Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 Áframhaldandi rekstur Arnarflugs tryggður með nokkurri vissu — segir Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri SAMGÖNGURÁÐHERRA kynnti á Alþingi í gær bréf frá framkvæmda- stjóra Arnarflugs, þar sem því var lýst yfir ad rekstrarstaða félagsins væri mjög erfið og gæti starfsemi þess stöövazt innan fárra daga, yrði ekkert að gert. Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í bréfinu hefði stöðu fyrirtækisins verið lýst og hvað gera þyrfti. Staðan iiti nú miklu betur út, enda hefðu ýmsar ráðstafanir verið gerðar á síðustu dögum og væru í bígerð, sem skiluðu mjög góðum árangri og ættu að geta tryggt áframhaldandi rekstur. Agnar sagðist ekki sjá ástæðu til annars en að þessar aðgerðir löguðu stöðu félagsins verulega. Þessi árstími væri alltaf erfiður í rekstri flugfélaga, en hann tryði því, að með þessu yrði áframhald- andi rekstur félagsins tryggður með nokkurri vissu. Þar vægi lang- þyngst að innheimta útistandandi skulda skilaði sér fljótt og vel. Hann væri þeirrar skoðunar, að staðan um áramót yrði svipuð og í lok september. Tap yrði nánast jafnmikið og afskriftir félagsins, eða um 17 milljónir króna. Hann ætti von á því, að aðgerðir þær, sem nú væri unnið að, skiluðu meiru, en næmi tapi á sama tíma. Hins vegar væri erfitt að fullyrða eitthvað um afkomuna, þar sem hún væri háð gengisskráningu vegna erlendra skulda og ekki væri hægt að segja til um hver hún yrði um áramót. „Það er verið að endursemja um greiðslu erlendra skulda, þannig að þær mæti áætlaðri greiðslu úti- standandi skulda okkar erlendis. Einnig er verið að vinna að sölu einnar af flugvélum Arnarflugs, sem bæði losar um veðbönd á öðrum eignum og losar um fé, auk þess sem söluverð verður langt umfram bókfært verð. Söluverð á vélinni, sem er Boeing 707 og er í leiguverkefni í Líbýu, gæti verið um 1,5 milljónir dala, rúmar 60 milljónir, en bókfært verð er að- eins 400.000 dalir, um 16 milljónir króna. Þetta er komið mjög langt og verður hugsanlega frágengið í þessari viku. Við munum hins vegar þurfa að leigja vélina eitt- hvað áfram til að ljúka samningi okkar í Líbýu, sem lýkur í febrúar, nema um framlengingu verði að ræða,“ sagði Agnar. Hann sagði ennfremur, að búið væri að ganga frá tryggingum á flugvélum fé- lagsins til eins árs og allt tal um annað væri rangt. Tvær vélar af þremur til innan- landsflugs Arnarflugs hafa verið í notkun, en þriðja vélin hefur ekki verið í notkun vegna hreyfi- bilunar. „Við misstum út tvo hreyfla og sá þriðji er í kostnaðar- samri viðgerð," sagði Agnar. Hann vildi ekki svara þeirri spurningu hvort fjárskortur félagsins ógnaði áframhaldandi rekstri innan- landsflugs þess. Sjónvarpið og Amarflug: Útvarpsstjóri óskar um- sagnar Siðanefndar BÍ ÚTVARPS8TJÓRI, Markús Örn Antonsson, hefur nú óskað um- sagnar _ Siðanefndar Blaðamanna félags Islands um frétt sjónvarps- ins fyrir nokkru um afkomu Arn- arflugs og viðtal við framkvæmda- stjóra félagsins Agnar Friðriksson. Útvarpsráð hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að biðjasl beri afsök- unar á umræddri frétt, en frétta- stjóri sjónvarpsins, Ingvi Hrafn Jónsson, telur ekki ástæðu tii þeas. Markús Örn Antonsson, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann vildi ekki tjá sig um rnálið, fyrr en umsögn Siðanefndar BI lægi fyrir. Þegar upp kæmi slíkur Morgunbíaðinu/Árni Sæberg Athafnasvæði Hafskips við Austurbakkann. Þar var allt með kyrrum kjörum í gær. Þarna hafði Eimskip áður aðstöðu en Hafskip fékk hana þegar Eimskip flutti alia sína starfsemi inn í Sundahöfn. Nú telur Eimskip sig þurfa að fá þetta athafnasvæði aftur vegna aukinnar