Morgunblaðið - 11.12.1985, Side 27

Morgunblaðið - 11.12.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 27 Vilja frjálsa hafnar- aðstöðu í Reykjavík NOKKRIR viðskiptaadilar í Reykjavík hafa skrifað hafnarstjórn Reykjavíkur bréf eins og fram kom í blaðinu í gær og óskað eftir frjáls- um aðgangi að hafnaraðstöðu í Reykjavíkurhöfn og telja þeir að tæki- færi til slíks skapist nú með brotthvarfí Hafskips hf. úr Reykjavíkur- höfn. Bréf þessara viðskiptaaðila er svohljóðandi: „Undirritaðir aðilar fara þess hér með á leit við háttvirta hafn- arstjórn að nú er Hafskip hf. hefur hætt starfsemi og þar með losnað sú hafnaraðstaða er það félag hefur haft í Austurhöfn Reykjavíkurhafnar, verði tæki- færið notað til þess að skapa frjálsan aðgang að hafnarað- stöðu í Reykjavík, sem hingað til hefur algjörlega skort. í þessu sambandi viljum við benda á eftirfarandi beiðni okkar til stuðnings: 1. í langflestum' viðskiptalönd- um okkar er sá háttur á hafð- ur, að hafnaraðstaða og þjón- usta í tengslum við hana sé rekin sem sjálfstæð starfsemi, annað hvort af bæjarfélögun- um sjálfum eða af sérstökum fyrirtækjum. Er þetta gert til þess að frjáls samkeppni í flutningum fái notið sín og til þess að allir flutningsaðilar hafi aðstöðu til þess að fá eðlilega hafnarþjónustu og veita viðskiptaðilum sínum þá þjónustu er þeir þurfa á að halda. 2. Á undanförnum árum hefur það orðið ljóst, að framan- greindrar þjónustu er þörf, enda hafa margir smærri og stærri flutningsaðilar hrökkl- ast frá Reykjavík vegna skorts á frjálsri hafnaraðstöðu, þar sem allri hafnaraðstöðu í borginni hefur verið ráðstafað til ákveðinna skipafélaga. Af þessu fyrirkomulagi hefur m.a. leitt, að tekjur Reykja- víkurhafnar af vöruflutning- um hafa orðið minni en ella. Mikilvægt er, að á máli þessu verið tekið nú þegar, þar sem í því kauptilboði, sem Eimskipafélag íslands hf. hefur gert skiptaráðanda í ýmsar eignir hafskips hf. mun skv. blaðafregnum vera orðuð heimild til handa því félagi til þess að yfirtaka þá hafnarað- stöðu sem hér um ræðir. Að sjálfsögðu er það þó í valdi borgaryfirvalda í Reykjavík, en ekki skiptaráðanda, að ráð- stafa þessari aðstöðu, og ekki þarf að taka fram, að Eimskip hefur nú þegar mjög góða hafnaraðstöðu hjá Reykjavík- urborg. Að lokum viljum við koma á framfæri þeirri ábendingu í sambandi við mál þetta, að stofnað verði sérstakt félag til þess að reka umrædda hafnar- aðstöðu með eða án þátttöku borgarinnar. Eru undirritaðir aðilar að sjálfsögðu reiðubún- ir til samvinnu í þessu efni, og vitað er um fjölmarga aðra aðila, sem eru sama sinnis. Afrit bréfs þessa er sent til borgarráðs Reykjavíkur og skiptaráðandans í Reykjavík. Við leyfum okkur að vænta jákvæðs svars hafnarstjórn- arinnar hið allra fyrsta." Undir bréfið rita eftirtaldir: Jón H. Guðmundsson fyrir hönd Byko, Gunnar Ólafsson fyrir hönd Andra hf., Þorvald- ur Jónsson, skipamiðlari, Guðmundur Karlsson fyrir hönd Sjóleiða hf., Már Gunn- arsson fyrir hönd Nesskips hf., Guðlaugur Bergmann fyr- ir hönd Karnabæjar, Ásgeir Gunnarsson fyrir hönd Veltis hf., Finnbogi Kjeld fyrir hönd Skipafélagsins Víkur hf., Pálmi Pálsson fyrir hönd skipafélagsins Nes hf., Lýður A. Friðjónsson fyrir hönd Vífilfells, Jón Snorrason fyrir hönd Húsasmiðjunnar og Bjarni Magnússon fyrir hönd íslenzku umboðssölunnar. Fundur um nýju bankalöggjöfina SAMBAND