Morgunblaðið - 11.12.1985, Side 45

Morgunblaðið - 11.12.1985, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 45 Minning: Yngvi Gestsson byggingafrœðingur Fæddur 27. desember 1922 Dáinn 29. nóvember 1985 Yngvi frændi er dáinn. Okkur sem eftir stöndum finnst erfitt að skilja hvers vegna gangur lífsins þarf að vera svo kaldur og mis- kunnarlaus og eigum erfitt með að sætta okkur við söknuðinn og tómleikann. Við systurnar munum fyrst eftir Yngva frænda, eins og við ætíð kölluðum hann, þegar hann flutti inn á heimili fósturforeldra okkar, Heiðar og Jónas, þá nýkominn frá tæknifræðinámi í Kaupmanna- höfn. Þar bjó hann uns hann kynntist konu sinni Guðrúnu Gunnarsdóttur og stofnaði eigið heimili. Kom hann okkur skemmtilega fyrir sjónir, hár og fallegur, ætíð með alpahúfu á höfði og stórar skrautlegar slaufur um hálsinn. Yngvi frændi var móður- bróðir okkar kominn frá útlöndum og kunni að tala dönsku. Á hverj- um sunnudagsmorgni gekk hann um stofuna og talaði dönsku við blómin. Sagði að við það döfnuðu þau best. Yngvi frændi var alltaf einstaklega góður við okkur. Ef eitthvað bjátaði á, þá var hann ekki langt undan, rólegur og íhug- andi og ætíð með góð ráð. Þegar við vorum óþekkar og reyna átti að ala okkur dálítið upp, þá kom Yngvi frændi í dyrnar, tvístígandi og sagði svo t.d. að hann hefði nú einmitt verið að hugsa um að fara í bæinn og kaupa stígvél á stelp- urnar. Og þetta stóðust auðvitað engin hjörtu, hvorki uppalenda né ólátaseggja. Eins var þegar við höfðum verið þægar og góðar, þá átti hann til að rétta að okkur krónupening, sem við auðvitað átt- um að nota skynsamlega þó svo að ætíð væru keyptar karamellur fyrir. Það var ævintýri líkast fyrir okkur systurnar, þá fjögurra- og fimm ára, að fá að sitja inni hjá honum á kvöldin. Hann hafði farið víða um hinn stóra heim og kunni frá mörgu að segja. Og hvernig hann sagði frá! Góðlátleg kímni ríkti í öllu hans málfari og háttum, kímni sem kom öllum til að líöa vel í tiávist hans. Herbergi hans var fullt af alls kyns dularfullum hlutum, í auga barnsins. Málara- penslar, strigi, alls kyns undarjeg- ar reglustikur, pappír úti um allt, pennar og olíulitir með undarlega angan. Hér og þar myndir sem hann hafði málað, alls staðar voru fjársjóðir. Yngvi frændi var mjög listrænn, notaði flestar frístundir til þess að sinna sínum aðal áhugamálum, myndlistinni og bókum. Ber heim- ili Yngva og Guðrúnar ríkulega merki þessara áhugamála, mál- verk Yngva frænda prýða alla veggi og bókmenntamenn gætu fundið margan fjársjóðinn í bóka- hillum hans. Afganistan: Nýr yfir- maður leyni- þjónustunnar Nýju Delhi, IndUndi, 6. deaember. AP. LEPPSTJÓRN Sovétríkjanna í Afg- anistan hefur leyst vTirmann leyni- þjónustu landsins frá störfum og skipað aðstoðarmann hans f stöð- una, að sögn útvarpsins í Kabúl. f tilkynningunni var sagt að forseti byltingarstjórnarinnar í Afganistan hafi staðfest tilnefningu Yaqoobi hershöfðingja sem yfirmanns KHAD, Leyniþjónustu Vestur-Asíu- þjóða. Yaqoobi, sem hefur haft stjórn pólitískrar deildar KHAD með höndum, tekur við af Nazibullah. Elsku Guðrún, Oddný, Gunn- laug, Gestur Karl, Yngvi Gunnar, og Bjarni. Við vottum ykkur alla okkar samúð. Elín og Jóna. Er ég færði vini mínum Yngva Gestssyni þau tíðindi einn daginn, að nú hefði fyrsti snjórinn