Morgunblaðið - 11.12.1985, Síða 19

Morgunblaðið - 11.12.1985, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 19 ráða menn, önnur óhöpp henda sem eiga rætur í óviðráðanlegum atburðum á heimsmarkði svo sem verðfalli, óhagstæðri gengisskrán- ingu og fleiru. Hér verður ekki gerð tilraun til að finna því stað eða leiða rök að hvers vegna Haf- skip hf. er nú gjaldþrota. Það sem er mér undrunarefni og fær mig til að grípa til pennans er sú furðu- lega leikflétta, sá rógur og órök- studdar fullyrðingar sem varpa allri ábyrgð af örlögum Hafskips hf. og tapi Útvegsbankans þeirra vegna á herðar Alberts Guð- mundssonar, manns sem ekki hef- ur komið við stjórn þessara tveggja fyrirtækja 1 þrjú ár, en þegar hann hættir er ekkert sem gefur tilefni til að þá hafi ekki allt verið með felldu. Þegar framangreint mál er skoðað í kjöl þarf ekki mikið hug- myndaflug til að álykta að hér sé á ferð bein pólitísk árás á Albert Guðmundsson. Um það, hverjir standa þar að baki skal ekki rætt, en á hitt bent, sem er undirstaða réttarríkis, að allir menn eigi að njóta fyllsta réttar til að kallast heiðarlegir menn þar til sök á þá er sönnuð. Við Albert Guðmunds- son skal að sumra áliti og ósk- hyggju viðhöfð önnur aðferð. Það á að svipta hann opinberum störf- um. Skipa pólitíska nefnd til að sakfella hann og dæma. Hver er svo forenda þessa, órökstuddur rógur, dylgjur í óvönduðum blöð- um og kjaftháttur í sjónvarps- þætti. Engin ákæra, ekkert sem gefur tilefni til ákæru. Er þetta ekki ómakleg árás á sómakæran mann? Hafskip hf. hefur verið lýst gjaldþrota. Er ekki sú ein leið lögleg og rétt sem Matthías Bjarnason, ráðherra bankamála, hefur bent á, að láta skiptaráðanda rannsaka málið allt í kjöl en fella ekki sleggjudóma að ástæðulausu svo enginn verði fyrir órétti, en málið allt liggi opið fyrir sem allra fyrst? Höíundur er fyrryerandi ferða- málastjóri. unnt að segja, að Þór fari hratt yfir í frásögn sinni. í tveimur bindum hefur hann sagt okkur frá því, sem gerðist, áður en landið var hernumið í stríðinu. Þetta er þó enginn formáli að sögunni um Island í síðari heimsstyrjöldinni, heldur nauðsynleg áminning um það, að stríð eru afleiðing þess, þegar stjórnmálamenn ná ekki vilja sínum fram nema með því að beita vopnum. Þeir leita fyrir sér með hjálp manna eins og Gerlachs á íslandi. Það fer síðan eftir hernaðarmættinum, hvernig tómarúmið er fyllt, þegar í harð- bakka slær. í því efni stóðu Bretar betur að vígi en Þjóðverjar, þegar á reyndi og lsland var hernumið. Teningun Nýtt tímarit um bókmennt- ir og listir NÝTT tímarit um bókmenntir og list- ir hefur hafið göngu sína. Teningur heitir það og ber nafn með rentu, því brotið á blaðinu er teningslaga. í fyrsta heftinu, sem kom út nú í byrjun mánaðarins, eru viðtöl við Helga Þorgils Friðjónsson mynd- listarmann og Einar Kárason rit- höfund, grein eftir Örn Ólafsson um tímabil milli stríða, verðlaunaávarp Milan Kundera, sem hann flutti við móttöku Jerúsalem-verðlaunanna í bókmenntum 1985, grein um kvik- myndir eftir Alain Bergala, auk fjölda ljóða eftir marga höfunda. Blaðið er prýtt fjölda mynda og er 60 blaðsíður að stærð. Að útgáfu Tenings standa: Eggert Pétursson, Guðmundur Andri Thorsson, Gunnar Harðarson, Hall- grímur Helgason, Páll Valsson og Steingrímur Eyfjörð Kristmunds- son. Meiningin er að gefa Tening út ársfjórðungslega og kostar hvert blað kr. 200 í lausasölu en 250 í áskrift. í Austurveri, Glæsibæ, Hafnarstræti, við Hlemm, og á Akranesi. I SS-búðunum rignir vör- unum hreinlega yfir þig — úrvaiid er eins og best verður á kosið. Og þar er auðvelt að nálgast vörum- ar; hjá okkur hittir þú nefnilega fyrir hjálpsamt og nærgætiö starfsfólk sem veitir hraða og góða þjónustu af alúð og hlýleik. Jólin eru á næsta leiti og í SS-búöunum getur þú fengið nánast allt sem þarf til hátíðarinnar — nema lifandi jólasveina. í búðunum er þér nú boöið uppá glæsilegt úrval af gimilegum kjötvörum með öllu tilheyrandi, úrvals ávexti, óviðjafnanlegt sælgæti og allt sem þú hugsanlega þarft í jóla- bakstuhnn. Það er auðvitað ekki ráð- legt að fara i búðarkerru- kappakstur í SS-búðunum, en rýmisins vegna er það vel mögulegt. Þar ert þú laus við þrengsli, hama- gang og hávaða stór- markaða; þar er afslapp- andi umhverfi og nægt olnbogarými. ww0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.