Morgunblaðið - 17.11.1985, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.11.1985, Qupperneq 16
tl6 fl B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBKR198.5 w_______________-*i' MEXIKO Eitthvað óhreint undir rústunum Björgunarstarfið. Einn líkfundur- inn vakti óhugnanlegan grun. Það voru ekki einungis sjúkra- hús, gistihús og sambýlishús sem hrundu í jarðskálftanum mikla í Mexíkóborg á dögunum. Meðal þeirra bygginga sem eyðilögðust var skrifstofa aðalsaksóknarans í borginni og hávaðinn sem hruni hennar fylgdu endurómar enn um alla rómönsku Ameríku. Bygging þessi var einnig notuð fyrir varð- haldsfanga og voru þeir geymdir far á meðan yfirheyrslur fóru fram. rústum byggingarinnar fundust lík níu manna, sex fanga og þriggja lögreglumanna. Tveir fanganna voru Mexíkanar, en hinir fjórir Kolumbíumenn, og samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum voru þeir tjóðraðir á höndum og fótum. Ennfremur var látið að því liggja að lík Kolumbíumannanna bæru þess glögg merki að þeir hefðu verið pyndaðir. Kolumbíumenn höfðu verið fljót- ir að rétta Mexíkönum hjálparhönd þegar náttúruhamfarirnar dundu PLAGURl Eiturlyfin að verða landlæg hjá Egyptum Ofneyzla fíkniefna á borð við heróín og kókaín verður stöðugt meira vandamál í Egypta- landi og er nú svo komið að fjöl- miðlar landsins hafa hafið skipu- lega baráttu gegn þessum vágesti. Stjórnvöld hafa einkum áhyggjur af sívaxandi fíkniefnaneyzlu meðal nemenda i framhaldsskólum og háskólum landsins. Sagt er að fíkniefnasalar haldi varningi sín- um fast að unglingum allt niður í 13 ára aldur. Er þar einkum um að ræða sérstaka tegund heróíns, sem þeir kalla „stúdentapakka" og er stundum fólgið i súkkulaði. Aðalsaksóknarinn í Egyptalandi hefur krafizt þess að neyðarlög verði sett á svo að auðveldara verði að hafa hendur i hári fíkniefnasal- anna. Samkvæmt neyðarlögunum hafa yfirvöld heimild til að hand- taka menn og hneppa í varðhald án úrskurðar dómara. Umræðan um fíkniefnin hófst fyrir alvöru þegar einn af þekkt- ustu kvikmyndaleikurum Egypta var handtekinn fyrir að hafa heró- ín í fórum sínum. í kjölfar hand- tökunnar komu fram getgátur um að víða væri heróín á boðstólum í Kaíró, ekki sízt í glæsihöllunum við bakka I’''-’*- þar sem auðugir og frægir listamenn, rithöfundar og skáld halda og héldu veizlur fram á rauðar nætur. Egyptar hafa frá fornu fari neytt fíkniefna án þess að það hafi þótt tiltökumál. í landinu hefur verið stunduð ópíumrækt frá dögum hinna fornu faraóa og valmúategund sú sem ópíum er unnin úr sést á lagmyndum fornu hofanna í hinni sögufrægu borg, Þebu. Þeir sem neyta ópíums eru eink- um sveitamenn sem blanda því saman við teið sitt eða tyggja það. Hins vegar hefur þessi ópíumrækt aldrei vakið áhuga alþjóðlegra fíkniefnasala og neysla svæsnustu eiturlyfjanna, kókaíns og heróíns, hófst ekki að ráði í Egyptalandi fyrr en um 1981. Egypzkir stúdent- ar sem starfað höfðu í Evrópu í Fornar minjar: Valmúi á veggjum hofanna. sumarleyfum sínum smygluðu þeim inn í landið og síðan hefur smyglið aukist ár frá ári. Nú er talið að andvirði þessara háska- legu fíkniefna nemi árlega tug- milljörðum króna eða sem svarar helmingi þess fjár sem Banda- ríkjamenn verja árlega til að að- stoða Egypta. Enginn veit nákvæmlega hversu margir af íbúum Kaíró hafa ánetj- ast fíkniefnum, en læknar skýra svo frá að þriðjúngur sjúklinga þeirra hafi á einn eða annan hátt orðið fyrir heilsutjóni af völdum eiturlyfja. Sjónvarp, dagblöð og tímarit reka mikinn áróður gegn vágestin- um og taka svo djúpt í árinni að segja að framtíð þjóðarinnar velti á því hvort takizt að kveða hann niður. Einn þeirra sem hafa fjallað um málið hefur jafnvel fullyrt að „erlend ríki vinni að því að brjóta niður heitan verkalýðinn í Egypta- landi með því að koma sterkum fíkniefnum