Morgunblaðið - 11.12.1985, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985
Hús hafa
líka sál
Bókmenntír
Jenna Jensdóttir
Maria Gripe
Sesselja Agnes
- undarleg saga -
Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi
Kápumynd: Harald Gripe
Sænski rithöfundurinn Maria
Gripe sem fædd er 1923 á langan
og glæstan rithöfundarferil að
baki. Fyrsta barnabók hennar kom
út 1954. Skipta bækur hennar nú
tugum og hefur hún hlotið verð-
laun og viðurkenningar fyrir rit-
verk sín. Á þessu ári hlaut hún
bókmenntaverðlaun þau er nor-
rænir skólasafnaverðir veittu i
fyrsta sinn.
Sesselja Agnes er „undarleg
saga“ eins og segir í undirtitli bók-
arinnar. Aðalpersóna sögunnar er
Elinóra Hed, eða Nóra eins og hún
er kölluð.
Frá bernsku hefur hún verið í
fóstri hjá afasystur sinni, Karin
bókaverði og manni hennar Andr-
ési, sem er kennari. Hjónin, sem
eru á besta aldri, eiga einn son,
Dag, sem er fimmtán ára (aðeins
eldri en Nóra). Dagur er Nóru
nákomnastur allra. Þau skilja
hvort annað og reyna að hjálpa
hvort öðru gagnvart fullorðna
fólkinu, sem er svo iðið við að móta
tilveru barnanna eins og það vill
hafa hana.
Flóknar minningar um góða
foreldra fylgja Nóru allt frá
bernsku. Þær hafa tekið á sig
ýmsar myndir. Stundum litaðar
örvæntingu og einmanakennd,
stundum lýsandi af gleði og um-
hyggju foreldra sem hurfu svo
skjótt úr lífi hennar.
Eitthvað ógnþrungið í umhverf-
inu, framkoma og orðaglamur
þeirra fullorðnu, sem töldu sig vita
tilfinningar barnsins, leiddi af sér
grunsemdir í barnssálinni. Bíll,
lest, foreldrar sem komu aldrei
aftur. Jarðarför. Barnið raðaði
saman sínum brotum og fann til
í sálinni.
Nýbyrjuð í skóla á drungalegum
haustdegi fær hún staðfestingu á
þeim raunveruleika sem dulinn
hafði verið fyrir henni. Það var
Andrés: „Nóra, nú förum við að
leiði foreldra þinna og kveikjum
líka á kertum fyrir þau.“
Svo einfalt var það. Karen og
Andrés eru henni góð, en hún til-
heyrirþeim ekki.
Þegar fjölskyldan flytur í stóra
íbúð í gömlu húsi, fer margt dular-
fullt að gerast í lífi Nóru. Einhver
ósýnilegur á erindi við hana. Stórir
skápar koma í ljós þegar vegg-
fóðrið er rifið innan úr herbergj-
unum. Margs konar munir finnast
i skápunum. Flestir verða þeir
mikilvægir þegar gömul örlaga-
saga kemur smám saman fram
fyrir þrýsting frá einhverjum
óraunverulegum, dugnað og ná-
kvæmni Nóru og frásagnir þeirra
sem til hússins og sögu þess
þekkja.
Ekki mun ég leiða söguefnið
nánar fyrir augu lesenda. Persón-
María Gripe
ur standa skýrt fyrir hugskots-
sjónum.
Færni höfundar í að leiða þær
eðlilega til hlutverka sinna er
aðdáunarverð.
Gott innsæi er í þá tilveru sem
einstaklingi er búin allt frá
bernsku af þeim eldri, sem hafa
hvorki manngildi né heill til að
takast á við eigin vandamál.
Eftirtektarverð er lýsing á
gamla fólkinu. Níutíu og sex ára
langamma Lenu er bráðhréss til
líkama og sálar og gleður alla með
nærveru sinni, meðan aðrir á elli-
heimilinu, tugum árayngri en hún,
eru til ama með framkomu sinni.
Þessum andstæðum er mjög vel
lýst hér.
Bröan gegnir stóru hlutverki í
sögunni og sálræn viðbrögð Nóru
gagnvart henni eru kraftmikil.
Margt er ósagt um þessa ágætu
sögu. Þýðing er vönduð og frágang-
ur góður.
ÞESSUM FIRUM VERÐUR ALDREI
HLEYPT IIUNÍ KREML!
Skipið siglir
eilífðarhringinn
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Pálmi Örn Guðmundsson:
Maðurinn er fáviti.
Inri 1985.
Pálmi Örn Guðmundsson hefur
sent frá sér nokkrar bækur og þær
lýsa allar nokkuð sérstæðri
reynslu og með óvenjulegum hætti.
