Morgunblaðið - 17.11.1985, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.11.1985, Qupperneq 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 • Haiiey haiaatjaman þegar hún kom hér aíöaat áriö 1910. Nú ar hún komin aftur, atundvía aö venju. Umferöartími hennar 77ár. Viðtal við Þorstein Sæmunds- son, stjarn- fræðing, sem þegar er farinn að fylgjast með henni S 1 sjónauka Þonfinn Smmundtaon, atjam- frmóingur. Halastjarnan Halley sést greinilegast frá íslandi í janúar Einu sinni á mannsaldri kemur frægasti farand- riddari himingeimsins, halastjarnan Halley, utan úr myrkrinu, þýtur fram hjá Jörðinni, tekur sveig í kring um sólina og kemur tvíefld fram undan henni með bjartari hala úr ryki og lofttegundum. Eftir að hafa farið aftur fram hjá Jörðinni á útleið hverf- ur þessi fræga halastjarna út í tómið sem hún kom úr, út fyrir okkar sjónarsvið. Þessi stund er ein- mitt nú. Ekki von á henni aftur fyrr en eftir um það bil 77 ár. Flestir eiga því kost á að sjá þessa halastjörnu einu sinni enda spannar umferð hennar svipaðan tíma og meðalmannsæfi. U Það er gaman að sjá þessa frægu hala- stjörnu. En svo mikið veð- ur hefur verið gert af komu hennar að ég óttast samt að fólk kunni að verða fyrir nokkrum vonbrigð- um,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur er blaðamaður Mbl.leitaði frétta af þessum merka viðburði hjá honum. Þorsteinn er nú samt búinn að sjá Halley- halastjðmuna. Kvöldið áður en við litum inn hjá honum í Raunvís- indastofnun hafði hann greint hana gegn um handkfki, en sagði að til þess þyrfti maður að vita nákvæmlega hvar hennar væri að leita. Þá var hún í nautsmerkinu. En hún verður bjartari áður en hún hverfur fyrir sólu. Að kvöldi 15. og 16. nóvember ætti að verða skást að finna hana, þótt hún sé ekki sérlega björt þá heldur. Þá er hún næst sjöstirninu, um tvær fingurbreiddir útréttrar handar neðan við það. Hún lítur út eins otr daufur ljóshnoðri. Halinn sést ekki ennþá að heitið geti. Síðan heldur hún áfram gegnum hrúts- merkið og fiskamerkið f nóvember. Seint í desember gengur hún svo í vatnsberamerkið. í byrjun janúar mun halastjarnan sjást hér á norðurhveli jarðar. Ætti þá að sjást með berum augum. Samt verður hún ekki mjög björt, ekki eins og hún var 1910. En til þess að sjá hana vel verður maður auðvitað að komast frá öllum ljós- um,“ tekur Þorsteinn fram. „Og svo verður að gefa sér tíma til að venjast myrkrinu. Aðlögun getur tekið allt að 20 mínútum. Reykja- vík er svo skelfilega vel upplýst borg. Áður nægði mér að fara upp í Breiðholt, en birtan frá byggðinni er orðin alltof mikil þar, svo að nú verður maður að fara a.m.k. í Rauðhólana til að líta eftir stjörn- um. Hvað birtuna snertir er Lon- don jafnvel betri til stjörnuat- hugana, a.m.k. í úthverfunum. Tunglskin eða norðurljós spilla líka fyrir ef reynt er að sjá hala- stjörnu. Betra að himininn sé dökkur. Við góð skilyrði ætti þó að vera hægt að sjá Halley-hala- stjörnuna nú þegar í venjulegum handsjónauka." Sést best frá íslandi í janúar í 150. árgangi Almanaksins fyrir ísland 1986, sem er nýkomið út, skrifar Þorsteinn Sæmundsson um komu halastjörnu Halleys, sýnir braut hennar með teikningu Oriona. Mynd R. Schild and T. Stephenaon/Smithaonian-atjörnuatöö- inni. og birtir töflu með áætlaðri fjar- lægð og birtustigi. Ættu þeir sem ætla sér að finna hana á himni að hafa þá töflu við hendina. Með því að bera hnitin saman við stjörnukortin í almanakinu má sjá í hvaða stjörnumerki hala- stjarnan er á hverjum tíma. Þá er sýnt í töflunni hve langt hala- stjarnan er frá jörðu og hve björt hún verður. Birtuna er þó erfitt að áætla fyrirfram, því halastjörn- ur sýna oft óvæntar birtubreyting- ar. Geta átt það til að blossa upp. í almanakinu segir Þorsteinn: „Halastjarna Halleys verður næst sólu hinn 9. febrúar 1986. Þótt afstaða hennar til sólar verði óhagstæð, sérstaklega á norður- hveli jarðar ætti hún að sjást greinilega frá íslandi í janúar- mánuði. Hinn 1. janúar verður hún 19 gráður yfir sjóndeildarhring í suðvestri við dagsetur í Reykjavík. Útreikningar benda til þess, að hún verði þá orðin sýnileg berum augum. Næstu daga nálgast hún ört sólu og lækkar á lofti, en birta hennar fer jafnframt vaxandi og halinn ætti að verða meira áber- andi. Eftir miðjan janúar fer tunglskin að spilla athugunarskil- yrðum, auk þess sem halastjarnan er þá komin mjög nærri sólu og hverfur brátt í sólarbirtuna. Eftir að halastjarnan hefur farið fram-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.