Morgunblaðið - 11.12.1985, Page 53

Morgunblaðið - 11.12.1985, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 53 brimgnýinn, vissi hann hvað var á næsta leiti. Aðeins tveimur tímum fyrir andlátið segir hann við dótt- ur sína: „Nú er ég að deyja." Voru það síðustu orð hans til hennar. Á þeirri ferð hefur hann efalaust hugsað um það illgresi, sem fékk að vaxa á lífsakri hans, tóbaks- plöntuna. Hann vissi, að sú „arfa- sáta“ var íkveikjan, sem gerði lík- ama hans að lokum að brunarúst. Þótt vonir hans um að njóta ævi- haustsins og uppskerunnar allrar yrðu að ösku, þá mælti hann aldrei eitt æðruorð um það. Hann hafði notið lífsins á þann hátt, sem hann sjálfur hafði kosið, og hann var maður til að taka afleiðingu þess. En við hin erum bitur út í andvara- leysi þess þjóðfélags, sem ver stórfé í slysa-, geisla- og áfengis- varnir, sem er hégómi einn, þegar reykingar eru annars vegar, án þess að gera samsvarandi ráðstaf- anir á því sviði. Eins og örfoka land verður oft hugur deyjandi manns. Nútíminn verður að rofabörðum og milli þeirra kemur fortíðin í ljós, eins og óbrotgjarnar fornminjar upp úr jarðveginum. Skarphéðinn bróðir Ellerts hafði verið fjölskyldunni mikill vinur, enda minnast börnin þess, er frændi kom með eplakass- ann fyrir jólin. í þá daga var ávaxtailmurinn í búðunum forboði jólanna, og það var Skarphéðinn líka í þessari fjölskyldu. Kannski bar þennan gróðurilm fyrir vit Ellerts á dauðastundinni, því að í þann mund, sem hann renndi sér í brimgarðinn, bað hann um að fá að tala við Skarphéðin. Hann vildi biðja hann um að hugsa um börnin sín. Þetta ákall voru síðustu orð Ellerts og endurspegla hvar hugur hans vai;, er hann lagði í brimrótið. Stuttu síðar var hann kominn út á lygnan sjó. Siglingin yfir hafið miklavar hafin. Nú, þegar þetta er skrifað, sér hann kannski jökul fyrirheitna landsins bera við loft, þar sem réttlætið og fegurðin ríkir, og þar sem sósíalisminn er ekki nauðsyn- legur. Kannski hittumst við þar fljótlega, þar eð mannsævin er svo stutt. Sennilega skeggræðum við ekkert, þar sem engin vandamál eru þar. Þar njótum við væntan- lega aðeins fegurðarinnar. Ég votta tengdamóður minni innilega samúð, henni sem var stoð og stytta manns síns í gegnum þykkt og þunnt, alveg fram í flæð- armál. Sigurður V. Sigurjónsson Gróa H. Guðjóns- dóttir - Minning Fædd 18. nóvember 1933 nóvember 1985 ^^flflfl^^fl Þó nokkuð sé um liðið frá láti mágkonu minnar Gróu Herdísar Guðjónsdóttur get ég ekki látið hjá líða að minnast hennar nokkr- um orðum. Hún lést í Landspítal- anum 15. nóvember sl. eftir stranga sjúkdómslegu sem hún lá með slíku æðruleysi að við sem eftir lifum skiljum ekki. Gróa fæddist á Skallabúðum í Eyrarsveit 18. nóvember 1933 og var því aðeins 51 árs, í blóma lífs- ins, þegar hún lést. Foreldrar hennar voru Sigríður Elísdóttir, dáin 1973, og Guðjón Elísson, dáin 1984. Fimm voru systkinin, fjórir bræður og hún eina systirin og veit ég að þeir sakna hennar mikið enda alltaf gott á milli þeirra systkina. Gróa ólst upp á góðu heimili að Skallabúðum í Eyrarsveit með foreldrum og bræðrum fram undir tvítugt, þá réðist hún í vist hér í sveitinni og einnig vann hún