Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 Morgunblaftið/Ólafur K. Magnússon Þessi mynd var tekin í pósthúsinu f Pósthússtræti eftir aó breytingarnar höfóu verió geröar á afgreiöslusalnum. Á myndinni eru talió frá vinstri: Björn Björnsson póstmeistari, Kristján Helgason umdæmisstjóri, Þorgeir K. Þorgeirsson framkvæmdastjóri, Guðmundur Björnsson framkvæmda- stjóri, Jón A. Skúlason Póst- og símamálastjóri og Bragi Kristjánsson fram- kvæmdastjóri. Fræðslufundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur: Vinnuumhverfi og krabbamein Pósthúsið í Pósthússtræti: Opnað eftir breytingar Afgreiðsla pósthússins við Póst- hússtræti var opnuð í gær, föstudag, eftir gagngerar breytingar og lag- færingar, sem staðið höfðu yfir frá því síðastliðið vor. Er þetta önnur meiriháttar breytingin sem gerð er á húsnæðinu, en árið 1957 voru síðast gerðar á því lagfæringar og nýjum innréttingum komið fyrir. Inngangur í pósthúsið við Póst- hússtræti er sá sami og áður og hefur honum ekki verið breytt, en gagngerar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði afgreiðslunnar og pósthólfadeild. Almenn póstaf- greiðsla fer fram á fyrstu hæð hússins en pósthólfadeildin, sem tilbúin var í ágúst síðastliðnum, er í kjallara hússins. „Mér líst mjög vel á þessar breytingar, hús- næðið er bjart og hlýlegt," sagði Jón Skúlason Póst- og símamála- stjóri er blaðamaður Mbl. ræddi við hann á fimmtudag í pósthús- inu, þar sem menn voru saman komnir til að fagna þessum áfanga. Jón sagðist vonast til að breytingarnar mæltust vel fyrir hjá starfsfólki og eins viðskipta- vinum. „Póstafgreiðslan hefur verið í Hafnarhvoli við Tryggva- götu meðan á þessum lagfæringum stóð og var það mikil hagræðing að geta verið i eigin húsnæði þann tíma,“ sagði Jón. Jósef S. Reynis arkitekt hafði umsjón með með verkinu og um hönnun raflagna sá Egill S. Engil- bertsson rafmagnsverkfræðingur. Jóhann Hjálmarsson blaðafulltrúi Pósts og síma sagði í samtali við Mbl. að þess væri að vænta að bætt aðstaða pósthússins kæmi viðskiptavinum til góða og meðal nýjunga í þjónustu Pósts og síma væru svonefndar póstfax- og for- gangspóstsendingar og gætu við- skiptavinir fengið slíka þjónustu í Pósthúsinu R-1 við Pósthússtræti. Hann gat þess svo að endingu að frímerkjasala til safnara yrði einnig í afgreiðslusal pósthússins. KRABBAMEINSFÉLAG Reykjavík- ur efnir í vetur til tveggja fræðslu- og umræðufunda um tengsl milli krabbameins og umhverfis, en með því er ekki aðeins átt við umhverfi í venjulegri merkingu orðsins heldur einnig t.d. neysluvenjur og aðra lífs- hætti. Fundirnir verða haldnir í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8. Fyrri fundurinn verður mánu- daginn 18. nóvember og hefst kl. 20.30. Verður þá fjallað um vinnu- urahverfi og krabbamein en frum- mælendur verða dr. Vilhjálmur Rafnsson, yfirlæknir Vinnueftir- lits ríkisins, og Helgi Guðbergsson, yfirlæknir atvinnusjúkdómadeild- ar Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur, en þeir eru báðir sérfræð- ingar í atvinnulækningum. Einnig verður fjallað um ávana- og fíkni- efni og krabbamein. Erindi flytja dr. Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir lungna- og berklavarnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar og sér- fræðingur í lungnalækningum, og dr. Þorkell Jóhannesson, prófess- or, sérfræðingur í lyfjafræði og eiturefnafræði. Fundarstjóri verð- ur Sigurður Árnason, sérfræðing- ur í krabbameinslækningum. Seinni fundurinn verður vænt- anlega í febrúar. Öllum er heimill aðgangur að þessum fundum. (FrétUtilkynning) ÓDÝRAR LOFTPRESSUR NÝJUNG FRÁ INGERSOLL-RAND INGERSOLL RAND veiksmidjumcn eru heimsþekktar íyrír íramleidslu vandadra loítþjappa og loítveikíœia. INGERSOLL RAND eru snlgilþjöppur, knúnar aí loítkœldum dieselhreyíli. INGERSOLL RAND þjöppumar em meöíœrilegar íyrir einn mann og auöveldar í drœtti fyrir litla íólksbíla. INGERSOLL RAND býður nú nýja gerð aí léttbyggðum, ílytjanlegum loítþjöppum ótrúlega mikil aíköst. LeitiÖ nánarí upplýsinga hjá umboösaöila ingersoll-rand áíslandi. • • Onnur bók Liv Ullmann SETBERG hefur gefið út bókina Þáttaskil — Svipmyndir úr lífi mínu eftir Liv Ullmann í þýðingu Guðrúnar Guðmundsdóttur. Á kápusíðu segir: „Liv Ullmann sló í gegn á nýju listasviði, þegar hún sendi frá sér fyrstu bók sína, „Umbreytinguna". Nú fáum við í hendur nýja bók, sem fylgir hinni fyrri vel eftir. Þar stillir Liv Ull- mann sér upp í miðju mannlífsins, sem leikari, manneskja og ekki síst ástfangin kona, sem hlustar, sér, finnur, skilur — og segir frá. Lesendur munu njóta þessarar ferðar með Liv Ullmann í gegn um Hákon Björnsson framkvæmdastjóri Aburðarverksmiðjunnar: „Við bíðum ekki stór- fellt tjón“ „ÉG HEF enn ekki farið í að afla mér upplýsinga um hvað Þorsteinn átti við í raun og veru við þannig að ég get lítið sagt á þessu stigi. Við vorum með ákaflega lágar áætlanir um framkvæmdir, alveg í lágmarki, um 40 milljónir króna,“ sagði Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðju ríkisins, í sam- tali við Morgunblaðið um það sem Þorsteinn Pálsson sagði í fjárlaga- ræðu sinni a þriðjudag um niður- skurð til ríkisfyrirtækja. „Við vorum ekki með neinar nýfjárfestingar. Þessir peningar voru nær eingöngu til viðhalds og venjulegrar endurnýjunar á tækj- um. Við viljum náttúrulega halda í eitthvað af þeim peningum sem okkur voru ætlaðir en við biðum ekki stórfellt tjón þó eitthvað verði skorið niður," sagði Hákon. Liv Ullmann brim og boða mannlífsins og verða auðugri á eftir." Bókin Þáttaskil er 183 blaðsíður, sett og prentuð hjá Prentberg hf. Siglufjörður: Músahópar á rölti um götur bæjarins Siglufirði, 14. névember. ÓVANALEGA mikið hefur borið á músagangi hér í haust, einkum í þeim hlutum bæjarins, sem liggja að fjallshlíðunum. Menn hafa orðið varir við stóra hópa á rölti um götur í úthverfum bæjar- ins og vitað er að mýs hafa troðið sér inn í íbúðarhús. Ég sá dálítið skrítið hér á laugardaginn - arnarunga á flugi. Hann settist svo á há- spennustaur hér skammt frá og virtist alveg rólegur. Þetta var orðinn nokkuð stálpaður fugl, þvi hann var orðinn stærri en fálki. Það sagði mér piltur sem á dúfur hér í bænum, að hann hefði orðið var við fálka í haust og sést hefur til fálka slá niður dúfu í bænum. Skýringin á fálkum og örnum hér, sem eru ekki tíðir gestir í Siglufirði, gæti verið músa- gangurinn - að fuglarnir séu að ná sér í æti. - Gamlir menn segja að músagangurinn viti á harðan vetur. - MJ. ítölsku angóru- 1 peysurnar eru komnar Glugginn Laugavegí 40 Kúnst húsinu sími 12854.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.