á markaðinn." „Ríkið verður að viðurkenna að það háir baráttu upp á líf og dauða og það verður að brjóta þá á bak aftur sem standa að fíkniefna- smyglinu," sagði sami maður ný- lega í blaðagrein. — KATHRYN DAVIES yfir sem og aðrar þjóðir Suður- Ameríku. Hins vegar hefur fundur líkanna fjögurra leitt til þess að sambúð ríkjanna hefur kólnað verulega. I öllum ríkjum rómönsku Amer- íku og þar á meðal Kolumbíu hefur lögreglan, sem bæði er fáliðuð og illa launuð, haft á sér orð fyrir spillingu og hrottaskap. Hins vegar hefur lögreglan í Mexíkó verið þar óumdeilanlega fremst í flokki. Einkum varð hún illræmd á árabil- inu 1976—1982, sem var valdatími Jose Lopez Portillo forseta, en það er litlum efa undirorpið að stjórn hans hafi verið sú spilltasta sem setið hefur í Mexíkó á síðustu árum og er þá mikið sagt. Talið er að lögrelgustjori Mexíkóborgar, Art- uro Durazo Moreno hafi í forsetatíð Porteillos dregið sér um hálfan milljarð króna með mútuþægni í starfi sem og aðild að fíkniefna- smygli og vopnasölu. Hann flúði land árið 1982, en bandaríska alrík- islögreglan handtók hann í Puerto Rico á síðasta ári. Hann er í fang- elsi í Los Angeles og bíður þess að verða framseldur til Mexíkó. Núverandi forseti Mexíkó, Miguel de la Madrid Hurtado, og stjórn hans þykir snöggtum heiðarlegri en forverarnir. Eigi að síður heldur lögreglan áfram að vera eins konar ríki í ríkinu. Fyrr á þessu ári voru lögreglumenn í fylkinu Jalisso handteknir og ákærðir fyrir rán og morð. Þá er talið að mexíkanska lögreglan hafi átt einhvern þátt í hvarfi og drápi bandariskra borg- ara í Mexíkó á síðasta ári. Fundur líkanna af Kolumbíu- mönnunum fjórum hefur valdið miklum úlfaþyt í Kolumbíu og Mexíkó. Borgaryfirvöld í Mexíkó fullyrða að mennirnir hafi látizt samstundis af völdum jarðskálft- ans og hafi ekki verið pyndaðir. Þessu hefur þó verið andmælt af hálfu mexíkanskra lækna sem rannsökuðu líkin og bera þeir að tveir fanganna að minnsta kosti hafi verið látnir sæta barsmíðum. í Mexíkó er því haldið fram að Kolumbíumennirnir hafi viður- kennt aðild að 50 bankaránum svo og fimm aðrir landa þeirra sem einnig voru í haldi. En málið tók nýja stefnu þegar eitt lík til viðbótar fannst skammt frá rústum byggingarinnar og ljóst var að viðkomandi hafði verið myrtur. Líkið fannst í farangurs- geymslu bifreiðar rétt við skrif- stofu saksóknarans og reyndist vera af mexíkönskum lögfræðingi. Samkvæmt skýrslum lækna mun hann hafa verið kyrktur, en ekki ber heimildum saman um hvar bíllinn fannst. Samkvæmt fyrstu fréttum fannst hann undir rústum byggingar saksóknaraembættisins og hafði verið lagt á bílastæði byggingarinnar. Embættismenn halda því á hinn bóginn fram að bíllinn hafi fundizt undir rústum byggingar þarna í grenndinni. Lögfræðingar í Mexíkó líta þann- ig á að fundur líkanna fimm veiti þeim kærkomið tækifæri til þess að sanna hrottaskap og spillingu á lögregluna. Hópur lögfræðinga í Mexíkóborg þykist geta sannað að hún hafi heitið Kolumbíumönnum því að fallið yrði frá málssókn á hendur þeim. Þeim var og lofað öruggri fylgd úr landi, en í staðinn áttu þeir að vísa lögreglunni á skartgripi og annað fémætt sem þeir höfðu stolið og kváðu yfirmenn lögreglunnar hafa ætlað að skipta ránsfengnum á milli sín. — GEOFFREY MATTHEWS. Aðstoðin gæti reynst tvíeggjuð Eftir langvarandi þurrka og hungursneyð í mörgum lönd- um Afríku er loks farið að rigna þar á nýjan leik. