Morgunblaðið - 20.11.1985, Side 17

Morgunblaðið - 20.11.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER1985 17 Brugghús hugmynda — eftirÁrna Sigfússon Okkur væri nær að gera at- vinnumálin að jafn vinsælu um- ræðuefni og bjórleysið hefur verið okkur íslendingum. Ólíkt eru nú atvinnumálin meira uppbyggjandi málefni og ekki skortir síður heild- arstefnumótun þar fremur en í bjórmálinu. Við stöndum á margan hátt á tímamótum í atvinnumálum. Ör tækniþróun hefur gert mikið af búnaði íslenskra fyrirtækja úrelt- an og Reykjavík, ein stærsta ver- stöð landsins, hefur heldur ekki farið varhluta af aflatregðu í sjáv- arútvegi á undanförnum árum eða rangri fjárfestingarstefnu stjórn- valda. Allt þetta má þó færa til betri vegar. Þar kemur til aukin tækni- þekking til sjós og lands og auknar kröfur um bætta nýtingu þeirra fjársjóða sem íslendingar varð- veita. En við erum ekki ein um hina nýju tækni og aukna aðhalds- stefnu. Við erum meira að segja á eftir nágrannaþjóðum okkar í þeim efnum, þótt ekki vanti mikið á. „Við þurfum að auka upplýsingastreymi varð- andi tækninýjungar til landsins og reisa áveitu- stöð er ber slfkar hug- myndir til atvinnufyrir- tækja og tækni- og vís- indastofnana. Við skulum reisa hér „brugghús hug- mynda“.“ Við höfum mjög margt vel menntað fólk og vinnufúsar hend- ur. Mikilvægasti efniviðurinn til þess að byggja hér „brugghús hugmynda" er til staðar í landinu og við höfum fólkið til þess að vinna slíkar hugmyndir í áþreifan- lega hluti. Hvað vantar þá á? Ég vil kalla tvennt til ábyrgðar. Eitt leiðir þó af öðru. Okkur skort- ir jákvæða umfjöllun og stuðning almennings við slík þjóðþrifamál. Okkur skortir aukinn skilning almennings á gildi atvinnurekstr- ar og þess að hann eigi, og þurfi að bera eitthvað út bítum til þess að geta þroskast og dafnað. Því hefur nægilegt áhættufjármagn ekki verið fyrir hendi handa einka- rekstri á íslandi. Án áhættufjár- magns halda atvinnufyrirtæki ekki út í nýjan atvinnurekstur. Þessu þarf að breyta. Við þurfum að styrkja fyrirtæki til þess að aðlaga sig breyttum og arðbærari framleiðsluháttum. Við þurfum að veita fyrirtækj- um hagstæð lán til markaðsleitar. Við getum stutt fyrirtæki með fyrirgreiðslu varðandi lóðaúthlut- un, aðstöðugjald og ýmis rekstrar- gjöld. Við þurfum að sérhæfa okkur í auknum mæli, byggja á aðstæðum okkar og þeirri þekkingu sem okkur hefur borist og er stöðugt í mótun. Við þurfum að auka upplýsinga- streymi varðandi tækninýjungar til landsins og reisa áveitustöð er ber slíkar hugmyndir til atvinnu- fyrirtækja og tækni- og vísinda- stofnana. Við skulum reisa hér „brugghús hugmynda". í kringum öfluga áveitustöð upplýsinga skulum við reisa aðstöðu fyrir tæknistofnanir háskóla og atvinnuvega, sem þarfnast nú mun nánara innra samstarfs og tengingar við at- vinnufyrirtækin. Stjórnendur fyr- Árni Sigfússon irtækja ættu að vera daglegir og kærkomnir gestir í slíku brugg- húsi. Þannig búum við þeirri snilli sem býr í íslenskum tækni- og vísindamönnum mun betri aðstöðu til þess að blómstra. íslenskur hugbúnaður, rafeindaiðnaður í tengslum við sjávarútveg