Morgunblaðið - 11.12.1985, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985
Minning:
Anna Guðmunds-
dóttir leikkona
Anna Guðmundsdóttir leikkona
lést laugardagsmorguninn 30. nóv-
ember sl. Anna fæddist á Skála-
nesi í Vopnafirði 19. apríl árið 1902
og var dóttir hjónanna Stefaníu
Benjamínsdóttur og Guðmundar
Ólafssonar, veitingamanns á Seyð-
isfirði. Hún fluttist til Reykjavík-
ur með foreldrum sínum árið 1917
þá 15 ára gömul og í Reykjavík
alla tíð síðan. Anna giftist Páli
Þorleifssyni bókhaldara árið 1927
en hann lést í janúar 1961. Þeim
varð ekki barna auðið.
Áhugamál Önnu voru fjölmörg
á lífsleiðinni og margt sem hún
lagði gjörva hönd á. Hún lærði
ljósmyndagerð ung að árum, þá
stundaði hún fimleika af kappi og
fór meðal annars margar ferðir til
útlanda með sýningarflokki sínum
í fimleikum. Anna var mikil söng-
manneskja og söng t.d. í Dóm-
kirkjukórnum í rúm 40 ár. Þá var
hún hagmælt vel og las oft upp
ljóð sín við hátíðleg tækifæri.
En það var leiklistin sem heillaði
hana mest, enda gerði hún hana
að lífsstarfi sínu. Fyrsta hlutverk
hennar var í revíunni „Spánskar
nætur" árið 1924. Hún stofnaði
ásamt fleirum Leikfélag templara.
Á annan í jólum 1929 stóð hún
fyrst á sviði Leikfélags Reykjavík-
ur í „Flóninu" eftir Channing
Pollock þar sem hún lék frú Thorn-
bury. Hún lék hjá Leikfélagi
Reykjavíkur allt frá þessum tíma
og þar til Þjóðleikhúsið var stofnað
árið 1950.
Ferill hennar hjá Þjóðleikhús-
inu er orðin býsna langur eða 35
ár og auðvitað lét Anna sig ekki
vanta í afmælissýningu Þjóðleik-
hússins sem var „íslandsklukkan"
sem frumsýnd á 35 ára afmæli
leikhússins-í apríl, skömmu eftir
að hún sjálf varð 83 ára. Hlutverk
hennar hjá Þjóðleikhúsinu urðu
um 85 á hennar listamannsferli
og 25 hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Hún lék í „Fjalla-Eyvindi" og „ís-
landsklukkunni" við opnun Þjóð-
leikhússins og hún stóð nú í síðasta
sinni á leiksviði þann 6. október
sl. í sýningu á „íslandsklukkunni"
skömmu áður en hún veiktist.
Anna Guðmundsdóttir var ákaf-
lega traust leikkona og leysti hún
ævinlega hlutverk sín af hendi með
miklum sóma. Hún var vinsæl í
hópi starfsfélaga sinna og oft fjör
í kringum hana þar sem margt bar
á góma. Hún hafði mikinn áhuga
á félagsmálum leikara og var einn
af stofnendum Félags íslenskra
leikara 1941, hún gegndi margvís-
legum trúnaðarstörfum fyrir félag
sitt og var meðal annars gjaldkeri
þessum árabil.
Það er með söknuði sem við
kveðjum Önnu Guðmundsdóttur
leikkonu en jafnframt með þakk-
læti og stolti yfir því sem hún
hefur lagt af mörkum í þágu leik-
listarinnar.
Ættingjum hennar færum við
hugheilar samúðarkveðjur.
Gísli Alfreðsson
Nú nálgast jólin og eftirvænting
fyllir huga okkar, tilhlökkun til
að njóta hátíðarinnar í hópi ætt-
ingjaog vina.
Jólin hafa alltaf verið hátíð fjöl-
skyldunnar, þá gefst tækifæri til
að hittast oggleðjast saman.
Sá hefur verið siður í okkar
fjölskyldu frá fyrstu tíð og alltaf
hefur Anna frænka verið í hópn-
um, en nú verður skarð fyrir skildi,
því að hún Anna frænka er dáin,
hún er farin heim til guðs.
