Morgunblaðið - 11.12.1985, Page 1

Morgunblaðið - 11.12.1985, Page 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 280. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ákafír bardagar í Afganistan Þrjú hundrud stjórn- arhermenn hafa fallið undanfarna daga I.slamabad, 10. des. AP. AFGANSKIR skæruliðar hafa fellt um 300 hermenn Kabúlstjórnar- innar í áköfum bardögum undan- farna daga. Hafa bardagarnir ve- rið hvað harðastir í héraðinu Herat í vesturhluta landsins. Herat er nærri landamærum írans. Þar kom einnig til mikilla bardaga um miðjan síðasta mánuð. Að undanförnu hafa skæruliðar hvað eftir annað gert árásir á bilalestir Sovétmanna á þjóðvegin- um frá sovézku landamærunum til Kabúl og oft haft hluta af þessum þjóðvegi á valdi sínu. Vegna árása skæruliða varð um síðustu mánaðamót að loka í heila viku jarðgöngum, sem þjóðvegur- inn liggur í gegnum. Um svipað leyti eyðilögðu skæruliðar fjóra tankbíla og skemmdu 20 til við- bótar, er þeir sátu fyrir bílalest, sem flutti eldsneyti til sovézka hernámsliðsins. Skæruliðar gerðu einnig fyrir skömmu tvær miklar flugskeyta- árásir á Kabúl. I annarri þeirra féllu 6 stjórnarhermenn, sem gættu varnarmálaráðuneytisins. Hinn 30 nóvember sl. varð herbækistöð Sovétmanna í Bala Hissar við Kabúl fyrir flugskeyti, sem olli þar miklu tjóni. AP/Símamynd Læknarnir Yevgeny Chazov og Bernard Lown kampakátir eftir afhendingu friðarverðlauna Nóbels í Osló í gær. Birting leyndarskjalæ Sænskt blað verði ákært Stokkbólmi, 10. deaember. AP. SÆNSKA dómsmálaráðuneyíið hef- ur borið fram kvartanir út af dag- blaðinu Svenska dagbladet og vill að ríkisstjórnin ákæri blaðið vegna greina, sem birtust í blaöinu í sum- ar og fjölluðu um útsendara Sovét- manna og Pólverja í sænska stjórn- kerfinu, Spetznatz-hreyfinguna og uppljóstranir um ferðir erlendra kafbáta í sænskri landhelgi, sem ekki hafði verið skýrt frá opinber- lega. Að mati yfirmanna sænska hersins hafur birting leyndar- skjala í Svenska dagbladet haft mikið tjón í för með sér fyrir öryggismál Svíþjóðar. Sænska dómsmálaráðuneytið hefur ekki getað orðið sér úti um vitneskju um heimildarmenn blaðsins, en hyggst með því að ákæra það fá því framgengt, að önnur blöð hugsi sig um áður en þau birta leyndar- skjöl. Sænska stjórnin hyggst taka um það ákvörðun innan skamms, hvort Svenska dagbladet skuli ákært. * Askorun mannréttindamanna við afhendingu friðarverðlauna Nóbels: „Chazov, notaðu vald þitt, frelsaðu Andrei Sakharov“ Undanfarnar tvær vikur hafa Sovétmenn haldið uppi miklum loftárásum á Shomalisvæðið fyrir norðan Kabúl og í Jalalabad nærri pakistönsku landamærunum voru fimm sovézkar herþyrlur skotnar niður, er þær gerðu loftárás í lok nóvember. Osló, 10. deaember. AP. LÆKNARNIR Bernard Lown frá Bandaríkjunum og Yevgeny Chazov frá Sovétríkjunum tóku í dag við friðarverðlaunum Nóbels við hátíðlega athöfn í Osló. Tóku þeir við verðlaununum fyrir hönd samtaka sinna, Alþjóðasamtaka lækna gegn kjarnorkuvá. Á með- an efndu baráttumenn fyrir mannréttindum til friðsamlegra mótmælaaðgerða gegn Chazov á snævi þöktum götum Oslóborgar fyrir utan háskólann, þar sem athöfnin fór fram. „Við erum ekki ósnortnir af mannréttindum, sem kostað hafa harða baráttu," sagði Lown í ávarpi sínu. „En fyrst og fremst verðum við að geta skilað börnum okkar í arf þeim réttindum, sem eru mikilvægari en öll önnur, en það er rétturinn til þess að lifa.