og orku- ver, jarðvarmatækni, líftækni og efnistækni, ásamt spennandi verk- Breytt lánakerfi mundi efla gömlu íbúðahverfin — eftir Jónu Gróu Sigurðardóttur Húsnæðispólitíkin hefur lengi staðið í vegi fyrir viðhaldi og endurnýjun húsa í gamla bænum og þar með viðgangi hans. Við svo búið getur ekki lengur staðið. Styrkja þarf íbúðahverfi gamla bæjarins, og gæða þau lífi með skipulögðum aðgerðum. Jafna verður þann aðstöðumun á hús- næöislánum sem nú er á milli þeirra sem byggja og þeirra sem kaupa notaðar (búðir. Lánakerfið á að vera hlutlaust að þesu leyti og á ekki að standa í vegi fyrir góðri nýtingu á því húsnæði sem fyrir er í borginni. Mikill meirihluti íbúa gamla bæj- arins hefur á undanförnum árum verið eldri borgarar, en mikill og vaxandi áhugi ungs fólks er nú á því að setjast þar að. Hagkvæm þróun fyrir Reykvíkinga Reykvíkingum yrði mikill hagur í slíkri þróun með tilliti til þeirrar þjónustu sem þar er þegar fyrir hendi. Hér má nefna heilsugæslu, skóla, löggæslu, góðar almennings- vagnasamgöngur, verslanir og aðra þjónustu. Lífga þarf upp á gömul leik- og útivistarsvæði með því að gera þau aðlaðandi fyrir unga sem gamla. Verslunina í gamla bænum þarf að styrkja, en hún hefur átt í erfið- leikum, þar sem þungamiðja íbúðabyggðar hefur sífellt verið að fjarlægjast. Lagfæra þarf ýmsa óhagstæða þætti eins og umferðar- hnúta og skort á bifreiðastæðum. Margt af því gamla fólki sem býr í gamla bænum er í allt of stórum húsum og jafnvel eru dæmi þess að ein manneskja búi í heilu húsi. Þetta fólk vill gjarnan minnka við sig húsnæði. Ef hús- næðislánakerfið mismunaði ekki lántakendum eftir því hvort hús- næði er nýtt eða gamalt, hefði þetta gamla fólk meiri möguleika á að selja eignir sínar, ef það óskar þess. Það gæti keypt sér hentugra húsnæði, t.d. verndaðar þjónustu- íbúðir fyrir aldraða, þar sem það gæti búið við öryggi í ellinni. Æskilegt er að íbúafjöldi í gamla miðbænum aukist og aldurssam- setning breytist, þannig að ungu fólki og börnum fjölgi. Vinna þarf í ríkum mæli að viðhaldi og endur- bótum á gömlu húsunum. Forsenda fyrir því að þetta geti gerst er að reglur um lánafyrir- greiðslur séu þær sömu, hvort sem keypt er nýtt eða gamalt húsnæði. Gamli bærinn í Reykjavík nýtur þess umfram önnur hverfi að vera bæði stór og fjölbreytilegur og nálægt stórum atvinnusvæðum. Þar er fyrir hendi eitt elsta versl- unarsvæðið og þar hefur skapast ákveðin hefð. Ovissa í skipulags- málum gamla miðbæjarkjarnans hefur valdið mörgum húseigand- anum vandræðum. Þróttmikið starf Nú er óvissuástandi í skipulagi vonandi að ljúka. Núverandi borg- arstjórnarmeirihluti hefur gert stórátak í skipulagsmálum gamla miðbæjarins. Þar kemur fram vilji til að efla og endurnýja gamla miðbæinn sem miðstöð stjórn- sýslu, þjónustu og verslunar, og ekki síst, að þar verði vettvangur fyrir fjölskrúðugt mannlíf. Nýtt skipulag hefur verið gert fyrir Skúlagötureit, sem gerir ráð fyrir rúmlega tvö þúsund manna byggð. Vinna sem unnin er að skipulags- málum „Kvosarinnar" mun von- andi verða til samþykktar á næstu mánuðum. Nýgerðar breytingar á neðsta hluta