Morgunblaðið - 17.11.1985, Page 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985
AF INNLENDUM
VETTVANGI
FRÍÐA PROPPÉ
Itl'
P|
Skipulagsstjórn ríkisins afgreidir aðalskipulag
Kópavogs með fyrirvara um frestun á skipulagi
dalsins til fimm ára. Kópavogur krefst niðurfell-
ingar á samþykktu skipulagi Reykjavíkurborgar,
þar sem gert er ráð fyrir Fossvogsbraut.
Akvöróun um nýtingu Foss-
vogsdals enn slegið á frest
UNDANFARIN ár hafa yfirvöld Kópavogskaupstaðar og Reykjavíkurborgar deilt hart um nýtingu Fossvogsdals,
deiluefnið vegagerð eða útivistarsvæði. Deilur sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Erlendis hafa hraðbrautalagnir
iðulega leitt til harðvítugra deilna og hérlendis er skemmst að minnast harðra deilna um Hafnarfjarðarveg innan
Garðabæjar. Skipulagsstjórn ríkisins samþykkti á fundi sínum hinn 23. október sl. tillögu að aðalskipulagi Kópa-
vogs árin 1984-2004 með fyrirvara um, að bæjarstjórn Kópavogs fallist á frestun skipulags til fimm ára í Fossvogs-
dal. Hér er um að ræða það svæði á landamörkum Kópavogs og Reykjavíkurborgar, sem sveitarfélögin hafa deilt
um nýtingu á. í samþykktu aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er þarna gert ráð fyrir stofnbraut, en í aðalskipulagi
Kópavogs, sem skipulagsstjórn gerði fyrrgreindan fyrirvara við, hefur bæjarstjórn Kópavogs ákveðið útivistarsvæði.
Beiðni skipulagsstjórnar um
frestun skipulags Fossvogsdals til
fimm ára svaraði bæjarstjórn
Kópavogs með samþykkt á bæjar-
stjórnarfundi 28. október sl. en þar
er sú krafa gerð til borgarstjórnar
Reykjavíkur og skipulagsstjórnar,
að skipulag svæðisins i Fossvogs-
dal, innan bæjarmarka Kópavogs,
verði fellt út af aðalskipulagi
Reykjavíkur, en sú staðreynd að
skipulagið nær inn í Kópavogsland
á rætur í gömlu samkomulagi
sveitarfélaganna.
í áfangaskýrslu um vegakerfi
höfuðborgarsvæðisins 1990-92,
sem unnin var af vinnuhópi um
vegakerfi svæðisins, er ekki talin
þörf á Fossvogsbraut eða öðrum
dýrum lausnum fyrir austur-
vesturumferð á þessu svæði á því
tímabili. Umferðarspár benda þó
til, að ekki verði komist hjá kostn-
aðarsömum lausnum síðar og er
brautin þá talin einn kosta. Vinnu-
hópurinn — skipaður fulltrúa
Vegagerðar ríkisins, borgarverk-
fræðings og bæjarverkfræðings í
Kópavogi — Skipulagsstjórn ríkis-
ins og Vegagerð ríkisins mæla því
með að umræddu skipulagi verði
frestað og tíminn notaður til frek-
ari kannana og viðræðna deiluað-
ila. Málið er nú í höndum borgar-
stjórnar Reykjavíkur og bíða
skipulagsyfirvöld eftir svari frá
þeim, en Reykjavíkurborg hefur
farið fram á að bæjarstjórn Kópa-
vogs sendi þeim skriflega greinar-
gerð um málið. Ljóst er að hér er
um sameiginlegt hagsmuna- og
úrlausnarmál viðkomandi sveitar-
félaga að ræða og er umferðar-
þunginn í austur/vesturlínu innan
sveitarfélaganna beggja orðinn
gífurlegur. Má sem dæmi nefna
Bústaðaveg í Reykjavík og Nýbýla-
veg í austurbæ Kópavogs. Hér á
eftir verður drepið á nokkra þætti
í forsögu þessa máls og gerð grein
fyrir hugmyndum og tillögum til
lausnar.
í tengslum við gerð aðalskipu-
lags Reykjavíkurborgar 1962-1983
gerðu öll sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu með sér samkomu-
lag árið 1965 um stofnbrautakerfi
svæðisins. Var þar gert ráð fyrir
Fossvogsbraut sem hluta tenging-
ar þjóðvegakerfisins við höfuð-
borgarsvæðið. Var hún þar hluti
af tengingu frá Suðurlandsvegi í
miðborg Reykjavíkur í gegnum
Elliðaárdal, Fossvogsdal, undir
Hlíðarfæti (neðan Fossvogskirkju-
garðs), meðfram Reykjavíkurflug-
velli og eftir Sólareyjargötu niður
í miðborgina. Samskipti Reykja-
víkurborgar og Kópavogskaup-
staðar varðandi landsvæði á mörk-
um sveitarfélaganna byggjast síð-
an að mestu á makaskiptum, þ.e.
skiptum og sölum á landareignum.
