Morgunblaðið - 15.12.1985, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985
Rafmagn og hiti
hækka um áramót
Hækkunin minni en verðlagshækkanir almennt
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum þann 10. desember sl. hækk-
un á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavík-
ur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur
samkvæmt samþykkt stjórnar veitu-
stofnana frá 6. desember. Gjaldskrá
Hitaveitunnar hækkar um 17,6%
en gjaldskrá Rafmagnsveitunnar
um 14%. Hækkanirnar taka gildi
frá og með 1. janúar 1986.
Að sögn Aðalsteins Guðjohnsen
rafmagnsstjóra er þessi 14%
hækkun á gjaldskrá Rafmagns-
veitunnar að mestu leyti komin til
vegna hækkunar Landsvirkjunar
frá sama tíma, en 60% af útgjöld-
um Rafmagnsveitunnar eru vegna
orkukaupa frá Landsvirkjun.
„Annars er ekki hægt að tala um
að hér sé um hækkun að ræða ef
miðað er við 30% verðbólgu milli
ára. Þetta er í raun og veru lækk-
un. Á síðasta ári kom hækkunin í
þrepum, og var samtals 14% um
síðustu áramót. Þá hafði rafmagn
ekki hækkað frá 1. ágúst 1983,“
sagði Aðalsteinn Guðjohnsen.
Gunnar Kristinsson yfirverk-
fræðingur hjá Hitaveitu Reykja-
víkur sagði að verð á vatni hækk-
aði úr 17 krónum í 20 krónur rúm-
metrinn, eða um 17,6%. „Verð á
heitu vatni hefur staðið í stað frá
því 1. febrúar sl. og er þessi hækk-
un því mun minni en verðlags-
nækkanir aimennt," sagði Gunnar.
„Farið var fram á þessa hækkun
til þess að viðhalda verði á vatni
í samræmi við allt annað í landinu.
Sérstaklega á þetta við um bygg-
ingarkostnað, því Hitaveitan
stendur í miklum framkvæmdum,
bæði lagningu hitaveitu í ný
hverfi, stækkun á dælustöðvum og
kyndistöðvum, viðgerðir og við-
hald svo eitthvað sé nefnt," sagði
Gunnar Kristinsson.
Verðbólgu-
hraðinn
nú 32 %
KAUPLAGSNEFND hefur reiknað
vísitölu framfærslukostnaðar miðað
við verðlag í desemberbyrjun 1985.
Reyndist hún vera 159,33 stig (febrú-
ar 1984 = 100), eða 2,58% hærri en
í nóvemberbyrjun 1985, segir í frétt
frá Hagstofu íslands.
Af þessari hækkun stafa 0,4%
af hækkun á verði mjólkurvöru
vegna hækkunar verðlagsgrund-
vallar landbúnaðarafuröa 1. des-
ember sl., 0,4% stafa af hækkun
fatnaðarliðs, 0,4% af hækkun hús-
næðisliðs, 0,2% af hækkun á verði
tóbaks og áfengis 15. nóvember sl.
og 1,2% stafa af hækkun á verði
ýmiss konar vöru- og þjónustuliða.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala framfærslukostnaðar
hækkað um 35,9%. Hækkun vísi-
tölunnar um 2,58% á einum mán-
uði frá nóvember til desembner
svarar til um 35,8% árshækkunar.
Undanfarna þrjá mánuði hefur
vísitalan hækkað um 7,16% og
jafngildir sú hækkun 31,9% verð-
bólgu á heilu ári.
1 kjarasamningum ASÍ og VSÍ
15. júni sl. var við það miðað að
vísitalan yrði 154 stig í desember
en hún reyndist 3,5% hærri.
Skemmdarverk á
bflum í Kópavogi
„ÞAÐ var hryllilegt að horfa upp á
þetta. Okkur brá mikið og erum
við varla búin að ná okkur enn,“
sagði fullorðinn Kópavogsbúi,
Kristján Kristjánsson, sem varð
fyrir því á fimmtudagskvöldið að
unglingar unnu skemmdarverk á
tveimur bílum fjölskyldunnar fyrir
utan heimili þeirra að Borgarholts-
braut 1.
Kristján sagði að þau hefðu heyrt
miklar drunur fyrir utan hjá sér
á sjöunda tímanum á fimmtu-
dagskvöldið. Sonur hans hefði
strax hlaupið út og þá hefðu
unglingspiltar verið að lemja á
bilunum með grjóti. Voru þeir
búnir að brjóta allar rúður í báð-
um bílunum þegar að var komið,
en forðuðu sér þá, en húsráðendur
misstu af þeim vegna mikillar
hálku á götunni. Kristján sagði
að tjón þeirra væri verulegt, bíl-
arnir væru ekki tryggðir fyrir
svona skemmdarverkum, og sagði
að óskemmtilegt væri að lenda I
svona. Hann sagði að málið væri
nú í höndum lögreglunnar í Kópa-
vogi en henni hefði ekki tekist að
hafa hendur í hári piltanna. Vildi
hann beina þeim tilmælum til
fólks sem hugsanlega gæti veitt
upplýsingar um atvikið að hafa
samband við lögregluna.
