Morgunblaðið - 11.12.1985, Page 24

Morgunblaðið - 11.12.1985, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 Skólinn getur ekki sam- þykkt gildismat sem samfélagið telur rangt eftir Braga Jósepsson Eins og lesendum Morgunblaðs- ins er kunnugt urðu nokkrar um- ræður út af kynfræðslubókinni Þú og ég, sem Mál og menning hefur gefið út. Á fundi Fræðsluráðs Reykjavíkur 2. desember sl. var gerð eftirfarandi samþykkt: „Fræðsluráð tekur undir það sjónarmið er fram kemur í umsögn fræðslustjóra að hér sé ekki um kennslubók að ræða. Verði bók þessi keypt til afnota í skólum telur fræðsluráð rétt, án þess að mæla með henni, að hún verði ætluð sem handbók fyrir kennara, en ekki til út- lána.“ í þessari samþykkt fræðsluráðs er vitnað í umsögn fræðslustjóra, sem lögum samkvæmt (14. gr. laga um grunnskóla) ber að fylgjast Kópavogur Astún Úthverfi Tunguvegur Austurbær Barónsstígur Hverfisgata 63—120 með því, að gildandi fyrirmælum um fræðslumál sé fylgt og hafa með höndum almenna námsstjórn í grunnskólum. Ennfremur ber fræðslustjóra að taka afstöðu til annarra mála, sem fræðsluráð eða menntamálaráðuneytið fela hon- um. Fræðslustjórinn, sem þannig lögum samkvæmt hefur umsjón og eftirlit með öllu námsefni grunnskólans, þ.á m. efni skóla- safna, telur umrædda bók óæski- lega fyrir skólasöfnin, telur hana ekki bæta úr þörf og ekki henta fyrir grunnskólanemendur al- mennt. Þetta er afstaða fræðslu- stjórans og er hún í fullu samræmi við afstöðu skólasafnanefndar, samþykkt fræðsluráðs og afstöðu meirihluta borgarstjórnar til málsins. Þessi afstaða felur ekki í sér vantraust á dómgreind skóla- stjóra eða kennara nema síður sé, enda segir fræðslustjórinn í niður- lagi umsagnar sinnar: „Telji kenn- Vesturbær Tjarnargata frá 39 Suðurgata 29—41 Skerjafjöröur Gnitanes Hörpugata og Fossagata fyrir norðan flugvöllinn arar og skólastjórar einhverra hluta vegna feng að bókinni sem handbók, sem styðjast mætti við, sýnist ekki ástæða til að hafa á móti slíku.“ Mikilvægt er að menn geri sér grein fyrir, að námsefni grunn- skóla er vandlega valið og hannað fyrir nemendur skólanna. Náms- stjórar, starfshópar kennara og Námsgagnastofnun vinna t.d. stöð- ugt að því, að útbúa námsefni og velja efni, sem hentar fyrir hina ýmsu aldurshópa. í lögum um grunnskóla (72. gr.) segir, að við hvern grunnskóla skuli vera safn bóka og námsgagna ásamt vinnu- stofu fyrir nemendur og kennara. Einnig segir, að stefnt skuli að því að skólasöfnin geti gegnt því hlut- verki „að vera eitt af meginhjálp- artækjum í skólastarfinu". Skólasafnið er þannig órjúfandi hluti grunnskólans. Eftirlitshlut- verk fræðslustjórans nær þannig einnig til skólasafnsins engu síður en til annars starfs grunnskólans. Þetta eftirlitshlutverk fræðslu- stjórans er ekki sett skolastjórum eða kennurum til höfuðs heldur sem þjónusta við starfsmenn skól- anna. Sama gildir einnig um hlut- verk skólasafnanefndar, sem starfar í umboði skólanefndar, þ.e. fræðsluráðs. Þá er einnig miklvægt að undir- strika, að skólinn er fyrst og fremst þjónustustofnun fyrir for- eldra, sem lögum samkvæmt fara með forræði barnanna. Foreldrum ber skylda til, einnig lögum sam- kvæmt, að senda börn sín í skóla. Það er þess vegna mikilvægt, að skólastarfið í heild sinni fari ekki út fyrir þau mörk, sem foreldrar almennt geta sætt sig við. Þetta er vissulega ekki auðvelt starf, en hér á landi má segja að það hafi tekist vonum framar og betur en víða annars staðar erlendis. Stjórn fræðslumála í Reykjavík er í höndum fræðsluráðs, sem fer jafnframt með hlutverk skóla- nefndar eins og fram hefur komið. Samkvæmt erindisbréfi fyrir skólanefndir í grunnskólum (48. gr.) ber skólanefnd m.a., að vinna að því að bókakostur og önnur námsgögn skólanna geti gegnt því hlutverki að vera eitt af megin- hjálpartækjum í skólastarfinu. Skólanefnd Reykjavíkur, þ.e. fræðsluráð, kýs skv. reglum um skólasöfn, skólasafnanefnd, til þess m.a. að hafa, í sínu umboði, umsjón með