Við minnumst margra ánægju-
stunda á heimili hennar. Fyrst
meðan Páll maður hennar var á
lífi og vakti skemmtun og ánægju
allra með frábærri glettni og gáf-
um.
Við vissum öll um hinn mikla
missi og söknuð í huga Önnu þegar
hann féll frá, eftir erfið veikindi.
Þá hófst nýr kafli í lífi hennar.
Hún sagði stundum á hátíðis-
stundum er hún hélt skörulegar
ræður, að það hefðu verið 2 stór L
í lífi sínu: Ljósmyndun, en það starf
lærði hún í æsku, leiklistin sem
varð hennar lífsstarf að þjóna, og
laxveiði, sem var henni mikill
gleðigjafi áður fyrr.
í öllu þessu leitaði hún fram á
við og þar kom í ljós hinn mikli
kjarkur og dugnaður Önnu. Eftir
lát eiginmanns síns byggði hún
upp nýtt heimili og mótaði líf sitt
að nýjum aðstæðum.
Henni féll varla verk úr hendi
og hugurinn var með í hverju
verki. Hvert verk unnið af alúð
eins og best varð gert. Sama hvort
það var á leiksviðinu, á skemmtun-
um yngri eða eldri borgara, eða
heimahúsum. Maður hreyfst af
hinu jákvæða lífsviðhorfi þessarar
reyndu konu, sem miðlaði öllum,
sem henni kynntust svo mikilli
lífsgleði. Maður hlaut að hrífast
af þreki hennar og dugnaði við
hvert það verk, sem unnið var. Hún
var trú í litlu sem stóru.
Þegar ég kom inn í fjölskyldu
konu minnar og kynntist frænku
hennar, Önnu Guðmundsdóttur,
leikkonu, eignaðist ég vin, hvers
vinátta aldrei brást í öll þessi
mörgu ár. Þessi samheldni og
vinátta stórrar fjölskyldu er einn
af þáttum íslensks þjóðfélags, sem
við eigum að meta mikils og varð-
veita.
Nú er Anna frænka dáin. Heils-
an var biluð og við hljótum að
unna henni hvíldar eftir langt og
gæfuríkt ævistarf, þó söknuður
okkar sé nú mikill í fjölskyldunni
og að nú fáum við ekki að njóta
samvista um jólin eins og endra-
nær.
Við þökkum guði, sem gaf okkur
svo góðan vin, og óskum henni
góðra endurfunda við vininn sinn,
sem hún elskaði mest.
Páll Gíslason
Hversu oft hefur því ekki verið
Iýst með nokkurri eftirsjá hvernig
Ieiklistin fæðist á sama augnabliki
og hún deyr. Og þó hún endurnýi
sig í sífellu, á hún óhægara um vik
en til dæmis ljóðlistin eða málara-
listin að bera vitnisburð, sem blíf-
ur í menningarsögunni. Einstaka
frásögn áhugamanna, mynd, fáorð
gagnrýni, leikritið á bók — allt
hjálpar þetta eitthvað, en á sama
tíma og við getum lesið kvæði eftir
Jónas eða Grím, virt fyrir andrúm
sem Stefanía Guðmundsdóttir eða
Árni Eiríksson sköpuðu á leiksvið-
inu horfið og kemur aldrei aftur.
Þessi stund í leikhúsinu lifir með-
an vitnin lifa og muna — og síðan
verður hún saga, sem er misjafn-
lega vel haldið á lofti.
I íslenskri leiklistarsögu hafa
verið nokkur glögg kynslóðaskipti,
og við lát Önnu Guðmundsdóttur
saxast enn á þá kynslóð, sem tók
upp merkið af brautryðjendunum,
Stefaníu, Árna og þeim hinum.
Þau gerðu flest vart við sig upp úr
1920, og það gerði Anna líka, lék
fyrst með Leikfélagi templara, þar
sem hún var driffjöður, það var
árið 1923, svo að leikferill hennar
spannar sjöunda tug ára, því að
nokkrum vikum fyrir lát sitt stóð
hún enn á sviðinu í Íslandsklukk-
unni, og var engan bilbug á henni
að finna. Hún lék fyrst með Leik-
félagi Reykjavíkur á fjórða ára-
tugnum, í upphafi hans, og upp úr
1940 er hún komin í hóp þeirra
leikara, sem félagið treystir mest
á.
