Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 37 Hafskip — Utvegsbankinn: Ríkisstjórnin setur á fót nefnd sérfróðra manna Mun leita lagaheimildar til aö fela Hæstarétti ad tilnefna þessa nefnd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá rík- isstjórninni: A fundi sínum í dag samþykkti ríkisstjórnin eftirfarandi: „Föstudaginn 6. desember sl. var Hafskip hf. tekið til gjaldþrota- skipta. Samkvæmt gjaldþrotalög- um nr. 6/1978 fer skiptaráðandinn í Reykjavík nú með forræði gjald- þrotabúsins jafnframt því hlut- verki sínu að rannsaka, hvort ein- hver lögbrot tengist gjaldþroti fyrirtækisins og ástæðum þess. Með hliðsjón af þessu er ljóst, að rannsókn á hugsanlegu refsiverðu athæfi í tengslum við þetta gjald- þrot er nú þegar í þeim farvegi, sem lög gera ráð fyrir. Þá hefur það ennfremur gerst, að iðnaðarráðherra hefur farið þess á leit við ríkissaksóknara, að hann láti framkvæma sérstaka rannsókn á þeim ásökunum, sem beinst hafa að iðnaðarráðherra nýverið í þá veru, að hann hafi misnotað aðstöðu sína sem for- maður bankaráðs Útvegsbankans til að greiða fyrir viðskiptum Hafskips hf. Til viðbótar þessu telur ríkis- stjórnin þörf á, að könnuð verði sérstaklega þau atriði, er lúta að viðskiptalegum þáttum málsins, sem ekki eru til athugunar sem refsiverð háttsemi af hálfu ofan- greindra rannsóknaraðila. í því skyni ákveður ríkisstjórnin að setja á fót nefnd þriggja sérfróðra manna, sem að höfðu samráði við skiptaráðanda, hafi það hlutverk að kanna hvort um óeðlilega við- skiptahætti hefur verið að ræða í samskiptum Útvegsbankans og Hafskips hf. á undanförnum árum. Bankaeftirlit Seðlabankans verður nefndinni til aðstoðar um upplýs- ingaöflun sem þörf er á. Ríkis- stjórnin mun leita lagaheimildar til að fela Hæstarétti að tilnefna þessa nefnd. Nefndin skal hraða störfum sínum og skila skýrslu til viðskiptaráðherra að starfi loknu.“ Jafnframt skýrði viðskiptaráð- herra frá því, að hann hefði þegar falið bankaeftirliti Seðlabankans að gera athugun á því, hvernig skuldastöðu stærstu viðskiptafyr- irtækja í ríkisviðskiptabönkunum sé háttað og fjárhagsstöðu við- skiptabankanna. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að þessari könnun verði hraðað. 10. desember 1985. Steingrfmur Hermannsson forsætisráðherra: „Sérfróðir menn vara ein- dregið við þingkjörinni nefnd“ „ÉG ER BÚINN aö ræöa við fjölmarga aðila um þessar hugmyndir um þing- kjörna nefnd, og hver einasti maöur sem ég ber traust til úr lögfræöistétt hefur varað alveg eindregið viö því, einkum þeir sem tengjast dómarastörf- um,“ sagöi Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra er hann var spurður álits á þeirri hugmynd Ólafs Ragnars Grímssonar aö þingkjörin rannsóknar- nefnd og nefnd skipuð af Hæstarétti störfuðu hlið viö hlið aö rannsókn á viðskiptum Útvegsbankans og Hafskips. Forsætisráðherra sagði að þeir sem hann hefði rætt við segðu ein- faldlega að það gengi ekki þegar dómstólar væru að fjalla um mál, að um þau væri fjaliað fyrir opnum tjöldum. „Þessir menn hafa allir varað við því, og sumir hafa bókstaf- lega gengið svo langt að segja að erfitt væri að sjá hvernig skiptaráð- andi ætti að sinna rannsókn sinni