Morgunblaðið - 11.12.1985, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR11. DESEMBER1985
N
7
Hinn nýi Blackmore
lætur til sín taka
Hljómplötur
Sigurður Sverrisson
Yngwie Malmsteen’s Rising Force
Marching Out
Polydor/Fálkinn.
Þrátt fyrir að Yngwie Malm-
steen hafi Ritchie Blackmore að
leiðarljósi í flestu því sem hann
tekur sér fyrir hendur á tónlist-
arsviðinu hikar hann ekki við að
afneita öllum tengslum við þann
gamla jöfur. Fyrir hvern meðal-
jón er það deginum ljósara að
Malmsteen sækir áhrif sín til
Ritchie Blackmore og ekkert
annað. Sem dæmi um þetta skal
nefnt, að allt fas þessara tveggja
manna er keimlíkt sem og klæða-
burður, Malmsteen notar sömu
tegund gítars og Blackmore, er
meira að segja með svipað
„sánd“, byggir sóló sín oft upp á
sambærilegan hátt og sá gamli
og leitar fanga í verkum gömlu
meistaranna rétt eins og Black-
more. Það gera reyndar miklu
fleiri en úrvinnslan er svipuð
hjá þessum tveimur. Nafnið á
sveitinni, þ.e. uppsetning þess,
er að auki sláandi lík því sem
var hjá Blackmore fyrir áratug.
Sveitin heitir Yngwie Malm-
steen’s Rising Force en hin hét
Ritchie Blackmore’s Rainbow.
Eftir alla afneitunina lætur
sænski snillingurinn sig ekki
muna um að senda Blackmore
sérstakar þakkir á plötuumslag-
inu.
Að öllu þessu framansögðu
mætti halda að undirritaður
hefði ekki mikið álit á Maimste-
en. Því fer fjarri. Hann er tví-
mælalaust einhver allra mesti
gítarsnillingur rokksins í dag
þótt stundum leiki hann meira
af tækni einni saman en tilfinn-
ingu. Það skólast vafalítið af
honum með tímanum.
Síðast heyrði ég í Malmsteen
innan veggja Alcatrazz áður en
honum og Graham Bonnet varð
alvarlega sundurorða. Frá þeim
tíma hefur gítarleikur Malmste-
en þroskast talsvert en hið sama
verður ekki sagt um lagasmíð-
arnar. Þær eru alls ekki slæmar
en keimlíkar, aðallega vegna þess
að lögin þjóna flest þeim tilgangi
einum að vera undirspil fyrir
grenjandi sóló hans.
Beitt stunga
frá vespunum.
W.A.S.P. The Last Command
Capitol/Fálkinn.
W.A.S.P. sló strax í gegn með
fyrstu breiðskífunni sinni, I
Wanna Be Somebody. Ef að lík-
um lætur á The Last Command
eftir að styrkja stöðu Blackie
Lawless og manna hans stórlega
á Bandaríkjamarkaði a.m.k. The
Last Command er um flest tals-
vert betri en forveri hennar, sem
þó var hin ágætasta.
The Last Command hefst á
ágætu lagi, Wild Child, sem fylgt
er eftir af Ballcrusher. Síðan
rekur hvert lagið annað og veil-
urnar á plötunni eru fáar þótt
lögin á síðari hliðinni séu
kannski full keimlík innbyrðis.
Hljóðfæraleikur þeirra
W.A.S.P. manna er hnökralítill.
Lawless drífur sveitina áfram
með kröftugum bassaleik og gít-
arleikur þeirra Holmes og Piper
er nokkuð fjölbreyttur án þess
nokkru sinni að geta talist stór-
brotinn. Trommuleikur Riley
öruggur en einfaldur. í heild er
tónlistin ákaflega dæmigert
þungt bandarískt rokk af árgerð
1985.
Snoturt en átakalítið
ABC How To Be A Zillionaire?
Mercury/Fálkinn
Einhvern veginn fór það svo,
að mér tókst á sínum tíma að
vera á öndverðri skoðun við flest
alla hljómplötugagnrýnendur
þegar fyrri plötur ABC, The
Lexicon of Love og The beauty
Stab, komu út. Mér fannst sú
fyrri afleit, hin síðari býsna góð.
Það voru víst fáir um þá skoðun.
Að mínu mati fengi þessi plata
aldrei nein verðlaun, nema ef
vera skyldi fyrir fagmennsku og
varla þó. Hljómborð, þ.m.t. hið
illræmda Fairlight-apparat, eru
allt í öllu og trommumaskínur
sjá um stóran hluta af því sem
eftir er. í það heila tekið er tón-
list ABC ósköp venjulegt popp í
ljúfustum skilningi þess orðs
með öllum þeim bellibrögðum
sem nú tíðkast í hljóðverum er-
lendis.
Eftir stendur þó, að Martin
Fry er ágætis söngvari í alla
staði og getur sett saman ágætis
lög. Best tekst honum í Be Near
Me, sem þegar hefur notið vin-
sælda, en að öðru leyti er tónlist
ABC þess eðlis að hún gleymist
fljótt.