Steingrímur Hermannsson:
Þarf mótvægi á móti
Morgunblaðinu og DV
STEINGRÍMUR HERMANNSSON forsætisrádherra og formadur Fram-
sóknarflokksins telur að til greina geti komið einhvers konar samstarf, eða
sameining NT, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins. Hann segir engar formlegar
viðræður formanna Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks
hafa farið fram um þetta, en mál þessi hafi verið reifuð á göngum.
„Við höfum ekki haldið neinn
fund, flokksformennirnir, þar sem
þetta mál hefur verið rætt,“ sagði
Steingrímur, „en á göngum hefur
það borið á góma að það þurfi að
gera eitthvað til þess að standa
gegn ofurveldi Sjálfstæðisflokks-
ins í fjölmiðlaheiminum."
Steingrímur sagði að ýmsir
hefðu hreyft því að undanfðrnu
að eitthvað mótvægi yrði til að
koma á móti Morgunblaðinu og
DV. Þessi sundruðu litlu blöð, NT,
Alþýðublaðið og Þjóðviljinn væru
það ekki lengur. Steingrímur sagði
að það væri engin launung að
Framsóknarflokkurinn hefði ekki
bolmagn til þess að halda úti blaöi
eins og NT með bullandi tapi á
hverjum mánuði.
„Ég er þeirrar skoðunar að það
væri ákaflega slæmt fyrir lýðræðið
í þessu landi, og reyndar einnig
fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ef engir
flokkar halda úti málgagni nema
hann. Það er vissulega þess virði
að skoða það sem aðrar þjóðir
hafa þegar skoðað og komist að
niðurstöðu um að nauðsynlegt sé
að öll sjónarmið geti komist að í
fjölmiðlum."
Steingrímur sagði að það væru
aðrir menn en flokksformennirnir
sem væru að skoða þessi mál nánar
núna, og átti þá við ritstjóra blað-
anna.
Akureyri:
Lokasprettur jóla-
undirbúnings hafínn
Akoreyri, 14. deaember. Fri SkmpU lUllKrímnjoí, blatammnoi MorgomblmMu.
LOKASPRETTUR jólaundirbún-
ingsins er nú hafinn hér í höfuð-
stað Norðurlands. Jólaljós og jóla-
tré eru víða komin upp og að sögn
kaupmanna hefur sala aukist
mjög undanfarna daga.
„Eg gæti best trúað að þetta
yrðu „korta-jól“ — að fólk nýtti
sér mikið krítarkortin eftir 18.
þessa mánaðar. Annars sýnist
mér fólk hafa nóga peninga,"
sagði kaupmaður einn hér í bæ
í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að heldur rólegt hefði
verið í jólainnkaupum undan-
farið, en í gær, föstudag, hefði
sala glæðst mikið og reiknaði
hann með að mikið yrði að gera
í dag, en flestar verslanir eru
opnar til klukkan 18.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins eru jólasveinar
komnir í bæinn og hafa þeir gefið
krökkum í skóinn að undanförnu.
Sveinarnir hafa nú hugsað sér
alvarlega til hreyfings og verða
mikið á ferðinni næstu daga.
i
Tillaga um að fresta af-
greiðslu fjárlaga felld
TILLAGA um að fresta afgreiðslu
fjárlaga fyrir næsta ár fram yfir ára-
mót, sem stjórnarandstaðan lagði
fram við 2. umræðu um fjárlagafrum-
varpið, var felld við atkvæðagreiðslu
í Sameinuðu þingi í gær að viðhöfðu
nafnakalli með 36 atkvæðum gegn
16. Átta þingmenn voru fjarverandi.
Frumvarpinu var síðan vísað til 3.
umræðu með 54 samhljóða atkvæð-
um.
Allar breytingartillögur frá
fjárveitinganefnd í heild og frá
meirihluta nefndarinnar, sem til
atkvæöa komu, voru samþykktar.
Allar breytingartillögur stjórnar-
andstöðunnar, sem til atkvæða
komu, voru felldar. Nokkrar breyt-
ingartillögur voru dregnar til baka
og afgreiðslu þeirra frestað til 3.
umræðu.
Meðal breýtingartillagna frá
meirihlutanum sem samþykktar
voru var tillaga um að lækka fram-
lag til neyðaraðstoðar við ríki
þriðja heimsins úr 11 milljónum
króna í 4 milljónir. Var hún sam-
þykkt með 33 atkvæðum gegn 18.
Þrír þingmenn stjórnarflokkanna
sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Meðal tillagna sem frestað var
til 3. umræðu voru tillögur um
styrki til dagblaðanna og fjár-
framlög til UNESCO. Halldór
Blöndal (S-NE) lagði til í umræð-
unum að báðir þessir liðir verði
felldir niður úr fjárlögunum.