Pálmi Örn er einn þeirra manna
sem hafa freistast til að tjá sig í
ljóði og þeir eru orðnir margir frá
upphafi íslandsbyggðar. En Pálmi
Örn vill ekki tjá sig með nákvæm-
lega sama hætti og hinir.
Pálmi Örn trúir á ljóðið og það
er að minnsta kosti skiljanleg
afstaða.
Meðal þess sem Pálmi Örn hefur
reynt um ævina er að hann hefur
komið í Gljúfrastein og boðið
skáldi okkar upp á Chartreuse.
Hann fékk að taka með sér Char-
treuseflöskuna aftur í bæinn og
hafði áður sagt skáldinu frá fyrir-
hugaðri bók sinni: Hundrassa-
gælu. Skáldinu leist vel á nefnið
að sögn Pálma Arnar. Það er líka
gott heiti, engum blöðum um það
að fletta.
En fyrir utan allar frásagnir af
heimsóknum Pálma Arnar til
skálda yrkir hann stundum nokkuð
góð ljóð, en svolítið tilviljunar-
kennd. Til dæmis Regnljóð:
Rigninginergóð
rigninginergóð
rigninginergóð
og þú svo blaut.
Ég í ritningunni.
Pálmi Örn hefur fengið þá hug-
dettu að hann sé Paul Gauguin
endurfæddur. Þess vegna yrkir
hann flokk um Tahiti-dvöl sína. I
Tahiti hinn fyrsti dagur stendur
þessi setning sem gæti farið vel í
ljóði væru hinar setningarnar
nógu góðar. En því er ekki að
heilsa. Þær eru flestar samhengis-
lausar. Setningin er aftur á móti
svona: „Já, hann sem kom í gær,
Pálmi Örn Guðmundsson
fer á morgun og skipið siglir eilífð-
arhringinn."
Pálmi Örn Guðmundsson er
mistækur í textagerð sinni. En
þegar best lætur segir hann okkur
hinum sem erum að fást við að
raða saman orðum og setningum
eitthvað sem er langt frá því að
vera fréttaleysi. í ljóði sem er til-
einkað Ritu Hayworth yrkir hann
til dæmis á þessa leið:
Andaðu í sál mína
ogégmun anda
í sál þína. Hendur
næturinnar mætast
einsog varir
sem kyssast, þar
lifir mín von
kona.
En þó verð ég að segja að Pálmi
örn Guðmundsson sýnir helst
veikleika hins opna ljóðs í Kyn-
svalli 1967 sem þó er síður en svo
vond tilraun til sálgreiningar
ýmissa þekktra manna. Þess ber
að geta að í kynsvallsljóðinu gerist
hann fulltrúi ekki ómerkari stofn-
unar en Listapönkdeildar bull-
maskínunnar.
Sú maskína virðist Pálma Erni
hugleikin.
Óþekktarangi
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Kamma Laurents
Tóta Uetubuska
Teikningar eftir R. Storm-Petersen.
íslenskur texti: Stefán Júlíusson.
Bókaútgáfan Björk.
Ekki veit ég hvort rithöfundur-
inn Kamma Laurents er enn á lífi.
Hún fæddist í Kaupmannahöfn
1903.
Móðir hennar var söngkonan
Julie Rosenber. Kamma ferðaðist
mikið um Evrópu með móður sinni
og systur. Hún varð kunn fyrir
útvarpsefni sitt, samtöl, söngva og
smásögur fyrir börn. Einnig gaf
hún út barnasögur.
Tóta tætubuska er saga í ljóðum
um óþekktartelpuna Tótu, sem
rífur allt og tætir, brýtur og
bramlar. Vekur litla barnið Binna,
sem sefur vært í vagninum sínum
og virðist hún hafa gaman af öllum
þessum pörum sínum og ólátum.
En hin þreytandi óþægð Tótu á
sér skjótan endi. Atvik daganna
koma til hennar I draumi. Pabbi
og mamma, litlir skemmdarvargar
koma inn í herbergið hennar og
rífa allt og tæta sem hún á og
henni er svo sárt um.
Þessi lífsreynsla hennar — þótt
í draumi sé — breytir ungu við-
horfi hennar til alls þess sem hún
umgengst. Stefán Júlíusson hefur
þýtt textann skemmtilega vel og
nú geta litlir lesendur kyrjað hann
sjálfir og um leið fundið að felst
í honum talsverður sannleikur.
Ef breyting Tótu til batnaðar
hefur nú áhrif á einhvern óþekkt-
arangann, þá eru þessar vísur ekki
til einskis sungnar. Lagið er:
„Kátir voru karlar". Eða er enginn
óþekktarangi hér? Myndir eru
eftir kunnan, danskan listamann,
R. Storm— Petersen