnari í því að semja aðeins um það, sem öðrum tilheyrir en Kremlverjar. Vopnin á sem sé ekki að nota til að berjast með heldur til að sigra án hernaðarátaka, sem er hin eina og sanna herstjórnarlist. Með því að einoka meðaldræg kjarnorkuvopn í Evrópu ætluðu Sovétmenn að tryggja pólitísk áhrif sín þar. Nauðsynlegt er að hafa þessar stað- reyndir allar í huga, þegar metinn er árangur fundar Reagans og Gorbachevs. Hann er síður en svo einsdæmi heldur tíundi áfanginn í ferð, sem hófst í Jalta 1945 og við vitum ekki enn hvar lýkur. í ár eru 40 ár liðin síðan þeir hittust í Jalta Churchill, Roosevelt og Stalín, en myndin af þeim w- var einmitt tekin af þeim fundi. Síðan hafa leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hist níu sinnum á einkafundum. Tíundi fundurinn verður haldinn í Genf á þriðjudag* og miðvikudag. Þar ræðast þeir við Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev. Reykjavíkur- bréfið snýst að þessu sinni um samskipti risaveldanna svonefndu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.