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur af því til- efni sent út viðvörun þess efnis að fari menn ekki að með gát geti matargjafir frá Vesturlöndum haft alvarlegar afleiðingar I för með sér. Bændur í Eþíópíu, Súdan og Shael-héruðum Vestur-Afríku hafa nú byrjað ræktun á nýjan leik og er talið að uppskera verði nokkuð góð. Ef matargjafir frá Vesturlöndum halda áfram að berast er hætt við því, að verð á matvælum lækki og valdi bændum í Afríku þungum búsifjum og jafn- vel gjaldþroti. Þar með myndu dvina verulega vonir um að þjóð- irnar yrðu sjálfum sér nógar í framleiðslu matvæla. Aðalframkvæmdastjóri FAO sagði nýlega að ítrustu varkárni þyrfti að gæta við flutning og afhendingu á matvælum sem safn- ast hefðu til sveltandi Afríkuþjóða en hefðu ekki enn borizt þangað. Ástæðan væri sú, að „sendingarn- ar mættu ekki koma á uppskeru- tíma, að öðrum kosti gætu þær valdið samdrætti í framleiðslu heima fyrir og fyllt takmarkaðar birgðageymslur, sem heimamenn þyrftu á að halda fyrir eigin fram- leiðslu." Menn óttast að matvælasend- ingar sem mikil þörf hefur verið á, berist of seint. Ef sú verður raunin munu þær að engu gagni koma en valda þess í stað tjóni. Eigi að síður hefur Eduard Saouma framkvæmdastjóri FAO, sagt að í sumum Afríkuríkjum verði þörf á matarsendingum á næsta ári. Til dæmis munu Ang- ólamenn þurfa 50% aukningu á matvælaaðstoð á næsta ári, en þar hefur rignt mjög lítð. Ennfremur er talið að þörf verði á aukinni matvælaaðstoð í Botswana. Þótt vel hafi rignt í Eþíópíu að undanförnu er ekki loku fyrir það skotið að sums staðar þar um slóð- ir verði þörf á aðsendum matvæl- um. Marga bændur skorti fræ í ár sem og áburð til þess að hafa full not af hinni langþráðuúrkomu. Eduard Saouma segir að fram- farir í landbúnaði í Afríku byggist á „samræmdri og virkri aðstoð við bændur". Hins vegar sýna tölur að lítil aukning hefur verið á hjálp- arstarfi Vesturlanda. Frá árinu 1980 hefur um það bil 4,5 milljörð- um króna verið varið árlega til aðstoðar i landbúnaði i löndum þriðja heimsins, en það þýðir í raun að þrátt fyrir hungursneyð- ina í ár veittu Vesturlönd 20% minna fé en áður til þess að styðja þróunarlöndin til sjálfsbjargar í matvælaframleiðsiunni. -JOHN MADELEY VANDRÆÐI Pólverjar eru að kafna í kolareyknum Zcie Warzawy, hið opinbera málgagn stjórnarinnar í Pó"andi, hefur nú um skeið fjallað um versnandi ástand í umhverfis- málum landsins. Þessi skrif hafa að vísu verið lítt áberandi, og blaðið hefur einkum greint frá opinberum skýrslum um umhverf- ismál, en þó hefur borið við að það hafi skotið inn eigin athugasemd- um um málið. í marz 1983 flutti blaðið til dæmis „neyðaráætlun stjórnar- innar um sparnað eldsneytis og orku svo og nýtingu úrgansefna". Aftan í þessa áætlun hnýtti svo blaðið sérstakri athugasemd, þess efnis að í staðinn fyrir að brenna kolum í sementsverksmiðjum væri nú ætlunin að brenna gömlum hjólbörðum. Ennfremur bætti blaðið við eftirfarandi umsögn: „Skýrslan hvetur einnig til að notað sé innlent eldsneyti svo sem timbur, mór og brúnkol, en það myndi auka eiturefni í andrúms- loftinu". Að þessu sinni, hefur það verið mun beinskeyttara I gagnrýni sinni á ástand umhverfismála. í september sl. komst það höndum yfir 30 blaðsiðna skýrslu sem samin hafði verið um umhverfis- mál í Póllandi. Pólska vísindaaka- demían hafði veg og vanda af skýrslunni, eða öllu heldur sú deild hennar sem fjallar um efnavísindi. Meðal þeirra sem lögðu hönd að verki voru 27 prófessorar, og flest- ir þeirra líffræðingar, læknar eða efnafræðingar. Það er ófögur lýsing sem skýrsl- an bregður upp. Þar er fullyrt að Umhverfismálastofnun Evrópu hafi árið 1983 talið að mengun í aðildarríkjunum væri hvergi meiri en í Póllandi, einkum mengun af völdum iðnaðar og farartækja. Pólska visindaakademían kemst að sömu niðurstöðu. Flestar Evrópuþjóðir hafa dreg- ið úr atvinnurekstri sem byggist á mikilli kolabrennslu. Þetta hefur Pólverjum hins vegar ekki tekizt. Of lítið er um varúðarráðstafanir gegn því að eitruð úrgangsefni leiti út í andrúmsloftið, og þótt sett hafi verið löggjöf í því skyni að draga úr mengun er hún nánast

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.