sem skyldi, ef jafnhliða færi fram rannsókn fyrir opnum tjöldum," sagði Steingrímur. Nefndi hann sem dæmi erfiðleika þess að þau vitni sem skiptaráðandi ætlaði að kalla fyrir, hefðu áður komið til yfir- heyrslu og vitnisburðar hjá opin- berri nefnd. Steingrímur var spurður hvort afstaða þingflokks Framsóknar- flokksins í þessu máli væri klofin, þar sem Ólafur Þ. Þórðarson er einn flutningsmanna þingsályktunartil- lögu um þingkjörna rannsóknar- nefnd: „Ég tek enga ábyrgð á Ólafi Þ. Þórðarsyni," sagði Steingrímur, „en ég held að það sé fljótfærni hjá honum að vera flutningsmaður að slíkri tillögu. Við ræddum þetta á þingflokksfundi í gær og ég heyrði ekki annað en menn væru mjög á þeirri skoðun sem ég hef lýst." Steingrímur sagði að ríkisstjórn- in væri vegna ofangreinds sammála um að vera andvíg þingkjörinni rannsóknarnefnd, og hún varaði reyndar eindregið við því að slík leið væri valin. Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Alþýðuflokks: „Leið ríkisstjórnarinnar tryggir ekki það sem við viljum fá fram“ „ÉG FAGNA því aö þaö viröist vera orðin breið samstaða um það hjá öll- um flokkum hér á Alþingi að það fari fram rannsókn í þessu máli, en það er Ijóst aö hér á Alþingi greinir menn á um leiðir til þess aö ná því fram aö rannsóknin verði sem ítarlegust. Þaö er mín skoðun aö sú leiö sem Ólafur Ragnar Grímsson: „Leið ríkisstjórnarinnar með öllu ófullnægjandi“ „ÞETTA er aö mínu mati meö öllu ófullnægjandi. Þetta er cinhliöa ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aö skipa þrjá menn sem eiga að starfa fyrir luktum dyrum aö athugun máls- ins,“ sagöi Olafur Ragnar Grímsson þingmaöur Alþýöubandalagsins, er hann var spurður álits á þeirri ákvöröun ríkisstjórnarinnar aö beita sér fyrir lagasetningu sem heimili Hæstarétti aö skipa þriggja manna rannsóknarnefnd er rannsaki viö- skipti Hafskips og Útvegsbankans. „Þar með er þjóðþingið sett til hliðar. Þetta er gert án þess að ræða við stjórnarandstöðuna, og þar með er reynt að koma í veg fyrir að það náist safnstaða þings og þjóð- ar um meðferð málsins," sagði ólaf- ur Ragnar. Hann sagði að jafnframt væri því lykilatriði hafnað af ríkis- stjórninni að störf nefndarinnar væru fyrir opnum tjöldum og fundir hennar haldnir í heyranda hljóði. „Við erum þeirrar skoðunar að það eigi að beita við þetta samskonar aðferðum og þingnefndir í Banda- ríkjunum beita, þar sem fulltrúar þingsins með aðstoð sérfræðinga, á fundum sem haldnir eru í heyranda hljóði, reyna að leiða hið sanna í ljós,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar sagði að sér væri til efs að einhverjir þrír menn fengjust til þess að taka það verk að sér að starfa sem fulltrúar þjóðarinnar fyrir luktum dyrum að því að leiða þetta mál til lykta og sitja siðan undir grunsemdum um að hafa ekki gert öllu skil. Sagðist Ólafur Ragnar því vonast til þess, þegar tillögurnar um rann- sóknarnefndir Alþingis kæmu til afgreiðslu á þinginu, að ráðherrar ríkisstjórnarinnar féllust á að slíkar nefndir yrðu kosnar, og þessir þrír einstaklingar sem ríkisstjórnin vildi að Hæstiréttur skipaði gætu síðan starfað með nefndunum. ríkisstjórnin vill fara, tryggi ekki þaö sem við höfum