Morgunblaðið - 15.12.1985, Qupperneq 9
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985
9
JSú er það hlutverk íslendinga á jóla-
föstu að kaupa sáðkorn handa hungruð-
um bœndum og börnum þeirra í lang-
hröktu landi austur í Asíu. Sáðkorn er
tákn lífs og vonar, gróandi og jafnvel
sjálfs guðsríkis. Útsœði, sem við öflum
í skammdegismyrkrinu hér heima nú á
nœstu dögum, gœti bjargað lífi manna
í Afganistan, þegar sól rís á komandi
ári. “
Börnum brauð
— eftir séra Heimi Steinsson
Alkunn er vísan gamla: „Það á
að gefa börnum brauð að bíta í á
jólunum." Við lærðum þessar
hendingar, þegar við vorum lítil,
og framhaldið einnig og höfðum
gaman af, þótt ýmislegt væri þar
fornlegt og framandi.
E.t.v. var brauðið sjálft torkenni-
legast í þessum kveðskap. Svo er
fyrir að þakka, að nú munu þeir
fáir á íslandi, er af eigin reynd
hafa kynnzt draumi soltins manns
um brauð. Á barnsaldri þótti mér
hún kátleg þessi kveðandi um
brauð að bíta í á þeirri hátíð, sem
þá þegar einkenndist fremur af
sælgæti og stórum steikum en
hversdagslegu brauðmeti.
Þó varð mér snemma ljóst, að
ekki bjó mannkyn allt við þá full-
sælu matar, sem flestir fslendingar
hafa notið a.m.k. frá því á fimmta
tugi þessarar aldar. Sú staðreynd
gjörðist nærgöngulli með árum, að
umtalsverður hluti jarðarbúa tær-
ist upp af næringarskorti, og í
allnokkrum stöðum sverfur að
mönnum algjört bjargarleysi.
Þetta er reyndar og verður
óskiljanlegt þeim, sem ekki þekkir
tiL Því fer fjarri, að af okkur Is-
lendingum hafi verið létt öllum
vandkvæðum. Engu er líkara en
við höfum verið minnt á eigin
mótlæti af óvenjulegum þrótti
síðustu vikumar. Sízt skyldi nokk-
ur maður gjöra lítið úr þvi hugar-
angri, er hrjáir skulduga þjóð. En
hungur þekkjum við upp til hópa
ekki og höfum tæpast kynnzt því,
núlifandi Islendingar.
Hún er að mestu frá okkur vikin
sú aigjöra ögrun við frumlægasta
tilverurétt mennskra manna á
jörðu, sem í því hlýtur að felast
að hafa ekkert að borða.
Þrátt fyrir þetta reynsluleysi
ætti okkur ekki að vera með öllu
fyrirmunað að renna grun í þær
hörmungar, er ganga yfir sveltandi
menn í fjarlægum landsálfum. Við
erum minnt á staðreyndir hungurs
og fullkominnar örbirgðar. Hjálp-
arstofnun kirkjunnar er á síðari
árum framarlega í flokki þeirra
aðila, er halda að mönnum slíkri
áminningu.
Hjálparstofnunin er enn á ferli
á þessari aðventu og hefur meðal
annars brugðið á loft tilteknu
verkefni, sem landsmenn eru
hvattir til að leggjast á eitt við að
leysa.
Afganistan
Þessu sinni beinist athyglin
einkum að stríðshrjáðri þjóð aust-
ur í löndum. Árum saman hafa
Afganir háð varnarstyrjöld gegn
ofurefli og ekki látið bugast, þótt
við, sem einnig erum reynslulaus
á sviði hernaðar, fáum tæpast
skilið þolgæði þeirra. Afleiðingar
styrjaldarinnar eru skelfilegar.
Skulu þær ekki tíundaðar hér, enda
verða tölur yfir fallna og bæklaða,
langsoltna og brottrekna á stund-
um til þess eins að færa hörm-
ungamar fjær áhorfandanum: 1
Hrellingar breytast í reiknings-
dæmi, og nístandi mannleg neyð
víkur fyrir spaklegum áætlunum.
Það er mál fyrir sig, hvemig
þessi ósköp era til komin. Frá ári
til árs stígur hungurvofan sinn
heljardans við margháttaðan und-
irleik. Stundum ráða náttúraham-
farir fyrir strengjaslættinum. En
í Afganistan er um að ræða upp-
vakning, sem mennskir menn hafa
sært fram.
Afganir verðskulda alla þá sam-
úð, sem ein smáþjóð framast fær
látið annarri í té.
Áform Hjálparstofnunar
Hjálparstofnun kirkjunnar hef-
ur látið frá sér fara áform um
hjálp við Afgani. Skiptist áformið
í þætti, og verður þriggja getið hér
fyrst, en hins fjórða að lyktum.