um tíma í Reykjavík. Arið 1954 giftist hún eftirlifandi manni sínum Gísla Magnússyni frá Kirkjufelli í Eyrarsveit og bjuggu þau allan sinn búskap hér í Grundarfirði. Börnin þeirra urðu sex, fyrsta barnið, drengur, dó í bernsku en hin lifa öll, þrír drengir og tvær stúlkur, elskuleg og góð börn. Öll eiga þau maka og búa hér í Grund- arfirði nema yngsti sonurinn sem er við nám í Reykjavík. Barna- börnin urðu átta og sakna þau Gróu ömmu mikið. Þegar ég kom hingað til Grundarfjarðar ung stúlka, árið 1957 atvikaðist það þannig að ég varð til heimilis hjá þeim hjónum. Aldrei get ég þakkað þeim sem skyldi móttökurnar og elskulegheitin við mig bláókunn- uga sem var að fara í fyrsta skiptið að heiman. Síðan giftist ég einum bræðra hennar og áfram er ég til heimilis hjá þeim og bjuggum við hjónin með fyrstu tvö börnin okkar hjá þeim um tíma og alltaf var Gróa boðin og búin að hjálpa mér sem lítið kunni enda segi ég oft þetta lærði ég í húsmæðraskóla Gróu, svona var Gróa hún hafði alltaf tíma fyrir aðra. Hún var sérstaklega samviskusöm gagn- vart heimili sínu og fjölskyldu og var gestrisnin á heimilinu orðlögð og það voru margir sem dvöldu þar um lengri eða -skemmri tíma og alltaf voru allir velkomnir. Gróa var falleg kona, glaðleg og hress, dugleg með afbrigðum svo oft gustaði af henni enda þótti hún góður vinnukraftur eftir að hún fór að vinna utan heimilis fyrir nokkrum árum. Við sem erum bún- ar að vera með henni í saumaklúbb um 25 ára skeið munum sakna hennar mikið og verða samveru- stundir okkar aldrei þær sömu nú þegar hún er horfin. Eg vil færa henni mínar bestu þakkir fyrir allt sem hún var mér, bróður sínum og börnum okkar alla tíð. Ég veit, börnin mín, að þið hafið misst mikið, en þú Gísli minn misstir mest. Guð styrki ykkur og verndi um ókomin ár. Nú legg ég augun aftur, ó guð þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Hvíli Gróa í friði. S.Á. .IVIáele. Heimilistœki annað er mála- miðlun. m \A JÓHANN ÓLAFSSON & CO . 43 SoofUborg 104 trvliMvik Slm, 82M4 W Þrýstimælar AHar stæröir og geröir wmt—Lr ^Öiyiollaíuigiyir Vesturgötu 16, sími 1328Q XJöfðar til XX fólks í öllum starfsgreinum! Utsölustaðir: Mikligaröur v/Sund KB, Borgarnesi JL húsið, rafdeild Rafha Austurveri Gellir, Skipholti KBH, Egilsstaðir KASK, Höfn Rafbúð RÓ, Keflavlk Einkaumboð á íslandi rjT JÓHANN ÓLAFSSON & CO K ^ 43 Sundabora 43 Sundaborg 104 Reykjavík □ 1000 watta — kraftmikill mótor □ Sogkraftur 54 sekúndulltrar □ 2400 mm vatnsúla □ 71. poki □ 4 fylgihlutir I innbyggðri geymslu □ Mjög hljóðlát (66 db. A) □ Fislétt, aðeins8,8kg □ Þreföld ryksla □ Hægt að láta blása □ Teppabankarifáanlegur □ 9,7 m vinnuradíus □ Sjálfvirkur snúruinndráttur □ Hagstættverð Míele RYKSUGAN Hún er betri! uppfiafi varð aíít tií Guð skapaði hdminn okkar i í i fíamabibíían er bók sem stendur xrnáir najni. Hiin erutursegir bókina fieUju ú exnfatdan og einícegan hátt. Hver stða er ríku- (ega myndskreytt. Þetta er bók tiC að tesa upphátt, en ftentar ekki siður þeim bömum sem búin eru að (cera stafina. Séra Karí Sújurftjömsson þýddi ftóftina. BamaBibUan - góð jóíagjöf VjS/VSQ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.