Vinnur hægt og
bítandi á
Motels, Shock
Capitol/Fálkinn
Það var sannarlega áfall fyrir
aðdáendur Motels þegar það
komst í fréttir, að Martha Dab-
ves, höfuðpaur sveitarinnar og
söngkona þurfti að gangast undir
skurðaðgerð á höfði vegna heila-
æxlis. Þetta var síðla á síðasta
ári og sem betur fer reyndist
æxlið góðkynja og Martha náði
sér aftur á strik. En bersýnilega
hafa veikindin sett meiri alvöru-
blæ á tónlist hennar en áður var.
Hið létta yfirbragð, sem ein-
kenndi t.d. All Four One, sem
kom út 1982 og Little Robbers,
sem kom út ári síðar, er þó ekki
með öllu á braut og skýtur upp
kollinum hér og þar. Lög eins og
New York Times, State of Heart
ásamt Icy Red eru stórgóð og
nokkur önnur koma þar skammt
áeftir.
Að því er best verður séð er
liðsskipan Motels hin sama og
var á tveimur fyrri plötunum en
því miður er upptökustjórinn Val
Garay fjarri góðu gamni að þessu
sinni. Fjarvera hans breytir þó
ekki þeirri staðreynd að Motels
færa manni heim sanninn um
það, að vesturstrandarrokkið
þarf ekki að vera poppað kántrí
eða gegnryðgað bárujárn. Þetta
er góð plata sem vinnur stöðugt
á.
Sherlock
sárt leikinn
Myndbönd
Árni Þórarinsson
Konungur einkaspæjaranna
Sherlock Holmes á sér margra
aðdáendur á öllum aldri og ég er
í þeim hópi. Þáð léttist því á mér
brúnin þegar ég sá að komin er
á myndbandamarkaðinn ný spóla
um þennan ágæta viktoríanska
snilling. Hún geymir mynd að
nafni Masks of Death og í hlut-
verkum Holmes og Watsons eru
Peter Cushing, hinn gamalreyndi
hrollvekjuleikari, og John Mills.
einhver hæfasti leikari Breta. I
aukahlutverkum eru aldnar
stjörnur á borð við Ray Milland
og Anne Baxter sem leikur Irene
Adler, einu konuna sem Holmes
taldi standa sér jafnfætis í greind
og gáfum. En öllum þessum lei-
kurum og gáfumönnum er á glæ
kastað í Masks of Death, því
miður. Þetta er sjónvarpsmynd
frá því í fyrra, trúlega hluti af
sjónvarpssyrpu, og eru handa-
bakavinnubrögð í öllum deildum.
Sagan segir frá rannsókn Holmes
á óhugnanlegum morðum í
Whitechapelhverfinu í London
sem tengjast svo annarri rann-
sókn hans á hvarfi í þýsks valda-
manns sem svo aftur tengist
yfirvofandi styrjöld í Evrópu.
Masks of Death virðist að ein-
hverju leyti runnin undan rifjum
sömu aðila og stóðu að Hammer-
kvikmyndafélaginu gamla sem á
sjöunda áratugnum hélt nánast
eitt og ótstutt uppi enskri kvik-
myndagerð með hryllingsmynd-
unum um Dracula og Franken-
stein. Reyndar gerði Hammer
einnig mjög frambærilega mynd
um Sherlock Holmes, Basker-
villehundinn, og þar fór einmitt
Peter Cushing með hlutverk snill-
ingsins. Höfundur sögunnar
Masks of Death er John Elder,
sem er dulnefni fyrir helsta
hugmyndafræðing Hammers,
Anthony Hinds, og leikstjóri er
gamli Hammerlqikstjórinn Roy
Ward Baker. En þeir félagar
virðast ekkert hafa lært á síðustu
áratugum og auk þess gleymt því
sem þeir þó kunnu, þ.e. að byggja
upp þokkalega spennu. Handrit
og leikstjórn eru lygilega viðvan-
ingsleg. Þá er Peter Cushing því
miður orðinn allt of aldurhniginn
til að túlka hinn gustmikla, frán-
eyga einkaspæjara og aðrir leik-
arar fá ekkert til að moða úr. Ég
verð að vara Holmes-söfnuðinn á
íslandi við Masks of Death.
Stjörnugjöf: Masks of Death V4.
ÍSLENSK FIÐLUTÓNLIST
Hljémplötur
Egill Friöleifsson
Efnisskrá: Verk eftir Karólínu
Eiríksdóttur, Jón Nordal, Áskel
Másson, Jónas Tómasson og Þor-
kel Sigurbjörnsson.
Flytjendur: Guðný Guðmundsdótt-
ir, fiðla, Nina G. Flyer, selló,
Halldór Haraldsson, píanó.
Ein þeirra platna er nýlega
kom út hjá íslensku tónverka-
miðstöðinni nefnist „Islensk
fiðlutóniist". Þar er að finna
fiðlumúsík fimm tónskálda. Þau
eru Karólína Eiríksdóttir, Jón
Nordal, Áskell Másson, Jónas
Tómasson og Þorkell Sigur-
björnsson.
