Morgunblaðið - 15.12.1985, Side 4

Morgunblaðið - 15.12.1985, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 Hnífsstungumálið á Hverfísgötu: Kona ákærð fyrir tilraun til manndráps TUTrUGU og fimm ára kona hef- ur verið ákærð fyrir tilraun til manndráps og til vara fyrir stór- fellda líkamsárás vegna hnífs- stungu sem hún veitti tæplega 100.000 lest- ir loðnu nú veiddar í desember LOÐNUAFLINN á haustvertíð er nú orðinn um 625.000 lestir og í desembermánuði hafa veiðst rúm- lega 100.000 lestir. Afli og gæftir hafa verið góðar að undanfornu. Á fimmtudag fengu 12 skip samtals 8.740 lestir og síðdcgis á lostudag var aflinn oröinn 10.310 lestir af 16 skipum. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið í Morgunblaðinu tilkynntu Höfrungur AK um 910 lestir og Jöfur KE um 450 á fimmtudag. Síðdegis á föstudag voru eftirtalin skip með afla: Sig- urður RE, 1.400, Bergur VE, 500, Helga II RE, 530, Huginn VE, 600, Dagfari ÞH, 520, Guðmundur Ólaf- ur OF, 600, Hilmir SU, 1.370, Vík- urberg GK, 520, Bjarni Ólafsson AK, 1.100, Sæberg SU, 620, Kefl- víkingur KE, 540 og Eríing KE 440 lestir. þrítugum manni í húsi við Hverfis- götu að morgni 4. október sl. Jafn- framt hefur gæsluvarðhald stúlk- unnar verið framlengt til janúar- loka. Búist er við að málið verði flutt í Sakadómi Reykjavíkur í janúar. Maðurinn og konan voru stödd í íbúð að Hverfisgötu 86 ásamt fleira fólki þegar hún stakk hann skyndilega í kviðinn með vasa- hníf, að því að talið er vegna deilna um fíkniefni. Hinn særði komst út úr húsinu en féll þar á götuna skömmu áður en lögregan kom á staðinn. Á sjúkrahúsi gekkst hann þegar undir um- fangsmikla skurðaðgerð sem tal- in er hafa bjargað lífi hans. Leiðrétting: Formaður fjárveitinga- nefndar Á ÞINGSÍÐU Morgunblaðsins í gær, þar sem sagt er frá annarri umræðu fjárlagafrumvarps, mis- ritaðist nafn formanns fjárveit- inganefndar. Formaður fjárveit- inganefndar er Pálmi Jónsson (S-Nv). Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Þýðing Svein- bjarnar Egils- sonar á Menón ÚT ER AÐ koma á vegum Hins íslenzka bókmenntafélags áður óbirt þýðing eftir Sveinbjörn Egilsson á samræðunni Menón eftir forngríska heimspekinginn Platón. Tveir ungir fræðimenn hafa búið þýðingu Sveinbjarnar til prentunar og skrifað inngang, þeir Eyjólfur Kjalar Emilsson og Gunnar Haröarson, sem báðir eru starfsmenn Heimspeki- stofnunar Háskóla íslands. Útgáfan er helguð minningu Jóhanns S. Hannessonar skólameistara. „Menón er eitt merkasta og jafn- framt aðgengilegasta rit Platóns og ekki spillir að þýðandinn er ekki af lakara taginu og sýnir nú á sér aðra hlið en í Hómers- kviðum," sagði Gunnar Harðar- son. „Samræðan fjallar um það hvort hægt sé að kenna það að vera góður maður. í Menóni setur Platón einnig fram hina frægu upprifjunarkenningu sína, en samkvæmt henni er þekking manna á heiminum eins konar endurminning þess sem þeir hafa áður haft kvnni af í fyrra lífi. Sveinbjörn Egilsson Ennfremur er að finna í samræð- unni harða