Fyrirhuguð er aðstoð við flótta-
fólk, sem nýkomið er úr heimalandi
sínu og setzt hefur að í grann-
landinu Pakistan. Beðið er um
„fyrstu hjálp" í mynd matvæla,
lyfja og annarra brýnna nauð-
synja. Fólk þetta er einkar illa
statt og hefur verið á göngu vikum
saman um fjöll og firnindi. í til-
kynningu Hjálparstofnunar segir,
að það hafi á leið sinni sætt „nán-
ast stöðugum sprengiárásum úr
þyrlum“. Sem fyrr greinir þekkjum
við Islendingar lítt til víga og skilj-
um vísast ekki, hvaða hemaðar-
þýðingu það hefur að murka lífið
úr konum og börnum með þeim
markvissa hætti, sem hér greinir.
En þessi lýsing er i góðu samræmi
við aðrar fregnir er borizt hafa af
„styrjöldinni" austur þar.
Reyndar hefur 20. óldin kynnzt
ýmsum tiltektum, sem tekjast
mega nokkur nýlunda í sögu
manna. Hér hillir undir nýlundu
sem oftar
Það er gömul saga, að ríki reyna
að halda andstæðingum sínum
utan stokks, byggja t.a.m. múra í
því skyni að hindra inngöngu
ósækilegra afla. Hitt er nýlunda
og nútímafyrirbæri, að hlaðnir era
múrar og reistar gaddavírsgriðing-
ar umhverfis heil mannfélög í þvi
skyni að koma í veg fyrir brottför
þeirra, sem ekki una sér innan
rammans.
Ef menn síðan hafa þetta allt
að engu, era þeir skotnir á flótta,
ellegar sæta sprengjukasti úr þyrl-
um.
Sennilega vitnar þessi múrsmið
öll um einhvern stærsta stjórn-
málaósigur endilangrar veraldar-
sögunnar.
Sennilega vitnar þessi múrsmíð
öll um einhvern stærsta stjóm-
málaósigur endilangrar veraldar-
nnar.
annan stað hyggst Hjálpar-
stofnun kirkjunnar styðja sjúkra-
námskeið á vegum samtaka afg-
anskra lækna, sem skipuleggja
ferðir hjúkrunarfólks yfir landa-
mærin til Afganistan. Þetta áform
er talandi dæmi um hið sérlega
eðli málsins: Kirkjan seilist með
hjálp sína inn á það landsvæði, sem
er vettvangur hernaðarátakanna.
Hún skerst í leikinn með beinni
hætti en verið hefði, ef hjálpin
væri einskorðuð við flóttamanna-
búðir Afgana í Pakistan.
I þriðja lagi stefnir Hjálpar-
stofnun að eflingu skólahalds
meðal afganskra flottabarna.
Meðal annars er um að ræða
almenna fræðslu í lestri, skrift og
öðram greinum grannmenntunar.
Þörfin fyrir þessa fátæklegu aðstoð
sýnir, hvemig komið er fyrir afg-
önskum flóttamönnum. Jafnframt
er efling skólahalds hjálp til sjálfs-
hjálpar og vekur vonir um framtíð.
Flutningur á sáðkorni
Það áform, er sárast hlýtur að
ganga þeim til hjarta, sem enn
kynnu í barnslegri einfeldni að
brosa að vísunni gömlu um að gefa
bömum brauð, skal nefnt að lykt-
um. I dreifibréfi Hjálparstofnunar
kirkjunnar segir á þessa leið:
„Drjúgur hluti flóttamanna er
sveitafólk, sem hrakizt hefur af
landinu vegna gróðureyðingar, er
rekja má til afleiðinga stríðsins.
Mjög var hvatt til þess, að þama
yrði rétt fram hjálparhönd, t.d.
með því að kosta kaup og flutning
á útsæði til fólksins í Afganistan.
Þessi aðstoð svarar mjög brýnni
þörf í mikilli neyð og er um leið
fyrirbyggjandi aðgerð."
Hún er gömul orðin í hernaði
aðferðin, sem Kolbeinn ungi hugð-
ist beita, er hann vildi eyða Vest-
firði, að óvinir hans ekki mættu
eflast þaðan. Tuttugasta öldin
hefur litið þetta herbragð í nýrri
og geigvænlegri mynd. Afganir
fara ekki varhluta af þeirri fram-
takssemi.
Nú er það hlutverk íslendinga á
jólaföstu að kaupa sáðkom handa
hungraðum bændum og bömum
þeirra í langhröktu landi áustur í
Asíu. Sáðkorn er tákn lífs og vonar,
gróandi og jafnvel sjálfs guðsríkis.
