Morgunblaðið - 17.11.1985, Síða 15

Morgunblaðið - 17.11.1985, Síða 15
asei flaayavóví vt wjnkawvvsi?. .QiaA.iaviuoaow_ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 Svona eru byggingar olíufélaganna reistar, vegna frostsins í jörðu þýðir lítið að grafa grunna, frostið þrýst- Ir öllu hægt og bítandi upp á við. Það eru í staðinn reknir niður staurar og ótrúlega stór og vegleg mannvirki hafa verið reist á slíkum staurum. er hægt að aka lengra í norður. Starf mitt er fólgið í því að ég ek eða fer í þyrlu til borstöðva sem eru víða og geri við talstöðv- ar og bílasíma. A sumrin ferðast ég mikið með Twin Otter-flugvél með flotholtum, því þá er lent á vötnum og ám. Sumir af þessum olíuborpöllum eru langt úti í íshafinu, 150—200 km, en það getur verið erfitt að gera sér grein fyrir því, þar sem ísinn er jafnvel nokkurra metra þykkur Hvernig andrúmsloft og um- hverfi er svo þarna? „Það er óhætt að segja að ég hafi fengið „kúltúrsjokk" þegar ég kom þarna fyrst. Þarna eru bæði eskimóar og indíánar og einu hvítu mennirnir sem þarna búa eru þeir sem tengjast olíu- vinnslunni. Hinir innfæddu lifa á Sleðahundur: Falleg dýr og vinaleg að sjá, en engin gæludýr. Dæmigerð mynd af Ishafinu á þessum slóðum. Gert við vinnuvól á Íshafsísnum, 150 km á hafi úti á 69 gráðu noröur. Guttormur reynir að breiða segldúk yfir tækið og hjálpar þaö dálítiö. „Þetta hófst fyrir fjórum árum, er fjarskyldur Vestur—íslend- ingur kom hingað til lands. Hann á fallegt safn gamalla bíla og það var afráðið að ég færi vestur um haf með honum og ynni við þetta safn, sæi um viðhald o.fl. Frændi þessi býr í Bandaríkjunum og undi ég hag mínum vel þar um hríð, en svo var það fyrir tveimur árum, að ég sá fyrir nokkurs konar tilviljun auglýsingu í blaði. Þar var verið að leita að útvarps- virkja til að starfa fyrir olíufélög- in í „North West Territories" en svo heitir stærsta fylki Kanada og átti viðkomandi virki að hafa aðsetur við landamæri NWT og Alaska, fast við Norður-íshafið. Ég sótti um og var ráðinn." Segðu okkur eitthvað meira um þetta... „Þarna er borað fyrir olíu á veturna, einmitt þá vegna þess að þá er allt frosið og hægt að aka yfir hvað sem er á jeppum og vinnuvélum. Á sumrin myndi það ekkert þýða, því þetta eru freðmýrar og það er allt á floti á sumrin þar sem frost fer aldrei úr jörðu. Ég hef búið í þorpi sem heitir Inuvik, en hvergi í Kanada veiðum og í frístundum er bók- staflega ekkert við að vera ef barinn er undanskilinn og víst er að hinir innfæddu ekki síður en hvítir starfsmenn olíufélag- anna undanskilja hann ekki. Þetta er vel borguð vinna í ol- íunni, en margir drekka burtu allar tekjurnar jafn harðan og þær skila sér. Ég hef hins vegar haft áhuga á því að safna mínum peningum og þess vegna hef ég lagt þessa vinnu á mig. Það er þó ekki átakalaust að leggja fyrir, því þarna er afar dýrt að lifa, helmingi dýrara en annars staðar í Kanada." En í hverju er vinnan fólgin? „Það er mikil útivinna og hún er einkum erfið fyrir þær sakir, að kuldinn getur orðið gífurlegur á veturna, 80—90 stiga frost þar sem vindar ná að gnauða óáreitt- ir, en um 40 stig þar sem barr- skógar ná að hefta för vindsins. Úti á íshafsísnum eru engir barr- a m B 15 skógar og aðstaðan þar getur því orðið afar erfið. Því eru manna- skipti á þessum slóðum tíð og er ég ekkert hissa á því. Það hefur enginn fyrr enst eins lengi og ég í útvarpsvirkjastarfinu og ég er gallharður að halda þetta út í nokkur ár enn.“ Hvers vegna? „Jú, eins og ég sagði, þá eru launin góð og svo gefur þetta möguleika á því að ferðast. Ég á bæði bíl og mótorhjól fyrir vestan og síðasta sumar notaði ég fríið mitt til þess að ferðast um Bandaríkin þver og endilöng að kalla má. Ég fór á hjólinu suður alla vesturströndina og síðan yfir þvera Nevadaeyðimörkina. Tók í þetta rúman mánuð." Er lífsbarátta innfæddra á þess- um slóðum erfið? Ég skil ekki annað en að svo sé. Þetta eru veiðimenn upp til hópa og það er ekkert annað að gera. Þeir búa ýmist í tjöldum eða í hrörlegum kofum sem þeir hafa sjálfir reist sér eða fylkis- stjórnin. Eskimóarnir veiða aðal- lega hvali, svokallaða Beluga- hvali, einnig seli og hreindýr. Þeir nota töluvert sleðahunda og það eru engin gæludýr. Indíán- arnir veiða aðallega rádýr og hreindýr, einnig mikið úlfa og refi, en skinn þeirra selja þeir „Hudson Bay“-fyrirtækinu. Það eru margar indíánaþjóðir þarna, en engar af þessum nafnkunn- ustu, helst að ég nefni Deni- þjóðflokkinn. Þarna er ein elsta indíánabyggð Norður-Ameríku, Old Crow-byggðarlagið. Þessi upptalning segir manni að þarna er mikið dýralíf þótt kuldinn sé mikill og vetur langir. Ég hef séð áhrifamikla sjón, sjón sem ekki margir hafa séð, það eru moskus- uxarnir sem lifa fyrir norðan skógarmörkin við þau hrikaleg- ustu skilyrði sem hægt er að hugsa sér. Það er mikið af þeim þarna og eskimóarnir nýta sér þá einnig. Þá er þarna einnig mikið af bjarndýrum. Þegar fólk er á ferli við olíuborstöðvarnar úti í íshafinu, er jafnan „hvíta- bjarnarvakt". Þá er ekki fátítt að fólk lendi í klónum á brún- björnum (Kodiak eða brown be- ar) og sé limlest eða drepið. í heild séð er þetta heldur grá tilvera þarna norður frá, en kost- ir eru fyrir hendi, annars væri maður ekki að standa í þessu og það gefur augaleið að maður væri ekki að þessu nema laus og liðug- ur, fjölskyldumenn eru þarna ekki. Ég ætla því að halda þessu áfram um sinn og athuga svo minn gang í fyllingu tímans." - gg Húsgagnasýning Falleg á frábæru verði T.d. leðursófasettfrákr. kr. 75.500 stgr. Tausófasettfrá kr. 42.750 stgr. Stakir leöursófar frá kr. 29.800 stgr. Stakir tausófar frá kr. 18.900 stgr. Raðsófasettfrá kr. 41.700 stgr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.