Morgunblaðið - 17.11.1985, Page 24

Morgunblaðið - 17.11.1985, Page 24
2i MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 Hljómplata með píanóleik Jónasar Ingimundarsonar ÚT ER komin hljómplata með einleik Jónasar Ingimundarsonar píanóleikar hjá bókaútgáfunni Erni og Orlygi. Á plötunni eru verk eftir Bach, Galuppi, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Liszt. Meðal efnis er hinn þekkti sálmur Bachs „Slá þú hjartans hörpustrengi", og „Idyl“ og „Viki- vaki“ eftir Sveinbjörn Sveinbjörns- son, sem unnin eru úr íslensku þjóð- lögunum „Stóð ég úti í tunglsljósi", „Hér er kominn Hoffinn" og „Góða veislu gjöra skal“. Helmingur plöt- unnar er helgaður verkum eftir Til sölu Er laus nú þegar í Seljahverfi 4ra herb. íbúö ca. 115fmá2.hæö.íbúöinerþannig:3 svefnherb., sjónvarpshol, þvottahús inní íbúðinni, góö stofa, gott eldhús, fremri forstofa, bílskýli. Sérstakt útsýni. Verö ca. 2,4 millj. Veröur til sýnis þeim sem hafa áhuga. Uppl. sunnudag ísíma641170. Franz Liszt, en á næsta ári er öld liðin frá andláti hans. Upptökur fóru fram stafrænt (digital) í Hlégarði og Háskólabíói, og annaðist þær Halldór Víkings- son. Áskorun til Sjálfstæðis- manna í Reykjavík — frá Karli Eiríkssyni Við næsta prófkjör eigum við þess kost að velja um frambjóð- endur fyrir flokk okkar úr stór- um hópi ágætis fólks. Undirrit- aður vænti sér mikils af hinum dugandi glæsilega borgarstjóra okkar Davíð Oddssyni í upphafi kjörtímabils hans, en mér er svo farið eins og fjölmörgum öðrum að frammistaða hans á síðasta kjörtímabili hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Á starfs- ferli hans sem borgarstjóra hef- ur hverju málinu á fætur öðru verið siglt í farsæla höfn með dyggum stuðningi samstæðra borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Því verðum við Reyk- vfkingar að standa saman um að við lendum aldrei aftur í höndum hinna ósamstæðu vinstri afla þar Hulda Valtýsdóttir sem skattpeningurinn okkar glatast í stjórnleysi og hrossa- mangi. * Mig langar að nota þetta tæki- færi til að minna Sjálfstæðis- menn í Reykjavík á konu sem hefur þjónað hugsjónum okkar af frábærum dugnaði og ósér- hlífni í fjölda ára og nú síðustu 4 árin sem borgarfulltrúi. Hér er um að ræða frú Huldu Valtýs- dóttur sem verið hefur formaður umhverfismálaráðs undanfarið kjörtímabil, jafnframt því að vera formaður Skógræktarfélags íslands. Ég skora á okkur öll að tryggja þessari ósérhlífnu og velvinnandi konu öruggt sæti á listanum okkar og tryggja þar með að við fáum að njóta starfs- krafta hennar enn eitt kjörtíma- bil. Setjum því Huldu í öruggt sæti við prófkjörið. Höíundur er forstjóri Bræðranna Ormsson hf. MITSUBISHI 1.300 Á fíughraða með fragt eða farþega ÓTRÚLEG FJÖLBREYTNI: S Afturdrif eöa aldrif. y Bensínvél eöa dieselvél. y Háþekja eöa lágþekja. ✓ Lokaöur sendibíll eöa smárúta meö sætum og gluggum. OG ALLIR ERU ÞEIR: y Liprir og sparneytnir. y Traustir og gangvissir,- y Á hagstæöu veröi og auöveldir í endursölu. HEKLAHF Laugavegi 170 -172 Sími 21240 Bananar Del Monde — Appelsínur Fuen Mora — Appelsínur Zimbabwe — Klementínur spánskar — Epli rauð USA — Epli gul — Epli græn Granny Smith — Sítrónur — Greipfruit rautt — Greipfruit hvítt — Melónur gular — Melónur grænar — Vínber græn — Vínber blá — Perur — Avocado — Ananas — Mangó — Kiwi — Granada-epli — Kakí — Hnetur í skel — Kastaníu-hnetur. Ath. Kartöflur og grænmeti í miklu úrvali. iERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 685300. ' Jf KAUPMENN-VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUHNAR m Hallgrímskirkja: Hátíðardagskrá um Matthías Jochumsson Listvinafélag Hallgríms- kirkju gengst fyrir hátíðardag- skrá um séra Matthías Joc- humsson í dag, sunnudag, í tilefni þess að liðin eru 150 ár frá fæðingu hans. Hefst dag- skráin kl. 17.00 og mun dr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytja ræðu og leikararnir Guðrún Ásmundsdóttir, Karl Guðmundsson og Valgeir Skag- fjörð flytja ljóð og kvæði skáldsins, einnig verða sungnir • nokkrir ástsælustu sálmar séra Matthíasar. (Úr fréttatilkynningu.) * Utgerðarmenn loðnuskipa á móti afnámi kvótans ÚTGERÐARMENN loðnuskipa höfnuðu á fundi sínum í gær tillögu um afnám kvóta á hvert skip á loðnu- veiðum. Tillaga þessi kom fram á aðalfundi LfÚ fyrir skömmu. Það var Hrólfur Gunnarsson útgerðarmaður, sem flutti þessa tillögu á aðalfundi LfÚ í ljósi þess, að á yfirstandandi vertíð verður leyfilegt að veiða um eina milljón lesta af loðnu. Auk hans rituðu þrír útgerðarmenn undir tillöguna, sem vísað var til fundar útgerðar- manna loðnuskipa. Á fundinum voru mættir útgerðarmenn 42 loðnuskipa af 48. Við atkvæða- greiðslu hlaut tillagan aðeins eitt atkvæði, 6 fundarmanna sátu hjá og 35 voru á móti henni. Loðnukvótanum er nú skipt þannig milli skipa, að % hlutar skiptast jafnt milli skipa, en Vt hluti eftir burðargetu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.