starfsemi. Samningur um sölu á eignum Hafskips enn ófrágenginn: Þurfum Austurhöfnina vegna aukinna flutninga — segir Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips ágreiningur, eins og fram hefði komið milli útvarpsráðs og fréttastjóra, fyndist honum eðli- legt að fengið væri álit þessarar nefndar. í reynd væru í gildi sér- stakar fréttareglur ríkisútvarps- ins, en vegna ályktunar útvarps- ráðs um að fréttastjóri biðjist afsökunar á aðurgreindum fréttaflutningi, væri sér kunnugt um það, að siðanefndin fjallaði meðal annars um mál sem þessi og hægt væri að fara fram á birtingu niðurstöðu hennar. Þess vegna teldi hann mjög mikilvægt að fara þess á leit við nefndina, að hún fjallaði um þetta mál. Sjá ennfremur frétt á bls. 37. MEÐ auknum flutningum í kjölfar kaupa á eignum Hafskips mun Eimskipafélagið þurfa að nota hafn- araðstööu Hafskips í Austurhöfn- inni, að sögn Haröar Sigurgestsson- ar forstjóra Eimskips. I samkomu- lagi Eimskips og Útvegsbankans um sölu á eignum Hafskips er heimild til handa Eimskip að ganga inn í leigusamninga Hafskips. Samningur Hafskips við hafnar- stjórn um leigu á Faxaskála og A-skála og aðra aðstöðu Hafskips í Austurhöfninni gildir til árið 2001. Samkvæmt ákvæðum í lögum um húsaleigusamninga hefur skiptaráðandi heimild til að selja slíka samn' ». Tólf fyrirtæki í Reykjavík . skrifað hafnar- stjórn bréf þar sem þess er farið á leit að aðstaðan í Austurhöfninni fylgi ekki eigum Hafskips til Eimskips, eins og fram hefur komið í blaðinu. Erindið verður væntanlega tekið fyrir í hafnar- stjórn á næstu dögum. Þess ber að geta hér að samkvæmt skipu- lagstillögum að Kvosinni er gert ráð fyrir að hluti af Austurhöfn- inni fari undir aðra hluti, og áttu forráðamenn Eimskips viðræður við borgaryfirvöld um það mál í gær. í gær var ekki gengið frá samn- ingum á milli skiptaráðanda og Eimskips um sölu á eignum Haf- skips. Markús Sigurbjörnsson skiptaráðandi sagði í gær að verið væri að ganga frá ýmsum hlutum, svo sem varðandi afhendingu eigna og ástand þeirra. Væru nú flest atriði orðin ljós en sagði ekki endanlega vitað hvenær skrifað yrði undir samninginn. Hann sagði að samkomulag Útvegsbankans og Eimskips stæði enn óhaggað og hefði engin breyting verið gerð á samningsupphæð. í gær lýsti Stefán Árnason, sem búsettur er í Svíþjóð, yfir áhuga á kaupum á eignum Hafskips. Mark- ús sagði að mönnum væri auðvitað velkomið að gera tilboð í eignirnar en á það bæri að líta að umræddar eignir væru yfirveðsettar til Út- vegsbankans og væri því ekki hægt að ráðstafa þeim nema með sam- þykki bankans. Útvegsbankinn hefði nú um alllangt skeið reynt að selja eignirnar fyrir sem best verð og teldi sig ekki getað náð lengra en fælist í samkomulaginu við Eimskip. Sjá bréf fyrirtækjanna 12 til hafnarnefndar í heild á bls. 27. Lögregluþjónn leystur frá störfum: Sló fanga, sem hafði veitt honum áverka LÖGREGLUÞJÓNN í Reykjavík hef ur verið leystur frá störfum meöan rannsókn fer fram á atviki, sem átti sér stað í fangageymslum lögreglunn- ar við Hverfisgötu þann 24. nóvem- ber síðastliðinn. í fangageymslu sló lögregluþjónninn fanga, sem hafði veitt honum töluverða áverka. Við læknisrannsókn daginn eftir reyndist fanginn kjálkabrotinn. Skömmu áður hafði fanginn verið rotaður og spark- að í andlit hans á veitingastaö, þann- ig að ekki er upplýst hver kjálkabraut hann. Hugmyndir starfshóps um einföldun bankakerfísins: Annars vegar öflugan einkabanka — hins vegar sterkan ríkisbanka MATTHÍAS Bjarnason viðskiptaráð- herra gerði á þingi í gær grein fyrir tillögum starfshóps undir forystu dr. Gyifa Þ. Gíslasonar um hagræðingu í rekstri og skipulagi viðskiptabanka með sameiningu þeirra. Niðurstaða