Morgunblaðið - 11.12.1985, Side 64
*
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Happdrætti Háskóla Islands:
Hæsti vinningshafi
hlaut 6 milljónir
Tveir hæstu vinningarnir komu á óselda trompmiða
HÆSTI vinningshafi í Happdrætti
Háskóla íslands fékk sex milljónir
króna í sinn hlut eftir að dregið
hafði verið í 12. flokki í gær.
Tveggja milljóna krónu vinning-
urinn kom á miða númer 43252,
en í því númeri var trompmiðinn
óseldur og því eign happdrættis-
ins. Trompmiðinn er fimmfaldur
og vann því happdrættið á hann
10 milljónir króna. Fyrrnefndur
vinningshafi átti hins vegar þrjá
miða í númerinu og annar ein-
staklingur, sem átti þann fjórða,
fékk tvær milljónir í sinn hlut.
Báðir miðarnir voru seldir í aðal-
umboði í Reykjavík.
Einnar milljón króna vinningur-
inn kom á miða númer 46110 og
Islenska óperan:
Kristján
Jóhannsson
syngur í Leð-
urblökunni
þar var trompmiðinn somuleiðis
óseldur og vann happdrættið sjálft
á hann 5 milljónir króna. Einn
miði með þessu númeri var seldur
á Þingeyri, og þrír einfaldir miðar
í aðalumboði í Reykjavík. 100 þús-
und króna vinningurinn kom á
miða númer 42426.
Sjá vinningaskrána í heild á bls.
40.
Kindakjötsút-
sölunni lokið
Kindakjötsútsölunni er nú lokið.
Stóð hún yfir í rúmar 5 vikur og
seldust rúm tvö þúsund tonn á þessu
tímabilL
Guðmundur Sigþórsson skrif-
stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt-
inu sagði í gær að þó niðurgreiðsl-
um kindakjöts í heildsölu hafi nú
verið hætt yrði kjötið eitthvað
áfram til sölu í verslunum á lága
verðinu, það er að segja meðan
birgðir verslana entust. Hann sagði
að áætlanir frarnkvæmdanefndar
búvörusamninga hefðu staðist í
meginatriðum. Selst hefðu 2.000—
2.500 tonn af kjöti en í upphafi var
miðað við sölu á 2.000 tonnum. í
upphafi var áætlað að kostnaður
við markaðsátakió yrði 90 milljónir,
40 milljónir sem bændur greiða og
50 milljónir sem ríkið greiðir, og
taldi Guðmundur að það stæðist.
Hlutur bænda í þessum kostnaði
verður greiddur úr Kjarnfóður-
sjóði, 28—30 milljónir kr., auk þess
sem innheimt verður í verðskerð-
ingu á innlagt kjöt haustið 1984
10—12 milljónir. Verðskerðingin
verður rúm króna á hvert kíló af
innlögðu dilkakjöti 1984 og helm-
ingi minna fyrir hvert kíló af full-
orðnu fé.
* ■ k .W* M 'l
Morgunblaöid/KAX
Staðurinn þar sem vörubifreiöin rann inn á gæsluvöllinn. Þegar Ijósmyndara Morgunblaðsins bar að var búið
að lagfæra grindverkið en sjá má hjólförin í snjónum.
Mannlaus vörubifreið
rann inn á barnaleikvöll
Mesta mildi að engin slys urðu á börnum
MESTA mildi var að ekki urðu
slys á börnum er mannlaus vöru-
bifreið rann af bílastæði við versl-
unina Austurver við Háaleitis-
braut um hádegisbilið í gær, og
stöðvaðist inni á gæsluvelli fyrir
neðan verslunina. Fjöldi barna
hafði verið að leik á vellinum um
morguninn en höfðu öll verið sótt
nema eitt, sem stóð uppi við hús
ásamt gæslukonum er óhappið
varð.
Guðrún Finnbogadóttir, önnur
tveggja kvenna sem starfa á
gæsluvellinum, sagði í samtali
við Morgunblaðið að vörubifreið-
in hefði hafnað við grashól sem
börnin væru vöh að leika sér
mikið á og því hefði verið mikil
mildi að enginn skyldi hafa verið
þar er óhappið varð. „Við gæslu-
konurnar vorum staddar við hús-
ið ásamt barninu sem átti eftir
að sækja, þegar bifreiðin kom
skyndilega æðandi á miklum
hraða niður hallann, braut niður
grindverkið og stöðvaðist á einu
leiktækinu inni á gæsluvellin-
um,“ sagði Guðrún. „Börnin sem
koma til okkar á gæsluvöllinn
eru ævinlega úti að leika sér og
því var það mikið lán í óláni að
óhappið varð á þessum tíma,
þegar flest börnin voru farin
heim til sín. Það hefði svo sann-
arlega getað farið verr.“
Guðrún sagði að gæsluvöllur-
inn væri mjög nálægt bifreiða-
stæðunum við Austurver og því
væri það mikið gáleysi að hafa
gæsluvöllinn svo óvarinn fyrir
ökutækjum. Sagði hún að eina
fyrirstaðan væri steypt brún við
hlið gæsluvallarins, sem hefði þó
ekkert að segja í tilviki sem
þessu. Kvaðst hún vona að ein-
hverjar ráðstafanir yrðu gerðar
til að varna því að óhapp sem
þetta gæti endurtekið sig.