Undirritaður átti þess kost að
fylgjast með ferli þessarar dug-
miklu leikkonu í yfir 40 ár og
unnum við oft saman. Henni létu
ekki öll hlutverk, fremur en öðrum
leikurum og hlutverkin voru ekki
endilega alltaf stór, þó að reyndar
léki hún iíka fjölmörgaðalhlutverk
með sóma. Ég mun hafa séð Önnu
fyrst í gamanleiknum Gift eða
ógift 1944 eða 5, þar sem hún lék
eitt aðalhlutverkanna af ísmeygi-
legri kímni, en minnisstæðari er
hún mér þó í öðru hlutverki, sem
hún lék um líkt leyti sem frú
Petrína Skagalín í Uppstigningu
Nordals; um þá túlkun var sagt,
að leikkonan hefði „átt“ salinn og
mun það ekki ofmælt, svo trúverð-
ug var sú lýsing hinnar umhyggju-
sömu, sómavöndu og ofurlítið
þröngsýnu gæðakonu, sem Anna
lýsti þar. Ýmis ágæt hlutverk
fylgdu, við opnun Þjóðleikhússins
lék hún bæði í Fjalla-Eyvindi og
íslandsklukkunni, en ekki var síð-
ur um vert þátttöku hennar í „opn-
unarsýningu" Leikfélagsins eftir
blóðtökuna, Elsku Rut, þar sem
hún lék dómarafrúna og fór á
kostum í samleik við Þorstein Ö.
Stephensen. Þau áttu raunar ann-
an frægan samleik í vændum,
mörgum árum síðar, er þau léku
pressarahjónin ógleymanlegu í
Dúfnaveislu Laxness. Og enn ann-
að af sínum bestu hlutverkum átti
hún og í Iðnó á sjöunda áratugn-
um: fóstruna í Rómeó og Júlíu,
ekkert nema gáski og hlýja og þó
aldeilis ófær um að setja hlutina
í sitt rétta samhengi.
Annars var mestallur ferill
Önnu tengdur Þjóðleikhúsinu eftir
að það kom til. Árið 1972, lét hún
af starfi sem fastráðin leikkona
vegna aldurs, en eftir það mátti
þó heita að hún léki með á hverju
leikári allt til hinstu stundar.
Hlutverkin eru orðin fjölmörg
og skal á fá ein minnst: Vilborgu
grasakonu, er hún lék fyrst í
frægðarför íslenskra leikhús-
manna til Finnlands með Gullna
hliðið 1948 og síðast á sérstakri
hátíðasýningu á sjötíu ogfimm ára
afmæli sínu, þar bjó hún yfir al-
þýðlegum tón, sem ekki varð dreg-
inn í efa; hún brá líka upp skond-
inni Reykjavíkurmynd í hlutverki
Mad. Ludvigsen í Pilti og stúlku,
en það hlutverk er samið til að
sýna dönsku hættuna í málfari og
háttum — og nú er svo komið að
fæstir geta borið dönsku skamm-
laust fram; minnisstæðar eru og
Sara Good i í deiglunni, Þórdís í
Manni og konu, sem Anna lék af
þótta og fylgni, grannkonan í Blóð-
brullaupi, móðir Jóns Hreggviðs-
sonar, Nilla í Jeppa á Fjalli og
lengi mætti telja; hún tók og við
hlutverki Ásu í Pétri Gaut af
Arndísi Björnsdóttur og þótti
takast vel; ég sá því miður ekki
þá túlkun.
Þegar horft er yfir leikferil
Önnu Guðmundsdóttur, virðist
mér ljóst, hvernig samstarf þeirra
Lárusar Pálssonar leikstjóra hefur
leyst úr læðingi ýmsa bestu kosti
Önnu sem leikkonu. Þó langar mig
i lokin að nefna eitt hlutverk frá
allra síðustu árum í samvinnu við
annan leikstjóra, Baldvin Hall-
dórsson. Það var hlutverk frú
Perez í Vopn frú Carrar, ein af
þessum ógleymanlegu litlu perlum,
lítið hlutverk, sem verður stórt í
krafti umbúðalausrar einlægni
tilfinninganna, hógvær og djúp
lýsing á sálarþroska umkomulí-
tillar konu, sem mikið hefur reynt.