viljaö ná fram,“ sagöi Jóhanna Siguröardóttir þingmaður Alþýöuflokks, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um þingkjörna rannsóknarncfnd. Jóhanna sagði að á þingskjölum lægju frammi mjög ítarlegar spurn- ingar, sem engin trygging væri fyrir að fengjust svör við, með þeirri leið sem ríkisstjórnin hygðist fara. Nefndi hún sem dæmi óskir flutn- ingsmanna tillögunnar um að samn- ingatilboðin væru rannsökuð, ýmsar spurningar sem beindust að fyrrver- andi viðskiptaráðherra og afskipt- um hans að þessu máli, hlut Alberts Guðmundssonar, bankaráðin og bankastjórnina. „Ég tel því að það sé engin trygg- ing fyrir því að við fáum svör við þeim spurningum sem fram hafa komið hér á Alþingi, með rannsókn þeirrar nefndar sem framkvæmda- valdið vill skipa, og að það sé eðli- legra að Alþingi, sem krafist hefur ítarlegra upplýsinga um þessi mál, skipi þessa nefnd sjálft," sagði Jó- hanna. INNLENT Stuömenn munu halda uppi fjörinu í beinni útsendingu af áramóta- gleöi sjónvarpsins á nýársnótt. Aramótadansleikur í sjón- varpssal í beinni útsendingu ÁKVEÐIÐ hefur veriö aö efna til áramótagleöi í sjónvarpssal á nýjárs- nótt og veröur gleöin send út í beinni útsendingu. Mun útsending hefj- ast um miönætti og veröur um 250 manns boöiö til fagnaöarins. Stuðmenn munu halda uppi ekki verið ákveðið hversu lengi fjörinu á þessum sérstæða ára- útsendingin stendur né heldur mótadansleik og að sögn Jakobs nánar um einstaka framkvæmda- Magnússonar er undirbúningur þætti. Sagði hann að beðið væri nú þegar hafinn. Jakob varðist eftir að Hrafn Gunnlaugsson allra frekari frétta af gangi mála kæmi til landsins frá Svíþjóð, en en sagði, að hugmyndin væri að Hrafn mun upphaflega hafa átt flétta ýmsum uppákomum inn í hugmyndina að þessari áramóta- dansleikinn. Að sögn Viðars Vík- gleði. ingssonar hjá sjónvarpinu hefur Utvarpsrað og fréttastjóri sjónvarps: Mjög undrandi á við- brögðum Ingva Hrafns — segir Inga Jóna Þórdardóttir „ÉG ER mjög undrandi á þeim viöbrögöum Ingva Hrafns að fara ekki aö tilmælum útvarpsráös og biðja forstjóra Arnarflugs velvirðingar á mistökum í fréttaflutningi sjónvarpsins. Þaö voru allir útvarpsráösmenn sammála um það að fréttareglur hefðu verið brotnar og því heföi Ingvi Hrafn átt að hlíia ályktun ráösins, þótt einungis heföi veriö um tilmæli að rteöa," sagöi Inga Jóna Þóröardóttir formaöur útvarpsráös, spurö álits á þeirri afstööu Ingva Hrafns Jónssonar aö veröa ekki viö tilmælum útvarpsráös aö biöja forstjóra Arnarflugs, Agnar Friöriksson, velvirðing- ar vegna viðauka viö fréttaviötal viö hann þann 22. nóvember sl. Forsaga má'sins er sú að út- varpsráð samþykkti ályktun á fundi sínum sl. föstudag þar sem þess var farið á leit við fréttastofu sjónvarps, að forstjóri Arnar- flugs, Agnar Friðriksson, yrði beðinn velvirðingar vegna fréttar sjónvarpsins í kjölfar viðtals við hann, sem birtist þann 22. nóv- ember. Ennfremur fordæmdi út- varpsráð „mismunun sem fram kom í þessum sama fréttatíma", í umfjöllun sjónvarpsins af mál- efnum Arnarflugs og Flugleiða. í fréttatíma sjónvarpsins sl. föstu- dagskvöld var sagt að Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri sjónvarps- ins, hefði lagt fram