Morgunblaðið - 11.12.1985, Page 58

Morgunblaðið - 11.12.1985, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 'N nrnnmn C1981 Univertol Pr«u Svnd.rot. lo-is „É.g \ionG. ctb pu \/erc>ir d>r<5'mr\ betn' a laucýarcfaginri' Ipegar Sygtir mln temur. ást er ... að hugsa að- eins um hana. TM Reo U.S. Pat. Oft — all rights reserved •1983 Los Angeles Tímes Syndicate Hann tók þessu karlmannlega og sagði allt mér að kenna. Með morgunkaffinu Er þá öllu lokið milli okkar gamli vinur? HÖGNI HREKKVÍSI vopnaframleiðsla Velvakandi Guðrún Agnarsdóttir skrifaði grein fyrir stuttu í Morgunblaðið þar sem hún hélt því fram að fimmtungur vísinda- og tækni- manna ynni við vopnaframleiðslu. Þessi fullyrðing vekur spurningar. 1. Hvar fékk hún þessar upplýs- ingar? 2. Hvernig skilgreinir hún vís- inda- og tæknimenn? Það er nefni- lega ekki nóg að hafa próf í ein- hverju fagi. Menn verða ekki vís- indamenn á því að eiga prófskír- teini. 3. Þótt ljóst sé að athygli Guð- rúnar beinist að „hefðbundnum" vopnum er hægt að skilgreina vopn í víðari skilningi. Myndin „Rambo" er slíkt vopn sem 35.000 íslending- ar lýstu stuðningi sínum við. Mörg íslensk blöð eru ekki papp- írsins virði. Vil ég t.d. benda á afdráttarlausa stuðningsyfirlýs- ingu við gabbvísindi. Má þar nefna stjörnuspeki, fljúgandi diska og Bermudaþríhyrninginn. Það er hlálegt að láta slíkt hlaupa með sig í gönur og halda að maður hafi skýrt áður óskiljanleg fyrir- bæri. Þeir sem halda þessum „fræðum" á loft reyna að stimpla sig sem vísindamenn, með því að stofna félög, halda fyrirlestra og gefa út tímarit sem stæla vísindin. En slíkt afhjúpar aðeins innri minnimáttarkennd. Blað sem birt- ir slíkt afhjúpar eigin minnimátt- arkennd og einfeldni og vinnur þanniggegn framförum. En það er einnig ráðist að vís- indunum frá fleiri vígstöðvum. Kirkjan reynir að koma á þau óorði með því að kalla þau nýjan guð. Svokallaðir „húmanistar" geta ekki greint á milli þess að ýta á takka og að rannsaka ný fræði. Þeir hafa hrakist undan vasatölv- unum inn í fílabeinsturna sál- fræðilegrar naflaskoðunar, fjar- lægst alþýðuna og óttast vísindin. Þetta er alvarlegt ástand. Það eru ekki allir vísindamenn eins og Edward Teller faðir vetnissprengj- unnar. Mikil andstaða er meðal þeirra gegn stjörnustríðinu. Fyrir ókunnuga geta vísindin virst köld og leiðinleg, jafnvel ógnun við lífið. Hvað er þá annað til ráða en að ganga í félag sem heldur því fram að jörðin sé flöt? Gegn þessu verða vísindamenn að berjast með ábyrgð, skýra frá rannsóknum á alþýðlegan hátt og láta þá sem starfa í nafni vísindanna taka afleiðingum gerða sinna, þeir fari út fyrir þau mörk og vinnureglur, sem eru settar. Vísindamenn eru ekki hafnir yfir almúgann, þeir eiga að starfa í þágu hans en ekki í þágu stjórnmála eða peninga. Með þessu er ég þó ekki að firra vísindin þeirri ábyrgð sem þau hafa vegna áhrifa þeirra á heims- málin. Hins vegar ætti að vera ljóst að ef hinir örfáu íslensku vísinda- menn færu að vinna við vopna- framleiðslu, væri það aðeins af- leiðing mun alvarlegri þróunar. Hennar einkenni er stefnuleysi, þröngsýni og fordómar í garð sannra vísinda. Námsmaður Víkveiji skrifar Happdrættismiðum hefur bók- staflega rignt inn um bréfa- lúgur landsmanna undanfarðið. Líknarfélög ýmiss konar, björgun- arsveitir og hjálparstofnanir fjár- magna verulegan hlut starfsemi sinnar á þennan hátt og hafa ís- lendingar verið ótrúlega duglegir að styrkja gott málefni um leið og spilað hefur verið upp á vinning. Öllu má þó ofgera og fyrir þessi jól hefur happdrættismiðaregnið verið meira en nokkru sinni. Flest eru málefnin góð, en fólk hefur ekki endalaust peninga