Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 1
112SÍÐUR B/C STOFNAÐ1913 261. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hólmfríður vekur athygli vestanhafs (hicago. 16. nóvember. Frá Helgu G. Johnson, fréttaritara Morgunblaðsina. NÝKJÖRIN „Ungfrú heimur", Hólmfríður Karlsdóttir, hefur vakið mikla athygli hér í borg og er langt síðan fsland hefur verið svo ofarlega i baugi í fjölmiðlunum. fslenska nafnið Hólmfríður Karlsdóttir er nokkuð, sem inn- fæddir geta ekki borið fram og ekki einu sinni skrifað rétt. Jafnvel stórblaðið „Chicago Tribune" fór ranglega með það og á forsíðu blaðsins í dag nefnist íslenska fegurðardísin „Holmsriour". Blaðamönnunum fannst hins veg- ar merkilegt, að stúlkan, sem bar sigur úr býtum, skyldi vera frá „landi elds og ísa“ og taka þeir þannig til orða, að Hólmfríður hafi „brætt dómendur í hinni al- þjóðlegu fegurðarsamkeppni*. íslenskt kvenfólk hefur annars verið duglegt við að koma sér í fréttirnar hér að undanförnu því að kvennadagurinn 24. október sl. vakti óskipta athygli í dagblöðum hérna megin við hafið. Fannst mörgum lesendum mjög tilkomu- mikið, að þúsundir kvenna skyldu hafa farið í skipulegt verkfall í tilefni af lokum kvennaáratugar- ins — og komist upp með það. Engu að síður átti þetta framtak íslenskra kvenna miklum vinsæld- um að fagna hjá stöllum þeirra hér. Hörmungarnar í Kólumbíu: Brottflutningur af ótta við flóðbylgju Ísstífla í árfarvegi getur brostið á hverri stundu AP/Símamynd Tvsr manneskjur sem björguðust upp á þak húss sfns í bsnum Armero f Kólumbíu. Eðjuflaumurinn eyðilagði og fsrði f kaf 85%bsjarins. Armero, Washington, New York, 16. nóvember AP. HUNDRUÐ manna voru í dag flutt á brott frá þeim svæðum, sem harð- Leiðtogafundurinn á þriðjudag: Reagan í Genf Meirihluti Bandaríkjamanna styður geimvarnaáætlunina Waahington, 16. nóvember. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti heldur í dag til Genfar til fundar við Mikhail Gorbachev Sovétleiðtoga. I morgun rsddi hann við þjóðaröryggisrið- gjafa sína um lokaundirbúning fyrir fundinn. I gsr voru birt úrslit skoðana- könnunar ABC-fréttastofunnar og Washington Post, þar sem fram kom, að meirihluti bandarísku þjóðarinnar styður geimvarnaástlun forsetans og telur ráöstafanir hans til að auka hernaðarmátt Bandaríkjanna hafa dregið úr styrjaldarhsttunni. Náinn samstarfsmaður Reagans sagði, að forsetinn gerði sér engar gjllivonir um leiðtogafundinn og honum væri fyllilega ljóst, að þar væri hann ekki að kljást við neina „sætabrauðsdrengi eða sakleys- ingja“. Aætlað er að þota Bandaríkja- forseta komi til Genfar kl. 22.30 að staðartíma (21.30 að ísl. tíma), og mun hann eiga undirbúnings- fundi með æðstu ráðgjöfum sínum á sunnudag og mánudag, en leið- togafundurinn hefst á þriðjudags- morgun. I fyrrnefndri skoðanakönnun ABC og Washington Post kom fram, að Ronald Reagan forseti nýtur nú meiri vinsælda meðal kjósenda en oftast áður í slíkum könnunum. 67% þeirra, sem spurð- ir voru, kváðust ánægðir með störf forsetans. Aðeins einu sinni áður — þegar hann varð fyrir banatil- ræði árið 1981 — hafa vinsældir hans verið meiri en nú. Þá lýstu 73% aðspurðra ánægju með störf forsetans. Samkvæmt könnuninni eru 64% þeirra, sem spurðir voru, ánægðir með viðskipti forsetans við Sovét- menn; 52% studdu geimvarna- áætlunina og 56% töldu, að aukinn hernaðarmáttur Bandaríkjanna drægi úr styrjaldarhættu. ast urðu úti af völdum sprengigossins í fjallinu Nevada del Ruiz í Kól- umbíu, og cinnig frá bæjum og þorp- um í grenndinni. Farvegur árinnar, sem bæirnir standa við, hefur þornað og er óttast, að jökulís, sem fjalliö ruddi af sér, hafi stíflað ána og má því búast við nýrri flóðbylgju þegar hún brýtur hann af sér. Opinberar tölur um fjölda látinna eru 17— 20.000. „Farvegur árinnar er þurr, hefur stíflast einhvers staðar, og því má búast við nýjum ósköpum þegar stíflan brestur," sagði bóndi nokk- ur þegar hann var að búast til brottfarar ásamt fjölskyldu sinni. Björgunarmenn reyna nú að bjarga fólki, sem enn hefst við á húsþökum, uppi í trjám eða á hæðum, sem eðjuflóðið náði ekki til, og virðist sem starfið gangi nú betur en í gær. Fréttir eru um, að lík 4000 manna hafi fundist, þar af 135 í Chinchina-ánni 66 km frá eldfjallinu. Hjálparstofnanir og ríkisstjórn- ir víða um heim hafa brugðist skjótt við vegna hörmunganna í Kólombíu og streyma nú vistir og björgunartæki til landsins. Sam- einuðu þjóðirnar hafa falið de Cuellar, framkvæmdastjóra sam- takanna, að skipuleggja hjálpar- starfið af þeirra hálfu og Banda- ríkjamenn hafa sent 12 þyrlur og sjúkragögn fyrir eina milljón doll- ara til að byrja með. Kanadamenn og flestar þjóðir í Vestur-Evrópu hafa einnig gefið fé, lyf og björgun- artæki og boðist til að veita þá aðstoð aðra, sem þörf er á. Vísindamenn í Bandaríkjunum eru nú að velta fyrir sér hugsanleg- um áhrifum sprengigossins í Nevada del Ruiz á veðurfar á jörð- inni. Rykið, sem þyrlast upp í gufuhvolfið við slíkt gos, byrgir fyrir sólarljósið að nokkru og er nefnt sem dæmi, að eftir gosið, sem varð í E1 Chichon-fjalli í Mexikó árið 1982, minnkaði geislun sólar um 5% sums staðar á jörðu. Kunn- asta dæmið um afleiðingar eldgoss á veðurfarið er frá árunum 1815- 16, eftir gífurlegt gos í Tambora í Indónesíu. Áhrifanna gætti um alla jörð og einkum í Norður- Ameríku þar sem miklir kuldar voru. Árið 1916 snjóaði í Norðaust- ur-Bandaríkjunum, júlí var mjög kaldur og uppskeran brást. „Árið, sem sumarið kom ekki“ eru eftir- mælin um þetta ár i bandarískri sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.