Anna Guðmundsdóttir fæddist
19. apríl 1902 og lést laugardaginn
30. nóvember. Hún verður borin
til hinstu hvílu í dag. Blessuð sé
minning hennar.
Sveinn Einarsson
Kveðja frá Leikfélagi
Reykjavíkur
í dag kveðjum við Önnu Guð-
mundsdóttur leikkonu hinstu
kveðju. Anna kom til starfa hjá
Leikfélagi Reykjavíkur árið 1929
og lék þá frú Thornbury nokkra í
leikritinu Flónið. Hún hafði þá
stofnað Leikfélag templara og var
formaður þess fyrstu árin. Anna
lék síðan svo til samfellt með
Leikfélaginu allt fram til ársins
1950 að hún ásamt stórum hópi
leikara hóf störf við hið nýja Þjóð-
leikhús. Á fjölum þess leikhúss fór
hún með yfir 80 hlutverk á leikferli
sínum, fjölbreytileg og flest hver
eftirminnileg, þótt ekki væru það
alltaf hlutverk þau, sem úrslitum
réðu um framvindu leiksins.
Minnisstæð er hún úr mörgum
íslensku leikritunum; hún lék
strax í frumuppfærslu Gullna
hliðsins hjá Leikfélaginu 1941 og
aftur 1948, þá Vilborgu grasakonu,
sem hún lék einnig í leikför félags-
ins til Finnlands og síðar í Þjóð-
leikhúsinu. Þá lék hún einnig í
öllum uppfærslum Þjóðleikhússins
á íslandsklukkunni, nú síðast í
sviðsetningu Sveins Einarssonar á
þessu ári og varð það jafnframt
hennar síðasta hlutverk. Erfitt er
að nefna hér eitt hlutverk öðrum
fremur af þeim, sem hún skilaði
svo eftirminnilega, en í hugann
koma persónur eins og Óla vinnu-
kona í Strompleiknum, Maddama
Ludvigsen í Pilti og stúlku og frú
Bastían í Kardemommubænum
svo eitthvað sé nefnt, þrjár mjög
svo ólíkar manngerðir en ágæt
dæmi um hversu Önnu reyndist
létt að gæða jafnvel smæstu hlut-
verk sterkum og skemmtilegum
persónueinkennum, svo að þær
urðu trúverðugar og ljóslifandi,
þótt um ákveðna skopfærslu væri
að ræða. Önnu voru ekki oft falin
veigamikil dramatísk átakahlut-
verk, kannski alltof sjaldan, þegar
til þess er litið hversu eftirminni-
leg skil hún gerði Ásu í Pétri Gaut,
sem hún lék í forföllum í eitt skipti
á móti Gunnari Eyjólfssyni, ekki
hvað síst í hinu áhrifamikla atriði,
dauða Ásu.
Þótt Anna starfaði lengst af ævi
sinnar við Þjóðleikhúsið, heimsótti
hún Leikfélagið aftur a.m.k. í tví-
gang og vann í bæði skiptin eftir-
minnilegan leiksigur, fyrst sem
fóstran í Rómeó og Júlíu, 1964 og
síðast og ekki síst sem pressara-
konan í Dúfnaveislunni, 1966/67, á
móti Þorsteini Ö. Stephensen. Það
var einkar ánægjulegt að rifja upp
þau kynni, þegar ég tók að mér
að æfa atriði úr því leikriti með
Önnu, Þorsteini og Gísla Halldórs-
syni til flutnings á friðarhátíð í
Þjóðleikhúsinu fyrir um það bil
tveimur árum. Anna hafði þá átt
við vanheilsu að stríða en kom hin
brattasta til leiks og fór létt með
að bregða sér á ný í þetta bráð-
skemmtilega hlutverk. Annars
urðu kynni okkar aldrei náin, þótt
stundum lægju leiðir okkar saman
í starfi, ekki síst í útvarpi. En hún
var þægileg og þó röggsöm í sam-
vinnu, greind og snögg til svars,
tók starf sitt föstum tökum, var
virkilega „prófessíónal". Einn var
sá háttur hennar, að fá að koma
á æfingar verka, sem hún ekki lék
í, þegar nálgaðist frumsýningu,
kvaðst ekki hafa þolinmæði til að
bíða lokaæfingar, var athugull en
gagnrýninn áhorfandi og sýndi
þetta einlægan áhuga hennar á
listgreininni allt til hinstu stund-
ar. Anna var afskaplega lífleg,
kraftmikil og fjölhæf leikkona með
sterka sviðsnærveru og smitandi
kátínu, þegar á þurfti að halda en
réði engu að síður við hinar alvar-
legri hliðar, þegar á reyndi.