íslenskra bankamanna og Bankamannaskólinn gangast fyr- ir fundi um bankalöggjöfína sem tekur gildi þann 1. janúar nk. Fundurinn verður haldinn að Hótel Hofi í kvöld, miðvikudaginn 11. des. kl. 20.00. Frummælendur verða Þórður Ólafsson, forstöðu- maður bankaeftirlits Seðlabank- ans, Bragi Hannesson, bankastjóri og Lúðvík Jósefsson, bankaráðs- maður. Morgunblaðið/Ól.K.M. Kysteinn Jónsson og Vilhjálmur Hjálmarsson fyrir framan Alþingishúsið, en þar gerðust einmitt margir at- burðir sem greint er frá í ævisögu Eysteins. Eysteinn í stormi og stillu |»riðja bindi ævisögu Eysteins Jónssonar eftir Vilhjálm Hjálmarsson komið út EYSTKINN í stormi og stillu, þriðja og síðasta bindi ævisögu Eysteins Jónssonar fyrrverandi ráðherra og formanns Framsókn- arflokksins, er nú komið út hjá Vöku-Helgafelli. Bókina ritar Vil- hjálmur Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra. Hún er tæpar 400 síður og er hún prýdd tugum mynda. Bókin er prentuð og bundin inn hjá Prentsmiðjunni Odda hf. Á blaðamannafundi þar sem bókin var kynnt kom fram, að í þessu síðasta bindi ævisögu Eysteins væru birtar nýjar upp- lýsingar um ýmislegt sem gerðist á bak við tjöldin í íslenskum stjórnmálum. Vitnað er í minnis- blöð Eysteins, gerðarbækur Framsóknarflokksins, bréf o.fl. Sagt er frá myndun vinstri stjórna, þorskastríðum og þegar unnið var að stofnun nýs stjórn- málaafls á vinstri vængnum. Þá er gert að umtalsefni stórvirkj- anir, orkufrekur iðnaður og önnur mál sem voru ofarlega á baugi á þeim tíma sem bókin fjallar um, en það eru árin 1956—1985. Náttúruskoðun og náttúruvernd eru hugðarefni Eysteins og eru meðal annars birtir minnispunktar sem hann hefur skrifað í ferðalögum. Sagan er ekki skrifuð í sam- talsformi en Vilhjálmur Hjálm- arsson byggir hana á ýmsum heimildum, birtum og óbirtum. Einnig notar hann munnlegar frásagnir Eysteins og ýmsar bendingar frá honum á meðan á ritun sögunnar stóð. Vilhjálmur notar jafnframt minningabrot sín og sögur og tilvitnanir frá ýmsum tímum. Vilhjálmur sagði, að reynt hefði verið að fjalla vítt og breitt um ýmsa atburði, sem Eysteinn hefði sjálfur tekið þátt í eða tengdust honum á annan hátt, frekar en að leggja áherslu á eitt ákveðið efni. í síðustu köflum bókarinnar er fjallað um ýmis áhugamál Eysteins. Þar er m.a. sagt frá því er hann flutti framsöguerindi á fræðslufundi um málefni fjöl- skyldunnar, sem haldinn var í Félagsmálaskóla Framsóknar- flokksins 1980. í þessari ræðu sinni segi'r hann m.a.: „Áður fyrr héldu atvinnuhættir og þjóðlífs- hættir fjölskyldunni saman. Nú spenna þeir fjölskylduna sund- ur.“ Eysteinn sagði á fundinum, að hann hefði e.t.v. viljað leggja meiri áherslu á þá skoðun sína í bókinni, að tími sé kominn til þess að breyta allri vinnutil- högun hér á landi. „Atvinnulífið þarf að miðast við þarfir fjöl- skyldulífsins ef við viljum að fjölskyldan verði meginkjarni þjóðfélagsins í framtíðinni," sagði Eysteinn Jónsson. / l£ N0UVEAU STOCX D'HABITATVlENr &ARRNER DB FRANCE •* \ / DETRES J0US SOFAS A DES PRIX DBRISOIRES, PES LAMPES, \ I DESTABLES, DES CHAISES, DES ETMERES, DES COMMODES, ) —\ DESPIACARDS, DES BUREAUX ... J- \ ET MEME DlVERS TISSUS .AINSI Q.UE 8UELQUES PA1UASS0NS. / -----------—----' habitat Sjé þýðingu tveim opnum attar Verslun — póstverslun. Laugavegi 13. simi 25808.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.