Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 Saga sem markaði slóðina Bókmenntir Sveinbjörn I. Baldvinsson Juan Rulfo: Pedro Paramo (Pétur heiði). Þýð. Guðbergur Bergsson. 129 bls. Iðunn. Þessi saga er þekktasta verk mexíkanska rithöfundarins Juan Rulfo og kom hún út fyrsta sinni þar í landi árið 1955. Síðan hefur hún komið út hvað eftir annað og einnig verið þýdd á fjölmörg tungumál. Guðbergur Bergsson, sem þýðir söguna, hefur áður þýtt eftir Rulfo smásöguna „Sléttan logar" sem birtist fyrst í Tímariti Máls og menningar og síðar í safni Almenna bókafélagsins, „íslensk- ar smásögur, þýðingar". Rulfo, sem er fæddur árið 1918 í Jalisco héraði í Mexíkó, er hátt skrifaður sem rithöfundur í heimalandi sínu og víðar og er það ekki síst að þakka þessari sögu. Það er athyglisvert, sem Guð- bergur bendir á í eftirmála þessar- ar íslensku þýðingar, að margir telja að þessi saga Rulfo hafi komið Nóbelsverðlaunahöfundin- um kólumbíska, Garcia Marquez, af stað og ljóst er að ekki er ýkja langt frá þorpinu Comala í þessari sögu og til Macondo í verkum Marquez. Þetta er stutt saga og svolítið sérkennileg að því leyti að hún er byggð upp af brotum sem ekki fylgja réttri tímaröð og eins af því að sú persóna sem i upphafi er aðalpersóna reynist látin eftir nokkrar blaðsíður án þess að það trufli gang mála. Guðbergur kallar hana draugasögu og má það vissu- lega til sanns vegar færa. Pedro Paramo er faðir aðalper- sónunnar. Aðalpersónan, Juan Precíado fer að ósk móður sinnar að leita að föður sínum og sagan spinnst svo kringum liðna atburði og framliðið fólk sem lifði þá. Má segja að Pedro þessi Paramo sé þungamiðja sögunnar, eins og hann hefur verið þungamiðja alls Guðbergur Bergsson lífs í þorpinu og landsvæðinu sem lýst er og sagan gerist á. Pedro Paramo hefur verið ófyrirleitinn landeigandi og ráðið örlögum land- seta sinna en sjálfur hlotið þau örlög að ná aldrei ástum elskunnar sinnar. Mörgum lesendum þessarar sögu mun væntanlega verða hugs- að til Garcia Marquez við lesturinn enda hér á ferðinni enn ein af þessum suður-amerísku skáldsög- um sem eiga víst að frelsa hinn voiaða vestræna menningarheim með ímyndunaraflinu. „Mér finnst þetta ein sú besta þeirra sem ég hef lesið síðan ég las „Forseta lýðveldisins" eftir Astur- ias á sínum tima, en sú bók þykir mér ennþá bera höfuð og herðar yfir það sem frá þessum heims- hluta hefur borist, að verkum Marquez meðtöldum." Sagan af Pedro Paramo býr yfir sérstæðri blöndu af ljóðrænu og realisma og er líklega mikið vandaverk að þýða hana svo vel sé. Ég kann ekkert í spænsku en sagan líður ljúflega áfram í þýð- ingu Guðbergs og var reyndar ekki annars von. Sem dæmi má taka eftirfarandi kafla þar sem við erum stödd í herbergi elskunnar hans Pedros Paramos, Súsönnu San Juan: „Vindarnir blésu áfram daglega. Sömu vindar og höfðu borið regnið. Regninu slotaði en vindurinn var um kyrrt. Maísinn gægðist upp á ökrunum með blöð sín sem lögðust að rásunum og vörðu sig gegn vindinum. Á daginn var vindurinn þolanlegur, en á nóttunni emjaði hann langdregið. Skýjabólstrar sigldu þögulir um himininn og strukust næstum með jörðu. Súsana San Juan heyrir vindinn lemja lokaðan gluggann. Hún ligg- ur í rúminu með hendur fyrir aftan hnakka, hugsar, hlustar á nætur- hljóðin, hvernig vindurinn blæs nóttunni til og frá, viðstöðulaust, úr ýmsum áttum. Svo snarþagnar hann.“ (bls. 91). Það er ánægjulegt að íslenskir lesendur skuli nú eiga þess kost að lesa þessa frægu sögu, sem, kannski ásamt „Forseta lýðveldis- ins“, markaði slóðina sem aðrir suður-amerískir hafa síðan fetað og svo evrópumenn í humátt á eftir þeim, andlega gjaldþrota fræði- mönnum til svo mikillar ununar. Rulfo og Asturias eru ekki fræg- astir en þeir eru líklega bestir. JOLAPCY5UR á frábæru verði! Wegna hagstæðra innHaupa getum við hoðið þessar gullfallegu frönsku peysur í þremur stærðum á einstaHlega hagstæðu verð/. Þær eru níðsterHar og þola þwott í venjulegum þwottawélum. Verð aðeins kr. 1.985.