Morgunblaðið - 17.11.1985, Síða 32
32 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985
mmhnn
“Qorr\\\ hciVnski lykillinn minn vill ekki
Opncx úiihurðinA, Xrúhtikrátt."
.. .að láta tilbiðja
sig.
TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved
°1985 Los Angeles Times Syndicate
Fá fimm glös af rustamcnn-
is-saft!
HÖGNI HREKKVÍSI
Okurlánin að
sliga fólk
Fyrir stuttu kom þörf ábending
til ráðamanna þessarar okurlána-
þjóðar um að mikill fjöldi manna
séu að verða gjaldþrota þrátt fyrir
þrælavinnu og heiðarleika í hví-
vetna. Hvað veldur? Ætli þurfi að
útskýra það nánar? Öllum hugs-
andi mönnum ætti að vera ljóst
að verðtryggðu okurlánin eru að
sliga fjölda fólks og það sem verra
er, það er að fara með heilsu fjöl-
margra heiðarlegra manna, eyði-
leggja heimili og hjónabönd og
skipta þjóðinni í sárgraman hóp á
annan veginn, en gírugan gróða-
hóp á hinn veginn.
Mér varð það á að taka verð-
tryggt okurlán árið 1981. Þetta
okurlán var þá 30 þúsund krónur.
Nú hefi ég staðið í skilum allar
götur síðan, greitt okurvexti og
borgað af þessu láni. Nú er láns-
upphæðin orðin rösklega eitt-
hundrað þúsund krónur. Það
hljóta allir heilvita menn að sjá
hversu vonlaus barátta það hlýtur
að vera fyrir þá, sem hafa tekið
hærri lán en þetta smáræði, þeir
hljóta að fara á hausinn fyrr en
síðar.
Árið 1981 gekk mér betur en nú
að lifa af launum mínum. Þá var
verð á matvælum viðráðanlegra.
Nú hrökkva launin varla til þess
að fæða fjölskyldu mína, hvað þá
að klæða hana sómasamlega. Á
meðan vex okurlánið og vex eins
og púkinn á fjósbitanum. Hvað
hugsa forráðamenn þessarar þjóð-
ar? Ætla þeir ekki að leiðrétta
þetta svívirðilega okur? Það er ef
til vill skýringin á þessu, að þeir
sem eiga fé í bönkum, horfa gírug-
um augum á sinn sjóð stækka á
kostnað hinna sem verr eru stadd-
ir.
Raunsær
Mikilvægt er að gangandi vegfarendur beri endurskinsmerki nú
þegar skammdegið færist yfir.
HEILRÆÐI
Skammdegið færist yfir
Foreldrar:
Látið börnin bera end-
urskinsmerki. Notkun
þeirra tryggir öryggi
barnanna í umferðinni.
Kennarar:
Brýnið fyrir börnunum
að fara varlega í umferð-
inni og gefið þeim góð ráð
í þeim efnum.
Vegfarendur:
Hvert fótmál í umferð-
inni krefst umhugsunar
ogaðgæslu.
Ökumenn:
Ljósker bifreiðanna
verða að vera hrein og
ljósin rétt stillt til þess
að ljósmagnið nýtist sem
best við aksturinn. Rétt
notkun stefnuljósa auð-
veldar alla umferð.
Hjólreiða- og bifhjóla-
menn:
Hafið öryggisbúnað
hjólanna í fullkomnu lagi.
Munið ljósabúnaðinn og
endurskinsmerkin. Klæð-
ist ávallt yfirhöfnum í
áberandi lit með endur-
skins-merkjum.
Víkverji skrifar
Ifréttum sjónvarps fyrir nokkru
var sagt frá því að smygl á
fíkniefnum milli Danmerkur og
Svíþjóðar væri alvarlegt vandamál
og virtist sífellt aukast. Þar kom
fram að lögreglumenn telja að
aðeins takist að koma í veg fyrir
5% af þessu smygli. 95% varnings-
ins komist á milli landanna og
aðferðir glæpamannanna verða
sífellt þróaðri. Þetta leiðir hugann
að smygli á fíkniefnum til íslands.