Utsæði, sem við öflum í skamm-
degismyrkrinu hér heima nú á
næstu dögum, gæti bjargað lífi
manna í Afganistan, þegar sól rís
á komandi ári.
Kyrtill handa barni
I dag er þriðji sunnudagur í
aðventu. Textar dagsins fjalla um
Jóhannes skírara. Hann var
ómyrkur í máli, maðurinn sá. Orð
hans dynja eins og svipuhögg enn
í dag um eyru hverjum þeim, er
heyra vill. Jóhannes talar umbúða-
laust til okkar, sem hvött eram til
þátttöku í aðstoð við afganska
flóttamenn.
„Sá sem á tvo kyrtla, gefi þeim,
er engan á, og eins gjöri sá, er
matföng hefur."
Almenn rök fyrir aðstoð við
hrjáða meðbræður nær og fjær era
ærin og sígild. Biblíuleg fyrirmæli
haldast í hendur við hin almennu
rök.
Ég hljóp reyndar yfir „tjöld og
teppi" í framangreindri upptaln-
ingu á þeim einföldu hlutum, sem
afganska flóttamenn skortir og
nefndir era í gögnum Hjálpar-
stofnunar. Tjöld og teppi gætu í
þessu tilviki komið í stað kyrtilsins,
sem um getur í ræðu Jóhannesar.
Og matföngin sem skírarinn
talar um, hafa sömu merkingu í
dag og fyrir tvö þúsund áram,
sömu merkingu í fióttamannabúð-
um Afgana og við eldhúsborðið
heima hjá mér og þér.
Tökum því vel að vanda undir
kall Hjálparstofnunar kirkjunnar.
SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 16. DES. 1985
Spadsbrtolni, happdroWsIón og Tsribréf
S»««* Avöxtun- OagafKWdl
Ar-Aokkur pr.kr.100 arkrafa ttllnnl.d.
1971-1 23.782,60 Inntv i Seöiab 15.00.85
1»72-1 23.153.72 7,50% 39 d.
1972-2 18.449.89 7,50% 269 d.
1973-1 13.524,58 7,50% 269 d.
1973-2 12.830,08 7,50% 39 d.
1974-1 8.195.71 7,50% 269 d.
1975-1 6.793,17 7,50% 24 d.
1975-2 5.026,49 7,50% 39 d
1978-1 4.510,48 7,50% 84 d.
1978-2 3.740,69 7,50% 39 d.
1977-1 3.224,24 7,50% 99 d.
1977-2 2.603,43 7,50% 264 d.
1978-1 2 186.22 7.50% 99 d.
1978-2 1.720,78 7,50% 264 d.
1979-1 1 504^7 7,50% 69 d.
1979-2 1 11445 740% 269 d.
1960-1 1.016,09 740% 119 d
1980-2 768,42 Inntv t Seötab. 25.10 85
1961-1 683,77 7,50% 39 d.
1981-2 500.39 7,50% 299 d.
1962-1 471,87 7,50% 75 d.
1902-2 345,43 7,50% 285 d.
1903-1 274,15 7,50% 75 d.
1983-2 174,13 7,50% 315 d.
1964-1 168,56 7,50% 1 ér 45 d
1964-2 160,96 7,50% 1 ér 264 d.
1984-3 155,57 7.50% 1 ér 326 d
1985-1 139,74 7,50% 2 ér 240.
197Wj 4.07275 Inntv 1 Saötafc 1985.85
1976-M 3.728,69 6,00% 104 d.
197W 2 880,18 8,00% 344 d.
1977-J 2.563,29 840% 1 ér 106 d
i96i-ia 547,56 8,00% 136 d.
1985-1IB 9245 1140% 10 ér, 1 afb é érl
1989-2IB 95,40 10,00% 5 ér, 1 afb. é érl
1985-3» 92,60 10,00% 5 ér, 1 0ft. é érl
Veðskuldabréí - Terðtiyggð
LAnst
2 afb
é«f1
lér
2ér
3ér
4ér
Sér
6 ér
7ér
Sér
9ér
10 ér
Sðtugengi m.v.
mtsm. évöitunar-
Veðskuldabrét - orerðtrfggð
1 ér
2 ér
3ér
4ér
5 ér
Kjarobréí
Verðbréías]óðslns
|l pr 1V12 - 1JSO
SötuverA
8.900
60.000
KJARABRÉFIN!
Á hálíu ári haía þau skilað eigendum sínum
ársávöxtun umíram verötryggingu.
Spariljáreigendur! Kynnið ykkur kosti Kjarabréía.
Verðbréfamarkaður
Fjárfestingarfélagsins
Hafnarstraeti 7, o 28566
Stofnaðili að Verðbréfaþmqi Islands