- Stærðir: Small — Medium — Large. 5ERWOMU5TA VIÐ LAIÍDSBYQOÐIMA: Wið höfum símaþjónustu opna tll kl. 21.00 á kvöldln þessa viku fyrir þá sem vilja panta í póstkröfu. Síminn er 91-11506. ...ogsíóan falleg föt frá elle SKÓLAVÖRÐUSTÍG 42 Laxamýrarbók Bókmenntir Sigurjón Björnsson Hallgrímur Jónsson frá Laxamýri: Á slóðum manna og laxa. Bókaútgáfan Skjaldborg, Akureyri, 1985. 206 bls. Undirtitill bókarinnar er: „Um höfuðbólið Laxamýri og ábúendur þar. Einnig þættir um slysfarir, horfna ljóðasmiði og fleira". Þessi undirtitill gefur í skyn að efni bókarinnar sé býsna fjöl- breytt. Svo er einnig raunin. Laxa- mýri og það sem henni viðvíkur fyrr og nú er í forgrunni, — bak- sviðið er þó miklu rýmra: Suður- Þingeyjarsýsla og jafnvel fleiri sýslur. Höfundur hefur bókina á að lýsa jörðinni Laxamýri, landamerkj- um, staðháttum, jarðargæðum og útsýni. Laxamýri hefur löngum verið talin mikið höfuðból, ekki sist vegna mikilla hlunninda sinna. „A síðari hluta 19. aldar er Laxamýri metin hæst jarða á ís- landi að fasteignamati". Því næst er tekið til að fjalla um ábúendur Laxamýrar svo langt aftur sem heimildir greina. En að vonum er þó mest sagt frá foreldrum höf- undar, Elínu Vigfúsdóttur og Jóni H. Þorbergssyni, sem þar bjuggu við mikinn veg um langt skeið. Þegar þeirri frásögn lýkur er bókin rétt hálfnuð. Að því búnu taka við þættir um sitt af hverju. Allmikið er greint frá laxveiðum í Laxá, t.a.m. kistuveiðum fyrri tíma. Eggver og hólmar árinnar fá sína umfjöllun. Inn á milli greinir frá mannsköðum og hrakningum, daglegum önnum, sérkennilegum persónum og öðrum mönnum, sem höfundi hafa orðið hugstæðir, þingeyskum hagyrðingum ásamt ýmsu af kveðskap þeirra. Hér er þannig mikið og marg- breytilegt efni saman komið og má ætla að höfundur hafi um nokkuð langt skeið safnað í syrpur sínar. Hlýhugur höfundar til heima- haga sinna leynir sér ekki og veld- ur því að yfir frásögninni allri er einkar geðþekkur blær. Höfundur er bæði ljóðrænn og rómantískur og tekur því oft fallega spretti í þessari bók sinni. Hann er bersýni- lega vel ritfær og skrifar gott mál. Bók þessi er fremur óvenjuleg að því leyti að hún fyigir ekki alls kostar þeim reglum sem venjan er að viðhafa um bókargerð. I fyrstu fannst mér hún tætingsleg. Höfundur grípur á mörgu án nægilegs skipulags og gerir sig sekan um langa útúrdúra. Þetta þótti mér allt ámælisvert og taldi ljóð á ráði höfundar. Fannst mér þetta leitt vegna þess hve hugstæð mér var bókin að öðru leyti. En um það bil að lestri lauk opnaðist mér önnur sýn. Umsögn af þessu tagi væri ranglát og óþörf. Álíka ranglát og að kvarta yfir því að gróðurinn í haganum fylgdi ekki sömu skipan og í vel snyrtum skrúðgarði. Víst vildum við ekki að hagagróðri væri öðru visi fyrir komið en er. Þessi bók minnir um margt á fagran og hugþekkan hagagróður. Með þessu móti tekst höfundi mæta vel, — hvort sem það er honum meðvitað eða ekki —, að miðla lesandanum tilfinn- ingu sinni fyrir heimaslóðum sín- um, náttúru og mannlífi og auðvelt verður að njóta þess með honum. Engu að síður hefði höfundur mátt koma betur til móts við les- ará sinn, t.a.m. í tvennu tilliti. Hið fyrra: Þegar hann stendur á hlaði Laxamýrar og lýsir skilmerkilega útsýni og tilgreinir fjölmörg ör- nefni og kennileiti, saknaði ég þess að frásögninni skyldi ekki fylgja kort. Mun betra hefði þá verið að sjá yfir sviðið og festa sér stað- hætti í minni. Myndin sem í bók- inni er dugar skammt í þessu til- liti. Hið síðara: Ég hefði kosið að sjá í bókarlok skrá yfir nöfn staða og manna. Af hvoru tveggja er mikill fjöldi og seinlegt að fletta allri bókinni, ef maður vill síðar leita einhvers, sem líklegt er að verði. Tína mætti til nokkrar smá- vægilegar misfellur til viðbótar, ef vilji væri til þess, svo sem að rita „tilvitnun lýkur" í stað þess að setja tilvitnunarmerki. En ég læt þetta duga, því að fremur öðru var þessi bók mér ánægjulegur lestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.