starfshópsins var sú að mikilli hag- ræðingu mætti ná með tvennum hætti. Annars vegar með þvi að sam- eina Útvegsbanka og Búnaðarbanka, en gera ráð fyrir óbreyttri starfsemi Landsbankans. Hins vegar með stofnun nýs hlutafélagsbanka, sem Útvegsbankinn tæki þátt í ásarat Iðnaðar- og Verzlunarbanka og hugs- anlega fleiri bönkum og sparisjóðum, samhliða því sem efnt verði til aukins samstarfs Landsbankans og Búnaðar- bankans undir sameiginlegu banka- ráði. í fullkom'ega útfærðri mynd gerir þessi seinni tillaga ráð fyrir að á landinu væru aðeins tveir öflugir bankar, annar ríkisrekinn og hinn í eigu einkaaðila. Tillögurnar eru unnar af þremur mönnum, dr. Gylfa Þ. Gíslasyni háskólaprófessor, Sigurgeiri Jóns- syni aðstoðarbankastjóra í Seðla- bankanum og Birni Líndal, deildar- stjóra í viðskiptaráðuneytinu. Matt- hías Á. Mathíesen , þáverandi við- skiptaráðherra, skipaði þremenn- inga til starfans í agúst í fyrra og skiluðu þeir lokaáliti í fyrradag. I greinargerð þremenninganna segir að kostir þess að rugla saman reit- um Búnaðarbankans og Útvegs- bankans felist fyrst og fremst í því, að með því móti sé unnt að sameina afgreiðslustaði bankanna í Austur- stræti og ýmis útibú. Þannig mætti fækka starfsfólki og sameina stoð- deildir. Þremenningarnir telja hins vegar ekki unnt að leggja tölulegt mat á eiginfjárstöðu slíks nýs ríkis- banka vegna óvissu um stöðu Út- vegsbankans, en telja líklegt að hann myndi fullnægja kröfum hinna nýju bankalaga um eiginfjár- hlutfall. Þremenningarnir segja að með því að hrinda seinni tillögunni í framkvæmd mætti ná fram mikilli hagræðingu. Þeir benda á að mikil útþensla hafi átt sér stað í sérfræði- og stoðdeildum banka og horfur séu á áframhaldi þeirrar þróunar. Segja þeir óhagkvæmt að halda uppi full- komnum kerfum á þessu sviði bæði hjá Landsbankanum og Búnaðar- bankanum og mætti auðveldlega sameina þau í eitt. Þá mætti sam- eina afgreiðslur bankanna í Austur- stræti. Á sama hátt myndi stofnun nýs og öflugs einkabanka hafa í för með sér hagræðingu og veita jafn- framt ríkisbönkunum aðhald og samkeppni. „Eftir að hafa skoðað gögn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins á föstudag, ákvað ég að leysa lög- regluþjóninn frá störfum meðan rannsókn stendur yfir í samræmi við lög um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna," sagði Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykja- vík, í samtali við Morgunblaðið. Tildrög þessa máls eru, að þann 24. nóvember sfðastliðinn var lög- reglan í Reykjavík kvödd að veit- ingastaðnum Uppi og niðri við Laugaveg. Þegar lögreglumenn komu á staðinn, lá þar maður með- vitundarlaus og veitti læknir honum aðhlynningu. Hann hafði lent I átökum á veitingastaðnum, verið sleginn í andlitið og síðan sparkað framan í hann. Maðurinn kom skömmu síðar til sjálfs sín. Læknir taldi ekki ástæðu til þess að fara með hann á sjúkrahús. 1 þess stað fór maðurinn með lög- reglumönnum á lögreglustöðina. Þar sem maðurinn var ofurölvi var ákveðið að setja hann í fanga- geymslu til morguns. Lögreglu- þjónninn, sem leystur hefur verið frá störfum, var ásamt öðrum beð- inn að fara með manninn í fanga- geymslu. Þegar þangað kom veitti fanginn honum högg í andlitið svo hann skarst í andliti og bólgnaði á auga. Lögregluþjónninn reiddist og sló fangann. Fanginn var settur í geymslu, en lögregluþjónninn flutt- ur í slysadeild Borgarspítalans til aðgerðar. Daginn eftir var farið með fangann í slysadeild, I ljós kom, að hann var kjálkabrotinn. Þórir Oddsson, vararannsóknar- lögreglustjóri ríkisins, vildi ekki tjá sig um málið, en sagði að beðið væri læknisvottorða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.