Morgunblaðið - 15.12.1985, Page 1
112SÍÐUR B
STOFNAÐ1913
284. tbl. 72. ár
L
SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Evropuþingið:
Verðlaun
kennd við
Sakharov
Ntramborg, Frakklandi, 14. desember. AP.
ÞING Evrópubandalagsins sara-
þykkti f gær aó stofna til verðlauna,
sem kennd skulu við sovéska andófs-
manninn Andrei Sakharov og veitt
yrðu fyrir stðrf að mannréttindamál-
um.
Stjórnmálanefnd Evrópuþinga-
ins mun tilnefna verðlaunahafa en
tilnefningin þarf að fá stuðning
tveggja þriðju þingmanna. í álykt-
un þingsins sagði, að verðlaunin
skyldi veita þeim, sem ynnu að
betri samskiptum austurs og vest-
urs, og þeim, sem stæðu vörð um
mannréttindi og rétt manna til
frjálsra, visindalegra athugana.
Griskir kommúnistar og græn-
ingjar börðust hatrammlega á
móti þessum verðlaunum. Reyndu
þeir fyrrnefndu að fá þvi fram-
gengt, að þau yrðu kennd við Nel-
son Mandela, en græningjar héldu
þvi fram, að verið væri að misnota
nafn Sakharovs.
Apinn beit
300 menn
Dehlf, 14. dnwmber. AP.
API GEKK berkserksgang og beit
um 300 manns á fjórum dögum í
borginni Kanpur í norðurhluta Ind-
lands. Hann leikur ennþá lausum
hala í nágrenni borgarinnar.
Apinn hefur búið við borgina í
áratug en aldrei verið nokkrum til
ama þar til á miðvikudag að á
hann rann æði. Réðst hann á börn,
konur og gamalmenni og beit
marga djúpt í bakið. Á þriðja
hundrað manns þurftu að leita sér
læknishjálpar vegna sáranna.
Læknar hafa ekki getað staðfest
hvort apinn sé með hundaæði.
Götur Kanpur hafa verið nær
mannlausar frá því apinn lét til
skarar skrfða. Sveit manna reynir
að fanga apann f net, en hann
hefur enn ekki náðst.
Morgunblaöid/Friðþjófur Helgason
í MIÐBORGINNI
George Shultz f Berlfn:
Múrinn tákn mann-
úðarleysis og óeðlis
Berlfn, 14. desember. AP.
GEORGE Shultz, utanríkisráð- | að Berlínarmúrinn bæri vott um
hcrra Bandaríkjanna, sagði í dag j óeðli og mannúðarleysi. Shultz
Kúbanskir sendiráðs-
menn reknir frá Spáni
Reyndu að ræna útlaga í Madrid
Madrid, 14. desember. AP.
FJÓRIR starfsmenn kúbanska sendiráðsins á Spáni fengu í dag fyrir-
skipun um að yfirgefa landið þegar i stað. Sendiráðsmennirnir voru
handteknir í Madrid í gær og sakaðir um að hafa ætlað að ræna eða
drepa kúbanskan útlaga.
Að sögn lögreglunnar er einn
mannanna fjögurra vararæðis-
maður Kúbu á Spáni, Angel
Alberto Leon Cervantes að nafni,
en hinir þrír eru lægra settir í
sendiráðinu. Eru þeir sakaðir um
að hafa reynt að ræna kúbönsk-
um útlaga, Manuel Antonio
Sanchez Perez, fyrrum áætlana-
málaráðherra á Kúbu, sem feng-
ið hefur hæli á Spáni til bráða-
birgða. Ógnuðu sendiráðsmenn-
irnir Perez með byssu í miðborg
Madrid og reyndu að neyða hann
inn i bíl, en hann slapp frá þeim.
Kúbanski vararæðismaðurinn
var vopnaður hálfsjálfvirkri
byssu þegar hann var handtek-
inn og einn félaga hans með
marghleypu.
Vitni bera, að þau hafi heyrt
Perez hrópa „þeir ætla að drepa
mig“ þegar hann hljóp frá mönn-
unum og að þrír mannanna hafi
barið hann áður en hann slapp
frá þeim.
I orðsendingu vegna brottvís-
unarinnar sagði, að „spænska
stjórnin lýsir yfir megnustu
andúð og fyrirlitningu á þessu
athæfi, sem samræmist engan
veginn stöðu sendifulltrúa“.
Talsmaður spænska utanríkis-
ráðuneytisins, Inocencio Arias,
sagði, að Francisco Fernandez
Ordonez utanríkisráðherra,
mundi í dag bera fram hörð
mótmæli við sendiherra Kúbu á
Spáni.
I gær kvaddi utanríkisráð-
herrann kúbanska sendiherrann,
Oscar Garcia Fernandez, á sinn
fund, en hann var tepptur í
Barcelona vegna verkfalls flug-
umferðarstjóra.
heldur í fyrramálið, sunnudag, til
Ungverjalands og Rúmeníu.
Hann skoðaði í dag Berlínarmúr-
inn, sem er táknrænn fyrir mis-
munandi stjórnarfar í Austur- og
Vestur-Evrópu.
„Skipting þessarar borgar og
skipting Þýzkalands er ómann-
úðleg og óeðlileg. Með því að
afsala sér ekki Berlín, og þeim
rétti sem við höfum hér, viljum
við og bandamenn okkar sýna
að við sættum okkur ekki við
innlimun Austur-Evrópu, þar
með talið Austur-Þýzkaland og
Austur-Berlín, í sovézkt valds-
svæði," sagði Shultz.
Shultz sagði stjórn Ronalds
Reagan hafa heitið því að vinna
af kostgæfni að því að ná sam-
komulagi við Sovétríkin um
takmörkun vígbúnaðar. Banda-
rikjaforseti teldi að samhliða
sliku samkomulagi yrði að slaka
á pólitískri spennu. Draga yrði
úr pólitiskum ágreiningi til að
minnka stríðshættu.
Shultz sagði drottnun af hálfu
hers í austantjaldsríkjum og
skert persónufrelsi dæmi um
mun á ástandinu austan og
vestan Berlínarmúrsins. „Berl-
ínarbúar vita að valdbeiting og
hömlur eru kjarninn í stjórnar-
farinu handan múrsins og að
vélbyssur, skriðdrekar og eld-
flaugar eru vitnisburður um
mismunandi stjórnarfar, en
ekki orsök," sagði Shultz.
I ferð sinni til Rúmeníu og
Ungverjalands mun Shultz út-
skýra afstöðu Bandaríkjamanna
til takmörkunar vígbúnaðar og
fækkun kjarnavopna fyrir leið-
togum þeirra. Jafnframt mun
hann ræða við leiðtogana um
efnahagsvanda, sem þjakar rík-
in tvö.
Shultz sagði Bandaríkjamenn
ekki mundu beita Vestur-Þjóð-
verja þrýstingi til þátttöku í
rannsóknum vegna geimvarna-
áætlunar Bandaríkjamanna.
Stjórnin í Bonn tekur innan
tíðar afstöðu til málsins og sagði
Shultz að ekki yrði litið á það
sem óvild eða andúð á áætlun-
inni þótt Vestur-Þjóðverjar
tækju ekki þátt í rannsóknun-
um.