Atli H. Sveinsson ritar grein,
er fylgir plötunni, og rekur í stór-
um dráttum sögu fiðlutónlistar
hér á landi, þar kemur fram að
ekki var um auðugan garð að
gresja í þeim efnum fyrr en eftir
heimsstyrjöldina síðari. Það var
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem
brautina ruddi í þeim garðinum,
eins og svo mörgum öðrum, með
sónötu fyrir fiðlu og píanó auk
smálaga. Síðar bættust þeir Jón
Leifs og Þórarinn Jónsson í hóp-
inn. Á síðustu áratugum hefur
hins vegar drjúgt verið samið
fyrir fiðluna, og koma þar við
sögu öll heistu tónskáld okkar. í
upptalningu Atla sakna ég t.d.
Jórunnar Viðar, sem samið hefur
laglega fiðlumúsík. Það er kon-
sertmeistari Sinfóníuhljómsveit-
ar íslands, Guðný Guðmunds-
dóttir, sem strýkur fiðluna af
þrótti og ákveðni á þessari plötu,
og virðist þessi tegund tónlistar
eiga jafnvel betur við hana en
ýmislegt annað. Öll verkin að
einu undanskildu (Vetrartré) eru
samin, tileinkuð og frumflutt af
Guðnýju, svo að sjá má að þáttur
hennar í tilurð verkanna er eigi
smár, enda auðfundin sú alúð og
vandvirkni, sem einkennir túlk-
un hennar á þessari plötu.
Fyrsta verkið nefnist „In Vultu
Solis" eða „í andlit sólar" og er
„leikur að smámunum". Efnivið-
urinn, sem höfundur skammtar
sér er svo naumur að jaðrar við
meinlæti og er í mótsögn við
tilkomumikinn titil verksins.
Satt að segja finnst mér þetta
heldur tíðindalítil tónsmíð.
„Teikn" Áskels Mássonar er um
margt áþekk tónsmíð en rismeiri
(„In Vultu solis" hefst á lítilli
fallandi tvíund en „Teikn" á rís-
andi). Dúó fyrir fiðlu og selló
eftir Jón Nordal er með léttara
yfirbragði en ýmis önnur yerk
höfundar, og er hið áheyrilegasta
verk. Sömu sögu er einnig að
segja um „G-Sweet“ Þorkels
Sigurbjörnssonar. Ég hafði einn-
ig óblandna ánægju af „Vetr-
artrjám" Jónasar Tómassonar,
sem hefst með hressilegri ákefð
í þættinum „Góð tré“, þá taka
við „Hrygg tré“, „Óð tré“ og loks
þögul... Jónas er snjall tón-
smiður og honum tekst vel upp
í þessu verki.
Sem fyrr segir er leikur
Guðnýjar Guðmundsdóttur hinn
vandaðasti á þessari plötu og
henni til sóma. Það sama má
einnig segja um meðleikara
hennar, þau Ninu Flyer og Hall-
dór Haraldsson.
Mezzoforte með
snilldartakta
Hljómplötur
ÁrniJohnsen
Það er engin tilviljun að ís-
lenska hljómsveitin Mezzoforte
skuli hafa náð árangri á heims-
markaði dægurtónlistarinnar og
einmitt í vandaðasta flokki, því
þeir félagar í Mezzoforte eru
bráðsnjallir hljóðfæraleikarar,
hver á sínu sviði og lög hljóm-
sveitarinnar eru bæði sérstæð og
stórbrotin. Á nýútkominni
hljómplötu Mezzoforte, The Saga
so Far, leikur hljómsveitin ellefu
gömul og ný lög og slíkur er
hljóðfæraleikurinn, tónsmíðin og
hljóðblöndunin að unun er á að
hlusta.
Þeir Mezzoforte-félagar, Frið-
rik Karlsson, Jóhann Ásmunds-
son, Gunnlaugur Briem og Krist-
inn Svavarsson leika flest öll
lögin en til liðs í einu lagi kemur
Björn Thorarensen á hljómborð.
Lögin á plötunni eru Surprise
frá 1982, Garden Party frá 1982
er það sveif inn í sviðsljós á
alþjóðavettvangi, en á þessari
plötu hafa þeir hljóðblandað að
nýju. Þá er lagið Taking Off sem
var hljóðritað fyrst 1983 og sama
er að segja um hið kunna og
vinsæla lag Rockall og lagið
Dreamland, sem var fyrst hljóð-
ritað 1981 og síðan á þessu ári,
en það hefur lengi verið meðal
vinsælustu laga Mezzoforte.
Mezzoforte, The Saga so Far,
er góð spegilmynd af tónlist
Mezzoforte í gegnum mörg ár og
með slík spil á hendinni eru Is-
lendingar gjaldgengir hvar sem
er í þessum þætti heimsmenning-
arinnar, það stækkar ísland á
sinn hátt.