fallið á Esjuna á þessum vetri, þá voru viðbrögð hans þau, að hugsa heim á bernskuslóðir okkar og hann svaraði með þeim orðum, að þá væri nú líklega tekið að kula fyrir vestan. Sjálfum var honum um megn að líta til veðurs og hann mátti vart mæla sökum þjáninga, en þó hafði hann fullan áhuga á því sem var að gerast í veröldinni. Á borðinu við sjúkrabeð hans var bókin, sem hann fór síðast höndum um, en það voru frásagnir Árna óla úr byggðunum undir jökli. Ég bauð hinum sjúka vini mínum að lesa fyrir hann og hann valdi þátt af frásögnum um sjósókn frá hin- um fornu verstöðvum á Snæfells- nesi. Þannig var það jafnan, er við gáfum okkur tómstundir saman, að viðræður okkar beindust fyrst og fremst að átthögum okkar fyrir vestan. Við vorum nær jafnaldrar og kynni okkar hófust er við vorum ungir drengir heima á Patreks- firði. Þangað flutti hann með fjöl- skyldu sinni, er hann var á sjöunda ári, er Gestur faðir hans gerðist þar kennari. Heimili þeirra varð í næsta húsi við hús foreldra minna og varð fljótt mikill samgangur og vinfengi milli heimilanna. En Gestur undi ekki hag sinum á Patreksfirði nema í nokkur ár, og þegar honum bauðst að gerast kennari í Flatey á Breiðafirði fluttist hann þangað og var þar starfandi í tugi ára. Þau vináttu- bönd, sem stofnað hafði verið til meðan dvalist var á Patreksfirði, rofnuðu aidrei. Á hverjum jólum fékk ég vinar kveðju frá Yngva og var það jafnan kort sem hann hafði sjálfur teiknað mynd á. Honum var það einkar lagið strax sem barni að draga upp myndir og fara með liti. Eftir að við vorum fermdir, féllu þessar kveðjur niður og því miður munu nú allar mynd- irnar sem hann sendi mér vera glataðar, en það bætti hann mér upp nú í sumar, er hann gaf mér málverk er hann hafði gert og nú í haust, nokkrum dögum áður en hann lagðist inn á sjúkrahús, gaf hann mér einnig örnefnakort af Flatey, sem Samúel Eggertsson teiknaði árið 1911. Þótt langt hlé yrði á milli sam- verustunda okkar Yngva frá bernskudögum til fullorðinsára, vissum við þó oftast hvor um annars hagi og þegar við höfðum valið okkur ævistarf, þá höguðu forlögin því svo, að við hittumst nær daglega í þrjátíu ár, þar sem vinnustaðir okkar voru lengst af í sama húsi. Við áttum mörg sam- eiginleg hugðarefni og þótt við- ræðustundir yrðu færri en ég hefði kosið, þá hygg ég, að báðir hafi notið þeirra með jafn mikilli ánægju. Að loknu iðnnámi í húsasmíði fór Yngvi til framhaldsnáms í byggingartæknifræði til Kaup- mannahafnar og er hann kom heim að því námi loknu, gerðist hann starfsmaður hjá Reykjavík- urborg og vann í þágu borgarinnar allt til hinstu stundar. Lengst af vann hann á teiknistofu húsa- meistara Reykjavíkur, en er hún var lögð niður við fráfall Einars Sveinssonar var Yngva falið það viðfangsefni að annast teiknivinnu og skipulag við sjúkrastofnanir borgarinnar og þá fyrst og fremst Borgarspítalann og hafði vinnu- stofu sina þar seinustu árin. Margir urðu til þess að leita til Yngva um að fá hann til að teikna endurbætur á gömlum húsum, því að leitun var að greiðviknari manni og sjaldnast var um það að ræða, að hann fengist til að þiggja þóknun fyrir vinnu sína, þegar kunningjar eða samstarfsmenn áttu í hlut. Gilti þá einu hvort um teikningar var að ræða að nýjum húsum eða endurbætur á gömlum. Aftur á móti