skólasöfnum ásamt skólasafnafulltrúa, sem er starfs- maður skólanefndar, þ.e. skóla- skrifstofu Reykjavíkur. Um samstarf skólasafnanefndar og skólasafnafulltrúa segir m.a. í 8. gr., að skólasafnanefnd hafi það hlutverk með höndum, „að sam- ræma óskir kennara og annars starfsfólks um kaup á bókum og nýsigögnum, að höfðu samráði við skolasafnafulltrúa". í 8. gr. segir, að skólasafnafulltrúi „geri lista yfir þær bækur sem taldar eru henta ... í samráði við skólasafna- nefnd". Og í 10. gr. segir um starf skólasafnanefndar, að hún starfi í umboði skólanefndar/ fræðslu- ráðs. Eftir að skólasafnanefnd höfðu borist ábendingar frá nokkrum kennurum og skólasafnvörðum, um að umrædd kynfræðslubók ætti e.t.v. ekki erindi inn á skóla- söfnin, tók nefndin bókina til ná- kvæmari athugunar. Niðurstaða þeirrar athugunar varð sú, að nefndarmenn voru sammála um, að ekki væri hægt að mæla með bókinni sem lesefni á skólasöfn. í samræmi við það óskaði skóla- safnanefnd eftir því, að bókin yrði ekki sett á þann lista „yfir bækur sem taldar eru henta, sem stofn í bókakosti skólasafna," eins og það er orðað í 8. gr. sem vitnað er í að framan. Skólasafnafulltrúi varð við þessum tilmælum. hdtUanÍAÍœ 1 -2-3-4-5 Bókaauglýsing Nú er komin út ný bók eftir Þuríði Guö- mundsdóttur frá Bæ við Steingrímsfjörð, nú vistkona á Hrafnistu í Reykjavík. Bókin heitir Skin og skúrir. 1980 kom út eftir mig Niðursetningurinn. Þessi bók sem nú kemur út á markaðinn fylgir söguhetjunni til fullorðinsára en er sjálfstæð þó hin hafi ekki verið lesin. Þetta er saga spennu og átaka. Víöa komið við. Hún veröur ekki lögö til hliðar hálflesin. Tilvalin bók í jólapakkann. Prentuð í Eyjaprenti. Bundin í Bók- felli. Fæst í nokkrum bókaverslunum og hjá höfundi á Hrafnistu í Reykjavík. Þuríður Guðmundsdóttir frá Bæ. Heimilislæknir Hef opnað læknastofu í Domus Medica, Egilsgötu 3. Tímapantanir kl. 9—18 í síma 15477. Sveinn Rúnar Hauksson læknir. Bladburóarfólk óskast! ekki sjá þetta, annað hvort vilja ekki sjá það eða nenna ekki að lesa bókina niður í kjölinn. í bók þessari eru unglingar hvattir til að ánetjast kynvillu „þegar þeir eru að vakna til vitund- ar um tilfinningar sínar ... (eða) treysta sér ekki til að stíga skrefið til fulls“. (bls. 122). Þótt þessi markvissa innræting um kynvillu sé mest áberandi í köflunum um kynþroska og kynferðismál, ungl- inga og kynhvöt, kynlíf og ein- staklingsmun, þá er bókin byggð þannig upp, að gengið er út frá kynvillu sem jafn sjálfsögðu og æskilegu fyrirbæri sem eðlilegum samskiptum karls og konu. Þessu til staðfestingar skulu tekin nokkur dæmi af handahófi, málfarsleg einungis en þó ekki úr kaflanum, sem Silja vitnar til á bls. 118—123. Þau eru: — Það er mikill munur á því að banna eða hindra prentfrelsi og skoðanafrelsi í landinu og því, að velja náms- efni og bókakost fyrir skyldunámið. — Abendingar skóla- safnanefndar geta á engan hátt kallast ögr- un við dómgreind kenn- ara heldur fyrst og fremst þjónusta, sem gert er ráð fyrir í lög- um. Eins og nærri má geta hefur skólasafnanefnd enga aðstöðu til þess að lesa yfir allar bækur, sem koma til álita, sem stofn í bóka- kosti skólasafna og ekki heldur áhuga á slíku. Hins vegar hlýtur það að vera í verkahring nefndar- innar, að taka til athugunar þær bækur sem kennarar, skólastjórar eða foreldrar vekja athygli á, sem vafasömu lesefni inn á skólasöfnin. Og eins og þegar hefur verið bent á ber skólasafnanefnd, lögum samkvæmt, í umboði skólanefnd- ar/fræðsluráðs, að taka afstöðu til þess efnis sem valið er inn á skóla- söfnin. Þetta getur á engan hátt kallast ögrun við dómgreind kenn- ara eða annarra starfsmanna skól- anna heldur fyrst og fremst sem þjónusta, sem gert er ráð fyrir í lögum. Það er einnig ljóst að fjöldi kennara kann vel að meta þessa þjónustu og kom það m.a. fram í máli eins kennarafulltrúans, sem tók sæti varamanns á fundi fræðsluráðs þegar mál þetta var á dagskrá. Þegar afstaða skólasafnanefnd- ar kemur