Morgunblaðið - 11.12.1985, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 11.12.1985, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 51 Jóna G. Þóröar- dóttir — Minning Er konan mín sagði mér þessar fréttir um lát ömmu sinnar var mér hálfbrugðið. Mér var hálf- brugðið, þótt ég innst inni hafi átt von á þessu sökum langvarandi veikinda hennar. í þakkarskyni syrir það sem hún var mér og fjölskyldu minni langar mig að minnast hennar í fáum orðum. Jóna amma, eins og við kölluðum hana alltaf, hét fullu nafni Jóna Guðrún Þórðardóttir. Hún fæddist í Reykjavík þann 3. september 1904. Foreldrar hennar voru þau hjónin Þórður Jónsson og Sigríður Ólafsdóttir, en föður sinn missti Jóna er hún var á fyrsta ári. Flutt- ist þá móðir hennar með dætur sínar, þær Emelíu og Jónu, til Vestmannaeyja. Þar kynntist móðir hennar Guðmundi Magnús- syni frá Litlu-Löndum í Vest- mannaeyjum og giftist honum siðar. Saman eignuðust þau fimm börn. Af systkinum Jónu eru nú þrjúálífi. Er Jóna var sextán ára að aldri fluttist hún til Reykjavíkur og hóf störf hjá apótekara, eins og þá voru kallaðir. Fljótlega eftir kom- una til Reykjavíkur kynntist Jóna eftirlifandi manni sínum, Sigur- jóni Jóhannssyni vélstjóra. Þau giftust þann' 9. nóvember 1924 og hófu búskap i Reykjavík. Þau eign- uðust sjö börn. Sigurjón, maður Jónu, var vélstjóri eins og fyrr segir og var í millilandasiglingum. Hefur á þeim tímum oft verið langur vinnudagur hjá Jónu ömmu að sjá um öll börnin og annað heimilishald, er Sigurjón var á sjó. Er ég kynntist Jónu fyrst, en það var fyrir tíu árum, var það fyrsta sem ég tók eftir, hversu falleg og tignarleg framkoma hennar var. Ósjálfrátt datt mér í hug fallegu drottningarnar sem ég hafði lesið um í ævintýrabókunum er ég var barn. Jóna var með afbrigðum mynd- arleg í höndunum og ber heimili hennar því fagurt vitni. Heimili barna og barnabarna Jónu hafa einnigorðið myndarskapar hennar aðnjótandi. Þar má sjá ýmsa handavinnu eftir hana og er leitun að öðru eins handbragði. Eins og fyrr segir þá eignuðust Jóna og Sigurjón sjö börn, 24 barnabörn og 26 barnabarnabörn. Við fyrstu kynni tók ég strax eftir hversu annt hún lét sér um yngstu meðlimi þessarar stóru fjölskyidu og dettur mér í hug öll þau brúðuföt sem hún hefur saum- að, heklað eða prjónað handa barnabörnum sínum. Ég man er ég og Sigurjón maður Jónu, kona mín og sonur heimsóttu Jónu í Hátún lOb hálfum mánuði áður en hún dó. Hún virtist svo hress, spurði okkur hvort hárið á sér væri í lagi og annað i þeim dúr því hún var einstaklega snyrtileg kona. Innri manneskju Jónu ömmu er best lýst með því að segja frá smá atviki sem átti sér stað stuttu áður en hún dó. Erla dóttir Jónu fór utan nú í haust. Áður en hún fór spurði hún móður sína hvort hún gæti eitthvað fyrir hana gert. Bað Jóna amma hana þá að kaupa eitthvað fallegt handa yngsta barnabarna- barni sínu, sem aðeins var nokk- urra daga gamalt. Erla kom að utan 25. október, tveimur dögum fyrir lát mömmu sinnar. Daginn eftir heimkomuna heimsótti Erla móður sína og sýndi henni hvað hún hafði keypt fyrir hana, í gjöf handa ungbarninu. Ljómaði Jóna amma öll af ánægju yfir því að geta gefið barninu þessa gjöf og lá hún þó á dánarbeðnum sjálf. Það er mikil Guðsnáð að kynnast manneskjum eins og Jónu ömmu og verður erfitt fyrir ættingja hennar og vini að yfirstíga þann missi, sem að fráfalli hennar er. En þeir sem syrgja skulu hafa hugfast að þeir geta ávallt leitað til Guðs sem best getur huggað harmi slegna sál og frið veitt tregafullu hjarta. Sigurjóni Jóhannssyni, eftirlif- andi manni Jónu, öðrum vinum og vandamönnum sendi ég, í sorg þeirra, mínar innilegustu samúð- arkvéðjur. Jóhann Norðfjörð ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. AMSTRAD ---háþróuð afburðatölva- Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sina. I þeirri þróun er Amstrad tvimælalaust toppurinn: Allt á einum staft: AMSTRAD CPC 6128 128k med diskdrifi og litaskja . 32.980 kr. AMSTRAD CPC 464 64k með segulbandi og litaskja . 21.980 kr. AMSTRAD DISKDRIF með tengi..................... 12.995 kr. AMSTRAD diskdrit nr. 2 .............................. 8.200 kr. AMSTRAD talbox og 2 sterio hatalarar........... 2.495 kr. AMSTRAD Ijósapenm............................... 960 kr. AMSTRAD telex-tengi............................ 3.950 kr. AMSTRAD sjonvarps-tengi........................ 2.320 kr. AMSTRAD styripmm ...................................... 850 kr. Allar tæknilegar upplysingar fást i tölvudeild Bókabúð Braga Umboðsmenn um land allt: Bókabuð keflavikur Kaupfelag Hafnarljarðar - Bókaskemman Akranesi KEA - hljómdeild Akureyri og viðar Laugavegi 118 v/Hlemm S 29311,621122 e'kiS ',Us * '*a. í M «£*** r**vézt 9ir SÚU - 9tU- í> Jf Mf; ; SjFJUs vat]iúr nn trvals ** #£?*** oJ: *»^jg*** kXfsúkku «5* sT**** fertiú8t Z ^ kaká ^ ðant9nna Arf T^ndi esitín (^nassi L , hefur úr, ‘ (G322) ’ kakóSn, - .. 9rUfn Vanillíh y°r, " ^ ynSd: 20o ° gr. tunt Síríus Kbnsum suðusúldadaði Gam/a góða Síríus Konsum súkkulaðið er í senn úruals suðusúkkulaði og gott til átu. Það er framleitt úr bestu hráefnum, er sérlega nærandi og dijúgt til suðu og í bakstur, enda jafnvinsælt í nesdspökkum ferðamanna og spariuppskriftum húsmæðra. Síríus Konsum er uinsælast hjá þeim sem uelja bara það besta. JMOD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.