Morgunblaðið - 17.11.1985, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.11.1985, Qupperneq 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 AFRÍSKUR SÓSÍALISMINYERERES í TANZANÍU í ÓGÖNGUM NÚ ÞEGAR HANN LÆTUR AF EMBÆTTI AÐEINS tveir afrískir þjóðarleiðtogar, Leopold Senghor í Senegal og Ahmadou Ahidjo í Kamerún, hafa lagt niður völd af fúsum vilja, en nú hefur sá þriðji bætzt í hópinn, Júlíus Nyerere íTanzaníu. Nyerere hefur verið leiðtogi Tanzaníu í hartnær aldarfjórðung, lengur en flestir aðrir afrískir þjóðhöfðingjar. Hann hefur ríkt sem konungur, en oft státað af því að mesta afrek sitt hafi verið að „tóra“. JÚLÍUS NYERERE: þjóðarleiðtogi í aldarfjórðung HASSAN ALIM WINYI eftirmaður Nyereres, Draumurinn sem yarð að martröð Afsögn Nyereres mun líklega ekki hafa stefnubreytingu í för með sér. Hann verður áfram leið- togi eina stjórnmálaflokksins (TANU) næstu tvö ár og mun því enn um hríð hafa mikil völd og áhrif og gegna hlutverki kennara þjóðarinnar — Mwalimu — eins og hingað til. SKIPBROT Nú þegar Nyerere dregur sig í hlé neitar hann að viðurkenna staðhæfingar um að helzta stjórn- málaframlag hans, þ .e. „heima- ræktaður afrískur sósíalismi", sem svo hefur verið kallaður, eða „uj- amaa“ á máli landsmanna, hafi farið út þúfur. Tanzanía er 20. fátækasta ríki heims, snauðasta ríki Afríku og hefur fengið meiri aðstoð erlendis frá en nokkurt annað ríki álfunn- ar. Þó hefur Nyerere sífellt brýnt fyrir landsmönnum að þeir verði að „treysta á sjálfa sig“ og forðast sambönd við stórveldin, sem gætu flækt þá í óleysanlegan vanda, og efnahagslegt eftirlit Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (IMF). Nyerere hefur látið mikið að sér kveða á alþjóðavettvangi og haft meiri áhrif í heimsmálunum en stærð lands hans hefur gefið til- efni til. Tekjujöfnuður er meiri í Tanza- níu en víða annars staðar í Afríku, en flestir landsmenn, sem eru 21 milljón (85% smábændur), eru blásnauðir. Efnahagsmálin hafa alltaf verið í ólestri og á síðustu tíu árum hefur landbúnaðarfram- leiðsla dregizt mikið saman og kaupmáttur stórminnkað. FAO nefnir nokkrar af ástæðun- um fyrir slæmri frammistöðu Tanzaníumanna í landbúnaði í nýlegri skýrslu: slæmt veður, tíðar stofnanabreytingar, sem hafa hindrað stöðugleika og haft nei- kvæð áhrif á efnahaginn og land- búnaðinn, og ýmsar nýjungar, sem hafa ekki borið tilætlaðan árang- ur. FAO bendir einnig á að sjálfs- þurftarbúskapur hafi verið van- ræktur. Enn fremur bendir stofn- unin á afleitt markaðskerfi, léleg- ar samgöngur og litla áburðar- notkun. Landsmenn tóku fátækt að erfð- um og hafa einnig þurft að glíma við áhrif heimskreppu og styrj- alda. En það eru ekki einu skýring- arnar á því að tíminn síðan landið hlaut sjálfstæði hefur verið nær samfellt hnignunarskeið. MARTRÖÐ Draumur Nyereres um afrískan sósíalisma, sem átti að færa Tanzaníumönnum „velsæld með samvinnuátaki", hefur snúizt upp í martröð skuldafens, matvæla- skorts og efnahagsöngþveitis. Þeir hafa orðið fyrir sárum vonbrigð- um. Hungursjúkdómar drógu fólk til dauða í norðvesturhluta Tanzaníu 1983 og það eina sem hefur komið í veg fyrir hungur á sumum svæð- um hefur verið gífurlegur mat- vælainnflutningur. Þótt Tanzanía sé frjósamt land og íbúarnir geti brauðfætt sig voru fluttar inn 300.000 lestir af maís (aðalfæðu- tegundinni) 1983 og 180.000 í fyrra. Þegar Edvard Sokoine forsætis- ráðherra (sem fórst í bílslysi 1 fyrra) sagði að Tanzaníumenn væru of matvandir fengu orð hans slæman hljómgrunn. Lítið er til af gjaldeyri til mat- vælainnflutnings og matvæla- skortur getur reynzt hættulegur. Halli á viðskiptajöfnuði eykst stöðugt (hann var 180 millj. punda í fyrra) og verðbólga færist í vöxt (30—40% í fyrra). Erlendur gjald- eyrir selst á svörtum markaði fyrir fjórum til átta sinnum hærra verð en skráð gengi. Stöðugur skortur er á ýmsum vörutegundum (t.d. sápu, tann- kremi, matarolíu og ljósaperum) og skömmtun er á mörgum lífs- nauðsynjum. Bændur eiga að selja ríkinu maísframleiðsiu sína, en það fær innan við 5% hennar. Bændurnir neyta 40 af hundraði þess sem þeir framleiða og smygla afganginum til Kenya eða selja hann á svörtum markaði fyrir tvöfalt eða þrefalt verð. Hundruð svartamarkaðsbrask- ara hafa verið handteknir, en þótt handtökurnar hafi mælzt vel fyrir hafa þær átt þátt í að draga úr einkaframtaki. Þótt svartamark- aðsbrask hafi vafalaust aukið vöruskortinn telja margir að þa6 sé fremur einkenni en orsök hnign- unarinnar í efnahagsmálunum. f hópi hinna handteknu hafa verið kaupsýslumenn af asískum ættum og embættismenn, m.a. forstjórar ríkisverzlunarfélaga á lands- byggðinni, sem höfðu eftirlit með dreifingu matvæla. RÍKISSÓSÍALISMI Landið er undirlagt af ríkisfyr- irtækjum, ríkissamvinnufélögum, ríkisbönkum, ríkisplantekrum og ríkismarkaðsráðum og mikill halli er á rekstri þeirra. Kostnaður við skrifstofuhald yfirstjórna tveggja atvinnugreina var meiri en launa- greiðslur til fólksins, sem vann við framleiðsluna í þessum greinum 1983. Kerfið hefur þanizt út, en þótt margt hafi farið úrskeiðis hefur tekizt að draga úr ólæsi (85% eru læsir) og góður árangur hefur náðst í heilbrigðismálum. Heil- brigðisþjónustan er talin sú bezta í Afríku og 70% barna búa í innan við fimm km fjarlægð frá heilsu- verndarstöðvum, en þó deyja 600 börn undir fimm ára aldri á degi hverjum. Vinstrisinnar í öðrum löndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.