Morgunblaðið - 17.11.1985, Qupperneq 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985
VINSÆLDALISTAR
VIKUNNAR
Rás2
1. (2) Nikita.....................EltonJohn
2. (1) This is the night...:......Mezzoforte
3. (4) Whitewedding...............Billyldol
4. (11) Can’t walk away.HerbertGuömundsson
5. (6) Chery Chery lady.......ModernTalking
6. (5) Election day.................Arcadia
7. (3) Maria Magdalena...............Sandra
8. (-) Waiting for an answer.....Cosa Nostra
9. (8) Eatenalive.................DianaRoss
10. (19) Thepoweroflove..........JenniferRush
11. (10) Aliveandkicking..........SimpleMinds
12. (7) Thegambler...................Madonna
13. (-) Webuiltthiscity.............Starship
14. (9) Rock’n’rollchildren..............Dio
15. (27) Agoodheart...........Feargal Sharkey
16. (14) Samurai.................MichaelCretu
17. (29) Thetasteofyourtears.............King
18. (25) Slavetotherhythm..........GraceJones
19. (12) Cherish...............Koolandthegang
20. (16) She’ssobeautiful........CliffRichard
Söngur þessa manns um stúlkuna Nikitu hefur
svo sannarlega slegiö í gegn og hefur nú náö
toppsæti vinsældalista hlustenda Rásar 2. Maöur-
inn kallar sig Elton John en skírnarnafn hans er
reyndar Reginald Kenneth Dwight.
Bretland
1. (4) Agoodheart...........Feargal Sharkey
2. (1) Thepoweroflove........JenniferRush
3. (2) Takeonme......................A-Ha
4. (3) Nikita...................EltonJohn
5. (7) Don’tbreakmyheart..............UB40
6. (6) Somethingaboutyou.........Leve!42
7. (5) Trapped...............Colonel Abrams
8. (16) Stairwaytoheaven....FarCorporation
9. (-) Onevision.....................Queen
10. (18) Sisters are doing it for themselves
..........Eurhythmics/Aretha Franklin
Bandarfkin
1. (2) Miami Vice theme.........Jan Hammer
2. (1) Parttimelover..........StevieWonder
3. (4) Head over heels........Tears for fears
4. (6) Youbelongtothecity...... GlennFrey
5. (7) Webuiltthiscity............Starship
6. (3) Savingallmyloveforyou.Whitney Houston
7. (15) Separatelives...........PhilCollins
8. (5) Takeonme.......................A-Ha
9. (10) Benearme...................... ABC
10. (18) Layyourhandsonme.....ThompsonTwins
UMSJÓN
JÓN
ÓLAFSSON
Tveir meölimir hljómsveitarinnar Rikshaw leika hér og syngja af innlifun mikilli.
Þetta eru Siguröur Gröndal, gítarleikari og Richard Scobie, söngvari. Rikshaw mun
örugglega ekkert gefa eftir í jólaslagnum.
Hann verður harður
slagurinn um jólin
Aldrei fleiri plötur meö íslenskum flytjendum
Undanfarin misseri hafa hljómplötuút-
gáfurnar haldiö aö sér höndum hvaö varö-
ar útgáfu á íslensku efni og gera enn. Þaö
viröist vera ansi óarövænlegt aö gefa út
plötu meö íslenskum flytjendum. Og verö-
ur þá ekki lítiö um íslenskar plötur um
þessi jól? Ekki aldeiiis. Raunverulega hafa
þær aldrei veriö fleiri og nokkrar í viöbót
eru væntanlegar meö vorinu. Svo eru allir
aö barma sér og þykjast aldrei eiga neitt
neitt.
Eftir því sem Popparinn kemst næst
munu eftirtaldir flytjendur taka þátt í jóla-
slagnum í ár. Plötur meö sumum þeirra
eru þegar komnar út, en aörar koma von
bráöar.
Laddi; Hallbjörn Hjartarson; Stuðmenn
(skv. einhverjum bókaklúbbsbæklingi);
Herbert Guömundsson; Elín Halldórs-
dóttir; Svarthvítur draumur; Skriöjöklar;
Grafík; Ásthildur Þóröardóttir; Leikfélag
Reykjavíkur(Land míns fööur eftir Kjartan
Ragnarsson); Hinir og þessir (Eþíóþíuplat-
an); Jóhann Helgason; islenska hand-
boltalandsliöið; Gunnar Þóröarson; Laddi
og Björgvin Halldorsson (barnaplata); Ríó
tríó; Cosa Nostra; Rúnar Þór Pétursson;
Kristín Ólafsdóttir; Ragnhildur Gísladóttir;
Dúkkulísur; Guöný og Elísabet Eir (Manstu
stund?); Jónas Þórir og fleiri (Eyjaplata);
Mezzoforte; Björn Thoroddsen; Bjartmar
Guölaugsson; Rikshaw; Pálmi Gunnars-
son/Siguröur Pálmasson (jólaplata);
Magnús Þór Sigmundsson; Kukl; Pétur
Grétarsson, lllugi Jökulsson o.fl. (4 laga
plata). Guömundur Haukur, Valgeir
Guöjónsson og Hálft í hvoru eru svo á
meðal þeirra sem hyggjast gefa út plötu
meö vorinu. Svo hvíslaöi lítill fugl.
■
Önnur sólóplata Bjössa Thor komin út:
„Vil vera heiðarlegur
í því sem ég geri“
— segir kappinn í stuttu spjalli
Björn Thoroddsen er án efa einn okkar
besti gítarleikari, búinn aö sýna þaö og sanna
oftar en einu sinni, á hljómleikum og á hljóm-
plötum. Björn sendi fyrir 3 árum frá sér bræö-
ingsplötuna Svif sem seldist upp og aftur
reynir hann fyrir sér á eigin spýtur því út er
komin önnur sólóplata sem heitir einfaldlega
Björn Thoroddsen. Jazz og rokk er enn þaö
sem máliö snýst um.
„Mesti munurinn á þessari plötu og
Gammaplötunni er auövitaö sá aö nú ræö ég
öllu,“ sagöi Björn og hló viö, er Popparinn
hitti hann aö máli eldsnemma dags í vikunni.
Spjallið fór fram heima hjá gítarleikaranum á
Njálsgötunni.
Þú varst skotfljótur aö taka plötuna upp
ekki satt?
„ Ja, viö skulum segja aö tímar í hljóöverinu
hafi ekki veriö margir. Platan er tekin upp á
40 klukkustundum sem þykir víst lítið nú til
dags.“
Astæðan?
„Þaö þurfti ekkert lengri tíma. Einhver
þessara laga var ég búin aö spila meö sam-
spilurum mínum áöur og ekki skemmdi þaö.
Ég vil vera heiöarlegur í því sem ég geri, ekki
síst tónlist og var því ekkert aö ofhlaöa.”
Á meöan á spjalli okkar stóö snerist skífan
á grammófóninum og allt í einu
heyröist í Pálma Gunnarssyni
syngja.
„Ég var að spila meö Pálma í
sumar og viö spiluöum þetta lag
meöal annars. Mig langaöi aö þrófa
aö hafa sungiö lag á plötunni og þar
sem Pálmi fann sig svo vel í þessu
kom enginn annar til greina. Sjálfur
er ég afleitur söngmaður. “
Björn Thoroddsen með eltt aðelvopn, gftarinn.