gagnrýni á sófistana svokölluðu, hina grísku farand- kennara, sem töldu sig þess umkomna að kenna öðrum listina að lifa vel,“ sagði Gunnar. Þýðandinn, Sveinbjörn Egils- son, var sem kunnugt er grísku- kennari Bessastaðaskóla og síðar fyrsti rektor Lærða skólans, sem síðar var MR. Kunnastur er Sveinbjörn fyrir þýðingar sínar á kviðum Hómers. Menón þýddi hann árið 1830. Platón Saltfiskur flokkaður af nákvæmni á námskeiðinu Moruunbiaftið/Ævar Eskifjörður: Námskeið í saltfiskmati Eskifiröi, 13desember. NÝLEGA var haldið námskeið í saltfiskmati á Eskifirði. Var nám- skeiðið haldið á vegum Fisk- vinnsluskólans og Sölusamtaka íslenskra fiskframleiðenda. Voru leiðbeinendur frá þessum aðilum og Ríkismati sjávarafuröa. Sigurður Óskarsson frá Fisk- vinnsluskóla Islands var for- stöðumaður námskeiðsins sem stóð yfir í eina viku. Þetta var fyrsta námskeið sinnar tegundar sem haldið er á Austfjörðum. 15 manns víðs vegar úr fjórðungn- um sótti það. Sigurður Oskarsson sagði að námskeiðið hefði verið mjög vel heppnað. Hraðfrystihús Eskifjarðar lagði til húsnæði og fisk til að vinna með. Sagði Sigurður það stefnu samtakanna að færa nám- skeið sem þessi sem mest þangað sem framleiðslan fer fram. -Ævar Morgunblaðið/Ævar FORSTÖÐUMAÐUR saltfisknámskeiðsins tekur nemendur í próf í salt- fiskmati. Á myndinni eru f.v.: Reynir Gunnarsson Reyðarfirði, Árni Halldórsson Eskifirði, Sigurður Óskarsson forstöðumaður námskeiðsins, Friðrik Rósmundsson Eskifirði og Valur Valgeirsson Reyðarfirði. Fyrsta DC-8 vél Flugleiða komin með nýja hljóðdeyfinn: Kostar samtals um 370 millj. króna Vesturfari á Keflavíkurflugvelli á (ostudag. AÐFARANÓTT föstudags kom hingað til lands fyrsta DC-8 vél Flugleiða með nýjan hljóödeyfibún- að. Hefur félagið keypt slíkan bún- að á þrjár DC-8 63 vélar, en búnað- inum verður ekki komið fyrir í seinni tveimur vélunum fyrr en f byrjun næsta árs. Samtals kostar þessi hljóðdeyfibúnaður um 370 milljónir króna, eða um 9 milljónir dollara, samkvæmt upplýsingum Leifs Magnússonar framkvæmda- stjóra flugrekstrarsviðs Flugleiða. „Flugleiðir hafa keypt svona búnað á þrjár DC-8-vélar, og kostnaður við hverja vél er liðlega 120 milljónir króna, eða um 3 milljónir dollara," sagði Leifur. Hann sagði að hljóðdeyfarnir væru keyptir af fyrirtækinu ADC, eða Aeronautic Development Corporation og SAS í Stokkhólmi hefði séð um að setja búnaðinn á fyrstu vélinafyrir Flugleiðir. Leifur sagði að það sem fælist í þessum búnaði væri að loftinn- takið væri lengt um ca. 30 senti- metra og allt klætt að innan með hljóðdeyfandi efni. Auk þess væru loftrásir sem liggja utan um hreyf- ilinn klæddar með þessu hljóð- deyfandi efni. Þetta hefði það i för með sér að hávaðinn frá vélunum í aðflugi og flugtaki minnkaði um lOdecibel. Morgunblaðið/Einar Palur Leifur sagði að önnur vélin fengi svona búnað í lok janúarmánaðar 1986 og sú þriðja í lok febrúar. Fyrsta vélin flaug áleiðis til New York í gærkveldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.