Laugavegar eru stórt framfaraspor. Þar er réttur gang- andi fólks aukinn verulega og komið er fyrir bekkjum og trjám til að glæða umhverfið lífi. Ég vona að þróttmikið starf borgarstjórnarmeirihlutans, undir forystu Davíðs Oddssonar borgar- stjóra, fái brautargengi í næstu kosningum, til að það skipulags- starf sem hafið er nái fram að Jóna Gróa Sigurðardóttir „Æskilegt er aö íbúa- fjöldi í gamla miðbæn- um aukist og aldurssam- setning breytist, þannig að ungu fólki og börnum fjölgi. Vinna þarf í ríkum mæli að viðhaldi og endurbótum á gömlu húsunum.“ ganga. Okkur miðar vel og auðvit- að er ætíð hægt að gera Reykjavík að ennþá betri borg. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstædisflokkinn og formadur féiagasamtakanna Verndar. efnum í matvælaframleiðslu, yrðu allt verðug viðfangsefni í brugg- húsinu. Hvernig getur náðst samstaða á Alþingi fyrir stefnumótun að brugghúsi hugmynda og átaki í atvinnumálum, þegar smámálin virðast ósættanleg? Því miður er ekki ennþá nóg að sjálfstæðismenn, og reytingur þingmanna úr öðrum flokkum, séu tilbúnir til stórra verka. Því hafa þessi mál setið á hakanum. Þá sýnist mér skilningur stjórnenda margra atvinnufyrirtækja vera takmarkaður fyrir því að þörf sé á að leggja fram áhættufjármagn, þótt stærsta skýringin sé auðvitað sú að ekki skuli bjóða það sem ekki er til. Hverjir geta þá tekið af skarið? Reykjavíkurborg hefur styrk til slíkrar stefnumótunar. Við gætum framfylgt framsækinni atvinnu- málastefnu í samvinnu við menntastofnanir og atvinnufyrir- tæki. Við höfum hér hagkvæmustu aðstöðuna, þekkingu, fólk og fjár- magn, og síðast en ekki síst sam- henta og áhugasama stjórn. Aðeins ef við sjálf viljum. Höfundur er við háskólanám í rekstrarhagfræði og stjórnunar- fræðum íBandaríkjunum. Hann er fyrrrerandi framkvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Reykhólasveit: Harma seina- gang f samn- ingagerð um Þörunga- vinnsluna Miöhúsum, 18. nóvember. NEMENDARÁÐ Reykhóla skóla gekkst fyrir almennum borgarafundi í Reykhólaskóla um Þörungavinnsluna á dögun- um. Til þess að hafa framsögu í málinu fékk ráðið Vilhjálm Sigurðsson, oddvita, Inga Garð- ar Sigurðsson, hreppstjóra, Jón Árna Sigurðsson, formann Verkalýðsfélagsins Grettis, og Kristján Þór Kristjánsson, for- ' stjóra Þörungavinnslunnar. 27 manns voru mættir á fundinn og var áhugi mikill meðal fundarmanna um mál- efni Þörungavinnslunnar og voru fundarmenn á einu máli um þá miklu þörf, sem væri fyrir byggðarlagið að halda rekstri Þörungavinnslunnar áfram. Eftirfarandi tillaga var samþykkt: „Álmennur borgarafundur haldinn í Reykhólaskóla 14. nóvember 1985 harmar seinagang stjórnvalda í samningagerð við heimamenn í samræmi við lög frá 25. júní 1985. Fundur- inn skorar á iðnaðarráðherra og ríkisstjórn að taka málið til afgreiðslu á grundvelli nefndra laga.“ Fundarstjóri var Ebeneser Jónsson, skrif- 1 stofumaður á Reykhólum. Sveinn r,íslaS— álóí- aðta' pgiG« tjSSíS- itváVetoi- Stuðninqsmenn Páls. Gislasonar rnæla með honum í ANNAÐ SÆTIÐíprófkjöriSjálfstæðisflokksms. E i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.