Morgunblaðið - 17.11.1985, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985
B 5
Séð inn Fossvogsdal. Fremst á myndinni er Nesti. Þar sem þrengst er á milli byggða í Kópavogi og Reykjavík eru
180metrar.
Aðalskipulagsuppdráttur Kópavogs, eins og skipulagið hefur verið samþykkt í Kópavogi, en eins og sjá má efst á
teikningunni er gert ráð fyrir útivistarsvæði á mörkum bæjarfélaganna, en á samþykktu skipulagi Reykjavíkur-
borgar er Fossvogsbraut á landamörkunum. Kópavogsbær hefur nú farið fram á að sú skipan verði afnumin af
Reykjavíkurborg og skipulagsyfirvöldum.
fellingar stofnbrautar um Elliða-
árdal, að atvinnusvæði færist
austur og suður í tengslum við
íbúðabyggðina og ennfremur að
Reykjavíkurborg hafi ekki staðið
við fyrirhugaðar ráðstafanir í öðru
stofnbrautarkerfi aðalskipulags,
til dæmis „skurðfríum" gatnamót-
um á Miklubraut (þ.e. gatnamótum
á tveimur hæðum), eða úrlausnum
við Bústaðaveg til að miðla aust-
ur-vesturumferð.
Tengsl viö aðrar
vegaframkvæmdir
Afstaða Reykjavíkurborgar
byggist samkvæmt viðtölum und-
irritaðra við forráðamenn borgar-
skipulags fyrst og fremst á því,
að þeir telja mjög óskynsamlegt
að loka þeim möguleika að þarna
geti komið austur/vestur-tenging.
Þá telja þeir samninginn frá 1973
enn í fullu gildi, enda hafi honum
aldrei verið sagt formlega upp. í
samningnum er reyndar gert ráð
fyrir, að ef ágreiningur rísi um
framkvæmd hans skuli hann lagð-
ur fyrir gerðardóm, skipaðan ein-
um fulltrúa frá hvorum aðila. Ef
þeir nái ekki saman, skuli dóm-
kvaddur oddamaður af Hæstarétti
og ráði þá meirihluti. Ljóst er, að
Reykjavíkurborg á við mikla erfið-
leika að etja hvað varðar miðlun
umferðar á þessum leiðum. Um-
ferð um Bústaðaveg er oðin mjög
mikil og slysahætta. Því er ljóst
að leggja þarf í mjög kostnaðar-
samar framkvæmdir við aðrar
stofnbrautir, ef Fossvogsbraut
kemur ekki. Þó er nefnt, að umtals-
verð breikkun Miklubrautar, þ.e. í
6—8 akreinar með tveggja hæða
gatnamótum, geti að hluta komið
í stað Fossvogsbrautar, en þær
framkvæmdir eru mjög kostnað-
arsamar og fyrirséð að þeim fylgja
miklar umferðartruflanir á fram-
kvæmdatíma. Reykvíkingar binda
einnig vonir við að ýmsar aðrar
framkvæmdir og lagfæringar geti
dregið úr umferðaröngþveiti á
þessu svæði, t.d. lagning stofn-
brautar við Hlíðarfót, þ.e. neðan
Fossvogskirkjugarðs, sem liggja
mun áfram meðfram Öskjuhlíð og
niður í miðborg. Þessi stofnbraut
er á áætlun næstu 5—10 ára. Þá
er ætlunin að breikka Kringlumýr-
arbraut úr Kópavogi að nýju
brúnni og hin nýja Reykjanes-
braut verður tengd við Breiðholtið
næsta haust. Allt þetta telja borg-
aryfirvöld að geti dregið úr álaginu
á Miklubraut og á annarri austur/
vesturumferð, þó svo að þessar
framkvæmdir leysi ekki þann
langtímavanda, sem þau segja
fyrirséðan.
Vilji til viöræöna, en
Kópavogsbúar vilja
„annaö gildismat“
Borgaryfirvöld byggja flestar
sínar röksemdir á umferðarkönn-
unum, tölulegum upplýsingum um
fjölgun bifreiða, sem orðið hefur
umtalsvert meiri en ætlað var, og
mannfjöldaspám. Formaður
skipulagsnefndar Kópavogs, Ás-
mundur Ásmundsson, segir m.a.,
að Reykvíkingar einblíni um of á
þennan þátt. Hann segir Kópa-
vogsbúa fyllilega tilbúna til að
ræða málið en þá á víðari grund-
velli. Þar séu umhverfismálin
þeim efst í huga. „Við erum til-
búnir að endurskoða og fresta
þessu um ákveðinn tíma, en þá
verður að koma annað gildismat.
Umhverfismál og landnýting verð-
ur að vera inni í myndinni. Það
er fleira til en bara umferð og
bílar,“ sagði hann. Hann bendir
og á að Fossvogsdalurinn sé eitt
hið ákjósanlegasta útivistarsvæði
á öllu höfuðborgarsvæðinu. Að-
spurður um, hvernig Kópavogur
hyggist þá leysa umferðarvandann
um Nýbýlaveginn og aðrar aust-
ur/vesturgötur í austurbænum
segir hann þann vanda að stærst-
um hluta tilkominn vegna þess
sem hann kallar „þvingaða
strauma" á stofnbrautum í norð-
ur/suður, þ.e. á Kringlumýrar-
braut og Hafnarfjarðarvegi. Hið
gífurlega gegnumstreymi muni t.d.
strax minnka með tilkomu Reykja-
nesbrautar upp í Breiðholt.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for-
maður skipulagsnefndar Reykja-
víkurborgar segir, að Reykvíking-
ar séu vissulega tilbúnir til að
setjast niður og ræða málin. Að-
spurður um afgreiðslu kröfu bæj-
arstjórnar Kópavogs um niðurfell-
ingu skipulags Fossvogsdals úr
skipulagi Reykjavíkur, segir hann
það mál í höndum borgarráðs, en
það hafði verið sent til kynningar
í skipulagsnefnd. „Ég tel Fossvogs-
brautina sameiginlegt vandamál
og sameiginlegt hagsmunamál
Reykvíkinga og Kópavogsbúa.