Á síðustu misserum hafa æ fleiri
skörð verið höggvin í raðir þeirrar
kynslóðar leikara, sem bar leik-
húslíf okkar uppi um miðja öldina,
tók þátt í að móta og þróa leik-
mennt okkar í hinu nýja Þjóðleik-
húsi en kom gjarnan til liðs við
Leikfélagið aftur á seinni árum.
Anna var ein í þeirra hópi, við
minnumst með söknuði þessarar
fjölhæfu leikkonu og ótal gim-
steina, sem hún fékk til að glitra
í sviðsrökkrinu.
Blessuð sé minning hennar.
Stefán Baldursson
Kveðjuorð:
Maríus Helgason
umdœmisstjóri
Það er margs að minnast, er
maður sér á bak jafn traustum og
góðum samferðamanni, sem Mar-
íusi Helgasyni fyrrum umdæmis-
stjóra Pósts og síma á Isafirði um
tíu ára skeið, síðan á Akureyri
jafn lengi.
Við bjuggum á ísafirði er þau
fluttu þangað 1956. Maríus og hans
ágæta kona Berþóra Eggertsdóttir
urðu fljótlega tryggir heimilisvinir
okkar.
Á þeim tíma var maðurinn í
pólitikinni og voru þau bæði ein-
lægir stuðningsmenn hans, ekki
eitt í dag og annað á morgun.
Meintu það sem þau sögðu.
Einnig voru þau með eindæmum
gestrisin, getum við og okkar börn
best borið um það. Oft skrapp ég
suður á þessum árum, voru þá
dætur mínar tvær einar heima.
Þau hjón voru þeim ómetanleg.
Þetta yljaði mér er ég hringdi
vestur og gleymist aldrei. Stend ég
og við öll í mikilli þakkarskuld við
það heimili æ síðar. Sömuleiðis
eftir að við fluttum suður, var
yngsti sonur minn tíður gestur
hjáþeim.
Það var sama hvort þeirra hjóna
var, bæði voru þau sérstaklega
vinalega og myndarskapurinn
þeim báðum í blóð borinn.
Þau fluttu til Akureyrar árið
1966, þar sem Maríus varð um-
dæmisstjóri.
Nutum við öll einnig að heim-
sækja þau þar. Er sonarsonur
okkar var þar í MA voru þau
honum betri en engir. Alltaf var
hann velkominn á þeirra heimili.
Sömuleiðs dóttir mín, sem vann
um tíma á sjúkrahúsinu þar.
Fyrir allt þetta þökkum við
innilega.
Því miður höfum við sést alltof
sjaldan hin síðari ár, og hefur
fundum við þau fækkað en það er
svona þegar maður er á sitthvoru
landshorninu.
Heilsan og heilsuleysið hafði
líka sitt að segja. Alltaf voru samt
jólakveðurnar jafn innilegar, og
fluttu með sér hlýju og vinarhót.
Maríus stóð ekki einn, hann átti
fádæma duglega og hjálpsama
konu. Biðjum henni alls hins besta.
Kveðjum Maríus með kærri þökk
fyrir allt og allt. Sendum Bergþóru
og börnunum innilegar samúðar-
kveðjur, svo og öðru venslafólki.
J.B.I.