Albert Guðmundsson á Alþingi í gærkvöldi:
BankaráðiÖ kom ekki ná-
lægt lánum til Hafskips
Stórslys ef rannsókn færi fram fyrir opnum tjöldum, sagði forsætisráðherra
KRISTJÁN Jóhannsson óperu-
söngvari mun koma fram sem sér
stakur gestur á fjórum hátíóarsýn-
ingum Islensku óperunnar á Leóur-
blökunni eftir Strauss, sem fluttar
verða á sviói Gamla bíós milli jóla
og nýárs. Kristján syngur sérstak-
lega til styrktar íslensku óperunni
og mun koma fram sem gestur í
veislu Orlofskí fursta. Veisla þessi
ac er þáttur í sýningunni og er það til
siós á stórum uppfærslum erlendis
að stórstjörnur, sem ekki hafa fast
hlutverk í sýningunni, komi þar
fram sem gestir og syngi verk aó
eigin vali.
Stjórnandi hljómsveitar og upp-
færslu Leðurblökunnar er Garðar
Cortes og leikstjóri er Þórhildur
Þorleifsdóttir. Sömu söngvarar
fara með aðalhlutverkin nú og í
vor, þau Ólöf Kolbrún Harðardótt-
ir, Sigurður Björnsson, Sigríður
Gröndal og Guðmundur Jónsson.
Sýningarnar verða dagana 26.—29.
desember og er miðaverð 1.250
krónur. Að sögn Harðar Erlends-
sonar framkvæmdastjóra íslensku
óperunnar verður veitt kampavín
í báðum hléum sýningarinnar.
„Þetta verða hátíðarsýningar, því
áhorfendur munu í vissum skiln-
ingi taka þátt í veislu Orlofakís.
-y Það er vel við hæfi, því Iæður-
blakan er sannkallað áramóta-
glens,“ sagði Hörður.
MIKLAR umræóur um málefni Haf-
skips og Útvegsbankans fóru fram
utan dagskrár í sameinuðu þingi í
gær. Gert var hlé um sjöleytió, en
síðan hófust umræóur á ný kl. 21 og
stóóu enn þegar blaðió fór í prentun.
Albert Guðmundsson, iðnaðarráó-
herra, talaði á tíunda tímanum og
sagöi m.a. að ekkert lánamál tengt
Hafskip heföi komió fyrir bankaráð
Útvegsbankans meöan hann sat þar
í formennsku.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, sagði að nauðsyn-
legt væri að skiptaráðandi fengi
frið fyrir fjölmiðlum til að rann-
saka þrotabú Hafskips. Kvað hann
það stórslys, ef rannsókn á gjald-
þroti Hafskips og viðskiptunum við
Útvegsbankann færi fram fyrir
opnum tjöldum.
Forsætisráðherra og Matthías
Bjarnason, viðskiptaráðherra,
lögðu áherslu á, að rannsókn máls-
ins yrði hraðað. „Hér á ekkert að
fela og engu að leyna,“ sagði við-
skiptaráðherra. Rannsókn málsins
væri nú í réttum farvegi, en auk
þess ætlaði ríkisstjórnin að fá
nefnd þriggja sérfróðra manna,
skipaða af Hæstarétti, til að kanna
þá þætti málsins, sem ekki koma
beint inn í rannsókn skiptaráöanda.
Ólafur Ragnar Grímsson, þing-
maður Alþýðubandalagsins.sem
hóf umræðuna, taldi nauðsynlegt
að sérstök þingnefnd rannsakaði
Hafskipsmálið. Hann vakti athygli
á alvarlegum ásökunum á hendur
forráðamönnum fyrirtækisins og
kvaðst jafnframt hafa undir hönd-
um upplýsingar, sem bentu til þess
að tap Utvegsbankans vegna við-
skiptanna við Hafskip næmi allt
aö einum milljarði króna. Þaö þýddi
að leggja yrði um 20 þúsund króna
„Hafskipsskatt" á hverja fjölskyldu
í landinu.
Matthías Bjarnason gagnrýndi
harðlega umfjöllun ýmissa fjöl-
miðla um Hafskipsmálið og skyld
mál um erfiðleika fyrirtækja. Benti
hann á, að innlán í Útvegsbankan-
um hefðu aukist mjög á þessu ári
fram að því að veruleg blaðaskrif
hófust um erfiðleika hans í nóvem-
ber. Þá hefði orðið um 200 milljóna
króna samdráttur í innlánum í
bankanum. Hann gagnrýndi einnig
það sem hann kallaði „fréttahasar"
sjónvarpsins og sagði að óvönduð
vinnubrögð sjónvarpsins hefðu leitt
til aukinna erfiðleika Arnarflugs.
Albert Guðmundsson minnti á
það í ræðu sinni, að hann hefði tekið
að sér formennsku í bankaráði Út-
vegsbankans að beiðni Alþýðu-
bandalagsins og fyrrverandi for-
sætisráðherra að fengnu samþykki
þingflokks sjalfstæðismanna. Þá
sagði hann það staðreynd að lög
takmörkuðu mjög rétt bankaráðs-
manna til að taka ákvarðanir um
einstakar lánveitingar.
Albert sagðist ekki eiga neinn
þann óvin, sem hann óskaði þess
að þyrfti að ganga í gegnum það,
sem hann hefði mátt þola undan-
farna daga. Hann bað Guð að forða
þeim ungu íslensku íþróttamönn-
um, sem nú gera garðinn frægan
erlendis, frá því að fara í pólitík.
Hann sagði, að enginn gæti brotið
sig og ekki mundi hann leggja á
flótta undan því óáþreifanlega, eins
og hann orðaði það.
Sjá fréttir um Hafskipsmálið á bls.
2, 4, 37, 38 og viðtal viö fram-
kvæmdastjóra Arnarflugs á bls. 2.