Okkur ber skylda til að leysa þetta
á sem farsælastan hátt.“ Sigurður
Thoroddsen skipulagsstjóri tekur
í sama streng og formenn skipu-
lagsnefndanna um að bezta lausn-
in hljóti að vera sú, að aðilar setj-
ist nú niður og finni lausn á þessu
deilumáli, enda farsælast að opin-
ber afskipti þurfi ekki til að koma.
Leysa veggöng
vandann?
Óneitanlega hafa báðir aðilar
sitthvað til síns máls, eins og ætíð
þegar tveir deila, en vegna legu
þrætusvæðisins um miðbik höfuð-
borgarsvæðisins er líklega nokkuð
til í þeim fullyrðingum, að þetta
mál komi fleirum við en deiluaðil-
um, þ.e. þeim sístækkandi hópi
landsmanna, sem komast þarf leið-
ar sinnar um þetta landsvæði. Hér
verður að lokum gerð grein fyrir
forathugun á Fossvogsbraut, sem
Hönnun hf. vann fyrir borgarverk-
fræðinginn í Reykjavík í febrúar
1984. Þar kemur m.a. fram hug-
mynd, sem virðist í fljótu bragði
geta komið til móts við óskir
beggja, þó kostnaðarsöm sé.
Athugunin nær til þriggja mis-
munandi kosta Fossvogsbrautar,
þ.e. hefðbundinn vegur í núverandi
jarðvegshæð; hefðbundinn vegur
grafinn niður á fasta undirstöðu
og að brautin verði lögð um veg-
göng og fyllt yfir. Gert er ráð fyrir
2,5 km beinum vegi um miðjan
dalinn, tveimur akreinum í báðar
áttir og umferð 28 þúsund bifreiða
á sólarhring. Ekki er gert ráð fyrir
neinum brottakstri efnis og jarð-
vegur er þannig að djúpt er niður
á fast. Niðurstaða athugunarinnar
leiðir í ljós, að allar þessar leiðir
munu færar, en að stofnkostnaður
vegganga sé um fimmfaldur kostn-
aður hefðbundins vegar. Veggöng
munu kosta á milli 500-600 millj.
króna. Fyrir þann mismun segir
að eftirfarandi fáist: Landrými
haldist að mestu óspillt á svæðinu.
Aðstaða fáist um leið fyrir útivist.
Truflun vegna umferðar og um-
ferðarhávaða hverfi. Umferðar-
öryggi. Enginn snjómokstur og
minna viðhald á akbrautum. Loka-
niðurstaða Hönnunar hf. er:
„Skoðun okkar er sú, að veggöng
á þessum stað geti átt rétt á sér
frá tæknilegu sjónarmiði. Kostn-
aður er meiri við veggöng en opinn
veg og e.t.v. má afmarka 'göngin
við viðkvæmustu svæðin þar sem
byggð er þéttust.“
Miðað við stöðu mála í dag verð-
ur varla hafist handa um gerð
Fossvogsbrautar á næstu árum, ef
hún verður þá samþykkt. Aðspurð-
ir segja Kópavogsbúar m.a., að
frestun skipulags svæðisins til
fimm ára, án tryggingar fyrir því,
að Fossvogsbraut verði tekin út
af skipulagi Reykjavíkurborgar,
komi ekki til greina. Þeir segja
ennfremur að framtíðarhugmynd-
ir um lagningu vegganga séu ekki
ákjósanlegar því það þýði frestun
um ófyrirséðan tíma á nýtingu
dalsins sem útivistarsvæðis.
Minna má á, að þegar liggja fyrir
hugmyndir um nýtingu dalsins,
Kópavogsmegin, sem útivistar-
svæðis, t.d. meðfylgjandi teikning
að 18 holu golfvelli. Þó golfvöllur
sé kannski ekki heppilegasta hug-
myndin að nýtingu svæðisins til
útivistar vegna nálægðar við
íbúðabyggðina, má af þessu sjá,
að Kópavogsbúum er full alvara,
enda fleiri hugmyndir i vinnslu.
Endanleg staðfesting á aðal-
skipulagi Kópavogs er í höndum
ráðherra félagsmála. Þá má að
lokum benda á, að fyrir Reykvík-
inga er það ekki góður kostur að
falla frá staðfestu skipulagi urn
Fossvogsbraut. íbúar Reykjavík-
urmegin í dalnum hafa margir
andmælt gerð brautarinnar, en
þeim má vera fyllilega ljóst, að
aðalskipulag Reykjavíkurborgar
hefur gert ráð fyrir brautinni allt
frá árinu 1962, eða áður en Foss-
vogshverfið byggðist. Með þvi að
falla frá skipulaginu geta borgar-
yfirvöld reiknað með kröftugri
mótmælum, þegar og ef taka á
brautina á ný inn í skipulag.
1:2000
ú.Æ«
8 9
4 4 37
í*o m 2835