virtist hann eiga erfitt með að biðja um eða þiggja annarra greiða, nema hann fengi að gjalda fullu verði. Slíku fengu fleiri en ég að kynnast. Fáa menn hef ég þekkt, sem voru orðvarari en Yngvi og í allri umræðu var hann svo nákvæmur, að hann gat aldrei sætt sig við annað en að hafa fulla vissu í hverju máli, sem hann þurfti að fjalla um og þekkja vandlega hvert það efni eða hluti sem hann þurfti að ráðleggja notkun á. Auk síns daglega starfs hafði Yngvi marg- vísleg áhugamál. Hann var mjög ættfróður og rakti ættir margra samferðamanna sinna af mikilli nákvæmni og átti fjölda ættfræði- rita í hinu mikla bókasafni sínu, sem hann var fljótur að grípa til, þegar. með þurfti við umræður um mennogmálefni. Allt frá barnæsku hafði Yngvi áhuga á að mála myndir og sjálf- sagt hefði hann getað verið einn í hinum fjölmenna hópi listmálara okkar, hefði hann stefnt að slíku, en hugðarefni hans voru það mörg að hann gat ekki einbeitt sér að einu þeirra öðrum fremur. Ekki vissi ég þó til að hann fengist við Ijóðagerð þótt ljóðalestur væri honum besta hvíldin frá dagsins önn og mér er nær að halda að fáar hafi þær Ijóðabækur verið er út voru gefnar hér á landi, sem hann hafði ekki lesið, en hann lét sér ekki nægja ljóð íslenskra skálda einna, heldur var hann oftlega með ljóðabækur erlendra skálda við höndina. Nokkrum dögum áður en Yngvi lést, var ég vitni að því, er hann hélt útvarpstæki að eyra og hlýddi á ljóðalestur og það var engu líkara en hann fengi svölun frá þjáningum sínum þá litlu stund sem hann gat fengið að hlusta á ljóðalesturinn. Eitt af áhugamálum Yngva var að taka ljósmyndir og trúlegt þykir mér, að myndsafn hans frá Breiða- fjarðareyjum muni þykja dýrmætt heimiidasafn er fram líða stundir. Bókasafn Yngva var mikið að vöxtum og hann varði miklum tíma við að binda inn bækur og marga bók færði hann nánast í viðhafnar búning. Þá hafði Yngvi sérstakan áhuga á náttúruskoðun og naut þess að fást við ræktun í garðinum sínum. Kom mér það mjög oft á óvart hvílíka þekkingu hann hafði á ræktun blómjurta og margvíslegra fágætra runna sem hann lagði alúð við að rækta. Lóð Borgarspítalans ber þess líka glöggt vitni, að þar var enginn viðvaningur að fást við gróður- skipulag, en umhverfi sjúkrahúss- ins var unnið í samræmi við það skipulagsem Yngvi gerði. Én fyrst og síðast var heimilið honum dýrmætast og mest allra áhugaefna. Hann fór aldrei dult með það, að hann taldi sig mikinn gæfumann að hafa eignast sam- hentan lífsförunaut og dugmikil og góð börn. Það var honum dýr- mæt gleðistund, að geta dvalist heima nú í haust, hjá ástvinum sínum, er fyrsta barnabarnið var borið til skírnar og að sjálfsögðu gladdi það hann mjög, að geta notið þeirrar hamingju að halda á hinum unga nafna sínum og með- taka bros hans. Yngvi Gestsson kvaddi með öruggri vissu um það, að öllum hans nánustu gæti vel vegnað, þótt hann ætti þess ekki kost að dvelj- ast lengur á meðal þeirra. Við sem eftir dveljum söknum hins góða drengs og munum minnast hans, sem okkar besta samfylgdarmanns. Hafliði Jónsson Verö frá kr. 12.980 stgr. Getur það verið? Já, í Bláskógum er gott úrval boröstofuhús- gagna í ýmsum viðar- tegundum á óumflýjan- lega hagstæðu verði. Bláskógar Ármúla 8 - S: 686080 - 686244

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.