Samkomulagið frá
9. október 1973
Byggð í Fossvogsdal óx jafnt og
þétt upp úr þessu og bilið milli
byggðanna minnkar. Reykjavíkur-
borg byggir m.a. skóla alveg við
landamörkin og Kópavogur skipu-
leggur Viðlagasjóðsbyggð neðst í
Snælandshverfinu árið 1974. Bilið
á milli byggða er nú 180 metrar
þar sem það er styst, en sökum
veðursældar og staðsetningar í
hjarta byggðar á höfuðborgar-
svæðinu hafa lóðir undir íbúðar-
húsnæði verið mjög eftirsóknar-
verðar báðum megin í dalnum.
Á þessu tímabili, eða 9. október
1973, gera sveitarfélögin með sér
samkomulag um breytingar á
mörkum kaupstaðanna. í sam-
komulaginu felst m.a. ákvörðun
um að breyting á mörkum kaup-
staðanna í Fossvogsdal verði skot-
ið á frest í tvö ár í því skyni að á
þvi tímabili fari fram athugun á
nauðsyn Fossvogsbrautar. Enn-
fremur skuli athugað með hvaða
hætti gera megi slíka braut, ef
nauðsynleg reynist og að athugun
fari fram á samtengingu útivistar-
svæða í dalnum, þar með tengingu
skógræktarstöðvar Skógræktarfé-
lags Reykjavíkur við fyrirhugað
útivistarsvæði Kópavogskaupstað-
ar í landi Lundar. I lok hins undir-
ritaða samnings segir, að ef í ljós
komi að nauðsynlegt reynist að
ráðast í gerð Fossvogsbrautar, þ.e.
að ekki finnist aðrar lausnir að
dómi beggja aðila, skuli eftirfar-
andi ákvæði gilda: „Suðurbrún
Fossvogsbrautar verði mörk kaup-
staðanna. Þegar til framkvæmda
kemur, þó eigi fyrr en að 4 árum.j
liðnum frá dagsetningu samkomu-
lags þessa, lætur Kópavogskaup-
staður Reykjavík í té kvaðalaust
og án endurgjalds land það, er
hann á í Fossvogsdal og lendir
innan marka Reykjavíkur skv.
samkomulagi þessu.“
Margir samverkandi þættir
næstu árin verða til þess að Kópa-
vogsbúar telja sig ekki lengur
bundna af samkomulaginu frá ár-
inu 1965 og í viðtölum við þá kemur
helst fram, að þeir telja samkomu-
lagið um stofnbrautir brotið með
niðurfellingu stofnbrautar um
Elliðaárdal, sem tengja átti Foss-
vogsbraut og Suðurlandsveg, en
niðurfellingin er staðfest í skipu-
lagi austursvæða Reykjavíkur,
árið 1978. Bæjarstjórn Kópavogs
samþykkti fyrst 27. maí 1977 að
fella skyldi Fossvogsbraut út úr
skipulagi. Þeir benda á, auk niður-
Núverandi ásUnd stofnbrautakern.s (til vinstri) á svæði Reykjavíkur og Kópavogs. Tölur sýna tugþúsundir bíla á sólarhring. Stofnbrautir framtíðar (til
hægri). Helstu niðurstöóur vinnuhópsins, sem um er rætt. Eins og sjá má er spurningamerki við Fossvogsbraut en í niðurstöðum segir m.a.: „Til þess
að tryggja gott ástand umferðar í framtíðinni verður að gera ráð fyrir því að Fossvogsbraut komi eða Miklabraut verði 6-8 akreinar með planfríum
(tveggja hæða) gatnamótum. Brú yfir Kleppsvík (efst til hægri) getur þó létt sæmilega á Miklubraut og öðrum samsíða götum. í því tilviki verður þó að
gera ráð fyrir a.m.k. 6 akreinum á Miklubraut til að tryggja gott ástand." Til viðbótar er þess getið að hæpið sé að brú yfir Kleppsvík geti orðið álitlegur
kostur á næstu áratugum nema kostirnir Fossvogsbraut, tveggja hæða gatnamót á Miklubraut og brú yfir Elliðaárósa verði allir útilokaðir eða taldir
mjög óæskilegir.
M) stptember
tfilS
m Ém
-