Á skömmum tíma hefur komist
upp um smygl á miklu af amfeta-
mfni hingað til lands. Efninu hefur
verið komið um borð í íslenska
togara í höfnum erlendis. Skyldi
árangur íslenskra löggæzlumanna
vera svipaður og þeirra í Dan-
mörku og Svíþjóð?
xxx
Gamli bærinn í Hafnarfirði
stendur á sérlega fallegum
stað og við höfnina blandast sam-
an iðandi athafnalíf og vinaleg
fegurð. Hafnfirðingar hafa verið
iðnir við að gera upp gömul hús á
liðnum árum og eru mörg þeirra
þekkt úr sögu bæjarins. Niður við
höfnina steinsnar frá Hvaleyri
hf., áður Bæjarútgerðinni, eru
Sivertsenshús og Bryde-hús. Bæði
eru þessi hús notuð sem minjasöfn.
í húsunum sitt hvorum megin við
eru veitingastaðirnir Riddarinn og
A. Hansen. Mikil vinna var lögð í
breytingar á þessum húsum og þar
er nú boðið upp á góðar veitingar
í skemmtilegu umhverfi. Andi lið-
ins tíma hefur ekki tapast í endur-
byggingunni og veitingarnar eru f
takt við það sem nú gerist í ís-
lenzkri matargerð.
XXX
Okurmál eru mjög í sviðsljósinu
um þessar mundir, auk þess
sem nú eru birtar ákærur og
kveðnir upp dómar í hverju fjár-
svikamálinu á fætur öðru.
Að öll þessi mál koma upp á
yfirborðið núna getur varla verið
tilviljun. Ein ástæðan er vafalaust
sú, að um leið og tekst að hafa
hemil á verðlagsþróuninni í
landinu koma f ljós ýmis kýli sem
annars er unnt að fela í óðaverð-
bólgunni. Önnur ástæðan er án efa
sú að löggæsla og dómsvald eru
betur á verði gagnvart brotum af
þessu tagi, jafnframt því sem
kunnáttu og þekkingu við rann-
sókn og meðferð slíkra mála hefur
fleygt fram hér á landi á allra
síðustu árum.
En fyrst og fremst afhjúpa
svikamálin öll verulegar mein-
semdir í fjármagnskerfi okkar.
Okurlánastarfsemi til að mynda
blómstrar ekki án þess að raun-
veruleg þörf sé fyrir hana. Þessi
starfsemi byggist fyrst og fremst
á því að leysa tfmabundinn fjár-
magnsskort smáfyrirtækja, sem
eru tilbúin að greiða fyrir þá þjón-
ustu á afarkjörum — e.t.v. vegna
þess að þessir aðilar geta oft á
tíðum velt þessari vaxtabyrði með
einhverjum hætti út í verðlagið.
Ljótasti þáttur okurlánastarfsem-
innar er hins vegar þegar okurlán-
ararnir nýta sér neyð fólks, sem
leitar á þeirra náðir í örvæntingu,
og komast jafnvel upp með að blóð-
mjólka það svo árum skiptir.
Okurstarfsemin verður hins
vegar aldrei upprætt að fullu nema
hoggið sé að sjálfri rótinni, þ.e.
fjármagnsskortinum í landinu. Nú
er samt tæpast hægt að segja að
svigrúmið sé mikið f þeim efnum
eins og háttar til hér á landi.
Alltof stór hluti þjóðartekna fer
til að greiða afborganir og vexti
af erlendum lánum vegna offjár-
festingarveislu liðinna ára. Þess
vegna er nærtækast að gera ráð-
stafanir til að laða allt það fjár-
magn sem til er í landinu inn á
hinn opna fjármagnsmarkað. Lyk-
ilatriði í slíkum ráðstöfunum eru
verðbréfamarkaðir, sem reknir eru
fyrir opnum tjöldum og settir
undir eðlilegt eftirlit, t.d. af hálfu
bankaeftirlitsins. Þar eiga fjár-
magnseigendur að geta fengið
„hæsta eðlilega ávöxtun fjármuna
sinna og freistast þar af leiðandi
síður til að leita með þá í skúma-
skot neðanjarðarhagkerfisins. Það
væri því mikill skaði ef okurlána-
umræðurnar nú yrðu til að kippa
fótunum undan heilbrigðum verð-
bréfaviðskiptum eins og nú eru
hjá aðilum sem standa að væntan-
legu Verðbréfaþingi Islands. Önn-
ur leið til að draga úr fjármagns-
skortinum er síðan að laða til
Iandsins erlent fjármagn í formi
fjárfestinga í ýmsum nýiðnaðar-
og smáfyrirtækjum. Það mun hins
vegar krefjast þróaðri fjármagns-
markaðar heldur en hér er að finna
núna — fjármagnsmarkaðar sem
rekinn yrði á svipuðum frjálsræð-
isgrunni og í löndunum sem næst
okkur liggja og mestan áhuga
munu hafa á að fjárfesta hér á
landi.