bókun á fundi útvarpsráðs, þar sem hann neitaði þvi að mistök hefðu átt sér stað í umfjöllun sjónvarpsins um mál- in og taldi því ekki ástæðu til að biðja forstjóra Arnarflugs vel- virðingar. I fréttum sjónvarpsins á laugardagskvöldið var svo lesin athugasemd frá þeim fjórum út- varpsráðsmönnum sem að álykt- unni stóðu, þar sem sagt er að það sé rangt að Ingvi Hrafn hafi lagt fram formlega bókun á fund- inum, auk þess sem segir að í frétt sjónvarpsins af ályktun útvarps- ráðs hefði mátt koma fram bókað álit þeirra útvarpsráðsmanna sem sátu hjá við afgreiðslu álykt- unarinnar. Ingvi Hrafn var spurð- ur hverju þetta sætti: „Um þessa athugasemd út- varpsráðs hef ég það eitt að segja að hún er þörf ábending til mín um starfsaðferðir og fundarsköp ráðsins. Ég vissi ekki að það þyrfti að leggja bókanir fram formlega og stóð í þeirri trú að orð mín hefðu verið bókuð orðrétt eftir mér á fundinum," sagði Ingvi Hrafn. Að öðru leyti sagðist Ingvi Hrafn ekki hafa skipt um skoðun, hann stæði enn við það að sjón- varpinu hefði ekki orðið á mistök í umræddum fréttatíma og því væri ekki þörf á afsökunarbeiðni. Markús Á. Einarsson, varafor- maður útvarpsráðs, sagði, að það væri mál Ingva Hrafns hvort hann bæðist velvirðingar eða ekki. Ef hann kysi að fara ekki að tilmælum útvarpsráðs væri ekkert við því að gera. „Hins vegar hefði ég kosið að bókað álit þeirra þriggja útvarpsráðsmanna sem hjá sátu þegar ályktunin var afgreidd hefði komið fram í sjón- varpsfréttum á föstudaginn. Þau létu bóka að þau teldu að frétta- reglur hefðu verið brotnar í umræddum tilvikum. Við sem að ályktuninni stóðum töldum að um svo alvarleg mistök í fréttaflutn- ingi hefði verið að ræða að það gæfi tilefni til ályktunar. Hin þrjú töldu að bókun dygði," sagði Markús Á. Einarsson. Ingibjörg Hafstað var ein þeirra sem sátu hjá við afgreiðslu ályktunarinnar. Hún var spurð hvað hún hefði látið bóka eftir sér á fundinum: „Við Jón Þórar- insson lögðum fram sameiginlega bókun, þar sem við sögðum efnis- lega að ótvírætt hefði verið brotið gegn reglugerð frá 1976 um fréttaflutning í ríkisfjölmiðlum, en töldum hins vegar fulla ástæðu til að endurskoða þær reglur, einkum í ljósi komandi sam- keppni," sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að útvarpsráðs- menn hefðu verið sammála um að í viðkomandi fréttum hefðu tvær reglur verið brotnar. Ein sem kveður á um að skilja skuli að fréttir og fréttaskýringar og önnur sem segir að geta skuli heimildarmanna ef frétt er vé- fengd. „Það er erfið aðstaða fyrir fréttamenn að vera í þeim sporum að þurfa annað hvort að þegja yfir einhverju sem þeir vita, eða bregðast trúnaði heimildarmanns síns. Því er nauðsynlegt að breyta þessum reglum," sagði Ingibjörg. Inga Jóna Þórðardóttir, for- maður útvarpsráðs, lagði fram sérstaka bókun á fundinum. „Ég taldi ekki ástæðu til ályktunar um þetta einstaka mál, þótt ótví- rætt hefði verið um brot á frétta- reglum að ræða. Ég tel að svona mál eigi frekar að leysa innanhúss hjá stofnuninni. Hins vegar lagði ég áherslu á það í bókun minni að aðgreina ætti fréttir og frétta- skýringar,“ sagði Inga Jóna Þórð- ardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.