einnig heim og saman við afstöðu deildarstjóra náms- gagnagerðar hjá Námsgagna- stofnun og fræðslustjórans, æðsta yfirmanns um val námsefnis fyrir grunnskóla og skólasöfn, þá verður varla hægt að ásaka skólasafna- nefnd eða fræðsluráð fyrir að hafa farið út fyrir verksvið sitt. Eins og þegar hefur komið fram hefur fræðslustjóri staðfest það mat skólasafnanefndar að um- rædd bók verði ekki keypt fyrir skólasöfnin til útlána. Útgefendur bókarinnar eru að sjálfsögðu ekki ánægðir með þá niðurstöðu og áróðursfulltrúi bókaútgáfunnar, Silja Aðalsteinsdóttir, hvetur starfsmenn skólanna til að hunsa þessa niðurstöðu og ganga þannig í berhögg við lögformlega og eðli- lega afgreiðslu málsins. Hún telur greinilega að áróðursdeild bókaút- gáfunnar sé hinn rétti aðili til að meta námsefni og bækur fyrir skólana. í grein sinni, sem birtist í Morg- unblaðinu sl. föstudag, segir Silja að málefni homma og lesbía (þ.e. kynvillinga) sé einungis að finna í einum kafla bókarinnar, alls sex síðum. Þetta er alrangt. Bókin er þvert á móti frekjulegur áróður fyrir kynvillu og gengur sá boð- skapur eins og rauður þráður í gegn um alla bókina. Þeir, sem 1. „Verið getur að bæði (báðar, báðir) fái fullnægingu með hjálp hins, en þau hafa ekki samfarir." (bls. 45) 2. „Síðan verður fólk hrifið af eða skotið í einhverjum (oft miklu eldri) af sama kyni eða gagn- stæðu kyni.“ (bls. 46) 3. „Þá tekur við áköf vinátta tveggja á svipuðum aldri (en af sama kyni eða gagnstæðu kyni).“ (bls. 46.) 4. „Munnlega aðferðin ... Margt samkynhneygt fólk, bæði hommar og lesbíur, nota líka þessa aðferð til að fá fullnæg- ingu.“ (bls. 49). 5. „Þetta dregur úr ánægju hans sjálfs og getur komið í veg fyrir að sú (sá) sem hann er með njóti kynmakanna." (bls. 129). (Brt. letur, BJ.) 6. „Þeir geta líka notið þess að snerta og gæla við þá konu eða karl sem þeir eru með.“ (bls. 131). (Brt. let. BJ.) 7. Hún getur gælt við kynfæri hans (hennar) með vörunum og sjálf finnur hún enn fyrir ert- ingu í brjóstunum." (bls. 132). 8. „Þrátt fyrir það geta þeir notið að vera hjá, gæla við og snerta þá (eða þann), sem þeim þykir vænt um.“ (bls. 132). Ég vil að lokum taka fram, að ég ber mikið traust til kennara og tel að þeir séu almennt vel hæfir til starfa. Skólinn hefur ákveðnum skyldum að gegna fyrir samfélag- ið, en hann hefur ekki, þrátt fyrir skólaskylduna, hvorki lagalega né siðferðilega, uppeldislegt forræði barna í sínum höndum. Þetta for- ræði er einungis í höndum foreldr- anna. Því er það ámælisvert, þegar kjörnir fulltrúar fólksins, þar á meðal foreldra, krefjast þess að skólinn hafi forystu um innræt- ingu, sem gengur gegn siðferðisvit- und almennings. Það er útúrsnún- ingur þegar því er haldið fram, að verið sé að banna bækur. Það er mikill munur á því að banna eða hindra prentfrelsi og skoðanafrelsi í landinu og því, að velja námsefni og bókakost fyrir skyldunámið. Slíkt val hlýtur að byggjast á því gildismati, sem ríkir í samfélag- inu. Hins vegar er rétt að menn geri sér ljóst, að í samfélagi okkar eru einstaklingar, sem eru að berj- ast fyrir gildismati, sem er í and- stöðu við ríkjandi viðhorf. Hér á ég við skipulega innrætingu, eins og þá, sem kynvillingar standa nú fyrir. Þegar skólinn, sem stofnun, samþykkir að kennara sé heimilt að reka áróður fyrir kynvillu og annarri úrkynjun, þá er hann um leið búinn að viðurkenna það gild- ismat sem þarna liggur að baki. Skólinn getur því ekki heimilað einstökum kennurum, sem þannig hugsa, að standa fyrir innrætingu, sem stríðir gegn almennu siðgæði. sbr. 2. gr. laga um grunnskóla. I þessari sömu lagagrein er einnig vikið að umburðarlyndi sem mikil- vægu uppeldismarkmiði, sem það og er. En umburðarlyndi getur aldrei gengið það langt að skólinn samþykki gildismat, sem samfé- lagið telur í eðli sínu rangt og skaðlegt. Höíundur er dósenl við Kennara- háskóla íslands og á sæti í skóla- safnanefnd og fræðsluráði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.