“ „Hugsjónir okkar eru háleitar," sagði Chazov í ávarpi sínu. Gat hann þess að þau fimm ár, sem Alþjóðasamtök lækna gegn kjarn- orkuvá hefðu verið við lýði, hefðu ekki „eingöngu verið dans á rós- um“. Chazov, sem er aðstoðarheil- brigðismálaráðherra Sovéríkj- anna, flutti ávarp sitt á ensku og minntist þar hvergi á mannrétt- indamál. Baráttumenn fyrir mannrétt- indum efndu til mótmælaaðgerða fyrir utan Oslóarháskóla. Báru þeir skilti og borða með áletrun- um, þar sem Chazov var sakaður um að hafa tekið þátt í ofsóknum á hendur sovézka andófsmannin- um Andrei Sakharov árið 1973, en sá síðarnefndi hlaut sjálfur frið- arverðlaunin tveimur árum síðar. „Chazov, notaðu vald þitt — frels- aðu Andrei Sakharov," stóð á einum af borðunum. Á öðrum stóð: „Dr. Lown, finndu þér betri vini.“ Hin Nóbelsverðlaunin voru af- hent við hátíðlega athöfn í Stokk- hólmi í dag. Bandaríkjamennirnir Michael S. Brown og Joseph L. Goldstein hlutu verðlaunin í lækn- isfræði fyrir rannsóknir sínar á kólesteróli, tveir Bandaríkjamenn aðrir, þeir Jerome Karle og Her- bert H. Hauptman, hlutu verð- launin í efnafræði fyrir rannsókn- ir sínar á gerð kristalla, Vestur- Þjóðverjinn Klaus von Klitzing hlaut verðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sinar á seguláhrifum á viðnám rafmagns, Bandaríkja- maðurinn Franco Modigliani Moskva: hlaut verðlaunin í hagfræði og franski rithöfundurinn Claude Simon fékk bókmenntaverðlaun- in. Lars Gyllenstein, ritari sænsku akademíunnar, sagði við afhend- ingu bókmenntaverðlaunanna, að „frásagnarlist Simons leiðir í ljós þætti, sem lifa í okkur öllum, vonarneista, sem er til staðar þrátt fyrir allan þann fáránleika, sem einkennir hlutskipti manns- ins“. AP/Símamynd Aase Lkrnæs (til hægri), fyrrverandi meðlimur norsku friðarverðlaunanefndar- innar og rússneski útlaginn Leonid Plyuschch tóku þátt í friðsamlegum mót- mælaaðgerðum fyrir utan Oslóarháskóla í gær. Handteknir við styttu Pushkins Mannréttindamönnum meinað að safnast saman Moskvu, 10. deuember. AP. ÓEINKENNISKLÆDDIR lögreglumenn í Moskvu handtóku í dag 12 manns, sem safnazt höfðu saman við styttu skáldsins Alexanders Push- kin í því skyni að minnast alþjóðlega mannréttindadagsins. Skelltu lög- reglumennirnir flötum manni cinum, sem hugðist lesa upp Ijóð af fót- stalli styttunnar. Torgið, sem styttan af Pushkin stendur við, er vinsæll samkomu- staður í Moskvu og allt frá 1966 hafa baráttumenn fyrir mann- réttindum safnazt þar saman í byrjun desember hvert ár. í þess- um mánuði hafa óeinkennisklædd- ir lögreglumenn jafnóðum tekið alla þá höndum, sem komið hafa að styttunni í þessum erindum og flutt þá burt í hópferðabíl. Tveir bandarískir sjónvarps- menn reyndu í dag að komast þarna nærri og taka myndir af hópnum, en þeim var strax ýtt til hliðar af lögreglumönnum og þeir síðan hraktir burt. Er þeir spurð- ust fyrir um hvers vegna fólkið fengi ekki óáreitt að koma þarna saman, svaraði einn hinna óein- kennisklæddu lögreglumanna, að um „truflun á almannafriði" væri að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.