handa á milli. Yfirboð þeirra sem að happ- drættunum standa stoða lítið ef buddan er tóm. Tæpast fellur rekstur Þjóðviljans undir líknar- starfsemi, en meðal sendibréfa frá slíkum stofnunum fann Víkverji á dögunum umslag frá Þjóðviljan- um. Félagi Svavar Gestsson sendi Víkverja þar baráttukveðjur og lét nokkra happdrættismiða fylgja með. XXX Unnið er að því þessa dagana og setja upp tvenn umferðar- ljós á Bústaðavegi, við Háaleitis- braut og á horni Eyrarlands/ Grensásvegar. Fyrir íbúa í nær- liggjandi hverfum er mikið öryggi í tilkomu þessara ljósa. Árekstrar og önnur óhöpp hafa verið tíð á Bústaðaveginum og auk þess sífellt erfiðara að komast inn á Bústaða- veginn af aðliggjandi götum. Bú- staðavegurinn hefur tekið meira og meira af umferðinni úr Breið- holti, en var þó ekki hugsaður sem burðaræð fyrir það fjölmenna hverfi. Með umferðarviku í Reykjavík í haust og herferð barna- lækna hófst mikil umræða um slys á börnum í umferðinni hér á landi. Á Alþingi vakti Eiður Guðnason máls á þessu á dögunum og vitnaði í skýrslu landlæknis í málflutningi sínum. Þar koma fram svo hrika- legar tölur að ráðamenn geta ekki horft á aðgerðarlausir. Ríki og sveitarfélög verða að taka höndum saman svo draga megi úr þessari óheillavænlegu þróun. XXX Ensk tunga og engilsaxnesk áhrif eru mjög áberandi í hátt- um ungs fólks. Kvikmyndir, sjón- varp, vinsælar hljómsveitir, íþróttastjörnur og önnur goð unga fólksins eru mjög oft ensk eða amerísk. Auk þess er tölvumál allt mjög enskuskotið. Reyndar eru þetta ekki ný sannindi en trúlega hafa enskuáhrifin aukizt frekar en hitt. Þetta kom upp í máli við reynd- an kennara á dögunum. Hann var þó ekki að kvarta yfir áhugaleysi unglinganna á móðurmálinu. Þar sagðist hann ekki hafa undan neinu að kvarta. Hins vegar sagði hann það með ólíkindum hversu fráhverf krakkarnir væru dönsku eða öðrum norrænum málum. Sama væri þó þeim væri bent á rök úr sögu okkar til stuðnings dönskunámi og skyldleikann við norrænar þjóðir. Unglingarnir svöruðu fyrir sig, að hans sögn, með því að benda á hagnýtt gildi enskunámsins og hversu lítið gagn þau hefðu af því að læra dönsku. Kennarinn sagði einnig frá því, að kennslumyndin Hildur sem Danir gerðu að mestu og átti að nota til að kenna Islendingum dönsku, væri nú einkum notuð í Danmörku til að kenna inflytjend- um dönsku. XXX Landslið íslands í handknatt- leik lék um helgina gegn Vest- ur-Þjóðverjum og stóð sig frábær- lega vel. Sigur vannst í tveimur leikjanna, en Þjóðverjar unnu örugglega í miðleiknum. Gott veg- arnesti í þeim verkefnum, sem framundan eru, en hættulegt að ofmetnast. Framundan eru landsleikir gegn Spánverjum og Dönum hér á landi þát.ttaka í mótum heima og erlend- is og loks sjálf heimsmeistara- keppnin í Sviss í lok febrúar. Burðarásar í hinu sterka landsliði eru leikmenn er leika með félögum í V-Þýzkalandi og á Spáni. Þessir menn verða eins og þeytispjöld á milli landa fram yfir heimsmeist- arakeppnina og má með sanni segja að þeir búi í ferðatöskum þennan tíma. Á um tveggja mán- aða tímabili fara einhverjir þeirra örugglega hátt í 20 sinnum upp í flugvél til að komast á milli staða til að leika íþrótt sína, annað hvort með félagsliðum eða landsliði ís- lands. Um leið og atvinnumennskan hefur gert þá að betri leikmönnum gerir dvöl þeirra erlendis undir- búning fyrir heimsmeistarakeppn- ina erfiðari en ella. Landsliðs- mennirnir þekkja þó hver annan mjög vel, þeir hafa leikið saman fyrir íslands hönd í tugum lands- leikja. Þeir ætla sér langt í heims- meistarakeppninni og ættu ef allt leggst á eitt að geta náð góðum árangri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.